Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 22. aprH 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
I persónuleika hans skynjuðu
menn ósjálfrátt eitthvert tært
djúp mannlegrar hlýju og góö-
vildar. Hann var blátt áfram
þannig gerður, að öllum hlaut að
þykja vænt um hann sem kynnt-
ust honum.
Ekki gat hjá þvi farið að Einar
þreyttist um siðir á erfiðu og eril-
sömu starfi. Fyrir tæpum þremur
árum var mér kunnugt um að
hann ráðgerði að draga sig i hlé
að mestu eða öllu leyti, sumpart
til aö hvilast og sumpart til að
sinna öðrum hugðarefnum, sem
lengi höfðu orðið að sitja á hakan-
um. En margt bar til þess, meðal
annars ný verðbólguhrina, að ein-
mitt um þær mundir tók að syrta i
álinn hjá þeim útgefendum sem
höfðu einhvern metnað eða gerðu
að minnsta kosti einhverjar
menningarlegar kröfur. Þegar
Einari varð ljóst að félag hans
átti við örðugleika aö striöa, herti
hann róðurinn i stað þess að unna
sér verðskuldaðrar hvildar, og
linnti ekki liðveizlu sinni við út-
gáfuna fyrr en kvöldiö áður en
hann var kvaddur á sjúkrahús
að ráði lækna. Þar kom i ljós, að
hann hafði um skeið. verið hel-
sjúkur maður og átti skammt eft-
ir ólifað.
Sú var skoðun þessa góða
drengs að sósialismi táknaði
frelsi, jafnrétti, bræðralag, og að
þetta þrennt mundi sameinað
leiöa af sér aukna menningu,
fegra mannlif. Menning var
Einari Andréssyni, sem ekki
hafði átt þess neinn kost að ganga
menntaveginn, annaö og meira
en orðið tómt. Hún var honum
hugsjón. Fyrir henni bar hann
einlæga og djúprætta viröingu,
ekki sizt fyrir bókmenntunum,
þeirri grein hennar sem hann
þekkti bezt. Hann leit svo á að
vönduö bók hlyti að fræða og
göfga þann sem hana læsi, gera
hann að betra manni, efla bróður-
þel hans, viðsýni og réttlætis-
kennd. í starfi sinu var hann þvi
með nokkrum hætti að rækja köll-
un, dreifa þvi sáðkorni sem eitt
sinn mundi bera ávöxt. Þess-
vegna taldi hann ekki sporin.
Þessvegna var ósérplægni hans
einstök. Skort á skólagöngu
reyndi hann alla ævi að bæta sér
upp af sjálfsdáðum, las að stað-
aldri mikið og var bæði glöggur
og smekkvis lesandi, enda átti
hann orðið gott bókasafn. Skáld-
skapur, listir, útivist i fögru um-
hverfi — það voru þær un-
aðsemdir sem honum þóttu
eftirsóknarverðastar, En kynni
okkar voru orðin allöng, þeg-
ar það fór smám saman að
renna upp fyrir mér að þessi
glaðværi og skemmtilegi maður
var i raun gerhuguli og um
margt dulur. Hinar eilifu ráðgát-
ur i fylgd efans munu naumast
hafa sótt vægilegar að honum en
öðrum. Og ég hygg að takmark-
anir vor manna hafi verið honum
einkar ljósar, að þekking vor er i
molum og spádómur vor er I mol-
um, að vér hljótum ávallt að
skynja lifið og undur þess svo sem
I skuggsjá og I óljósri mynd. Af
þvi dró hann ekki þær ályktanir
og ástæða væri ti' bölsýni af þvi
tagi sem nú herjar. Þvi var öfugt
farið. Þrátt fyrir allt var hann
bjartsýnn og varðveitti i brjósti
sér til hinztu stundar drauminn
um bræðralag á jörðu.
Einar Andrésson naut að öllu
samanlögðu gæfu og farsældar á
vegferð sinni. Starf hans veitti
honum ótaldar gleðistundir, þó
erilsamt væri. Hann átti ágætis
konu, Jófriði Guðmundsdóttur frá
Helgavatni i Þverárhlið, sem
reyndist honum heillastoð i hvi-
vetna. Þau eignuöust eina dóttur,
Onnu, sem nú starfar hjá Máli og
menningu, gift prýðismanni,
Halldóri Jónssyni, en af dóttur-
bömunum sinum hafði Einar
mikið yndi og var ekki aðeins afi
þeirra i venjulegri merkingu þess
orös, heldur og vinur þeirra og fé-
lagi. Söknuður ástvina hans hlýt-
ur að vera sár, þegar hann hverf-
ur svo snögglega á braut, en þeim
mætti vera það hugsvölun að eftir
lifir minning um óvenjulegan
mann, gæddan þeim eðliskostum
sem voru i senn fagrir, traustir og
hjartnæmir.
Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Með fráfalli Einars Andrés-
sonar er genginn sérstæður og
gagnmerkur persónuleiki. —
Maður, sem i engu fór troðnar
slóðir, en lifði hugsjónariku lifi,
ekki aðeins i orði, heldur fyrst og
fremst á borði meö þrotlausu
starfi i meira en fjóra áratugi að
menningarlegum félagsrekstri
með það takmark að leiðarljósi
frá upphafi til siðasta dags að
lyfta islenskri alþýðu upp úr
„lágkúrunni” til hærra menning-
arlifs.
Hann var baráttumaðurinn,
sem unni starfinu ofar öllu.
Framkvæmdamaöurinn, sem
aldrei undi sér hvildar og spurði
ekki um daglaun að kveldi.
Þegar hlutur Einars er skoðað-
ur i vexti og viðgangi Máls og
menningar og þeirrar umbylting-
ar, sem sú útgáfustarfsemi hafði
á menningarlega og félagslega
framvindu okkar tima, þá er ekki
sá hlutur smár, heldur er hann
svo stór, að við sem með þessum
málum höfum fylgst, getum ekki
gert okkur I hugarlund, að þessi
framvinda hefði átt sér stað án
hans tilverknaðar.
Samstarf þeirra bræðra Einars
og Kristins var einstakt. Þar fór
saman stefnufesta, hugrekki og
ótrúleg atorka auk þeirrar bjarg-
föstu sannfæringar, að þeir ættu
brýnt erindi við samtið sina og
þjóð.
Það skal enginn ætla, að það
hafi verið auðvelt verk á kreppu-
árunum fyrir heimsstyrjöldina
siöari, aö byggja upp fjölmennt
og áhrifarikt útgáfufélag, sem
gaf út bækhr I þúsundum eintaka.
Og það flest úrvals bókmenntir.
—- Það var ekki auövelt verk, að
safna fjármunum til stofnunar
Bókabúðar Máls og menningar
eða renna traustum fjárhagsstoð-
um undir jafn vandaö fyrirtæki og
Prentsmiöjan Hólar er eða gera
þann draum aö veruleika aö
byggja eitt glæsilegasta stórhýsið
við neðanverðan Laugaveg til að
hýsa BókabúöMálsog menningar
og starfsemi bókmenntafélags-
ins.
Hins vegar er það okkur öllum
staðreynd, sem nú lifum, að þetta
var gert og þetta var gert á
myndarlegan hátt og með engum
kotungsbrag. Að þetta tókst átti
enginn einn maður stærri hlut að
en Einar.
Forusta Einars i öllum þessum
málum var slik, að engum datt i
hug að leggja út i neitt slikt átak i
smáu eða stóru, nema tryggja sér
þátttöku hans i starfinu. — Jafn-
vel áskrifendasafnanir Þjóðvilj-
ans hér fyrr á árum voru dæmdar
til að mistakast, nema hans nyti
viö. — t útbreiöslumálum á Þjóð-
viljinn engum einum manni
meira að þakka.
Það var ákaflega skemmtilegt
og lærdómsrikt að starfa með
Einari að slikum verkefnum sem
þessum. t fyrsta lagi var atorkan
óviðjafnanleg og þegar samfara
henni var þessi hugmyndarika
bjartsýni, fór ekki hjá þvi, að hin
erfiðustu og jafnvel óleysanleg-
ustu verkefni urðu auðveld og létt
i vöfum. Og þetta voru ekki aö-
eins orðin, heldur einnig þaö sem
sjaldgæfara er lika oftast raun-
veruleikinn, þvi enginn dró stærri
hlut aö landi en hann. Ötrúlegustu
upphæðir lágu sem lausar hjá
honum I formi hlutafjárloforða,
skuldabréfasölu eða jafnvel i
beinum söfnunum að ógleymdri
allri bókasölunni, sem maður
stóö agndofa frammi fyrir næst-
um dag hvern.
Hér að framan sagöi ég, að ekki
hafði verið spurt um daglaun að
kveldi. Ekkert hefði Einari verið
auðveldara en verða auöugur
maður hefði hann haft löngun til
þess og beint atorku sinni i þá átt-
ina. — En aldrei minnist ég þess,
að hans persónulegu þarfir, aö-
staöa eöa metnaöur blönduðust
inn i þessi verkefni eða yfir höfuð
væru nokkurn tima til umræðu. —
Það lá einhvern veginn i loftinu,
að slik mál leysti Einar svo auð-
veldlega sjálfur, að ekki tæki þvi
að blanda þeim saman við félags-
leg verkefni.
Og þaö er alveg rétt, honum
tókst það, sem aöeins örfáum
heppnast, að lifa og starfa fyrir
hugsjón sina, en vera einnig góð-
ur heimilisfaðir, fyrirhyggjusam-
ur, og örlátur við heimili sitt og
sina nánustu.
Fyrstu kynni min af Einari ná
aftur til striösáranna, þegar hann
færði mér og fleiri ungum bók-
hneigðum mönnum sinar góöu
bækur meðan við dvöldum sjúkl-
ingar á Landspitalanum. — Það
var siðar, sem við urðum sam-
starfsmenn og góöir vinir. - Og
Einar var svo sannarlega góður
vinur vina sinna, ætið glaður,
hjálpfús og skilningsrikur. Og
ekki spillti það ánægju samveru-
stundanna, að hann var bæði orö-
heldinn svo af bar og stundvis.
Viö áttum slðustu árin margar
samverustundirnar bæði á feröa-
lögum, rölti hér um nágrenni
borgarinnar, á vinnustaö og á
heimilum hvors annars. — Sem
ferðafélagi var hann einstakur og
eftirsóttur af öllum, sem þekktu
hann. Dugnaðar og fram-
kvæmdasemi hans nutu sin óviða
betur en á ferðalögum. Hann var
lika natinn og glöggur náttúru-
skoðari og þráði ekkert meira i
önn daganna en komast út úr
borgarysnum og út i hina fr.jálsu
náttúru. — A yngri árum hafði
hann stundaö sjómennsku og var
tengdur sjónum traustum bönd-
um. Atti m.a. litla skektu, sem
hann notaði til að stunda smá-
fiskiri hér á sundunum. Hann
hlakkaði til hverrar vorkomu,
sérstaklega vegna sjóferðanna,
sem hófust þá strax og aðstæöur
leyfðu. — Ég haföi það stundum á
orði viö hann, að það virtist eins
og hann væri alltaf að skemmta
sér, jafnt i vinnu sem utan, og
hann svaraði um hæl: „Það væri
nú annað hvort, að maður hefði
það huggulegt.”
1 samræðum var Einar sérstak-
lega skemmtilegur og þótt hann
léti tiðum gamanyrði falla var
þaö ekki af þvi, aö hann hugsaði
ekki um hinar alvarlegri hliðar
lifsins. — Og þótt hann væri bjart-
sýnismaður og sæi viöa árangur
baráttunnar duldist honum samt
ekki, að ýmislegt I þróun okkar
samfélags gengur þvert á þaö,
sem upphaflega var vonað og til
var sáö. — Hann var viðlesinn,
bæöi á laust mál og bundið. Sér-
staklega las hann skáldskap og
var vel heima I bókmenntum okk-
ar bæði að fornu og nýju. — Bók-
menntaleg þekking hans var þvi
mikil og bæði fróðlegt og
skemmtilegt að ræða við hann um
þau mál. Sjálfur var hann prýöi-
lega hagmæltur og lét i vinahópi
oft fjúka vel gerðar stökur. —
Hann hélt óhikað fram skoðunum
sinum og var hvergi myrkur i
máli og fannst lifið tilgangslaust,
nema þvi væri lifað á þann veg,
aö hver og einn legði lóð sitt á þá
vogarskálina, sem bætir mannlif-
iö á jörðinni. — Þess vegna gerð-
isthann i öndverðu baráttumaður
sósialismans, lét aldrei deigan
siga og var trúr sinni hugsjón til
dauðadags.
Einar var gæfumaður. Hann
var heilsuhraustur allt sitt lif og
fékk mikla lifsfyllingu úr þeim
störfum, sem hann tók að sér. —
Hann átti góða og samhenta
eiginkonu og myndarlega dóttur,
sem i ýmsu likist fööur sfnum. Og
hann fékk að sjá gæfulegan hóp
barnabarna vaxa úr grasi.
Heimili það, sem hann og Friða
byggðu upp var ekki aðeins
myndarlegt og aðlaðandi, heldur
einnig menningarlegt i sniðum og
fallegt. — Þar setti svip sinn á
stórt og gott bókasafn einungis
úrvals bóka og fögur listaverk,
eftir suma okkar bestu málara. —
En Einar hafði næmt auga fyrir
góðu málverki og hafði verið tiður
gestur á málverkasýningum
borgarinnar i marga áratugi. — t
þvi sambandi vil ég minna á
snjalla grein, sem hann skrifaði i
vetur i Þjóöviljann um Kjarvals-
staðahneykslið. En þar kemur
einkar vel I ljós afstaða hans til
menningarmála almennt.
A heimili þeirra hjóna var jafn-
an gestkvæmt, enda rikti þar
óþvingaö andrúmsloft og það var
auöfundið, aö þaö gegndi stærra
hlutverki en þvi að vera dvalar-
staður tveggja einstaklinga, það
haföi hlutverki að gegna i sjálfri
þjóðfélagsframvindunni, fyrst
sem siðasti dvalarstaður og
heimili aldraöra foreldra hús-
móðurinnar og aö sjálfsögðu sem
heimili og uppeldisstöð dótturinn-
ar og nú siðari árin sem athvarf
og annaö heimili barnabarnanna,
sem ætið voru þar velkomin og
dvöldu þar löngum. — Við Stella
höfum þvi margs að minnast og
margt að þakka.
Og við vonum að minningarnar
um þennan sérstæða drengskap-
armann verði skjól og skjöldur
fjölskyldunnar allrar á framtið-
arbrautinni.
Fráfall Einars bar I raun og
veru mjög snögglega að, við sem
umgengumst hann daglega okkur
gat ekki dottið i hug fyrir nokkr-
um vikum að svo skammt væri
eftir. — Þrek hans og andlegur
þróttur virtust I dagsins önn svo
óbilað, að ekkert var liklegra en
mörg athafnasöm ár væru fram-
undan. — Æðruleysi og andlegt
þrek hans var slikt, að engan
renndi grun i hvert stefndi, þótt
eflaust hafi hann sjálfur innra
meö sér haft hugboö þar um.
En einhvern veginn finnst mér,
að það hafi ekki verið að hans
skapi, aö hafa þarna langan aö-
draganda, hann var vanur aö
kveöjan með snöggu handtaki og
hafa hraðan: á.
Björn Svanbergsson.
Með Einari Andréssyni er horf-
inn af sjónarsviðinu óvenjulegur
áhugamaður og eftirminnilegur
persónuleiki. Meginhluta starfs-
ævi sinnar helgaði hann þvi al-
þýðlega bókmenntafélagi sem
Kristinn bróðir hans var aðalfor-
göngumaður að þvi að stofna
fyrir nær fjórum áratugum. Þá
voru kaup á bók mikill munaður
venjulegum alþýðumanni sem
baröist i bökkum og hafði varla i
sig og á. Félagssamtök um bóka-
útgáfu og bókakaup voru lausnar-
oröið sem Kristinn E. Andrésson
kynnti þá islenzku alþýðufólki til
sjávar og sveita með þeim
árangri að þúsundir manna skip-
uöu sér I eina sveit til þess að gera
hugsjónina að veruleika.
Margir ágætir og dugmiklir
menn gengu til liðs við Kristin
E. Andrésson og Mál og menn-
ingu. Enginn mun þó hafa lagt sig
fram af sömu atorku og Einar
Andrésson sem strax vib stofnun
geröist umboðsmaöur Máls og
menningar i Reykjavik, safnaði
ótrúlegum fjölda félagsmanna og
hélt þvi starfi áfram um áratugi
og hafði persónulegt samband
alla tið við fleiri félagsmenn en
nokkur annar I forustusveit fé-
lagsins.
Mál og menning var óskabarn
og eftirlæti Einars Andréssonar
og hann taldi aldreieftir spor eða
handtök i þágu þess. Farsælt
samstarf þeirra bræðra, Kristins
og Einars, skilaði árangri sem
var oft og tiðum ótrúlegur og ekki
er vandalaust að ávaxta og gæta
nú, þegar hvorugs þeirra nýtur
lengur við.
Ahugi og dugnaður Einars
Andréssonar verður öllum eftir-
minnilegur sem kynntust fram-
göngu hans og vinnubrögðum.
Hann var mikill félagshyggju-
maður og lagði sig allan fram i
þágu þeirra félaga og hugsjóna
sem hann batt tryggð við. Það var
ekki einungis Mál og menning
sem naut starfskrafta hans i rik-
um mælþheldur og hin sósialiska
hreyfing i Reykjavik sem hann
vann af atorku og ósérplægni i
áratugi. Það var sama hvort
vinna þurfti að undirbúningi
kosninga, selja happdrætti eða
safna fjármunum i þágu hreyf-
ingarinnar eða Þjóðviljans, alltaf
var Einar boðinn og búinn til
starfa og skilaði oftast árangri
sem öðrum var um megn. Hann
þekkti persónulega hundruð
manna sem hann átti aðgang að
og voru reiðubúnir til aö veita þvi
málefni liðsinni sem hann hafði
tekið að sér að veita brautar-
gengi. Hann var vinsæll með af-
brigöum og hverjum manni au-
fúsugestur jafnvel I slikum
erindagerðum.
Einar Andrésson var að eðlis-
fari léttur i lund og glaður og reif-
ur i viðmóti. Hann gat oft verið
spaugsamur og hann var hvergi
vilsamur eða kvartsár þótt á
ýmsu gengi og vonbrigðum væri
að mæta. Hann var jafnframt
hugsandi alvörumaður, staðfast-
ur i afstöðu og skoðunum og tröll-
tryggur þeim hugsjónum sem
hann átti dýrastar og batt heitast-
ar vonir við.
Við fráfall Einars er mikið
r skarð ófyllt i huga okkar allra
sem höfðum af honum löng og góð
kynni og áttum við hann margvis-
legt samstarf um áratugi. Margir
sakna nú þessa glaða og góða
drengs sem var hvarvetna til
upplifgunar og aukinnar bjart-
sýni á lifið og framtiðina. Per-
sónulega þakka ég honum að
leiðarlokum langa viökynningu
og trausta vináttu. Eiginkonu
hans, Jófriði Guðmundsdóttur,
dóttur þeirra önnu, og öðrum ást-
vinum flytjum við Marta ein-
lægar samúðarkveöjur.Megi
þeim öllum veitast styrkur til að
bera þá þungu raun er þeim hefur
nú að höndum borið.
Guömundur Vigfússon.
Það var fyrir allmörgum árum
að Einar Andrésson bauð mér að
gerast meðeigandi sinn að bát til
þess að við gætum brugðið okkur
út á sundin þegar gott væri veður
og leitað fiskjar. Ég þáði vitan-
lega gott boð og siðan var dittað
að bátnum og höfum við átt
margar ánægjustundir þar um
borð.
Einar hugði gott til glóðar-
innar nú er um færi að hægj-
ast I vinnunni að snúa sér að
hrognkelsaveiðunum með vorinu.
En veiðiskap Einars var á annan
veg farið en flestra veiðimanna
annarra^þvi þegar þeir lögðu fyr-
ir grásleppu sér til hagnaðar lagði
Einar fyrir rauðmaga til þess að
geta gefið sem flestum i soðið.
Einar var sægarpur frá fornu
fari, en ég hef hinsvegar alla tið
forðast sjó. Það varð þvi mitt
hlutverk I útgerðinni að gá til
veðurs.
Þegar mér nú verbur litið út um
norðurgluggann og sé spegilslétt
blikandi sundin, Skarðsheiðina
fagra i morgunbirtunni, Esjuna
dökka og dulúðuga i skugganum,
en undirlendi hennar baðað sól-
skini, sem smám saman færist
upp eftir hliðum, þá veit ég aö það
heföi áttað veröa mitt fyrsta verk
að hringja til hans Einars.
Alít var klárt, netin greidd og
allt tilbúið.en eitt var að. Einar
hafði fengið annað kall. Siglingin
mikla var hafin.
Að skilnaði vil ég þakka þér
Einar samfylgdina, greiðvikn-
inga, hjálpsemina og vináttuna.
Guð blessi þig og þina. Góða
ferb.
Jóhannes Guðnason
Taskan
hans Einars
Hvað skyldi hann Einar
Andrésson hafa farið margar
ferðirnar upp á 5. hæð til þess að
hitta mig á liðnum 30 árum,
fyrstu áratylftina i landsimahúsi
við Austurvöll, siðan i hafrann-
sóknahúsi hjá Kolbeinshaus? Þær
eru ótaldar. Með sama og svipuð-
um hætti kom hann til hundruða
félagsmanna i Máli og menningu
hér i borg. Ég vorkenndi honum
stundum i huga mér fyrir að rog-
ast með klyfjarnar, troðfulla
tösku stundum eina, stundum
tvær. Bækur eru enginn létta-
varningur eins og allir vita, og
bækur Máls og menningar hafa
sjaldnast verið léttmeti! En
Einar taldi hvorki eftir sér sporin
sébyröarnar,ogbótvarimáli, að
taskan var oftast léttari á niður-
leið — og pyngjan þyngri. Einar
var maður léttur i spori, léttur i
lund, — en þyngri á metunum
fyrir Mál og menningu en hægt sé
að greina. Verður seint metið
framlag bræðranna, Einars og
Kristins Andréssona, til aukn-
ingar góðum bókakosti á alþýðu-
heimilum. Þetta ber að þakka nú
þegar þeir eru báöir fallnir i val-
inn.
Taskan hans Einars
var mál og menning;
hann miölaði úr henni
þrykktu orði,
sem stundum hafði
full-stifa kenning,
en stendur þó hátt
á mennta borði.
Ljúfur var Einar
i máli og menning
og miölaði glatt
af hlýju sinni.
Brosið hans fól i sér
bjarta kenning,
— brosið i auga
stár lengst i minni.
Þó að mig uggi
að mál og menning
muni nú finna sinn
afla tregðast,
efst I huga skal
Einars kenning:
Aldrei má
lestrarhestum bregðast.
Baldur Pálmason.