Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — Þ.IÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. apríl 1975. DMVIUINN MÁLGAGN SOSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR ,0G ÞJÓÐFRELSIS tJtgefandi: Ótgáfuféiag Þjdöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ptystjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. EINAR ÁGÚSTSSON BEÐINN UM SVÖR Hin ruddalegu skrif Morgunblaðsins um för utanrikisráðherra til Sovétrikjanna hafa vakið alþjóðarathygli. Á föstudags- kvöldið var kom i ljós að Styrmir Gunn- arsson ritstjóri blaðsins hafði ekki kjark til þess að rökræða ummæli sin i sjón- varpi. Þá kom og i ljós að Geir Hallgrims- son forsætisráðherra taldi enga ástæðu til þess að firra sjálfan sig og forsætisráð- herraembættið ábyrgð á þessum skrifum; einnig það er einkar fróðleg vitneskja. Einar Ágústsson utanrikisraðherra svaraði hins vegar spurningum af þeirri sérkennilegu röggsemi sem þjóðin er farin að kynnast. Eitt atriði kom fram i máli ráðherrans sem ástæða er til að biðja hann skýringar á. Hann var spurður hvort hann teldi að breytingar á viðskiptasamn- ingum að undanförnu islendingum i hag væru þáttur i nýrri herferð sovétmanna til að efla áhrif sin á íslandi. Og ráðherrann svaraði; ,,Nei, það tel ég alls ekki. Enda skil ég ekki, hvaða ástæða ætti að vera til þess nú með það stjórnarfar sem nú rikir hér á landi, að halda það, að það sé einmitt AÐVÖRUN Enn er sama sjálfheldan hjá Kaupfélagi Árnesinga. Yfir kaupfélagsstjórann hefur rignt ályktunum frá verklýðssamtökum um land allt, frá stjórn Alþýðusambands íslands, frá heildarsamtökum samvinnu- starfsmanna og fjölmörgum almanna- samtökum öðrum. Fjárstuðningur við verkfallsmenn sýnir i verki hvernig hroki kaupfélagsstjórans hefur kveikt i öllum samvinnumönnum á íslandi. Andspænis þessum siðferðilega þrýstingi righeldur tækifæri núna til þess að kaupa landið. Það hefði kannski frekar mátt ætla að það hefði verið á öðrum tima.” Dylgjur hafa alltaf þótt ósæmilegur málflutningur, og þær ættu ekki sist að vera það i munni ráðherra. Einar Ágústs- son hefur samt áður talið dylgjur hæfa sér, til að mynda i minnisstæðri grein sem birtist á forsiðu Timans skömmu fyrir kosningar i fyrra. Ekki skulu honum gerð- ar upp neinar skoðanir, en þjóðin á heimt- ingu á að hann skýri út hvenær áður hér hafi verið stjórnarfar sem gefið hafi út- lendingum tilefni til þess að ætla að meiri tækifæri byðust til þess að kaupa landið en einmitt nú. Þessi spurning er þeim mun brýnni sem framtak núverandi rikisstjórnar hefur verið með næsta einstæðum hætti. Margar rikisstjórnir hafa gert samninga um her- nám Bandarikjanna. Hemáminu hafa æv- inlega fylgt miklir fjármunir, bæði svo- kölluð óendurkræf framlög til stjórnar- kaupfélagsstjórinn sér i vald sitt. Þvi er ástæða til þess að vara hann við. Það eiga fleiri tök á að beita valdi en hann. Kaupfélag Árnesinga þarf á þvi að halda að verkafólk vilji starfa fyrir þetta fyrir- tæki viðar en á Selfossi. Kaupfélagið á starfsemi sina til að mynda undir þvi að verkafólk i Reykjavik og viðar taki að sér störf fyrir það, sendi kaupfélaginu varn- ing eða taki við honum. Ef kaupfélags- valda og feiknarlegur gróði til hermangs- fyrirtækja Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar. Fyrri rikisstjórnir hafa hins vegar tamið sér þá blygðunarsemi að nefna ekki fjármuni berum orðum i samningum um hernámið sjálft. Þetta breytist með samningum þeim um á- framhaldandi hernám sem gerðir voru i fyrra og Einar Ágústsson undirritaði. Þar voru nákvæmlega tilgreindir þeir fjár- munir sem bandarikjamenn ættu að reiða fram, en i heild námu þær fúlgur átta til niu þúsundum miljóna króna. Þarna var litið á hernámsaðstöðuna á íslandi sem fjárhagsleg verðmæti; upphæðin virtist til marks um það hvernig hlutabréf íslands stæðu i kauphöll hins alþjóðlega valda- tafls. Það er þannig sálfræðilega auðskilið að einmitt Morgunblaðið telji þessa stefnu bjóða heim tilboðum frá öðrum um enn meiri fjármuni. Þvi skal Einar Ágústsson utanrikisráðherra enn spurður: Hvenær áður hefur verið stjórnarfar hérlendis sem fremur hafi boðið slikum viðhorfum heim? — m stjórinn heldur oflæti sinu til streitu and- spænis siðgæðisviðhorfum samvinnu- manna um land allt kann hann að vera að drepa úr dróma vald sem hann fær með engu móti ráðið við. Þetta er ekki skrifað sem hótun, enda hefur höfundur þessara orða engan hug á að beita hótunum né heldur er hann þess umkominn. Þetta er aðvörun, sprottin af góðum hug til Kaupfélags Árnesinga og samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi. — m Tryggja ber öldruðum fulla hækkun Fœðingarorlof nái til allra kvenna í gær stóð fundur i efri deild al- þingis aðeins i tvær minútur en i neðri deild þingsins var fundi haldið áfram fram eftir kvöldi og fór mest af fundartimanum i um- ræður um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um efnahagsráð- stafanir, sem nú kom til 2. um- ræðu úr nefnd. Úrbót einstæðra Ólafur G. Einarsson var fram- sögumaður nefndar af hálfu stjórnarþingmanna og gerði grein fyrir nokkrum breytingar- tillögum, sem meirihluti fjár- hags- og viðskiptanefndar flytur. Meðal brey tingartillagna meirihlutans má nefna, að með- lagsgreiðsla til einstæðs foreldris skuli ekki teljast til tekna við skattlagningu svo sem gert var ráð fyrir i frumvarpinu, en þessi breyting er i samræmi við eina af mörgum óskum Félags einstæðra foreldra um breytingar á frum- varpinu. Annars voru breytingartillögur meirihlutans óverulegar, og hald- ið fast við það meginatriði frum- varpsins, að skera niður fjárveit- ingar um 3500 miljónir króna á Sama tima og rekstrargjöldin hjá rikinu fara þó hækkandi frá áætl- un fjárlaga, m.a. vegna gengis- lækkunarinnar siðustu. Ólafur G. Einarsson tók fram, að meirihlutinn hefði ekki treyst sér til að verða viö tilmælum Al- þýðusambandsins um að öllu þvi fé, sem rikisstjórnin hyggðist verja til að lækka skatta yrði var- ið til lækkunar beinna skatta. Hins vegar sagði Ólafur að frum- varpið með breytingartillögum meirihlutans gerði ráð fyrir að verja 2000 miljónum til skatta- lækkunar, eins og rikisstjórnin hefði skuldbundið sig til og þá þannig að beinir skattar það er tekjuskattur og útsvar lækki um 1380 miljónir, tollar af ávöxtum lækki um 83 miljónir og rikis- stjórnin fái heimild til að lækka söluskatt á einstökum matvælum um 540 miljónir. Breytingartillögurnar geröu ráð fyrir þvi, að skattaafsláttur yrði aldrei greiddurútekki heldur til lifeyrisþega, eins og ráðgert var i frumvarpinu, en ólafur G. Einarsson,sagði-það ætlun rikis- stjórnarinnar að hækka tekju tryggingarmark lifeyrisþega i staðinn, sem þessu svaraði og væri talið að þetta ætti að sam- svara 18% hækkun þess. Ekki einn tíundi til baka Magnús Kjartansson gerði grein fyrir nefndaráliti 1. minni- hluta fjárhags- og viðskipta- nefndar og breytingartillögum, bæði sinum eigin og tillögum, sem þingsjá Lúðvik Jósepsson hafði lagt fram áður en hann hvarf af þingi vegna setu á hafréttarráðstefnunni. A forsiðu Þjóðviljans i dag er nokkuð sagt frá nefndaráliti Al- þýðubandalagsmanna og gerð grein fyrir tillögum Magnúsar. Magnús hóf ræðu sina með þvi að minna á, að við fjárlagaaf- greiðsluna i vetur hafi rikis- stjórnin aukiö skattheimtuna til ríkisins um 18,5 miljaröa og áætl- að hafi verið að útsvör hækkuðu i ár um 3 miljarða. Hann rakti sið- an hvernig rikisstjórnin hefur fellt gengið á fimm mánaða fresti og pólitik stjórnarinnar leitt til þess að verðlag hefur hækkað um 42% samkvæmt framfærsluvisi- tölu og mun meira á flestum brýnustu nauðsynjum almenn- ings svo sem matvælum, hita og rafmagni. Miljarðar króna hafi verið færðir til frá launafólki til atvinnurekenda og milliliða. Allt væri við það miðað að bjarga hvaða skussa sem er, er fengist við atvinnurekstur, en slikt þýddi auðvitaö að búa öðrum skilyrði til að raka saman gróöa. Magnús rakti siðan fjölmargar staðreyndir um stöðu efnahags- mála, atvinnuveganna og varð- andi lifskjör almennings. Ýms þeirra atriða verða rakin nánar hér i blaðinu siðar og eru sum þeirra prentuð i itarlegu nefndar- áliti Alþýðubandalagsmanna. Einsdæmi í þingræöislandi Magnús Kjartansson minnti á, að ástæðan til þess að nokkuð hallaði undan fæti i efnahagsmál- um okkar á siðasta ári hafi meöal annars verið sú, aö meðan vinstri stjórnin sat án þess að hafa leng- ur þingmeirihluta að baki á fyrri hluta siðasta árs, þá hafi þáver- andi stjórnarandstaða lýst þvi yf- ir, að hún myndi koma i vég fyrir, að nokkrar ráðstafanir i efna- hagsmálum næðu fram að ganga á þingi, og skipti i þvi sambandi engu máli, hvert efni þeirra væri. Við þetta hafi Sjálfstæðisflokk- urinn og þáverandi bandamenn staðið, — en slikar yfirlýsingar mættu áreiðanlega kallast eins- dæmi i þingræöislöndum. Engu aðsíður væri ástand efna- hagsmála hvergi nærri svo slæmt nú, sem talsmenn rikisstjórnar- innar vildu vera láta, og það á- stand gæfi alls ekkert tilefni til hinnar stórfelldu kjaraskeröingar og samdráttar, sem ríkisstjórnin væri nú að leiða yfir þjóðina. Magnús minnti á, að Ólafur Jóhannesson hefði reyndar látið þess getið i ræðu á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins nú fyrir helgina, að kaupgjaldsvisi- talan væri nú I raun komin i 180 stig, en samkvæmt þvl þyrfti kaup að hækka um 40—50%, ef standa ætti við samningana frá þvi i fyrra. Hvað á að skera? — Engin svör Um niðurskurö fjárveitinga sagði Magnús m.a., að það væru ekki boðleg vinnubrögð, að þing- menn fengju ekki einu sinni neitt um það að vita, hvað ætti að skera niður, en ljóst væri að þarna væri eingöngu um verklegar fram- kvæmdir og félagslega þjónustu að ræða, þvi að samkvæmt áætlun rikisstjórnarinnar ættu rekstrar- útgjöldin að hækka um 1050 mil- jónir (vegna gengislækkunar) en ekki að hækka. I raun hefur nú þegar verið framkvæmdur hrika- legur niðurskurður framkvæmda með gengislækkun og óðaverð- bólgu, þvi að auðvitað er þaö mun minna, sem hægt er að fram- kvæma nú fyrir hverja miljón á fjárlögum, heldur en áætlaö var, þegar fjárlög voru afgreidd. Breytingar i skattamálum Framhald á bls, 15. '-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.