Þjóðviljinn - 22.04.1975, Síða 11

Þjóðviljinn - 22.04.1975, Síða 11
Þriðjudagur 22. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Atli Þór sá um sigur- inn fyrir KR m~. " í . >. • *%-**'. Atli Þór Héðinsson skorar mark KR gegn Vlkingi. Marteini mistókst iofri vítaspyrna Glæsilegasta mark Reykja- vikurmótsins til þessa var skorað i leik KR og Vlkings og þetta var eina mark leiksins, sigurmark KR. Það kom á 20. mlnútu. Bolt- inn var gefinn langt fram, alveg uppundir endamörk, Jóhann Torfason hljóp undir boltann og skallaði hárnákvæmt fyrir markið til Atla Þórs Héðinssonar sem skaiiaði knöttinn I netið. Þarna var bæði um fallegt mark að ræða og þá ekki slður fallegan undirbúning. Fengi maður að sjá fleiri sllk atvik I leikjum færi maöur ekki alltaf svona ergilegur heim af vorleikjunum sem verið hafa hver öðrum lakari. Þessi leikur KR og Vikings var ömurlega lélegur ef þetta mark er undan skilið. KR-ingarnir reyndu að ná upp spili en gekk ekkert, völlurinn harður og bolt- inn alltof léttur og erfitt að hemja hann. Vikingarnir reyndu aftur á móti mest langsendingar fram völlinn, alveg eins og I fyrra sum- ar. Sú aðferð getur heppnast á grasi,en á hörðum malarvelli með léttan bolta er slik leikaðferð von- laus enda fór það svo að Viking- arnir áttu varla marktækifæri í leiknum. Nú eru ekki nema 3 vikur þar til Islandsmótið hefst og mikið má leikur liöanna batna, ef knatt spyrnan á sumri komanda á ekki að verða lakari en um árabil ef marka má leiki liðanna til þessa. Að vfsu breytist leikur þeirra oftast til batnaðar þegar þau koma á grasið, og svo verður ef- laust nú, en þó finnst mér vorleik- irnir að þessu sinni lakari en þeir hafa verið um langt árabil. í þessum umrædda leik sýndu einstaka menn góða spretti. Atli Þór er til að mynda greinilega i betri æfingu en hann hefur verið áður og óskar Tómasson hjá Vik- ingi virðist einnig I góðri æfingu og verður gaman að sjá þessa leikmenn á grasinu i sumar. —S.dór og því skildu Valur og Fram 1:1 í einum skásta leik Rvk-mótsins til þessa Þegar aðeins 10 minútur voru til leiks- loka i leik Fram og Vals i Reykjavikurmótinu og staðan jöfn 1:1 var dæmd vitaspyrna á Val, vitaspyrna sem vissu- lega átti sér enga stoð,en hún var dæmd eigi að siður. Marteinn Geirs- son, sem til þessa hefur verið ein öruggasta vitaskyttan i isl. knatt- spyrnu framkvæmdi spyrnuna, en mistókst hrapallega. Boltinn flaug hátt yfir markið. Þar með missti Fram af stigi sem hefði lyft liðinu upp i efsta sæti mótsins, i stað þess að vera nú i 3ja sæti. Þessi leikur Fram og Vals var einn skásti leikur mótsins til þessa án þess þó að geta kallast góður leikur. Einstaka sinnum brá fyrir skemmtilegum samleik og nokkrum sinnum skapaðist mikil hætta upp við mörkin. Or- slitin 1:1 geta kallast sanngjörn miðað við gang leiksins og það hefði verið óréttlæti ef Fram hefði unnið leikinn á þeim fjarstæðu- dómi sem vitaspyrnan var. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og sóttu stift fyrstu 15 minúturnar og það gat varla farið hjá þvf aö þessi sóknarlota gæfi mark. Það kom svo á 15. min. Mikil pressa haföi verið á Fram- markið, allt i einu stóð sóknar- maður Vals i góðu færi, en mis- tókst að skjóta, hitti ekki boltann sem rann til hins unga og efnilega Alberts Guðmundssonar og hann var ekki lengi að skora glæsilegt mark, fyrsta mark hans með mfl. Eftir þetta mark gáfu Vals- menn mjög eftir og Framarar sóttu mun meira það sem eftir var fyrri hálfleiks. Og á 34. min. uppskáru þeir mark. Dæmd var óbein aukaspyrna á Val fyrir inn- an vitateig. Og þrátt fyrir þéttan varnarvegg Vals, tókst Marteini Geirssyni að koma boltanum þar i gegn með hörkuskoti og jafna 1:1 og það urðu úrslit leiksins þótt bæði liðin ættu möguleika á að bæta mörkum við. Síðari hálfleikurinn var fremur jafn; ef eitthvað var átti Valur meira i honum. —S.dór Eitthvað er að hjá Islands meisturunum Náðu aðeins jafntefli 0:0 gegn Keflvíkingar að sætta sig urðu við 2. deildarliöi Breiðabliks jafntefli gegn ÍBH Það er greinilega eitthvað að hjá liði Islendsmeistaranna af Akranesi um þessar mundir. Að vfsu er lA-liðið grasvallarlið, en samt getur það varla verið eðli- legt að liðið nái aðeins jafntefli tvisvar i röð gegn 2. deildarliði Breiðabliks í Litlu bikarkeppn- inni. í fyrri leik liöanna uppá Akranesi var jafnt 2:2 og á laugardaginn léku liðin i Kópa- vogi siðari leikinn og aftur varð jafntefli 0:0. Og það er ekki bara þessi jafn- tefli sem benda til þess að eitt- hvað sé að hjá 1A. Liöið hefur leikið tvo leiki í meistarakeppn- inni og tapað þeim báðum. Breiðabliks-liðið hefur staðiö sig mjög vel í Litlu bikarkeppn- inni og bendir flest til þess að liðið verði sterkt í sumar. Hver veit nema þvi takist að endurheimta sæti sitt I 1. deild aftur? Allavega ætti það að geta gerst ef liðið heldur svona áfram. A saina tima og tA og Breiða- blik léku I Litlu bikarkeppninni fór fram annar leikur I þeirri sömu keppni, leikur IBK og tBH I Hafnarfiröi. Og þar þurfti tBK, silfurliðið frá siðustu 1. deildar- keppni að sætta sig við jafntefli gegn hafnfirðingum 1:1. Þórir Jónsson áður leikmaður með Val, nú með FH, skoraði mark IBH og var það stór-glæsi- legt mark, sannkallaður þrumu- fleygur sem Þorsteinn markvörö- ur ÍBK réð ekki viö. Grétar Magnússon, sá mikli baráttumaður i IBK-liðinu skor- aöi mark keflvikinga og tryggði þeim þar með jafnteflið, en þau eru orðin æði mörg jafnteflin i Litlu bikarkeppninni á þessu vori. Nú eru aðeins eftir tvær um- ferðir i Litlu bikarkeppninni, og sem fyrr stendur baráttan á milli 1A og IBK en þau eiga eftir að leika siöari leik sinn sem fram fer i Keflavík.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.