Þjóðviljinn - 16.04.1975, Side 4

Þjóðviljinn - 16.04.1975, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. april 1975 DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Vilborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ORKUNA BER AÐ NÝTA Á ANNAN VEG Þess er að vænta, að næstu daga komi frumvarpið um kisiljárnverksmiðju á Grundartanga i Hvalfirði till 2. umræðu i neðri deild alþingis, en efri deild hefur áður samþykkt frumvarpið. Miklar umræður hafa farið fram um þetta mál að undanförnu bæði utan þings og innan. Stjórnarflokkamir hafa beitt sér fyrir verksmiðjubyggingu og Alþýðu- flokkurinn tekið afstöðu með þeim, en Al- þýðubandalagið barist gegn þvi að frum- varp rikisstjórnarinnar um málmblendi- verksmiðju i Hvalfirði næði fram að ganga. Alþýðubandalagið hefur markað þá stefnu, að brýnasta verkefnið i orkumál- um sé tvimælalaust að útrýma hinni rán- dým innfluttu oliu við húsahitun á Islandi og nota beri alla möguleika, sem okkar eigin orkulindir bjóða upp á einmitt i þvi skyni, áður en hugsað sé til þess, að ráð- stafa þeim á nokkurn annan hátt. Áður en vinstri stjórnin lét af völdum, hafði Magnús Kjartansson sem iðnaðar- ráðherra látið gera verkfræðilega áætlun um það, hvernig ná mætti þvi marki á fá- um árum að útrýma oliukyndingunni við húshitun og með samanburði við niður- stöður könnunar varðandi hugsanlega kisiljárnverksmiðju hafði verið sýnt fram á, að nýting orkunnar frá Sigölduvirkjun fyrir okkar almenna markað, þar á meðal húshitun, væri okkur að mun þjóðhagslega hagkvæmari en ráðstöfun hennar til orku- freks iðnaðar. Margföldun oliuverðsins á siðasta valdaári vinstri stjórnarinnar tók af öll tvimæli i þessum efnum, og i samræmi við það markaði Alþýðubandalagið sina stefnu. Við verjum nú 3000-A000 miljónum króna á ári til kaupa á oliu til húshitunar, en oliuliterinn kostar nú yfir 20 krónur til neytendans. Og þar sem um það bil helmingur landsmanna á þess kost að hita hýbýli sin með innlendri orku, þ.e. jarð- varma, en hinn helmingurinn ekki, þá hef- ur skapast svo gifurlegt misrétti milli þegnanna, að með engu móti verður við unað. Það liggur fyrir að kostnaður við upp- hitun ibúðarhúsnæðis er fjórfait hærri hjá þeim, sem kynda verða með oliu en hjá hinum, sem jarðvarmans njóta. Það er ekki óalgengt, að hitunarkostnaður hjá fólki úti á landi fari upp i 15-20 þúsund krónur á mánuði og nemi þannig meira en einum þriðja af dagvinnutekjum verka- fólks, svo að ekki sé nú minnst á aldrað fólk ogöryrkja, sem beinlinis virðist ætlað að sitja i köldum hýbýlum. Það er staðreynd, að orkan frá þeim tveimur virkjunum, sem nú er unnið að samkvæmt ákvörðunum frá tið vinstri stjórnarinnar, þ.e. frá Sigölduvirkjun og Kröfluvirkjun myndi ásamt mögulegri aukinni nýtingu jarðvarmans nægja til að útrýma oliunni og búa öllum landsmönn- um jafnrétti á þessu sviði, og þessu verk- efni væri hægt að ljúka á fáum árum með samtengingu orkuveitusvæða og styrkingu dreifikerfa. En i stað þess að fallast á rök Alþýðu- bandalagsins I þessum efnum stefnir rikisstjórnin að þvi fullum fetum, að ráð- stafa mjög verulegum hluta orkunnar frá Sigöldu með öðrum hætti, það er til kisiljárnverksmiðju i Hvalfirði, en slikt hlýtur auðvitað að þýða verulegar tafir á þvi að næg raforka verði fyrir hendi til að útrýma oliunni við húshitun. Slik ráðstöfun er þvi sem hnefahögg framan i nær hálfa þjóðina, sem áfram verður að búa við olíuhitun fyrir bragðið. f umræðum, sem fram hafa farið um þetta mál hefur auk þess verið sýnt fram á, að samkvæmt þeim orkusölusamningi, er frumvarp rikisstjórnarinnar byggir á, þá er verksmiðjunni ætlað að fá orkuna á verði, sem tæplega nægir fyrir fram- leiðslukostnaði hennar. Þegar Gunnar Thoroddsen, núverandi iðnaðarráðherra gekk frá samningnum við auðhringinn, sem gert er ráð fyrir að eigi 45% i verksmiðjunni, þá var orku- verðið aðeins hækkað um 35% frá fyrri drögum, enda þótt áætlaður stofn- kostnaður verksmiðjunnar hafi á sama tima hækkað um yfir 100% og áætlað sölu- verð framleiðslunnar hafi hækkað um 150% frá fyrri drögum og þar með sölu- þóknun auðhringsins. Það er skemmst frá að segja, að Gunnar Thoroddsen gekk þannig frá samningnum við Union Carbide, að á móti smávægilegri hækkun orkuverðs (innan við 100 miljónir króna) þá var hlutur auðhringsins fyrir tækni- þekkingu, söluþjónustu, tækniþjónustu og í arð aukinn um 6-700 miljónir króna mið- að við fyrsta árið, sem verksmiðjan yrði i rekstri. Siðast en ekki sist er þess að geta i sam- bandi við þetta mál að þrátt fyrir alvar- legustu áskoranir fjölmargra aðila þar á meðal heimamanna i Borgarfjarðar- héraði um að áður en framkvæmdir hæfust yrði gerð itarleg vistfræðileg könn- un á hugsanlegum áhrifum verksmiðjunn- ar á lifriki næsta umhverfis, þá hefur rikisstjórnin skellt skolleyrum við öllum slikum óskum, og Gunnar Thoroddsen lýs- ir þvi blákalt yfir að hann telji nægilegt að slik könnun fari fram þegar hafist hefur verið handa um framkvæmdir! — k Þeir sem kjósa kísiljárn Dæma orkuskort yfir þjóðina — segir Magnús Kjartansson í nefndaráliti í neðri deild t gær og I fyrradag voru lögð fram nefndarálit um frumvarp til laga um járnblendiverksmiðju i Hvalfirði. Iðnaðarnefnd neðri deildar hefur þriklofnað um málið. Fimm nefndarmenn (3 sjálfstæðismenn, 1 framsóknar- maður og 1 alþýðuflokksmaður) leggja til að frumvarpið verði samþykkt. Magnús Kjartansson leggur til að þvi verði visað frá með rökstuddri dagskrá. Ingvar Gislason (framsókn) stendur ekki að neinu nefndaráliti en mun gera grein fyrir afstöðu sinni við 2. umræðu i neðri deild. Meirihluti iðnaðarnefndar (Ingólfur Jónsson, Lárus Jóns- son, Pétur Sigurðsson, Sverrir Bergmann og Bragi Sigurjóns- son) mælir með þvi að frumvarp- iðum járnblendiverksmiðju verði samþykkt með þeim breytingum sem á þvi voru gerðar i efri deild alþingis. Meirihlutinn telur upp marga aðila sem komið hafi á fund nefndarinnar og veitt mikilsverðar upplýsingar. Birtur er kafli úr skýrslu náttúru- verndarráðs til heilbrigðiseftir- litsins frá 9. þ.m. og jafnframt tekið fram að i framsögu fyrir málinu verði gerð grein fyrir greinargerð um málið sem full- trúar úr náttúruverndarráði hafi skilað til nefndarinnar. Hér fer á eftir minnihlutaálit Magnúsar Kjartanssonar: Grundvalla ratriðiö Könnun á þvi hvort hagkvæmt væri að koma upp orkufrekum iðnaði i sambandi við Sigöldu- virkjun hófst 1971 þegar fyrrver- andi rikisstjórn ákvað að ráðast i þá miklu virkjunarframkvæmd. Ástæðan fyrir þeirri könnun var sú að sýnt þótti að um alllangt árabil yrði ekki markaður fyrir verulegan hluta þeirrar orku sem Sigölduvirkjun ynni, nema gerðar yrðu ráðstafanir til þess að koma slikum markaði á laggirnar. Að visu var vitað um nægan markað i landinu, þar sem um var að ræða rafhitun húsa utan varma- veitusvæða, en talið var að sá markaður kæmist i gagnið á löng- um tima sökum þess hve oliuverð var lágt. Við þessa könnun var mótuð sú nýja stefna að þvi er varðar orkufrekan iðnað á tslandi, að hugsanlegt fyrirtæki yrði að veruiegum meiri hluta i eigu islenska rikisins og lyti is- lenskum lögum og reglugerðum i einu og öllu, en það telur höfundur þessa nefndarálits örlagarikt grundvallaratriði i sambandi við iðnþróun og raunar alla skipan atvinnumála. Húshitun gangi fyrir bær forsendur könnunarinnar sem að markaðnum sneru breyttust með skjótum hætti haustið 1973, þegar oliuverð margfaldaðist. Um leið opnaðist rafhitunarmarkaðurinn allur; þingsjá það varð stórlega hagkvæmt fyrir þjóðarheildina og einstaklinga ut- an jarðvarmasvæða að nota raforku til húshitunar i stað oliu, og jafngilda þau umskipti af- kastamiklum útflutningsiðnaði með gjaldeyrissparnaði sinum. Rannsókn, sem hafist var handa um i tið fyrrverandi rikisstjórnar á nýtingu innlendra orkugjafa i stað oliu, sýndi að til rafhitunar húsa þyrfti um 800 GWh á ári. Orkuvinnsla Sigölduvirkjunar jafngildir hins vegar 700 GWh til almennra nota og húshitunar. bannig varðIjóst að ekki var unnt að ráðstafa neinni orku frá Sigölduvirkjun til nýs iðnaðar, án þess að það bitnaði á þeim byggðarlögum þar sem nota verður raforku til húshitunar. bar með var orðið um val að ræða: að nota raforkuna til hitun- ar húsa eða til nýrrar iðnaðar- framleiðslu. Ilöfundur þessa nefndarálits telur það ekkert álitamál að fyrri kosturinn verð- ur að ganga fyrir, jafnt af efna- hagslegum sem félagslegum ástæðum. Ekki einangrað mál Ástæða er til þess að vekja at- hygli á þvi að þeir, sem greiða at- kvæði með frumvarpinu um kisiljárnverksmiðju, eru ekki að fjalla um einangruð vandamál, heldur eru þeir jafnframt að taka ákvarðanir um önnur stórmál. Þeir eru að dæma orkuskort yfir stóra landshluta um alllangt ára- bil. Þeir eru að dæma óþörf oliu- kaup yfir þjóðarheildina og þung- bæran hitunarkostnað yfir hluta þjóðarinnar. Þeir eru að ákveða að næsta meiri háttar vatnsafls- virkjun á tslandi verði við Hraun- eyjarfoss í Tungnaá, en ekki i öðrum landshlutum. Hér er um að ræða megin- ástæðuna fyrir þeirri niðurstöðu að ákvörðun um byggingu kisiljárnverksmiðju sé ekki tima- bær. En hér kemur einnig fleira til. Samningsdrögum þeim, sem gerð höfðu verið við auðhringinn Union Carbide um minnihluta- aðild að verksmiðjunni, hefur veriö gerbreytt islendingum i óhag. Eignarhlutur Union Car- bide hefur verið stækkaður úr 35% i 45%, greiðslur til auðhringsins fyrir þekkingu, einkaleyfi og sölustarfsemi hafa verið hækkaðar stórlega, og nú- verandi rikisstjórn hefur ekki hagnýtt sér gerbreyttar aðstæður og stóraukna arðsemi til þess að tryggja eðlilega hækkun á raforkuverði. Ég flyt breytingar- tillögur um þessi atriði og nokkur önnur á sérstöku þingskjali, og koma þær til atkvæða ef dag- skrártillaga min verður felld. bar mun ég einnig leggja til að ekki verði hafist handa um neinar framkvæmdir, fyrr en endan- legar niðurstöður Náttúru- verndarráðs og Heilbrigðiseftir- lits rikisins eru tiltækar ásamt reglum sem taki mið af lifriki Hvalfjarðar. Rökstudd dagskrá Megintillaga min — segir Magnús Kjartansson — er hins vegar sú að frumvarpið verði af- greitt með svofelldri rökstuddri dagskrá: Þar sem islendingar þurfa á næstu árum að hagnýta alla til- tæka orku, fjármagn og vinnuafl til þess að nýta innlenda orku- gjafa i stað oliu, m.a. með rafhit- un húsa, telur deildin allar for- sendur skorta til þess að koma upp orkufrekum iðnaði meðan svo er ástatt og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.