Þjóðviljinn - 22.04.1975, Page 10

Þjóðviljinn - 22.04.1975, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. aprfl 1975. (a n D [oiPSfeÉflF r /O ' A CD D 'pBSÍÖfltF '—r /° „ n D . r", Norðurlandameistaramótið í júdi ó: Tvö silfur og eitt brons komu í hlut íslendinga íslenska sveitin var langt frá sínu besta og náði aðeins 3. til 4. sæti tslendingar hlutu þrenn verðlaun á Norðurlanda- meistaramótinu í júdó, sem fram fór í Laugar- dalshöllinni um helgina. Þeir Halldór Guðbjörnsson i léttmillivigt og Gisli Þor- steinsson í léttþungavigt hlutu silfurverðlaun, en Benedikt Pálsson fékk bronsverðlaun í opna flokknum. Það sem mest- um vonbrigðum olli var frammistaða íslensku sveitarinnar i sveitakeppn- inni á laugardaginn,en þar var íslenska sveitin langt frá því sem hún getur best og hafnaði í 3. til 4. sæti ásamt svíum. Hefði sveitin náð sínu besta þarf ekki að efa að hún hefði náð 2. eða jafnvel 1. sæti. En svona er það i iþróttunum; einstakl- ingar eða lið ná ekki alltaf sínu besta. A laugardaginn var keppt i sveitakeppninni. Þá byrjuöu is- lendingar á að sigra norömenn 4:log gaf þessi frammistaða góð- ar vonir um að sveitin næði langt. Næst var svo keppt við dani,en þá hljóp allt i baklás og danir sigr- uðu 4:1. Islendingar voru þarna mjög óánægðir með sænskan dómara sem dæmdi viti á islend- ingana i tima og ótima. Það hrutu mörg ljót orð i garð þess sænska meðan á viðureigninni stóð. F - * 'i-.i j m rfn ■ M I J p Þetta stefnir í rétta átt — sagði Michal Vachun, þjálfari ísl. liðsins Ánægöur? Hvenær er þjálf- ari ánægður? Hitt er svo ann- aö mál aö árangurinn á þessu móti var betri en i fyrra, þá hlutum viö þrjú bronsverölaun en nú tvö silfur og eitt brons og þaö segir okkur aö viö séum á réttri leiö, það sýnir framfar- ir, sagöi Michal Vachun hinn tékkneski þjálfari fslenska landsiiösins f júdó. — Þar að auki var þetta mót mun sterkara en f fyrra, þann- ig að viö getum sæmilega vel viö unaö. Það sem mér fannst sárast var aö sigra ekki dan- ina I sveitakeppninni. Þaö átt- um viö aö geta. Þá var ég einnig hissa á þvi hve Svavari gekk illa. Það var eins og allur baráttuhugur væri úr honum. Gisli kom hinsvegar þægilega á óvart, og Halldór er alltaf sami baráttumaðurinn, stend- ur sig ailtaf best þegar mest á reynir. — Þaö má þvf segja þegar á heildina er litiö aö ég sé ekki óánægöur. — S.dór tslensku júdómennirnir sem hlutu verölaun á NM ásamt þjálfara slnum. F.v. Halldór Guöbjörnsson, Benedikt Pálsson, Michal Vachun -, og GIsli Þorkelsson. Þetta tap varð svo til þess að is- Kari Johannsson, F Opinn fl. 2. Erik Haugen, N lendingar höfnuðu í 3. til 4. sæti Erik Haugen N 3. Seppo Reivuo, F með svium. Finnar sigruðu i Roland Bexander, S 1. Simo Ackrenius Benedikt Pálsson, í sveitakeppninni, danir urðu númer tvö. Á sunnudaginn var svo keppt i einstaklingsgreinum og þar náðu þeir Halldór, Gisli og Benedikt þessum ágæta árangri. Mest kom frammistaða Gisla á óvart og er greinilegt að þar er að koma upp júdómaður sem mikils má vænta af í framtiðinni. Gisli var ekki nema hársbreidd frá þvi að hreppa gullverðlaunin. Annars urðu úrslitin sem hér segir: Léttvigt 1. Lars Flygh, S 2. Tarvainen, F 3. Petter Lind, N Kristensson, S Léttmillivigt 1. Larry Edgren, S 2. Halldór Guðbj., I 3. P. Hansen, D R. Nilsson, S Millivigt 1. Conny Pettersson, S 2. Bertil Ström, S 3. Morten Yggerseth, N P. Korpiola, F Léttþungavigt 1. Simo Ackrenius, F 2. Gisli Þorsteinsson, 1 3. J. Nordestgaard, D örn Terje Foss Þungavigt Seppo Reivuo, F. Ekkier hægt annað en vera ánægður — Ég er mjög ánægöur meö útkomuna á þessu móti, annaö væri ósanngjarnt, sagöi Eysteinn Þorvaldsson formað- ur JSl er viö ræddum viö hann eftir að NM i júdó iauk hér á sunnudaginn. — Það er ekki bara aö ég sé ánægöur meö frammistööu okkar manna i keppninni,held- ur er ástæöa til aö fagna þvi hve vel öll framkvæmd móts- ins tókst. Ég tel aö hún hafi veriö betri en á mótunum sið- ustu árin, enda hefur ekki ein einasta kvörtun borist vegna framkvæmdarinnar og öll aö- staöa hér hefur veriö uppá þaö besta. — Keppnin var harðari á þessu móti en hún hefur veriö undanfarin ár. Þaö er mikil gróska I júdóiþróttinni á Noröurlöndum. 1 sjálfu sér er ég ekki óánægöur meö 3. sætiö i sveitakeppninni. Þar töpuö- um viö þremur glimum á vit- um sem áttu sér enga stoö, þannig aö þaö var ekki getu- leysi sem réö úrslitum, heldur klaufskur dómari. — Þetta mót hefur sýnt okk- ur aö um framfarir er aö ræöa hjá okkur og viö stefnum aö þvi aö senda menn á Evrópu- mótiö sem fram fer I Frakk- landi i ár og einnig stefnum viö aö þvi aö senda menn á Ólympiuleikana sem fram fara I Kanada á næsta ári. Viö munum óska eftir styrk frá ISÍ til þess aö senda þátttakendur á ÓL og mun ég leggja þá ósk fram á sambandsráösfundi tSt i næsta mánuði. Viö I JSt teljum aö geta íslenskra júdó- manna sé orðin það mikil aö þeir eigi fullt erindi á Ólympiuleikana. — Þá er greinilegt að upp eru að koma ungir menn sem óöum eru aö taka sæti þeirra eldri og reyndari og má I þvi sambandi til að mynda nefna Gisla Þorkelsson sem kom svo skemmtilega á óvart i þessu móti. Fleiri ungir og efnilegir menn eru aö koma upp og ég held aö viö þurfum engu aö kvlöa I framtiöinni. —S.dór. Eysteinn Þorvaldsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.