Þjóðviljinn - 16.04.1975, Side 1
PJOÐVIUINN
Miðvikudagur 16. april 1975 —40. árg. —85. tbl.
Ekkert vitað um
saltfisktollana
— segir ráðuneytisstjóri i viðskiptaráðuneytinu
— Við höfum ekkert um
þetta heyrt annað en það,
sem SÍF hefur um málið
sagt, sagði Þórhallur Ás-
geirsson, ráðuneytisstjóri í
viðskiptaráðuneytinu, er
blaðið spurði hann eftir því
i gær, hvort rétt væri að
nýir og háir tollar kynnu að
bætast við saltfisk þann,
sem við seljum til Spánar.
Dagblöð skýra frá þvi i gær
með stórum fyrirsögnum, að
spánverjar hafi i hyggju að fjór-
falda innflutningsgjöld af salt-
fiski, en nýlega voru gerðir sölu-
samningar við spánverja, þar
sem hvert kiló af fyrsta flokks
saltfiski mun að likindum vera
selt fyrir 270 krónur, og ætla
spánverjar að kaupa 6 þúsund
tonn af fiski á þessu verði.
1 samningi þessum var gert ráð
fyrir 5 peseta innflutningsgjaldi
af hverju kilói, en mun, sam-
kvæm frétt Morgunblaðsins
hækka i 20 peseta og verðtollur á
samkvæmt sömu heimild að
hækka úr 1,5% i 7%. Sið'an finnur
Mbl. það út að þetta muni þýða
400 miljón króna aukatoll.
Þórhallur Asgeirsson sagði, að
ráðuneytið væri að láta athuga
hvort tilkynning um þetta hefði
borist til aðalstöðva GATT, en i
GATT-samkomulaginu eru
ákvæði um tolla og toliaafslætti
ma., en það er islenskur fulltrúi i
Genf, sem málið mun athuga.
Þórhallur sagði, að sér sýndist
að tollar þessir verkuðu eins og
verndartollur, settir til þess að
bæta hag spánskrar útgerðar og
fiskvinnslu, sem samkvæmt
GATT-samkomulaginu er
óheimilt að leggja á nýja tolla og
ný höft. Þó eru undanþágur frá
þessu samkomulagi, og sagðist
Þórhallur búast við, að spánverj-
ar gætu skotið sér bak við þessar
undanþágur vegna fjármálalegra
erfiðleika sinna.
Aldeilis er óvist að tollar þessir
komi til framkvæmda, og enn
óvissara hvort þeir koma til með
að leggjast á útflutning þann
héðan til Spánar, sem þegar hefur
verið samið um. Óvissast er þó
hvort það kemur nokkurn tima i
hlut islenskra fiskseljenda að
greiða þessa nýju tolla, þvi að
sögn Þórhalls Asgeirssonar, er
það venja að kaupendur og inn-
flytjendur beri slik gjöld sem
þessi, þó svo búast mætti við að
spánskir saltfiskkaupendur segðu
sem svo, að þeir hefðu ekki vitað
um þetta þegar samningurinn var
gerður, og gætu þvi ekki borgað
hina nýju tolla.
Hvað sem þessu liður er full-
snemmt að reikna út tapið, eða
minnkandi gróða isl. fiskseljenda
meðan ekki er enn vitað hvernig
málið snýr við þeim. —úþ
Verkfallið á Selfossi:
,Stífni á
báða,
bóga’
— segir Þórarinn
Sigurjónsson, for-
maður kaupfélags-
stjórnarinnar
,, Kaupf élagsstjórnin
hefur ekki haft nein bein
afskipti af þessu verk-
fallsmáli. Það er kaup-
félagsstjórinn, sem á að
annast þetta. Ég veit
hinsvegar ekki hvað
verður — þetta er mikil
stifni á báða bóga", sagði
Þórarinn Sigurjónsson,
alþingismaður og for-
maður stjórnar Kaup-
félags Árnesinga, er
Þjóðviljinn ræddi við
hann í gær um Kolbeins-
verkfallið á Selfossi.
„Það er erfitt að leysa þetta,
fyrst svona er komið”, sagði
Þórarinn. „Mér skilst nú að
Þórarinn Sigurjónsson.
verkfallsmönnum hafi verið
boðiö, að Kolbeinn yrði ráðinn
aftur til kaupfélagsins, en i eitt-
hvað annað starf en hann hafði.
Þeir taka það ekki i mál, vilja
aðeins að uppsögnin verði dreg-
in til baka”. Þórarinn hefur nú
fengið leyfi frá þingstörfum um
óákveðinn tima.
Fimm kaupfélagsbílar
lokaðir inni
Verkfallsmennirnir eru á 3.
tug talsins, þ.e. allir bifvéla-
virkjar og járniðnaðarmenn
K.Á. Verkstjórar sitja svo að-
gerðarlausir á verkstæðunum,
svo og lærlingar. Sigurður Sig-
Framhald á 15. siðu.
F arnir
að meta
á ný
Þeir eru farnir að meta,
og þeim fer f jölgandi, sem
láta meta fiskinn, sagði
Bergsteinn Á. Bergsteins-
son, f iskmatsst jóri, er
Þjóðviljinn spurði hann
eftir því hvort grindvíking-
ar héldu enn uppteknum
hætti og keyptu f isk á með-
alverði upp úr bát án þess
að láta stærðar- og gæða-
meta hann.
Þá sagði Bergsteinn að rangt
hefði verið haft eftir honum hér i
blaðinu þar sem sagt hefði verið
að hann héldi þvi fram að fersk-
fiskmat sé ekki skyldumat. Sagð-
ist hann hafa orðað þetta svo, að
almennt teldu menn að ekki væri
um skyldumat að ræða. — úþ
Færeyska ferjan Smyrill á siglingu. Hún gengur 20 milur.
Margir
vilja
umboðið
fyrir
Smyril
Reyðarfjörður
eða Seyðisfjörður
íslandshöfn
Sjá
baksíðu
Lúðvik um lœkkun rikisútgjalda:
Engan niðurskurð
á framkvæmdafé
Sjómenn felldu
samkomulagið
Verkfall boðað frá 21. april
Lúðvik Jósepsson hefur lagt
fram margvislegar tillögur til
breytinga á efnahagsmálafrum-
varpi rikisstjórnarinnar, m.a. um
það að lækkun fjárveitinga nemi i
inesta lagi 1.500 miljónum og taki
aðeins til rekstrargjalda rikisins.
1 1. grein frumvarps rikis-
stjórnarinnar um ráðstafanir i
efnahagsmálum er kveðið á um
heimild til að lækka fjárveitingar
um allt að 3.500 miljónir króna og
ætlast til að það gangi jöfnum
höndum yfir rekstur og fram-
kvæmdir (þó „með samþykki
fjárveitinganefndar”). Vitað er
að þetta ákvæði hefur mætt
harðri andstöðu ýmissa aðila sem
óttast að nú verði dregið mjög úr
nauðsynlegum og áður ákveðnum
framkvæmdum og nauðsynlegum
útgjöldum til félagsmála.
Lúðvik leggur til að skerðingar-
heimildin sé aðeins 1.500 miljónir
og nái til almennra rekstrar-
gjalda einna, og hafi engin áhrif á
verklegar framkvæmdir né á
framlög til félagsmála.
Lúðvik Jósepsson
Nánari grein verður gerð fyrir
tillögum Lúðviks Jósepssonar á
morgun.
Sjómenn á bátum og togurum
undir 500 lestum felldu i gær sam-
komulag það sem samninga-
nefndir sjómanna og útvegs-
manna höfðu gert. Féllu atkvæði
þannig, að já við samkomulaginu
sögðu 155, en neisögðu 197. Auðir
seðlar voru 11.
Áður höfðu atkvæði verið talin
hjá Sjómannafélagi Akraness, og
var samkomulagið kolfellt þar.
Verkfall hafði verið boðað frá
og með sl. miðnætti, en á fundi
samninganefndanna hjá sátta-
semjara i gærkvöldi var komist
að samkomulagi um að fresta
boðaðri vinnustöðvun fram til
mánudagsins næstkomandi, þess
21. april.
Útgerðarmenn samþykktu
samkomulagið i gærdag með 198
atkvæðum gegn 18.
I samningum þeim, sem sjó-
menn greiddu atkvæði um siöast-
liðna helgi eru það aöalatriöin, aö
Framhald á 15. siðu.
Náttúruverndarráð um málmblendið — Sjá 6. síðu