Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 22. apríl 1975. Þriðjudagur 22. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 STARF SEM ALDREI TEKUR ENDA H......... jl S m8Bi mm Wlmm Gunnar Pétursson fyrir framan tsiandskort, þar sem inná eru merktar allar slökkviliösstöðvar á land- inu, smáar og stórar. Svona slökkvibilar eru viða um land. Þeir eru mjög fullkomnir og taliö er að þeir hafi fyrir löngu borgað sig, bæði með þvi að koma i veg fyrir stórbruna og eins með þvi að dæla uppár sökkvandi bátum við bryggjur. Fremst á myndinni er brunadæia, en slikar dælur eru til viða um land og hafa komið að góð- um notum. Hve oft höfum viö ekki heyrt eða lesiö í f réttum að miljóna eða jafnvel miljónatuga tjón haf i orðið á eldsvoða á þessum eða hinum staðnum. Og jafn oft hafa vaknað spurning- ar eins og til að mynda þessi — hvers vegna verða alltaf þessi miklu tjón í eldsvoða, eru bruna- varnir i landinu i ólagi? Nú allra síðustu árin hef ur f réttum af stórbruna og stórtjóni fækkað og á- stæðan er eflaust hið mikla og margþætta starf sem Brunamála- stofnun ríkisins hefur unn- ið þau 5 ár sem liðin eru siðan sú stofnun var sett á laggirnar. Og eftir að hafa kynnt sér það starf sem þar hefur verið unnið, undrast maður í f yrsta lagi hve miklu fáir en dugandi menn geta komið í verk á stuttum tíma og í öðru lagi hve brunavörnum í landinu var ábótavant þegar þessi stofnun tók til starfa. — Það er vist ekki ofsögum sagt, að brunavarnir i landinu voru i miklum ólestri þegar við hófumst handa hér 1970 sagði Gunnar Pétursson, starfsmaður Brunamálastofnunar Islands. Og það sem verra var i þessu efni, var að skilningur manna og þekk- ing á brunavörnum var næstum enginn. Viðast þar sem við kom- um og ræddum við forráðamenn þorpa, kaupstaða eða hreppa, töldu menn þessi mál i ágætu lagi hjá sér. Þeir bentu á að til væri brunavatnsdæla á staðnum og þeir sögðu gjarnan: Hér er allt i himnalagi. Mjög viða var erfitt að sannfæra menn með rökum um að málin væru ekki i eins góðu lagi og þeir héldu. — Við tókum það þvi til bragðs að kveikja i einhverjum ónýtum kofa, öllum að óvörum og kölluð- um slökkvilið staðarins út. Næst- um alitaf kom i ljós að bæði kunnu menn i slökkviliðinu ekki til starfa, en þó var algengara að þau brunavarnatæki sem til voru komu að litlu sem engu gagni þegar á reyndi, það var ekki einu sinni hægt að slökkva i kofa- ræksni hvað þá ef um alvar- legri eldsvoða hefði verið að ræða. — Ég vil þó taka það fram að svona var þetta ekki allsstaðar. Á sumum stöðum var ástandið sæmilegt, hvað tækjakost snerti en viðast hvár kunnu menn ekki nógu vel með tækin að fara. Nema hvað, eftir að við höfðum sýnt forráðamönnum á staðnum fram á i verki hve vanbúnir menn væru til að fást við eld, gerbreytt- ist viðhorf þeirra til þess sem við vildum að gert yrði og vorum að ráðleggja þeim. Menn vilja alls staðar hafa brunavarnir i lagi, það vantaði ekki, menn héldu þær bara betri en raun bar vitni þegar á reyndi. — Nú er svo komið málum, að hvar sem við komum er málaleit- an okkar vel tekið. Við byrjuðum á þv.i 1970 að finna út hvernig á- standið væri á öllum stöðum á landi, þar sem skylt er að hafa slökkvilið, en það er þar sem 300 manns eða fleira býr. Þarna var bæði um að ræða hvernig ástand slökkviliðanna á viðkomandi stað væri og eins hvernig ástandið væri ákynditækjum á viðkomandi stöðum, en staðreyndin er sú að helsti brunavaldur hér á landi i gegnum árin hafa verið kyndi- tækin. — Nú síðan hófumst við handa um að kanna slökkvibúnaðinn og hann var eins og ég sagði áðan viðast hvar mjög lélegur. Vel gekk að sannfæra menn um nauð- syn þess að slökkvibúnaðurinn væri i lagi og nú er svo komið að um 60 brunabilar eru til i landinu og á 84 stöðum á landinu er nú góður tækjakostur til að hefta eld og bjarga fólki. Þá eru komin reykköfunartæki til allra slökkvi- liða, en áður voru menn aðeins með siugrimur sem komu að mjög litlu eða engu gagni. — En það er ekki nóg að hafa góðan tækjakost, ef menn kunna ekki með hann að fara. Þess vegna höfum við efnt til nám- skeiða fyrir þá sem eru i slökkvi- liðum landsins. Nú þegar höfum við haldið 8 námskeið, þar sem 23 menn hafa verið á hverju nám- skeiði. Auk þess höfum við farið út á land og sagt mönnum til um meðferð eldvarnartækja. Þá höf um við einnig farið um og kallað út slökkvilið staðanna, öllum að óvörum eins og um eldsvoða væri að ræða. Allt hefur þetta stuðlað að þvi að viðast hvar eru nú all- góð slökkvilið til staðar. — Þá höfum við einnig lagt á það mikla áherslu að slökkviliðs- menn kynni sér aðstæður á þeim stöðum sem þeir hugsanlega gætu lent i erfiðum bruna. Má þar nefna sveitabæi á umráðasvæði viðkomandi slökkviliða, svo og vinnustaði i þorpum eða kaup- stöðum, Einnig höfum við lagt á- herslu á að þorpum eða kaupstöð- um sé skipt niður i svæði og að slökkviliðsmenn kynni sér ná- kvæmlega allar aðstæður i hverju. — Þetta hefur borið mjög góð- an árangur. Viða hafa slökkvi- liðsmenn farið vandlega ofan I þessi mál. A sumum stöðum hafa slökkviliðin tekið hvern einasta sveitabæ á sinu umræðasvæði og kortlagt þar allt sem að gagni má koma. Þetta kort er siðan i slökkvibilunum og á stöðinni, þannig að ef til bruna kemur þá geta menn einfaldlega skoðað þessi kort og þá vita þeir uppá hár hvernig þeir eiga að haga sér, hvað þeir þurfa langar slöng- ur, hvar vatn er að fá o.s.frv. Þetta hefur einnig verið gert i þéttbýlinu, kaupstaöir kort- lagðir og allar aðstæður skoð- aðar sem best. Ég á von á þvi, að eftir um það bil eitt ár verði svona skemar. eða kort til hjá hverju einasta slökkviliði á landinujað þessu er nú unnið um allt land af fullum krafti. — Hvort við teljum að þetta starf hafi borið árangur i reynd? Alveg tvimælalaust. Á nokkrum stöðum hafa komið upp eldar i frystihúsum, svo dæmi séu tekin. Þessa elda hefur verið hægt að slökkva svo til strax og á öllum þessum stöðum hefur verið komið gott slökkvilið. Þá eru mörg dæmi þess að bátar hafi verið að sökkva viö bryggjur og hefur þá verið gripið til hinna nýju aflmiklu slökkvibila og þeir látnir dæla uppúr bátunum, og svo kraftmikl- ar eru dælur þeirra að þeir hafa hreinlega tæmt báta sem hafa verið um það bil að sökkva og haldið þeim á floti þar til hægt var að þétta þá eða renna þeim á land. Og ég ef heyrt menn full- yrða það, að bara þetta starf brunabilanna hafi gert meira en aö greiða kostnaðinn við að fá þá. Ég fullyrði að þeir hafi bjargað verðmætum fyrir miljarða króna bæði á þennan hátt og eins i sam- bandi við eldsvoða. — Þetta starf tekur aldrei enda. Það er alveg sama hve vel búnir tækjum við verðum, um allt land; sifellt verður að hafa á- fram að þjálfa menn sem á tækj- unum vinna, og ekki hvað sist að vinna að hinu fyrirbyggjandi i sambandi við eldvarnir. Endur- nýjun lélegra kynditækja, aukið öryggi i umbúnaði þeirra og fleira og fleira. En sjálfsagt verður þjálfun liðanna mesta verkið. Ekkert slökkvilið er of vel þjáif- að. — Við höfum einnig farið út i það að nota fjölmiðla til að virkja almenning i eldvörnum, og ég er sannfærður um að þessir þættir sem við höfum verið með i sjón- varpinu hafa gert ótrúlega mikið gagn. Hingað hefur hringt hópur fólks daginn eftir hvern þátt og spurt okkur spjörunum úr hvern- ig bæta megi þetta eða hitt og einnig hefur það spurt hvar þessi eða hin handslökkvitækin fáist og hvernig sé best að haga sér i brunatilfellum. Þegar maður finnur þessi viðbrögð almenn- ings, þá veit maður að þættirnir hafa hitt i mark. Hitt er svo annað mál, að ég er sannfærður um að virkja má fjölmiðlana enn betur i þessum efnum. — Jú, við höfum vald til að loka húsum, sé ábendingum okkar eða kröfum um úrbætur i brunavarn- armálum ekki hlýtt. Og við höfum á stundum orðið að loka húsum, til að mynda samkomuhúsum, dagheimilum og fleiri stöðum. Þá um leið hefur lika erindi okkar verið sinnt. Hitt er svo annað að ég á varla von á þvi að við þurfum að gripa til slikra aðgeröa oftar, svo mikið hefur skilningur al- mennings um alit land vaxið á þessum málum á allra siðustu árum. Til þessa höfum við ein- göngu verið úti á landsbyggðinni, við erum varla byrjaðir i Reykja- vik enn. — Dýrt, jú, þetta hefur auðvit- að kostað all mikið fé,en þvi er vel varið. Tryggingafélögin komu sveitarfélögunum til aðstoðar og lánuðu viða fé til tækjakaupa, og eins hefur Innkaupastofnun rikis- ins unnið ómetanlegt starf i þessu máli. Þá má geta þess til gamans að þar sem ástandið i brunavörn- um er orðið best hafa trygginga- félögin talið sig geta og hafa lækkað iðgjöld af brunatrygging- um. — t dag eru til i landinu 350 reykköfunartæki sem kosta hvert nú milli 50 og 60 þúsund kr. og til eru 50froðuslökkvitæki sem kosta um 80þúsundkr. settið. Þá eru að koma nýir bandariskir slökkvibil- ar til Akureyrar og til Hafnar- fjarðar, mjög fullkomnir bilar; en til þessa hafa slökkvilið þessara bæja varla verið eins vel tækjum búin og æskilegt hefði verið miðað við hve stórir og f jölmennir þessir bæir eru, en meö tilkomu þessara nýju bifreiða gerbreytist ástand- ið. — Að lokum má geta þess, að nú eru komin handslökkvitæki á nær hvern sveitabæ á landinu og ég veit dæmi þess að slik tæki hafi haldið bruna niðri á bæjum, þar til næsta slökkvilið kom á staðinn og gat slökkt eldinn. Við höfum oft á liðnum árum heyrt um það að kviknað hafi i á þessum eða hinum bænum og hann brunnið að mestu. Ég er viss um það að góð handslökkvitæki gætu fækkað slikum fréttum til muna, sagði Gunnar Pétursson að lokum.S.dór m m Þurfum að fá allt í einum pakka, 1. júní Þessa dagana hafa verkalýðsfélögin verið að samþykkja bráðabirgðasam- komulag það sem 9-mannanefndin gerði við atvinnurekendur fyrir páska. Verkalvðsfélögin hafa samþykkt þessa samninga með athugasemdum og óánægju, og tvö félög hafa hreinlega fellt samkomulagið, Vestmannaeyjar og Vopnafjörður. öll félögin hafa, að þvi er best verður vitað, fjallað um þetta samkomulag á fullkomlega löglegan hátt, félagsmenn hafa gert sinar at- hugasemdir og kveðið upp sinn lokadóm um málið i atkvæðagreiðslum. Það sem vekur mesta athygli við afgreiðslu samninganna er tvennt. 1 fyrsta lagi fjöldi mótatkvæöa og öðru lagi að tvö fé- lög hafa fellt samkomulagið. Þetta finnst mér augljóst merki þess að 9- mannanefndinni hefur ekki tekist að fá það fram sem hinn almenni félagsmað- ur hefur talið þurfa til þess að halda sin- um hlut i þeirri dýrtiðarholskeflu, sem dunið hefur á landslýð á siðustu mánuð- um. Ég viðurkenni fullkomlega að 9- mannanefndin var i erfiðri stöðu við samningaborðiö i þessum samningum, ef tekið er tillit til þess gífurlega áróöurs rikisstjómarflokkanna, um slæma stöðu hjá þjóðarbúinu. En er þessi staða eins slæm og af er látið? Auðvitað þekkjum við sögurnar um verðhækkanir erlendis á öllum mögulegum hlutum. Viðþekkjum einnig sögurnar um verðfall á okkar útflutn- ingsvörum og i þessum sögum er svo sannarlega kveðið sterkt að orði. En ég er ekki farinn aö sjá ennþá að allt sem stjórnarflokkarnir hafa sagt um þessi mál sé rétt. Hins vegar hef ég séð að rikisstjómarflokkarnir hafa gripið til 11» i * Kristvin Kristinsson rakalausra ósanninda til þess að rétt- læta álögurnar. Við skulum lita ögn nán- ar á þetta. Verðhækkanir erlendis hafa orðið nokkrar. Þar ber oliukreppuna hæst og i skjóli hennar hafa auðhringarnir framið margan glæpinn. Timbur og járn hækk- uðu mjög erlendis um tima og fyrir þeirri hækkun fengum við að finna held- ur betur, en hins vegar hefur litið frést af lækkun þessara vara i reynd þó að frá- sagnir um hana höfum við séö i blöðum. Þá hefur rikisstjórnin með gengis- lækkunum slag i slag hækkað verulega verðið á innfluttum vörum, enda er það sannað mál að gengislækkanirnar eru verðbólguaukandi og þær koma sér staklega niður á láglaunafólki. En hvað um verðfallið á útflutnings- vörunum okkar? Okkur er sagt að verð- fall á fiskimjöli sé svo og svo mikið. Þess vegna sé ekki hægt að greiða hærra verðen raun ber vitni um t.d. fyrir loðn- una i vetur. Verð á beinum frá hrað- frystihúsunum hefur lækkað,og svo má lengi telja. Hvers vegna fæst ekki uppgefið hið raunverulega verð, sem aðilar fá? Hvað fékkst fyrir tonnið af loðnumjölinu, sem unnið var um boð i Nordglobal? Þá er okkur sagt frá verðfalli á freð- fiski á bandarikjamarkaði og sérstak- lega hefur okkur verið sagt frá verðfalli á blokkinni. En ekki hefur okkur verið sagt frá verðfalli á fiski sem pakkaður er i neytendapakkningar. Þvi eru ekki gerðar ráðstafanir til að draga úr áhrif- um verðlækkana á einni vörutegund með þvi að breyta þá til um aðferðir, til dæmis með þvi að vinna hráefnið frekar en gert er svo ekki þurfi að vinna fiskinn i blokk. Það er eins og ekki megi breyta um aðferðir, heldur skal öllum verð- sveiflum umsvifalaust skellt yfir á fólk- iö i landinu og það látið gjalda þess, að illa er stjórnað. Ég hef áður i grein i Þjóðviljanum gert grein fyrir þætti Sölumiðstöðvarinnar i sölumálum okk- ar, og það sem ég sagði um hennar þátt i málinu, stendur ómótmælt enn i dag. Að þessu athuguðu tel ég ekki vera ástæðu til að hleypa af stað slikri óðaverðbólgu eins og gert hefur verið, ef vilji væri fyrir hendi hjá stjórnarvöldum til að lagfæra eitthvað af þvi sem aflaga hefur farið. Ef við litum á stöðu 9-mannanefndar- innar i samningum út frá þvi sjónar- horni sem ég hef dregið upp hér að framan þá er staða nefndarinnar nánast vonlltil til að ná þvi sem við þurftum til að halda I horfinu. En hvað geröi nefnd- in? Mótmælti hún ekki opinberlega þeim fölsunum sem stjórnarblööin birtu um afkomu þjóöarbúsins? Kynnti nefndin sér ekki aö einmitt meöan á samningum stóö uröu stórfelldar hækkanir á út- flutningsafurbum? Munaöi þar miljörö- um króna. Var ekki fylgst meö þvi aö frysti fiskurinn stöövaöist ekki stund- inni lengur i geymslum frystihúsanna, svo mikil var ásóknin? Þegar verkamannafélagið Dagsbrún tók þessa samninga til afgreiðslu varð égvar viðað mörgum okkar þótti hlutur okkar smár og ég reyndi að gera grein fyrir þvi i þeirri ræðu sem ég flutti á fundinum. Ég óttast að samningarnir frá þvi fyrir páska verði notaðir sem minnisvarði um það, hvernig valda- stéttum tókst með áróðursmoldviðri að fá verkalýðinn til að sætta sig við skert kjör og hvernig hægt er að hlunnfara meirihluta fólks. En þó við höfum tapað orrustu höfum viö ekki tapað öllu striðinu. Þessir samningar falla úr gildi 1. júni og ég tel að það þurfi að reyna til þrautar að ná þvi sem af okkur hefur verið tekið og ef þaðekki tekst 1. júni þá að leggja strax til lokaorrustu þann dag og berjast með öllum tiltækum ráðum til þess að við fá- um allt i einum pakka.þó sumum okkar manna þyki kannski nóg um þá kröfu- gerð. Það er kominn timi til þess að lág- launafólkið i landinu hætti að standa undir atvinnuvegum þjóðarinnar og allskonar fjárglæframönnum og fjár- plógsstarfsemi. Við megum ekki láta hlunnfara okkur lengur. Ég gat þess i upphafi þessarar greinar aö tvö verkalýðsfélög hafi fellt samn- ingana. Þvi miður varð annað þessara félaga fyrir aðkasti frá forustunni fyrir vikið. Þessi hrapallegu mistök forust- unnar er ekki hægt að réttlæta. Svona má forustan ekki tala. Hún á að vera öll- um innan Alþýðusambandsins traustur bakhjarl. Kristvin Kristinsson, verkamaöur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.