Þjóðviljinn - 16.04.1975, Qupperneq 16
DJOÐVIUINN
Miðvikudagur 16. april 1975
Breytingar
á Chile-
stjórn
SANTIAGO 15/4 — Verulegar
breytingar hafa verið gerðar á
rikisstjórn valdaræningjanna
i Chile, og eiga þar nú sæti sjö
óbreyttir borgarar, en voru
aðeins tveir áður. Efnahags-
málin i landinu eftir tæplega
tveggja ára stjórn valdaræn-
ingjanna eru nú i slikum ó-
lestri, að stappar nærri algeru
hruni, og munu umræddar
breytingar á stjórninni gerðar
i von um að almenningur beri
eitthvað meira traust til henn-
ar en áður, svo og að álit henn-
ar erlendis kunni að aukast.
Orku
rnála-
viðrœður
í strand
BEIROT 15/4 — Svo er að sjá
að orkumálaráðstefnan i
Paris sé að fara út um þúfur,
sökum þess að olúneyslurikj-
um og oliusölurikjum gengur
ekkert að ná samkomulagi.
Bandarikin, sem helst hafa
beitt sér af hálfu fyrrnefndu
rikjanna, kölluðu aðalfulltrúa
sinn i viðræðunum heim i dag.
Fulltrúinn, Charles Robin-
son, aðstoðarutanrikisráð-
herra, hélt heim eftir að mis-
tekist hafði að ná samkomu-
lagi um tilhögun framhalds
ráðstefnunnar, sem til stóð að
haldið yrði i júli. Að sögn tals-
manns bandarisku sendi-
nefndarinnar á ráðstefnunni
hefur ekkert miðað i sam-
komulagsátt undanfarið.
Helsta deiluefnið er að hin
kapitalisku iðnriki vilja ein-
göngu ræða oliumál á ráð-
stefnunni i júli, en oliusöluriki
og þróunarlönd hráefnamál i
heild sinni.
Heildaraflinn þrjá fyrstu mánuðina í ár meiri en í fyrra
Þorskaflinn nœr 19 þúsund
tonnum meiri
Heildarf iskaf li lands-
manna var orðinn 559.047
lestir þrjá fyrstu mánuði
ársins, en var 558.215 lestir
á sama tíma í fyrra.
Loðnuaflinn er meðtalinn
Hitaveita fyrir Suðurnes
Verð á Svarts-
engi ákveðið
bæði árin, en í fyrra var
hann rúmlega 17 þúsund
lestum meiri þrjá fyrstu
mánuðina.
Heildarafli bátanna fyrstu þrjá
mánuðina var 72.037 tonn i ár, en
67.453 tonn i fyrra.
Togararnir öfluðu 44.476 lestir
þrjá fyrstu mánuði ársins i ár, en
30.466 lestir sama tima I fyrra.
Af togaraaflanum i ár fengu
skuttogararnir 41.478 tonn, en
siðutogararnir 2.998 tonn.
1 marslok var loðnuaflinn orð-
inn 439.833 tonn i ár, en 457.060
lestir i fyrra. Rækjuaflinn þrjá
fyrstu mánuðina i ár varð 2.350
tonn, en 2.447 tonn i fyrra. 351
tonn af hörpudiski veiddist þrjá
fyrstu mánuði ársins i ár, en 620
lestir i fyrra. Samkvæmt tölum
Fiskifélagsins er annar afli en sá,
sem upp er talinn, enginn i ár, en
var 15 tonn i fyrra.
Þó ekki sé það mikið, þá er
heildarfiskafli landsmanna orð-
inn 832 tonnum meiri þrjá fyrstu
mánuði ársins i ár en hann nam
þrjá fyrstu mánuði liðins árs, sem
þó var talið með bestu aflaárum.
— úþ
Að sögn Jóhanns Einvarðsson-
ar, bæjarstjóra i Keflavlk, hefur
það enn ekki valdið töfum við
framkvæmdir að hitaveitu fyrir
Suðurnes, að ekki skuli enn hafa
tekist samkomulag við landeig-
endur við Svartsengi um kaup
umrædds svæðis, þar sem borað
verður eftir vatninu.
Jóhann sagði, að formleg tilboð
frá hvorugum aðila hefði verið
lagt fram um jarðakaupin fyrr en
bæirnir þar syðra lögðu fram til-
boð þann 9. þessa mánaðar. Um
það tilboð bæjanna vildi Jóhann
ekkert segja meðan landeigendur
hefðu ekki svarað þvi.
Lögmaður landeigenda, Félags
landeigenda Járngerðarstaða og
Hóps, Jónas Aðalsteinsson, sagði
að ekki væri búið að timasetja
næsta fund landeigenda, og vildi
hann ekkert segja um tilboð bæj-
anna, en sagði að unnið yrði að já-
kvæðri lausn málsins.
Ekki kvaðst Jónas geta orðið
við þeirri ósk blaðamanns, að svo
stöddu a.mk., að lesa honum nöfn
jarðeigenda, en þeir munu vera
um 40 talsins.
A siðasta bæjarstjórnarfundi i
Keflavik var samþykkt tillaga
þess efnis að unnið skyldi að þvi,
að kanna hvort ekki væri hægt að
bora eftir heitu vatni á einhverj-
um þeim stað, sem væri i eigu
rikisins eða sveitarfélaganna þar
eð kostnaður við landakaupin
yrðu svo mikil að hætta væri á, að
um óhagkvæma framkvæmd yrði
að ræða.
Til gamans skal þess getið, að
um aldamót var allt land það,
sem nú er orðið svo mikils virði
þótt ekkert hafi verið fyrir það
gert, boðið til kaups fyrir eina
krónu fermeterinn, en þótti of
dýrt. — úþ
Loðnuvertíð lokið
011 loðnuskipin munu nú vera
hætt veiðum og varð heildaraflinn
á vertiðinni 456.125 lestir og varð
þessi vertið þar með önnur besta
loðnuvertiðin, en i fyrra öfluðust
461.807 lestir, eða rúmlega 5 þús-
und lestum meira, en þá stunduðu
136 skip loðnuveiðar þegar mest
var en 107 i vetur þegar mest var.
Siðustu viku tilkynntu 12 skip
um afla til loðnunefndar samtals
2.173 lestir.
Aflahæsta skipið á loðnuvertið-
inni i ár var Sigurður RE-4 með
14.350 lestir, Gisli Arni fékk 13.074
lestir og Börkur NK fékk 12.808
Vestmannaeyjar tóku við
mestri loðnu 76.480 lestum, Nor-
global tók við 74.148 lestum og
Seyðisfjörður 34.986 lestum. — úþ
Lon Nol- flugmaður:
Bombaði aðal-
stöðvar sínar
Kanar hættir flugi til Phnompenh
BANGKOK 15/4 — Ennþá er bar-
ist umhverfis Phnompenh og
herma sumar fregnir að her-
mönnum Lon Nol stjórnar hafi á
ný tekist að opna leiðina milli
borgarinnar og Pochentong-flug-
vallar. Ekki ber fregnum saman
um það, hvort framvarðarsveitir
þjóðareiningarliða séu komnar
inn i borgina. Af hálfu Lon Nol-
manna er fullyrt að flugvöllurinn
sé enn opinn, en bandarfkjamenn
hafa engu að siður hætt þangað
birgðaflutningum. Af hálfu yfir-
herstjórnar Bandarikjanna i
Pentagon fengust þær upplýsing-
ar að bandarikjamenn hentu enn-
þá niður birgðum i fallhlifum til
Lon Nol-hersveita, sem verjast
einangraðar hingað og þangað, en
ekki niður i Phnompenh sjálfa,
svo að bandariska herstjórnin
virðist hafa gefið höfuðborgina
upp á bátinn.
Flugmaður nokkur i flugher
Lon Nol-stjórnarinnar fór i dag að
dæmi kollega sins i flugher
Saigon-stjórnar og bombaði aðal-
stöðvar hersins i Phnompenh.
Drap hann fimm menn og særði
átta. Sagt er að samsæri gegn
herstjórninni, sem hefur tekið öll
völd i borginni eftir að Khoy,
staðgengill Lon Nols, flýði land,
hafi verið að baki árásinni.
Myndarlegt átak færeyinga
Festa kaup á farþegaferju
— sem sigla á milli Islands, Færeyja, Hjaltlands og Noregs
Eins og fram hefur
komið í fréttum hafa fær-
eyskir aðilar fest kaup á
farþega- og bílferju sem
annast á samgöngur milli
eyja í Færeyjum. Á sumrin
er þó fyrirhugað að láta
hana sigla til íslands,
Hjaltlands og Noregs.
Af þessu tilefni eru tveir full-
trúar eigenda ferjunnar staddir
hér á landi til að kanna aðstæður
fyrir móttöku ferjunnar. Ætlunin
er að hún hafi viðkomu á Aust-
fjarðahöfnum og stendur slagur-
inn milli Seyðisf jarðar og
Reyðarfjarðar. Á báðum stöðum
er hafnaraðstaða fullnægjandi og
nokkuð sambærileg en margir
halda þvi fram og hafa margt til
sins máls að Reyðarfjörður liggi
mun betur að samgöngum á landi
þar sem Fjarðarheiðin getur
orðið æði torsótt á stundum. Hins
vegar ætti það etv. ekki að koma
að sök þar sem ferjan mun aðeins
hafa viðkomu hér að sumarlagi.
En það eru fleiri sem slást um
þessa ferju en austfirðingar.
Ýmsir aðilar innan ferðamanna
„iðnaðarins” hafa mikinn hug á
að drýgja tekjurnar með þjónustu
við skipið hérlendis og þá ferða-
menn, sem hingað kynnu að koma
með þvi. Hefur heyrst að fjórir
aðilar sæki það fast að komast á
þennan spena: Ferðaskrifstofa
rikisins, Úrval, Eimskip og Land-
sýn. Voru færeyingarnir umsetnir
af þessum aðilum meðan á
tslandsdvöl þeirra stóð.
Kaupin á þessari ferju eru mik-
iðátak fyrir færeyinga. Kaupverð t
hennar mun hafa verið 26 miljón-
ir danskra króna eða hátt á átt-
unda hundrað Islenskra miljóna.
Skipið er keypt frá Danmörku þar
sem það bar heitið Morten Mols
og fiutti þá frægu molbúa til
meginlandsins og heim aftur.
Fjármögnun skipsins var
þannig háttað að farþegaskipið
Smyrill sem lengi hefur annast
samgöngur milli eyjanna var selt
og andvirði hans rann upp i kaup-
verb nýja Smyrils eins og
færeyska myndablaðið Nú nefnir
ferjuna vafningalaust. En það
hrekkur ekki og þvi verður hluti
kaupverðsins fenginn að láni og
hluti þess greiddur úr opinberum
sjóðum.
Nýi Smyrill er 92 metrar að
lengd og hefur 10 þúsund ha vél
sem knúið getur skipið áfram
með 20 miina hraða. Var skipið
smiðað árið 1969. Á lygnum
dönskum sundum flutti skipið allt
upp i 800 farþega að sumarlagi og
550 að vetrarlagi en á úfnu Norð-
ur-Atlantshafi verður farþega-
fjöldinn talsvert minni. Hægt er
að velja milli tveggja, fjögurra,
sex og átta manna klefa en auk
þess má kaupa sér svefnstól i
setustofu skipsins. Smyrill getur
borið allt að 120 bila en sé einhver
farmur tekinn með fækkar bilun-
um i hlutfalli við hann.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem blaðið hefur afiað sér munu
ferðir hefjast i kringum 23. júni
og siðan mun skipið hafa hér
vikulega viðkomu fram undir
ágústlok. Fastar ferðir verða
milli Austfjarða, Færeyja og
Bergen en viðkoma á Hjaltlandi
ræðst af eftirspurn.
—ÞH
Um borð I nýja Smyrli eru kaffistofa, borðstofa, barnaherbergi og
væntanlega einnig vlnstúka. Þessar myndir eru úr kaffistofunni.
Hægt er að opna bæði stefni og skut ferjunnar til þess að hleypa bllum
um borð I land. Væntanlega þarf að koma upp sérstakri aðstöðu á
Seyðisfirði eða Reyöarfirði svo þessi útbúnaður fái notið sln. Heyrst
hefur að kostnaður við samskonar aðstöðu fyrir Akraborgina I Reykja-
vlk og á Akranesi veröi 30-40 miljónir króna.
Munið
Víetnam-
söfnunina
Söfnun Vietnamnefndarinnar
hófst glæsilega á fjáröflunar- og
samstöðufundinum I Háskólabiói.
Látum framhaldið ekki verða
siðra. Hjálpum vietnömum að
byggja upp það Iand sem þeir
hafa frelsað með ægilegum fórn-
um. Styðjum þá fjárhagslega og
pólitiskt með þvi að gefa fé i Viet-
namsöfnunina og skrifa undir á-
skorun til rlkisstjórnarinnar um
að viðurkenna Bráðabirgðastjórn
Lýðveldisins Suður-VIetnam!
Framlögum er veitt móttaka á
giróreikning Vletnamnefndar nr.
14500 og á afgreiðslu Þjóðviijans
Skólavörðustig 19.
BLAÐBURÐUR
Reykjavík
Þjóðviljann vantar
blaðbera i eftirtalin
hverfi.
Laugaveg
Kvisthaga
Kleppsveg
Fossvog
Fellin
Hafið samband
afgr. Simi 17500
við
Kópavogur
Þjóðviljann
blaðbera i
vantar
Hrauntungu
og Hlíðarveg
Vinsamlegast hafið
samband við umboðs-
mann i síma 42073.