Þjóðviljinn - 22.04.1975, Side 15
Þriðjudagur 22. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Þingmenn
Framhald af bls. 2.
hátt, sem tiðkaður er viða um
lönd, að fastanefndir löggjafar-
þings starfi i þinghléum, m..a
með þvi að fara viðs vegar
um landið til þess að kynnast af
eigin raun þeim málum og við-
fangsefnum, sem þær eiga að
fjalla um. Þetta gæti lika verið
gagnlegt til þess að vega upp á
móti þvi sérfræðingaveldi, sem
ýmsir hafa haft áhyggjur af i
seinni tið. t nýjum vinnubrögðum
þingmanna af þessu tagi fælist sú
grundvallarbreyting á starfi
fastanefnda Alþingis, að þær
ættu sjálfar frumkvæði að málum
i stað þess, sem tiðkast hefur, að
þær taki aðallega við þvi, sem að
þeim er rétt.
Að okkar hyggju mundi sú skip-
an mála, sem við höfum hér
lireyft, stuðla að aukinni viröingu
Alþingis og enn fremur að hinu,
að það beri nafnið löggjafarsam-
koma betur með rentu en aður.”
Aldraðir
Framhald af bls. 4.
væru óverulegar samkvæmt
frumvarpinu, sagði Magnús, að
öðru leyti en þvi að kerfinu væri
nokkuð breytt. Miðað við fjár-
lagafrumvarpið og fjárhagsáætl-
anirsveitarstjórna hafi verið gert
ráð fyrir, að skattar hækkuðu i ár
um 21.500 miljónir króna. Þó hafi
við afgreiðslu fjárlaga verið ráð-
gert, að draga frá hækkuninni 700
miljónir, nú væri bætt þarna við
1300 miljónum, svo að skatta-
hækkunin yrði 19.500 miljónir i
stað 21.500 sem áður var ráðgert.
Ekkert er i frumvarpinu að
finna um tilhliðrun varðandi inn-
heimtu opinberra gjalda á þessu
ári, svo sem rikisstjórnin hafði
lofað verkalýðshreyfingunni.
Magnús minnti á tillögu þá sem
hann hefur flutt ásamt Eðvarð
Sigurðssyni um niðurfellingu
söluskatts af matvælum.
Á að setja bænda-
konur hjá
I lok ræðu sinnar gerði Magnús
Kjartansson grein fyrir breyt-
ingartillögum sinum við frum-
varpið, en þær eru kynntar efnis-
lega á forsiðu Þjóðviljans i dag.
Hann minnti á, að þegar lág-
launabætur voru greiddar i haust
hafi aldrað fólk og öryrkjar að-
eins fengið kr. 1900,- á mánuði,
þegar allt annað lágtekjufólk fékk
krónur 3.500.- óháð tekjum væru
þær neðan við ákveðið hámark.
Nú væri enn talað um, að aldrað
fólk og öryrkjar ættu að fá lægri
upphæð en aðrir fengu með
bráðabirgðasamkomulaginu, en
það voru kr. 4.900,-. Fyrsta tillaga
Magnúsar var um að tryggja
öldruðum jafnrétti i þessum efn-
um.
Þá gerði Magnús grein fyrir til-
lögu sinni um fæðingarorlof, sem
hann flytur sem breytingartil-
lögu. Minnti hann á þingsálykt-
unartillögu Bjarnfriðar Leósdótt-
ur, sem gengur i sömu átt og
ræddi stuttlega um frumvarp
Ragnhildar Helgadóttur. Sagði
hann, að frumvarp Ragnhildar
ætlaði atvinnuleysistrygginga-
sjóði að standa undir greiðslum
án þess að þar væri neitt kveðið á
um, hvernig ætti að afla honum
tekna á móti, eða hvað af greiðsl-
um hans nú ætti að skera niður i
staðinn, hvort það væru sjálfar
atvinnuleysisbæturnar, eða eitt-
hvað annað, en slikum spurn-
ingum yrði að sjálfsögðu aö
svara, ef ætla ætti þeim sjóði nýtt
hlutverk.
Magnús kvaðst telja eðlilegt, að
Tryggingastofnun rikisins ann-
aðist greiðslur vegna fæðingaror-
lofs og fengi auknar tekjur frá at-
vinnurekendum i þvi skyni, svo
sem tillaga sin gerði ráð fyrir. Þá
kvaðst hann vilja leggja áherslu
á, að fæðingarorlofið ætti að ná til
allra kvenna lika þeirra, sem ekki
ynnu utan heimilis. Þvi að hvaða
réttlæti væri það, að t.d. bænda-
konur nytu ekki slikra réttinda.
Kostnaður við að orlofið næði til
allra kvenna væri trúlega um 200
miljónir.
Að lokinni ræðu Magnúsar tal-
aði Gylfi Þ. Gislason. Kvöldfund-
ur átti svo að hefjast klukkan 9 og
voru þá m.a. á mælendaskrá Lár-
us Jónsson og Svava Jakobsdótt-
ir.
apótek
Reykjavik.
Vikuna 18. til 24. april er kvöld-,
nætur- og helgidagavarsla
apótekanna i Reykjavikur
Apóteki og Borgar Apóteki. Það
apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna um nætur og á
helgidögum.
Kópavogur
Kópavogsapótek er opiö virka
daga frá 9 til 19 og kl. 9 til 12 á
hádegi á laugardögum.
Hafnarfjöröur
Aðótek Hafnarfjaröar er opiö
virka daga frá 9 til 18.30 laugar-
dag 9 til 12.30 og sunnudaga og
aðra helgidaga frá 11 til 12 f.h.
slökkvilið
Slökkvilið og sjúkrabílar
1 Reykjavik — simi 1 11 00
I Kópavogi — simi 1 11 00
t Hafnarfirði — Slökkviliðið
simi 5 11 00 — Sjúkrabill simi 5
II 00.
læknar
Slysadeild Borgar-
spftalans
Simi 81200. Siminn er opinn all-
an sólarhringinn. Eftir skipti-
borðslokun 81212.
Kvöld- næt'ur- og helgidaga-
varsla:
I Heilsuverndarstöðinni við
Barónsstig. Ef ekki næst i heim-
ilislækni: Dagvaktfrá kl. 8.00 til
17.00 mánud. til föstudags, simi
1 15 10. Kvöid- nætur- og helgi-
dagavarsla, simi 2 12 30.
Tannlæknavakt:
Tannlæknavakt er i Heilsu-
verndarstöðinni frá 17—18 alla 4
laugardaga og sunnudaga. — A
laugardögum og helgidögum
eru læknastofur lokaðar en
læknir er til viðtals á Göngu-
deild Landspitalans, simií
2 12 30. — Upplýsingar um
lækna og lyfjabúðaþjónustu eru
gefnar i simsvara 18888.
Mænusóttarbólusetning
Onæmisaðgeröir fyrir fullorðna
gegn mænusótt fara fram i
Heilsuverndarstöð Reykjavikur
á mánudögum kl. 16.30—17.30.
Hafið með ónæinisskirteini.
önæmisaðgeröin er ókeypis.
Heilsuverndarstöð Reykjavik-
ur.
Kynfræðsludeild
Heilsuverndarstöðvar
Reykjavikur
Deildin er opin tvisvar i viku
fyrir konur og karla, mánudag
kl. 17-18 og föstudaga kl. 10-11.
fh. — Ráðleggingar varðandi
getnaðarvarnir og kynlifsr
vandamál. Þungunarpróf gerð
á staðnum.
lögregla
Lögreglan I Rvik—simi 1 11 66
Lögreglan I Kópavogi— simi 4
12 00
Lögreglan I Hafnarfirði—simi 5
11 66
krossgáta
Lárétt: 1 skáli 5 ilát 7 varðandi 9
leiktæki 11 fugl 13 blundur 14
skunda 16 skóli 17 að utan 19
mallaði.
Lóðrétt: 1 hringir 2 einkennis-
stafir 3 hópur 4 óhreinindi 6 skóf
8 kona 10 fugl 12 mörk 15 gegn 18
frumefni.
Lausn á siðustu krossgátu.
Lárétt: 2 ósatt 6 fet 7 ljúf 9 ra 10
sas 11 máð 12 kg 13 móka 14 áar
15 nisti.
Lóðrétt: 1 sólskin 2 ófús 3 sef 4
at 5 trafali 8 jag 9 rák 11 móri 13
mat 14 ás.
GENGISSKRÁNING
Nr. 72 - 21. apríl 1975
Skráð frá Elning Kl. 12.00 Kaup Sala
14/4 1975 1 Ðandaríkjadollar 150, 60 151,00
21/4 - 1 Sterllngspund 356,05 357.25
- - 1 Kanadadollar 148,30 148,80
18/4 - 100 Danskar krónur 2713.85 2722,85
21/4 - 100 Norskar krónur 3003,50 3013,50
- - 100 Sœnskar krónur 3775,10 3787,60
- - 100 Finnsk mörk 4221,85 4235,85
- - 100 Franskir írankar 3583,45 3595, 35
- - 100 Belg. frankar 426,70 428,10
- - 100 Sviasn. frankar 5862,50 5882, 00
- - 100 Gyllini 6187. 15 6207,75
- - 100 V. -X>ýik mörk 6306,40 6327,40
- 100 Lirur 23,70 23, 78
- - 100 Austurr. Sch. 890,80 893,80
- - 100 Escudos 609,05 611,05
- - 100 Pesetar 266,75 267,65
- - 100 Yen 51.43 51,60
14/4 - 100 Reikningskrónur-
Vöruskiptalönd 99. 86 10Q, 14
- - 1 Reikningsdoliar-
Vöruskiptalönd 150, 60 151,00
* Ðreyting frá siðustu skráningu.
laust samkvæmt gamalgróinni
bridge ’ formúlu i fyrsta slag. Sjáum
hvaö gerist ef hann hugsar svo- litiö um framhaldið. Jú. bá
félagslíf
Sumar vitleysurnar sem við
gerum byggjast á þvi að við
spilum eftir of fastbundnum
formúlum. Tökum þetta spil.
4 5
V G 10 8
♦ 10 6 5 3
* A J 10 7 5
kemst hann að þeirri niðurstöðu
að rétt sé að spila hjartaáttunni
úr borði i fyrsta slag. Þannig
fær sagnhafi áður en yfir lýkur
heila tiu slagi, þar af fjóra á
hjarta. Reyndu bara.
IOGT — IUT.
Þingstúkan og ungtemplarar
halda almennan fund um bind-
indishreyfinguna á Islandi i
kjallara templarahallarinnar
kl. 8.30 i kvöld. Allir velkomnir.
SAGA FRÁ ViETNAM
4' G 9 7 4
T
♦ D 8 7 4
* D 8 6 2
* 3 2
V D 9 5 4 3
4 A K G
4 K 9 4
4 Á K D 10 8 6
f'ÁK62
♦ 9 2
4 3
V N A S
pass pass 1 hjarta 4 spaðar
Vestur lét út hjartasjö. Gosinn
var látinn úr borði, og Austur
gaf. Siöan tók sagnhafi þrjá
slagi á spaða, og Austur fleygði
hjarta. Vestri var spilað inn á
trompgosann. Þá kom þrisvar
sinnum tigull. Suður trompaði
þriðja tigulinn. Þótt sagnhafi
kæmist inn á laufaásinn til að
svina hjartanu varð hann i lokin
að gefa einn slag á hjarta. Einn
niður.
Suður spilaði umhugsunar-
útvarp
7.00 Morgunútvarp, Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi ki. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Séra Grimur Grimsson flyt-
ur. Morgunstund barnanna
kl. 9.15: Knútur R. Magnús-
son les ævintýriö ,,Snæ-
drottninguna” eftir H.C.
Andersen (2). Tilkynningar
kl. 9.30 Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriða. Fiski-
spjall kl. 10.05: Ásgeir
Jakobsson flytur þáttinn.
,,Hin gömlu kynni” kl.
10.25: Valborg Bentsdóttir
sér um þátt með frásögum
og tónlist frá liðnum árum.
Illjómplötusafnið kl. 11.00:
Endurt. þáttur Gunnars
Guðmundssonar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Baráttan fyrir launa-
jafnrétti.Sólveig ólafsdóttir
form. Kvenréttindafélags
lslands flytur erindi.
15.00 Miðdegistónleikar a.
Concerto breve eftir Her-
bert H. Ágústsson. Sinfóniu-
hljómsveit Islands leikur;
Bohdan Wodiczko stjórnar.
b. Lög eftir Sigursvein D.
Kristinsson. Karlakór
Akureyrar syngur; Askell
Jónsson stjórnar. c. „Hug-
leiðing um fimm gamlar
stemmur” og „Fjórtán til-
brigði um tslenskt þjóðlag”
eftir Jórunni Viöar. Höfund-
ur leikur á pianó. d.
„Móðursorg”, lagaflokkur
eftir Björgvin Guðmunds-
son. Guðmunda Ellasdóttir
syngur; Fritz Weisshappel
leikur á pianó. e. Lög eftir
Jóhann ó. Haraldsson,
Ingunni Bjarnadóttur og
Sigurð Þórðarson. Frið-
björn Jónsson syngur; ólaf-
ur Vignir Albertsson leikur
á pianó.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatfminn.Anna
Brynjúlfsdóttir stjórnar.
17.00 Lagið mitt. Berglind
Bjarnadóttir sér um óska-
lagaþátt fyrir börn yngri en
tólf ára.
17.30 Framburðarkennsla I
spænsku og þýsku.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
. 19.35 Réttur barna.Guörón Er-
lendsdóttir lögfræðingur
flytur siðara erindi sitt.
20.00 Lög unga fólksinsJtagn-
heiður Drifa Steinþórsdóttir
kynnir.
20.50 Frá ýmsum hliðum.Guð-
mundur Arni Stefánsson sér
um fræðsluþátt fyrir ung-
linga.
21.20 Tónlistarþáttur i umsjá
Jóns Asgeirssonar.
21.50 Fróöleiksmolar um Nýja
testamentið. Dr. Jakob
Jónsson svarar spurningu
um frumatriði boðskapar-
ins.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Tyrkjaránið” eftir Jón
llelgason.Höfundur les (7).
22.35 Harmonikulög.Henri Co-
ene og harmonikusveit
leika.
23.00 A hljóöbergi, Anthony
Quyale les smásöguna „The
Interruption” eftir William
Wymark Jacobs.
23.40 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
# sjónvarp
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.35 Helen — nútimakona.
Brezk framhaldsmynd. 9.
þáttur. Þýöandi Jón O. Ed-
wald. Efni 8. þáttar: Helen
flytur með börnin heim til
foreldra sinna, en henni
verður fljótlega ljóst, að þar
geta þau ekki verið til fram-
búðar. Lögfræðingurinn,
sem Frank hefur falið að
annast sölu hússins, selur
það kunningja sinum fyrir
smánarverð, en salan er
lögleg, og Frank fær engu
um breytt. Húsnæðisvanda-
mál Helenar viröast loks
ætla að leysast, er einn
vinnufélaga hennar býður
henni kjallaraibúð til
afnota.
21.30 Linan. Stutt, Itölsk
teiknimynd.
21.40 Sólblik á vötnum á Shao
Sham. Kinversk heimilda-
mynd um áveitukerfi, sem
gerð hafa verið þar I landi,
til þess að breyta þurrka-
svæðum i frjósöm akurlönd.
Þarna getur meðal annars
að lita, hvernig byggð hafa
verið vatnsorkuver og fleiri
stórvirki unnin með hand-
afli nær eingöngu. Þýðandi
og þulur Ingi Karl Jóhann-
esson.
22.05 Heimshorn. Fréttaskýr-
ingaþáttur.
22.35 Dagskrárlok