Þjóðviljinn - 16.04.1975, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 16.04.1975, Qupperneq 15
Miðvikudagur Í6. ap'ril 1975 ÞJÓÐVILJINN — Sí®A 15 Ekki dregur úr atvinnuleysi i Danmörku Atvinnuleysið i Danmörku virðist á engan hátt vera á undan- haldi. Þegar siðast var talið, 26. mars sl., reyndust rúmlega 120 þúsund manns vera atvinnulausir en þá er aðeins átt við þá sem njóta atvinnuleysisbóta. Til við- bótar koma þeir sem engra bóta njóta svo og unglingar en að þeim meðtöldum telur Information heildartölu atvinnuleysingja vera um 148 þúsund. Að mati sama blaðs náði at- vinnuleysið i öllum marsmánuði að meðaltali til 12.4% þeirrasem rétt eiga á bótum. Er þetta hæsta hlutfallstala sem danir hafa séð fyrir marsmánuð siðan árið 1958. Til samanburðar má geta þess að i mars i fyrra var atvinnuleysið 3.0%. Kristjania lögð niður Ibúum dönsku „friborgarinnar” Kristjaniu hefur verið gert að hafa sig burt fyrir 1. april næsta ár. Þann dag rennur samningur ibúanna við stjórnina um afnot af þessari gömlu flotastöð út og danska þingið ákvað i fyrri viku með miklum meirihluta atkvæða að endurnýja hann ekki. Varnar- málaráðuneytið mun nú hefja samningaviðræður um tilhögun brottflutnings ibúanna en svæðið verður yfirtekið af b.orgaryfir- völdum Kaupmannahafnar sem hafa i huga að úthluta þvi undir ibúðahverfi. Með þessari atkvæðagreiðslu þingsins er lokið mikilli umræðu á danska þinginu um örlög ibúanna i Kristjániu sem hefur blossað upp öðru hvoru allt frá þvi fjöldi umgmenna lagði herstöðina undir sig haustið 1971. Júdó Framhald af bls. 11 Sigurður Pálsson, JFR, 25 ára. Nýliöi i landsliði, en þrautseigur og kunnáttumikill judómaður. Aöaldómari: Ray Mitchell, 4. dan frá Bret- landi, er yfirdómari mótsins. Hann er alþjóðadómari, sem dæmir m.a. heimsmeistara- keppni, og önnur stærstu jðdó- mót. Ray Mitchell er einnig kenn- ari og prófdómari viða um lönd við námskeiö fyrir þá, sem ætla að taka alþjóðapróf. Sl. sumar hélt hann námskeið hér á landi fyrir dómaraefni, og nú þjálfar hann og kennir dómaraefnum i nokkra daga fyrir þetta Nl.-mót. Það er mikill heiður fyrir JSÍ að hann skyldi fást til að vera aöal- dómari á þessu móti. Stífni Framhald af bls. 1. hvatsson, verkstjóri bifvéla- virkja tjáði Þjóðviljanum, að á verkstæðinu væru nú fimm bilar frá K.A. lokaðir inni. Þrir þeirra voru inni til viðgerðar, en tveir eru nýir bilar, sem ekki höfðu verið teknir i notkun. Sigurður kvaðst reikna með að Kaupfélagið ætti i erfiðleik- um meö rekstur bila sinna, þvi það fengi ekki gert við dekk hvað þá meira á Selfossi. Og starfsmenn á verkstæði Sam- bandsins i Reykjavik munu hafa tilkynnt að þeir myndu ekki vinna við bila frá Kaupfélagi Arnesinga meðan verkfallið þar stendur. —GG Auelýsineasíminn er 17500 Um helgina opnaöi Jón Arnarr ljósmyndasýningu f Stódentakjaiiaranum f Gamla-Garði viö Hring- braut. Þetta er fyrsta Ijósmyndasýning hans. A sýningunni eru 16 myndir. Eftir einni þeirra hefur veriö gert plakat I 300 tölusettum eintökum. Inn i myndina er fellt ljóö eftir Einar Braga. Slfk samhæfing ljóös og myndar er nýmæii hér á landi, en hefur rutt sér til rúms erlendis aö undanförnu. Plakötin eru árituö af höfundum ljóös og myndar og eru til sölu. Sýningin er opin aimenningi á venjulegum opnunartfma Stúdentakjallarans: mánudags- til föstudagskvöld klukkan átta til hálftólf, laugardaga og sunnudaga kl. 14—23.30. — Aögangur er ókeypis. apótek Reykjavfk Vikuna 11. til 17. april er kvöld- nætur- og helgidagavarsla apótekanna í Ingólfsapóteki og Laugarnesapóteki. — Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna á sunnudögum og almennum fridögum. Kópavogur Kópavogsapótek er opiö virka daga frá 9 til 19 og kl. 9 til 12 á hádegi á laugardögum. Hafnarfjöröur Aöótek Hafnarfjaröar er opiö virka daga frá 9 til 18.30 laugar- dag 9 til 12.30 og sunnudaga og aðra helgidaga frá 11 til 12 f.h. slökkvilið Slökkvilið og sjúkrabflar í Reykjavik — simi 1 11 00 i Kópavogi — sími 1 11 00 í Hafnarfirði — Slökkviliðið simi 5 11 00 — Sjúkrabill sfmi 5 11 00. læknar Slysadeild Borgar- spitalans Simi 81200. Siminn er opinn all- an sólarhringinn. Eftir skipti- borðslokun 81212. Kvöld- nætúr- og helgidaga- varsla: t Heilsuverndarstöðinni viö Barónsstig. Ef ekki næst i heim- ilislækni: Dagvaktfrá kl. 8.00 til 17.00 mánud. til föstudags, simi 1 15 10. Kvöld- nætur- og helgi- dagavarsla, simi 2 12 30. Tannlæknavakt: Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni frá 17—18 alla laugardaga og sunnudaga.— A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á Göngu- deild Landspitalans, simí 2 12 30. — Upplýsingar um lækna og lyf jabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Mænusóttarbólusetning Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara frain i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á ínánudögum kl. 16.30—17.30. Hafið með ónæmisskirteini. Ónæinisaögerðin er ókeypis. Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur. Kynfræðsludeild Heilsuverndarstöövar Reykjavikur Deildin er opin tvisvar i viku fyrir konur og karla, mánudag kl. 17-18 og föstudaga kl. 10-11. fh. — Ráðleggingar varöandi getnaðarvarnir og kynlifs- vandamál. Þungunarpróf gerö á staðnum. lögregla Lögreglan f Rvik—simi 1 11 66 Lögreglan f Kópavogi — simi 4 12 00 Lögreglan I Hafnarfiröi— simi 5 11 66 félagslíf Kvennadeild Styrktarfélags lamaöra og fatlaðra Fandur verður haldinn að Háaleitisbraut 13 fimmtudaginn 17. april n.k. kl. 20.30. — Stjórnin. Kvenstúdentafélag tslands Arshátiðin verður haldin i átt- hagasal Hótel Sögu fimmtu- daginn 17. april og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Árgangur 1950 frá MR sér um skemmti- atriði. Forsala aðgöngumiða verður miðvikudaginn 16. april milli kl. 16-18 á Hótel Sögu. Borð tekin frá á sama stað. Mæöraféiagið Fundur verður haldinn að .Hverfisgötu 21 fimmtudaginn 17. april kl. 20. Anna Sigurðar- dóttir talar um kvennasafnið og fleira i tilefni kvennaársins. Fé- lagskonur mætiö vel á siðasta fund vetrarins. Stjórnin. Kvenfélag Hallgrimskirkju Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 16. þ.m. kl. 20.30 i safnaðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi. — Stjórnin. Ljósmæður Ljósmæðrafélag Islands heldur skemmtfund að Hallveigarstöð- um miðvikudaginn 16. april kl. 20.30. A dagskrá fræðslu- og gamanmál. Kaffi. — Nefndin sýningar Leifur Þorsteinsson sýnir ljós- myndir i Bogasal Þjóðminja- safnsins. Jóhannes Jóhannesson sýnir á „Loftinu” fyrir ofan - Listmunaverslun Helga Einars- sonar Skólavörðustig 4. Opið frá 9 til 18. tslenska dýrasafniö er opið alla daga kl. 1 til 6 i Breiðfirðingabúð. Simi 26628. Arbæjarsafn: Safniö verður ekki opið gestum i vetur nema sérstaklega sé um það beðið. Simi 84093 klukkan 9-10 árdegis. Sýning á verkum Jóhannesar Sv. Kjarvais er opin á Kjarvalsstöðum alla daga nema mánudaga frá 16 til 22. Aðgangur og sýningaskrá ókeypis. krossgáta Lárétt: 2 rápa 6 heil 7 geðvonska 9 lengdarmál 10 fljót i Evrópu 11 álasi 12 kyrrð 13 borg i Þýskalandi 14 rámur 15 illt. Lóðrétt: 1 norskur konungur 2 guðir 3 drykk 4 eins 5 vesalingur 8 höfuðborg 9 grænmeti 11 ókost 13 glöð 14 i röð. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 örsmár 5 vil 7 drit 8 ar 9 lunga 11 ef 13 regn 14 gef 16 inntaka. Lóðrétt: 1 öndvegi 2 svil 3 mitur 4 ál 6 gráta 8 agg 10 nema 12 fen 15 fn. útvarp 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Gu&rán Jónsdóttir les „Æfintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells (14). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atr. Saga frá Krists dögum kl. 10.25: „Hvar eru hinir niu?” eftir Erik Aagaard i þýöingu Arna Jóhannsson- ar. Stina Glsladóttir les (3). Kirkjutónlist kl. 10.50. Morguntónlcikar kl. 11.00: Beaux Arts trióið leikur Trió i d-moll fyrir pianó, fiölu og selló op. 49 eftir Mendelssohn /Itzhak Perl- man og Sinfóniuhljómsveit Lundóna leika Spænska sinfóniu op. 21 eftir Lalo. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir. Fréttaauki. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: ,,Sá hlær bezt...” eftir Ása I bæ Höfundur les (7). 15.00 Miödegistónleikar Kon- unglega sænska hljómsveit- in leikur, Bergbúann”, ballettsvitu eftir Hugo Alf- vén, höfundur stjórnar. Nicolai Gedda syngur óperuariur meö hljómsveit- arundirleik. Sinfóniuhljóm- sveitin I Gavle leikur „Trúðana”, sinfóniska svitu op. 26 eftir Dmitri Kabal- evski, Rainer Miedel stjórn- ar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 tltvarpssaga barnanna: „Borgin viö sundið” eftir Jón Sveinsson Hjalti Rögn- valdsson les (4). 17.30 Framburöarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað Svala Valdimarsdóttir leitar svara viö spumingum hlust- enda. 20.00 Kvöldvala a. Einsöngur Guörún Tómasdóttir syngur lög eftir Sigursvein D. Kristinsson, Ólafur Vignir Albertsson leikur á planó. b. Frásagnir af læknum og spitalavist Halldór Péturs- son flytur fyrsta hluta þátt- arins. c. Glingurvisur Hall- grlmur Jónsson rithöfundur flytur frumortar stökur og skýringar með þeim. d. Fórnfús kona Agúst Vigfús- son kennari segir frá. e. Um islenzka þjóöhætti Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn f. Kórsöngur Kammerkórinn syngur is- lenzk lög, Rut L. Magnússon stjórnar. 21.30 tltvarpssagan: „Þjófur 1 paradis" cftir Indriöa G. Þorsteinsson Höfundur les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Bók- menntaþáttur i umsjá Þor- leifs Haukssonar. 22.45 Djassþáttur Jón Múli Arnason kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. 0 sjónvarp 18.00 Höfuöpaurinn. Bandá- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Leyndardómar dýrarík- isins. Bandariskur fræöslu- myndaflokkur. Þýöandi og þulur óskar Ingimarsson. 18.45 Sögur Beatrix Potter. Bresk ballettmynd, byggö á ævintýrum eftir bresku skáldkonuna Beatrix Pott- er, sem uppi var á 19. öld. Persónumar eru flestar i gervi dýra, og inn i söguna er fléttað dansatriöum. Mynd þessi var sýnd i einu lagi i Háskólabiói fyrir nokkrum árum, en I Sjón- varpinu verður hún sýnd i þrennu lagi. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir og vcður. 20.30 Ilagskrá og auglýsingar. 20.35 Umhverfis jöröina á 80 dögum. Breskur teikni- myndaflokkur. 10. þáttur. HÍekkur i keöju. Þýöandi Heba Júliusdóttir. 21.05 Nýjasta tækni og visindi. Myndmögnun viö stjörnu- skoöun. Saltjafnvægi. Oryggi i umferö. Skyndi- hjálp o.fl. Umsjónarmaöur örnólfur Thorlacius. 21.30 Siguröur Þóröarson, söngstjóri og tónskáld. Þáttur meö lögum eftir Sig- urö Þórðarson og fleiri. Flytjendur eru Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Guðjónsson, Guömundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Stefán Islandi og félagar úr Karlakór Reykjavikur. Einnig er i þættinum rætt viö Sigurö og ýmsa fleiri. Stjðm upptöku Tage Amm- endrup. Aður á dagskrá 7. april 1968. 22.25 Fóstureyðing. Umræðu- þáttur i sjónvarpssal um frumvarp þaö til iaga um ráögjöf og fræðslu varöandi kynlif og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjðsem- isaögeröir, sem nú liggur fyrir Alþingi. Umræöunum stýrir Hinrik Bjarnason. 23.05 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.