Þjóðviljinn - 22.04.1975, Qupperneq 1
DJúovnnm Mánuðum saman á hafnarbakkanum! — Sjá frétt á baksiðu: lðntkóluns 'I IIM «
Þriðjudagur 22. april 1975 — 40. árg. 90. tbl. * , r, ( -ti-^fevi.-alíEfflRÍ f ilill óstar htr ” -- J J fX\
Upplýsingar Þjóðhagsstofnunar:
Verðlag útflutnings hækkaði
um 21% í erlendri mvnt
Blekkingar
ríkisstjórnar
hraktar
við umrœður
um
efnahagsmál
á alþingi
„Frá þvi að núverandi rikis-
stjórn tók við völdum hefur hún
haldið uppi látlausum áróðri um
„hallarekstur atvinnufyrir-
tækja”, um nauðsyn þess, að
„kaup verði lækkað”, að þjóðin
hafi „lifað um efni fram” og að
„erlend skuldasöfnun þjóðarinn-
ar væri orðin háskaleg”. Þessi á-
róður hefur þjónað þvi markmiði
að undirbúa jarðveginn fyrir al-
menna kauplækkun, þvi mark-
miði að stöðva þá miklu atvinnu-
uppbyggingu, sem unnið var að,
þvi markmið að draga úr félags-
legri þjónustu”.
Svo segir i nefndaráliti Alþýðu-
bandalagsmanna um efnahags-
málafrumvarp rikisstjórnarinn-
ar, en i gær kom frumvarpið til 2.
umræðu i neðri deild alþingis.
Magnús Kjartansson mælti fyrir
itarlegu nefndaráliti, sem Lúðvik
Jósepsson hafði tekið saman að
méstu leyti, en Lúðvik situr nú
hafréttarráðstefnuna i Genf. Þá
mælti Magnús einnig fyrir
nokkrum breytingartillögum,
sem hann hefur lagt fram. Aður
hefur hér i blaðinu verið skýrt frá
breytingartillögum Lúðviks
Jósepssonar við frumvarpið og á
morgun munum við skýra frá
breytingartillögum Svövu
Jakobsdóttur, er hún mælti fyrir
á kvöldfundi alþingis i gærkvöld.
Siðan segir á einum stað i hinni
itarlegu greinargerð Alþýðu-
bandalagsmanna:
Hvaða staðreyndir liggja
fyrir um markaðsmál og
útf lutningsverðlag?
Þjóðhagsstofnunin hefur ný-
Við umræðurnar um efnahags-
málafrumvarp rikisstjórnarinnar
á alþingi í gær gcrði Magnús
Kjartansson grein fyrir nokkrum
breytingartillögum cr hann flyt-
ur, auk tillagna, sem áður voru
fram komnar.
Tillögur Magnúsar voru i fjór-
am megin liðum.
I. Elli- og örorkulifeyrir ein-
staklinga skal hækka frá 1. mars'
lega gefið út upplýsingar um
meðalverðlag á útflutningsvörum
þjóðarbúsins siðustu árin. Þannig
hefur hún reiknað út visitölu út-
flutningsverðs mælt i dollurum.
Útreikningarnir eru þannig:
(Visitala innflutningsverðs i svig-
um, visitala miðuð við dollar).
Arsmeðaltal 1972.... 100.0 (100,0)
Ársmeðaltal 1973.... 139,4 (120,9)
Ársmeðaital 1974.... 167,1 (162,9)
Um árið 1974 segir stofnunin:
„Verðlag útflutnings hækkaði
að meðaltali á árinu um 34% i
krónum — um 21—22% i erlendri
mynt”.
Árið 1973 var mjög hagstætt ár
3Í. um sömu upphæð og um var
samið i bráðabirgðasamkomu-
lagi verkalýðsfélaganna, það er
4900,- krónur á mánuði. Aðrar
bætur lifeyristrygginga, hækki i
sama hlutfalli.
II. Tekjutryggingarmark al-
mannatrygginga varðandi aldrað
fólk og öryrkja hækki i samræmi
við hækkun framfærsluvisitölu
frá 1. okt. sl.
varðandi verð á útflutningsvörum
islendinga. Þá hækkaði verðið um
39%. Það háa verðlag hækkaði
enn á árinu 1974 um 21—22% i er-
lendri mynt”.
Ollum má þvi vera ljóst, að full-
yrðingarum „gifurlegt verðfall á
islenskum útflutningsvörum” á
sl. ári (1974) eru rangar. A árinu
lækkaði að visu verð á þorskblokk
til Bandarikjanna, og verð á fisk-
mjöli lækkaði einnig. Lækkanir á
þessum vörutegundum voru þó
fyrst og fremst miðaðar við hátt
verð á þeim, sem stóð stuttan
tima i ársbyrjun 1974, en lækkun
in var hins vegar ekki veruleg frs
meðalverðinu á árinu 1973. Ýms-
III.Allar konur, sem hér eiga
lögheimili og eru islenskir rikis-
borgarar skuli njóta fæðingaror
lofs og fá greitt við hverja fæð
ingu frá Tryggingastofnun rikis
ins sem svarar þriggja mánaða
dagvinnulaunum við almenna
verkamannavinnu. Greiðslur at
vinnurekenda til Tryggingastofn
unarinnar hækki til samræmis vif
aukin útgjöld vegna þessa, eða
ar aðrar útflutningsvörur hækk-
uðu hins vegar i verði á árinu
1974, eins og t.d. saltfiskur, skreið
og lýsi.
Um verð á útflutningsvörum,
þegar á heildina er litið, á yfir-
standandi ári verður ekki mikið
sagt með vissu. Þjóðhagsstofn-
unin gerði spá fyrir árið 1975 við
afgreiðslu fjárlaga um miðjan
desember. Þá áætlaði stofnunin
að visitala útflutningsverðs á ár-
inu 1975 mundi verða 170,9 stig.
mælt i dollurum, eða að meðalút-
flutningsverðið hækkaði enn frá
meðaltali ársins 1974. Stofnunin
hefur siðan breytt þessari spá og
gerir nú ráð fyrir nokkurri lækk
16,5%.
IV. Rikið hækki erlendar lán-
tökur um einn miljarð króna o^
verði þvi fé varið til orkufram-
kvæmda, nánar til tekið til stofn*
lina milli Suðurlands og Norður-
landsog undirbúnings að stofnlin*
um frá þvi orkuveitusvæði 'ti)
Vestfjarða og Austfjarða.
Á siðu 4 segir nánar frá umræð*
um á alþingi i gær um efnahags*
málafrumvarp rikisstjórnarinn
ar.
un eða sem nemur 4—5%. En ný
lega hafa verið gerðir mjög hag
stæðir sölusamningar um salt
fisk, og skreið hefur einnig hækk
að i verði.
Margt bendir til að meðal-út
flutningsverð árið 1975 verði svip
að og árið 1974.
Nú um miðjan aprilmánuð hef
ur meira verið selt af útflutnings
vörum en venjulega, og er þv
augljóst, að ekki er hægt að tala
um neinn vanda varðandi mark
aðsmál”.
Við munum siðar rekja fLeir
atriði úr itarlegri greinargerð A1
þýðubandalagsmanna á þingi urr
efnahagsmálin.
Thieu segir af
sér — sjá
3. og 16.
Kjarabaráttan
- sjásíðu 16
Sýnum
samstöðu
Hrindum
vald-
níðslu
Styðjum
verkfalls-
menn á
Selfossi
með fjár-
framlögum j
Tekið á móti framlögum á skrif-
stofuin Pagsbrúnar, Félags járn-
iðnaðarmanna, Trésmiðafélags
lteykjavikur og Kafiðnaðarsam-
bandsins, og á skrifstofu verka-
lýðsfélaganna á Selfossi, skrif-
stofu Bjarina Stokkseyri og af-
greiðslu Þjóöviljans.
Kjaramál flugfreyja
til sáttasemjara
Sáttasemjari hélt fyrsta fund
með flugfreyjum og viðsemj-
enéam þeirra i gær, og er annar
fundur boðaður um helgina.
Erla Hatlemark, formaður fé-
lags þeirra flugfreyja, sagði að
flugfreyjur hefðu verið með alla
samninga lausa siðan i nóvem-
ber. Hefðu þær lagt fram körfur
sinar strax fyrsta nóvember og
siðan hefðu þær af og til átt Við-
ræður við forráðamenn flugfé-
laganna, en árangur hefði enn
ekki orðið nokkur.
Meðfylgjandi mynd tók Ari
Kárason af samninganefnd
flugfreyja i gær. í forgrunni sést
á vanga sáttasemjara Torfa
Hjartarsonar, þá er Magnús
Sveinsson, aðstoðarmaður
þeirra flugfreyja við samninga-
gerð. Næst honum situr Erla
Hatlemark, þá Erna Friðfinns-
dóttir, Sigriður Gunnlaugsdótt-
ir, Jófriður Björnsdóttir, Sigur-
björg Sveinsdóttir, Bára Odd-
geirsdóttir og annar aðstoðar-
maður flugfreyjanna til, Bjarni
Felixsson.
—úþ
Magnús Kjartansson lagði til:
Full hækkun til aldraðra
Allar konur fái þriggja mánaða fœðingarorlof