Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 12
Verkfall á Sauðárkróki Vilja sama kaup og almennt tiðkast UOOVIUINN Miðvikudagur 9. april 1975. Brynjólfur Jóhannesson i hlut- verki skipstjórans i Hart i bak, einu af mörgum leikafrekum hans, sem unnu hug áflra leikhús- Verkamannafélagiö Fram á Sauðárkróki hefur sett bann á uppskipunarvinnu við flutningaskip í höfninni til þess að knýja fram sömu kjör við þessa vinnu og aðrir hafnarverka- menn á Norðurlandi njóta. — Þetta er svona snertur af verkfalli, sagði Jón Karlsson for- maður Fram er við ræddum við hann í gær. — Við settum bann á alla uppskipunarvinnu til þess að knýja fram að greitt verði fyrir hana eftir ákvæðisvinnuf yrirkomu- lagi en ekki tímakaup eins og nú er. A flestum stöðum á landinu er þessi vinna ýmist unnin i ákvæðisvinnu eða að greidd er premia ofan á timakaupið, visst fyrir hvert tonn. Á Sauðárkróki hefur hins vegar öll uppskip- unarvinna verið unnin eftir timakaupi. Á sunnudaginn náðist samkomulag við Útgerðarfélag skagfirðinga um uppskipun úr fiskiskipum og var þar fallist á kröfur verkalýðsfélagsins. Var þvi banninu aflýst hvað snertir fiskiskipin. Sama gildir um uppskipun á áburði sem koma á til Sauðárkróks úr hinu strandaða Hvassafelli. Trygg- ingafélagið sem sér um björgun áburðarins féllst strax á kröfur verkamannanna er það heyrði af deilunni. En Kaupfélag skagfirðinga hefur ekki samið enn. Jón sagði, að kaupfélagsstjórinn hefði verið fjarverandi, en harin var væntanlegur i gær eða dag. Bjóst Jón við að úrslit fengjust i málinu eftir að hann væri kominn. — Aðalatriðið i þessu er það, sagði Jón, að við sjáum enga frambærilega ástæðu fyrir þvi að menn hér vinni fyrir lægra kaup en annars staðar. Okkur er alveg sama hvort verður ofan á, ákvæðisvinna eða premia, þvi hvort tveggja gefur kaupauka. Þetta hefur ekki mjög mikil út- gjöld i för með sér fyrir hvert skip, en það munar um þetta i vasa verkamannsins. Engir fastir verkamenn vinna við uppskipun á Sauðárkróki, heldur hláupa menn i þetta þegar skip kemur. —ÞH Verkfall á stóru togurunum Verkfall hófst á stóru togurunum á miðnætti í nótt. Samkomulag það sem náðst hafði við sjómenn gildir aðeins um sjómenn á bátunum og minni togur- unum. Áhersla mun hafa verið lögð á það að sem flestir stóru togaranna væru úti á miðunum, nú þegar verk- fallið er skollið á, og stöðv- ast þeir því ekki fyrr en þeir koma næst i höfn. Að sögn eins samninga- nefndarmanns var haldinn samningafundur með sjó- mönnum og útgerðar- mönnum í gærkveldi og ekki búist við miklum ár- angri. —úþ gesta. Brynjólfur Jóhannesson látinn Brynjólfur Jóhannesson, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, lést i Reykjavik i gær, á áttugasta aldursári. Brynjólfur fæddist i Reykjavik 3. ágúst 1896. Eftir nám i verslunarfræðum i Kaup- mannahöfn starfaði hann sem bankamaður á Isafirði og i Reykjavik um fjögurra áratuga skeið. Leikferil sinn hóf hann á Isafirði i mars 1916 og lék þar, öðru hverju til 1923. Frá 1924 og óslitið fram á hinsta dægur starfaði hann með Leikfélagi Reykjavikur. Hlutverk hans i Iðnó, á leikferðalögum innan- lands og utan, i útvarpi og sjón- varpi voru fjölmörg og Brynjólfur tók einnig virkan þátt i félags- störfum listamanna. Á eldri árum var Brynjólfi auðsýnd marg- visleg sæmd af fjölda stofnana og félaga, sem hann hafði unnið gott dagsverk fyrir. Þjóðviljinn þakkar Brynjólfi margar góðar stundir og vottar eftirlifandi konu hans, Guðnýju Helgadóttur, samúð. Togaranum Yer Ástœðan sú að rikisstjórnin œtlar ekkert að gera i málum stóru togaranna Ver, öðrum skuttogara útgerðarfélagsins Kross- víkur h.f. á Akranesi, hef ur verið lagt, með þeim afleiðingum að skipshöfn- inni, 25 mönnum, hefur verið sagt upp og allmörg- um verkakonum í frysti- húsum á staðnum. Fjórtán verkakonur eru þegar hættar vinnu hjá Haraldi Böðvarssyni og í öðrum fiskverkunarhúsum hefur konum verið sagt upp. Krossvik h.f. er i eign bæjar- félagsins og fimm fiskverkunar- stöðva á Akranesi. Ástæðan fyrir þvi að ákveðið var að leggja tog- aranum og setja hann á sölulista er sú, að forráðamenn útgerðar- innar fengu staðfest i lok siðasta mánaðar að rfkisstjórnin hygðist ekkert gera til þess að greiða fyrir útgerð stóru skuttogaranna, sem reynst hafa óhagkvæmir i lngt rekstri. Eigendur sllkra skut- togara höfðu farið fram á að fá að sleppa greiðslum i stofnfjársjóð i 2 til 3 ár, en það er um 20 prósent af aflaverðmæti skipanna. Með þessu hefði að þeirra mati verið hægt að halda stóru togurunum i eigu landsmanna þar til reynsla væri komin á það hvort þeir reyndust ekki hagkvæmari i rekstri er við hefðum fært land- helgina út i 200 milur. Rikis- stjórnin gaf afsvar og Krossvik- urmenn ætla að selja togarann. Forráðamenn félagsins sögðu i gær að i þess stað væru þeir að leita hófanna um kaup á einum til tveimur skuttogurum af minni gerð. Verkalýðsfélag Akraness hefur harðlega mótmælt þvi að skut- togaranum skyldi vera lagt eins og atvinnuástandið er nú á staðnum. —EKH Rúmlega 30 miljónir í Norð- fjarðar söfmmina Þingað um menningu Yfir 100 manns sátu ráðstefnu um menningarmál, listdreifingu um landið og samskipti valdamanna og listamanna Fjörugar umræður urðu á ráð- stefnu um menningarmál, sem Samtök sveitarfélaganna gengust fyrir og haldin var i Reykjavik frá sunnudagskvöldi til þriðju- dagskvölds sl. Yfir 100 fulitrúar úr hinum ýmsu sveitarfélögum og frá ýms- um samtökum og félögum lista- manna sóttu ráðstefnuna, lista- menn gerðu grein fyrir högum sinnar listgreinar, vandamálum varðandi listdreifingu og list- menntun. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra flutti fyrstu ræðu ráðstefnunnar, og nefridist hún „Rikisvald og menn- ingarmál”. Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri talaði um ,,Sam- skipti menntamálaráðuneytisins og sveitarstjórna á sviði menn- ingarmála”, bæjarfulltrúar og hreppsnefndarmenn ræddu nokkrir um „Hlutverk sveitar- stjórna i menningarmálum. Kristján Benediktsson, formað- ur Menntamálaráðs talaði um Menntamálaráð og hlutverk þess. Gunnar Guðmundsson fræddi fólk um starfsemi Sinfóniuhljómsveit- arinnar, dr. Selma Jónsdóttir ræddi um Listasafnið, en á milli þessara erinda, voru frjálsar umræður og fyrirspurnir. Kannski varð erindi Thors Vilhjálmssonar, rithöfundar helst til að vekja sveitarstjórnarmenn til umhugsunar, en Thor sat ráð- stefnuna sem fulltrúi Bandalags islenskra listamanna, og ræddi hann um stöðu listamanna gagn- vart almenningi, þeim sem njóta listar, svo og samskipti lista- manna og valdsmanna og áttu þeir Ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar fjörugar orða- hnippingar vegna þess máls. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld var annar fulltrúi Bandalags is- lenskra listamanna, og ræddi hann m.a. um þá tilhögun varð- andi afskipti stjórnarvalda af list á Islandi, að i öllum nefndum og ráðum sem fjalla um listir, sitja vildarvinir hinna pólitisku flokka. Atli benti á að afskipti stjórn- málamanna af listum hlytu að bera það með sér að stjórnmála- menn hefðu mikinn áhuga á list — en lika það, að þeir hefðu tilhneig- ingu til að vilja ráða henni. „List getur verið pólitisk”, sagði Atli Heimir, „en hún er mjög sjaldan flokkspólitisk”. Framhald af 12 siðu Snjóflóðasöfnun þeirri, sem hrint var af stað vegna flóðanna i Neskaupstað i vetur er nú form- lega lokið, en fyrir þeirri söfnun gekkst Norðfirðingafélagið i Reykjavik, ásamt Rauða krossin- um og Hjálparstofnun kirkjunn- ar. Jafntefli Friðriks og Tatai Friðrik gerði jafntefli við Tatai I 3. umferð skákmótsins á Kanarieyjum i gærkveldi. Friðrik hefur þá einn og hálfan vinning eftir þrjár umferðir. Kemur ekki til framkvœmda Mcistarar i járniðnaðinum samþykktu gerða samninga þrátt fyrir þá fyrirvara, sem járn- iðnaðarmenn höfðu sett. Kemur þvi ekki áður boðað verkfall járniðnaðarmanna til framkvæmda. Moskvu 7/4 reuter — Tass-frétta- stofan skýrði frá þvi i gær að skotið hefði verið á loft mönnuðu geimfari, en þegar það var komið á loft og þriðja þrep þess átti að fara i gang fór það af réttri leið. Var þvi þá snúið til jarðar aftur og lentu geimfararnir tveir heilu og höldnu i Vestur-Siberiu. Alls söfnuðust rúmlega 30 milj- ónir króna. Úthlutunarnefnd snjóflóðasöfnunar hefur nú út- hlutað 22.678.000.00 krónum til þeirra, sem safnað var fyrir. BLAÐBURÐUR Reykjavík Þjóðviljann vantar blaðbera í eftirtalin hverfi. Laugaveg Kvisthaga Kleppsveg Drápuhlíð Fossvog Hafið samband við afgr. Sími 17500 Kópavogur Þjóðviljann vantar blaðbera i Hrauntungu og Hlíðarveg Vinsamlegast hafið samband við umboðs- mann i sima 42073. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Reykjavik ALMENNUR FÉLAGSFUNDUR veröur haldinn fimmtudaginn 10. aprll n.k. i Tjarnarbúö niöri og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri ASÍ hefur framsögu um stööu verkalýöshreyf- ingarinnar aö loknum samningum. 2. Almennar umræður Félagar fjölmenniö. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.