Þjóðviljinn - 16.04.1975, Side 13

Þjóðviljinn - 16.04.1975, Side 13
Miðvikudagur 16. april 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Guðbjartur Egilsson Sjötíu ára í dag Undir himni vorbjartra dægra var það, að dagsljósið vitjaði augna sveinsins unga. Og það var á Sjöundá, þar sem ekkert er til litilla sanda, ekkert er til litilla sæva. Og einnig sagan er stór eins og höfuðskepnurnar eru stórar. Og einng myrkrið, einnig það er stórt. Þegar vorhretin eru að ganga niður, þá byrjar að létta undir við Skor. Skýin á himninum hægja á sér, þau lýsast, þau lyfta sér, þau grisjast og þau hverfa siðan hvert af öðru smátt og smátt. Sólin fer að skina á hliðarnar og hún fer að skina á múla eftir múla. Og á bárufaldana skin hún þegar stormurinn er að hverfa af svið- inu eins og skýin. En frá einum innfirðinum af öðrum stafar si- kvikandi sólbliki uns birt hefir um allan Breiðafjörð eins og augað eygir utan frá Snæfellsjökli og Skor. í austri renna skýin yfir heiðunum saman við himininn, en sunnar risa margbreytileg fjöllin á Snæfellsnesinu uppi heiðið hátt. Allt hið næsta sér nemur augað sikvikt fuglalif um eyjar og land, um loft og um haf. Og augað speglar grösin og blómin um grundir og móa þar sem þau vaxa uppað hverju bergi, uppað hverj- um steini. Hafirðu ungur vaxið inni svona vor, þá hlýtur sál þin að búa þar æ siðan. Og hún hlýtur að vitja þess hvaðan svo úr heiminum sem er. Og hún vitjar þessa vors aldrei fremur en þegar efri árin færast yfir, þegar maður er á leiðinni að verða gamall, þegar maður er á leiðinni að verða einhverntima aftur barn. Guðbjartur fæddist 16. april 1905 á Sjöundá i Rauðasands- hreppi. Foreidrar hans voru hjón- in Jónina Gisladóttir og Egill Arnason, búendur þar. A Sjöundá ólst hann upp til 16 ára aidurs en fluttist þá með foreldrum sinum að Neðri-Tungu i örlygshöfn. Þar var hann aðeins til 21 árs aldurs. Þá, árið 1926, fór hann frá æsku- stöðvunum og til Keflavikur og vann þar við verslunarstörf. 1931 flutti hann til Reykjavikur og gekk þá að eiga sveitunga sinn, Bryndisi Guðjónsdóttur frá Geitagili i örlygshöfn. Þau eign- uðust tvö börn, Jóninu Ósk og Rúnar. Þá ólst upp hjá þeim Svavar Ármannsson sonur Bryndisar frá fyrra hjónabandi. Konu sina missti Guðbjartur i mai 1967. 1 Reykjavik hefir verið áber- andi festa i ferli Guðbjartar, sem birtist i þvi að þar starfaði hann aðeins hjá tveimur aðilum. Fyrst vann hann hjá Guðmundi Þor- varðarsyni, en siðan alla tið hjá versluninni Helga Magnússyni & Co. uns það fyrirtæki hætti störf- um i gömlu miðborg Reykjavikur og var ekki endurreist annars- staðar eins og sum önnur. Hér verður ekki sagt fleira frá einkalifi eða atvinnu Guðbjartar i Reykjavik, en aftur á móti vikið að þeim þáttum í fari hans sem hafa gert hann kunnastan, átt- hagahygð hans og félagshyggja eins og þær ófust saman i störfum hans i Barðstrendingafélaginu i Reykjavik. Fyrst varð hann þar meðstjórnandi árið 1947. Siðan varð hann gjaldkeri félagsins, en formaður varð hann árið 1957 og er enn þann dag i dag. Arið 1967 varð hann framkvæmdastjóri fé- lagsins jafnframt formennsk- unni. Átthagafélögin i Reykjavik hafa tekið sér ærið ólik viðfangs- efni fyrir hendur, þau sem helst hafa snúið að heimabyggðunum. Hjá Barðstrendingafélaginu varð fyrir valinu að koma upp gisti- heimilum. Jón Hákonarson var brautryðjandinn og kom upp Bjarkalundi i Reykhólasveit strax skömmu eftir striðslok. Upp frá þvi varð rekstur Bjarkalund- ar aðalviðfangsefni félagsins, annað en sjálft félagsstarfið i Reykjavik eins og að likum lætur. Flókalundur við Vatnsfjörð i Barðastrandarhreppi var stofn- aður 1960 undir forystu Guðbjart- ar. Þá jukust umsvifin um allan helming. Þetta var viðamikið tómstundastarf fyrir févana á- hugamannafélag. Þá kom sér vel að allt studdi hvað annað, átt- hagahyggja Guðbjartar, félags- lipurð hans og viðskiptareynsla. Þar kom þó málum i fyllingu tim- ans, að unglingsflikur þessara á- hugamannafyrirtækja stóðu allar á beini. 1 júli 1972 var stofnað hlutafélagið Gestur, þar sem sýslu- og hreppsfélög á Vestfjörð- um tóku höndum saman við Barð- strendingafélagið um nýtt form á rekstri gistiheimilanna. Nú er Guðbjartur i stjórn og einnig framkvæmdastjóri þess félags. 1 örlygshöfn hefir landið þá náttúru að það andar hafinu að sér um langvegu við hverja stór- flæði svo barmur þess eins og lyftist við. Þessi mögn landsins vesturfrá hafa orkað á Guðbjart Egilsson sérhvert vor, hafa dreg- ið hann til sin. Þvi höfum við heimafólk i Barðastrandarsýslu ætið kunnað mjög vel. Játvarður Jökull Júliusson LAUS STAÐA Landvernd, landgræðslu- og náttúru- verndarsamtök íslands vantar ritara frá 1. mai n.k. Nauðsynleg kunnátta i vélrit- un, bókhaldi og erlendum málum. Um- sóknir sendist skrifstofu Landverndar, Skólavörðustig 25. Nánari upplýsingar veittar i sima 25242. Meistarakeppni KSÍ í kvöld kl. 19.00 leika á Melavelli VALUR og ÍBK Valur Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1975 Samkvæmt 2. og 5. kafla heilbrigðisreglu- gerðar frá 8. febr. 1972, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sinum hreinum og þrifalegum og að sjá um, að lok séu á sorpilátum. Umráðamenn lóða eru hér með áminnt- ir um að flytja nú þegar brott af lóðum sinum allt, sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið þvi eigi siðar en 14. mai n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábóta- vant, verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörun- ar. Þeir, sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það i sima 12746 eða 13210. úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes, á þeim tima sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00-23.00 Á helgidögum frá kl. 10.00-18.00 Ekki má kveikja i rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á þvi, að ó- heimilt er að flytja úrgang á aðra staði i borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta á- byrgð sem gerast brotlegir i þvi efni. Gatnamálastjórinn i Reykjavik. Hreinsunardeild. F ramkvæmda- stjóri óskast Togaraútgerðarfyrirtæki i nágrenni Reykjavikur óskar að ráða framkvæmda- stjóra strax. Umsóknir er greini frá fyrri störfum og kaupkröfum sendist afgreiðslu blaðsins merkt: Framkvæmdastjóri XF-9. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Enginn vafi leikur á því, að þeir, sem reykja, eru veikari fyrir sjúkdómum á lifsieiðinni en hinir, sem ekki hafa vanið sig á það. Auk þess valda reykingar sijóleika og draga úr afköstum og lífsgleði. En það, sem mörgum finnst sárgrætílegast, er að þeir alvarlegu sjúkdómar, sem nátengdir eru tóbaksreykingum segja oftast til sín, þegar fólk er á bezta aldri. Irtnlendar og erlendar læknaskýrslur sýna, að fólk, sem reykir sígarettur að Staðaldri, getur átt á hættu Sð deyja allt að 12 árum fyrr en kunningjarnir, sem ekki reykja. í hvorum hópnum ert þú? SAMSTARFSNEFND UM REVKINGAVARNIR V103

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.