Þjóðviljinn - 24.04.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.04.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. aprll 1975. Minning Sigurlaug Pálsdóttir Sigurlaug Pálsdóttir var fædd 12. mai 1880 i Katadal i V-Húna- vatnssýslu, en dó hér i Reykjavik 16. april 1975. Foreldrar hennar voru Páll Friðrik Steinsson frá Lækjarmóti og Ingibjörg Jakobina Jósefsdótt- ir frá Refsteinsstöðum i Viðidal. Sigurlaug missti föður sinn ung að árum og varð þvi snemma að fara að sjá fyrir sér sjálf. Upp úr aldamótum lá leið hennar til Sauðárkróks, en um það leyti hafði flust þangað móðir hennar, bróðir og tvær systur ásamt fólki sinu. bar átti hún heima til 1944, er hún fór suður til dóttur sinnar, Ingibjargar Guðmundsdóttur, og tengdasonar, Vilbergs Guð- mundssonar rafvirkjameistara, en hjá þeim átti hún heimili allt til dauðadags. Margs er að minnast, er ég . hugsa til Sigurlaugar frænku minnar. Ég hændist strax að henni sem litið barn, og hún var mér sem önnur móðir: rofnaði samband okkar aldrei upp frá þvi. Sigurlaug var mikil dugnaðar- kona og óvenju rösk til allra verka, enda var hún eftirsóttur vinnukraftur. bað var og ósjald- an, er húsmæður veiktust, að hún fór til og tók að sér heimilisstörf- in. Oft voru þetta barnmargar fjölskyldur og ekki allt til af öllu i þá daga. Veitti hún mörgum ó- metanlega hjálp, er blessuðu hana alla tið siðan. Ég heimsótti Sigurlaugu daginn áður en hún lést. Við sjúkrabeðið voru hennar nánustu, er svo lengi og vel höfðu annast hana i hárri elli. Ingibjörg var henni ástrik dóttir og Vilberg sérstakur tengdasonur. Minntist hún oft á, hversu hann væri alltaf um- hyggjusamur og hlýr við sig. bá voru dóttursynirnir sólargeislar hennar, ætið nærgætnir og góðir við ömmu sina. Votta ég sjölskyldunni allri samúð mina. Ingibjörg J. ögmundsdóttir. , +'<(,4vK. Þessi mynd er frá búðum hafnfirskra skáta að Höskuldarvöllum en þar hafa skátar I Hafnarfirði aðstöðu. Skátastarfið í Firðinum 50 ára Skátafélagið Hraunbúar ætlar að minnast þess á sumardaginn fyrsta, að hinn 22. febrúar siðast- liðinn voru liðin 50 ár frá þvi að fyrsti skátaflokkurinn hóf göngu sina i Hafnarfirði. Að visu minntist félagið þessa atburðar á fmælisdaginn hinn 22. febrúar sl. með afmæliskvöld- vöku i Hraunbyrgi. Dróttskátar félagsins höfðu veg og vanda af þeirri kvöldvöku, sem var fyrir yngri Hraunbúa og tókst hún með hinni mestu prýði. En þá hafði verið ákveðiið að minnast af- mælisins frekar á sumardaginn fyrsta, en i Hafnarfirði hefur hann alltaf verið áberandi dagur skáta og skátastarfs. Hraunbúar byrja sumardaginn fyrsta með þvi að mæta klukkan 10 árdegis við skátaheimilið Hraunbyrgi. baðan leggja þeir svo af stað i skrúðgöngu klukkan 10.15 og ganga til kirkju. Lúðra- sveit Hafnarfjarðar leikur fyrir göngunni. Athöfnin i kirkjunni hefst klukkan 11 og aðstoða skát- ar við guðþjónustuna. Páll Gisla- son skátahöfðingl Islands flytur ræðu. Sira Garðar borsteinsson þjónar fyrir altari og Páll Kr. Pálsson leikur á kirkjuorgelið og stjórnar söngnum. Skátaheimilið Hraunbyrgi og félagsheimili Hjálparsveitar skáta i Hafnarfirði verða opin frá klukkan 2 til 4 e.h. og til sýnis öll- um þeim, sem áhuga hafa á að skoða þau og kynnast starfi skát- anna. Skátaflokkar verða við ým- iss konar skátastörf i Hraunbyrgi og hjálparsveitarmenn svara spurningum og kynna starfsemi sina i Hjálparsveitarhúsinu. Allir eru velkomnir á báða staðina á fyrrgreindum tima eins og áður segir. Klukkan 5 e.h. verður skemmti- vaka i Hraunbyrgi fyrir yngri skáta, ljósálfa og ylfinga. Um kvöldið verður afmælis- fagnaður fyrir dróttskáta og eldri Hraunbúa og gesti félagsins. Allir gamlir Hraunbúar eru velkomnir i þennan afmælisfagnað, sem hefst klukkan 9 um kvöldið i Hraunbyrgi. 1 sumar 13. til 16. júni verður svo 35. vormót Hraunbúa. bað verður haldið i Krýsuvik og sér- staklega til þess vandað i tilefni afmælisins. Gera má ráð fyrir að þangað leggi fjöldi skáta leið sina, þvi að vormót Hraunbúa hafa alltaf verði vinsæl. begar er vitað um nokkrar skátasveitir og félög sem ætla að taka þátt i mót- inu. Labbi, mótsblaðið 1975, er þegar kominn út og er þar að finna ýmsar upplýsingar um mót- ið. Handfærabátar frá Djúpavogi: Mokveiði Djupavogi 22. april. Frá frétta- ritara Þjóðviljans Má Karlssyni: — í gær var hér sólskin og hið fegursta vorveður og út á spegil- sléttum Berufirði voru 25 bátar á handfæraveiðum, um það bil stundarfjórðungs siglingu frá Djúpavogi. Bátar þessir eru 3 til 17lestir að stærð, en þeir eru auk heimabáta víðsvegar að af Aust- fjörðum. Afli minni báta héðan hefur verið mjög góður að undanförnu, eða frá einni lest og upp að 5 lest- um á bát i sjóferð. Tiu handfæra- bátar leggja afla sinn upp hér a Djúpavogi. I gær landaði Hafnarnes 25 tonnum af netafiski eftir tvær lagnir. Frá þvi 10. mars er afli þess orðinn rúmlega 300 tonn. t dag er verið að landa úr Hauk, um það bil 35 tonnum, en hann er á togveiðum. Mest allur afli sem hér berst á land er verkaður i salt. Langt er siðan svo mikil fiskigengd hefur verið hér á grunnmiðum. bakka sjómenn það útfærslu landhelginnar i 50 sjómilur. Það sem ekki mátti birtast Yfirlýsing frá Osló Hér fer á eftir yfirlýsing islendinganna i Osló sem Mogginn neit- aið að birta: Við lýsum yfir stuðningi okkar við eftirtaldar kröf- ur: — að islenska ríkisstjórnin slíti þegar í stað öllu stjórnmálasambandi við Saigon-stjórnina í Víetnam. — að íslenska ríkisstjórnin viðurkenni þegar í stað formlega Bráðabirgðabyltingarstjórnina i S-Víetnam. — að íslenska rikisstjórnin viðurkenni þegar í stað Hina konunglegu þjóðlegu einingarstjórn KambódíU/ Grunc. — að íslenska ríkisstjórnin lýsi þegar í stað yfir fordæmingu sinni á brotum Bandaríkjanna og Saigon- stjórnarinnar á Parísarsáttmálanum um frið í Víet- nam. Guðmundur Sæmundsson, Astþór Gislason, Atli Gislason, Berg- ljót Bergsdóttir, Helga Jóhannesdóttir, Unnur Jónsdóttir, Laufey Eiriksdóttir, Helgi Haraldsson, Bergþóra Jónsdóttir, Maria Sveins- dóttir, Ágústa Stefánsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Guðrún b.Braga dóttir, Ásta Halldórsdóttir, Einar Erlendsson, Eggert Gunnarsson, bórður Ólafsson, Emil B. Björnsson, Albert Einarsson, Mörður Árnason, Erlendur Baldursson, Snævar Guðjónsson, Eyjólfur Gestsson, Sigurbjörg Vermundsdóttir, Guðrún Skúladóttir, Vigdis Hjaltadóttir, Sigurbjörg Gisladóttir, Hreinn Hjartarson, Jón Gisla- son, Kristrún ísaksdóttir, Karl Kristjánsson, Elinborg ísaksdóttir, Friðrik Þórðarson Mikael Mikaelsson, Elin Vilhelmsdóttir, Aslaug Agnarsdóttir, Aslaug Bergsdóttir, Sigfús Guðbrandsson, Þórir Jónsson, Hafdis Hannesdóttir, Jón Jóel Einarsson, Maggý Magnús- dóttir, Steinar Þ. Guðlaugsson, Elisabet Kristinsdóttir, bóranna Pálsdóttir, borsteinn Ólafsson, Stefán Snævarr, Helgi Sigurðsson, Erla Gunnarsdóttir, Sigmundur Sigfússon, Logi Jónsson, Margrét Reykdal, Steingrimur Gunnarsson. (Vietnamnefnd Fél. isl. námsm. i Osló og nágrenni.) Mývetningar deila við rikisvaldið um skattgreiðslur af Kísiliðjunni Láta allt, en fá lítið Visbending til Skilamannahreppsbúa Skútustaðahreppur í Mý- vatnssveit á nú í deilum við Kisiliðjuna um það hversu háan skatt iðjan skuli greiða til hreppsins, og af þeim upplýsingum, sem blaðið hefur sýnt að verið er að brjóta samninga á Skútustaðahreppi. Um það voru gerðir samningar á sinum tima á milli þáverandi fjármálaráðherra fyrir hönd rikissjóðs og oddvita hreppsins, að Kisiliðjan skyldi greiða ákveð- iö gjald, tækniþjónustugjald, til Johns Manville, og átti það að nema 6% af söluverðmæti fram- leiðslunnar. Þetta gjald átti að byrja að greiða fyrsta árið, sem iðjan skilaði hagnaði, eða að öðr- um kosti eftir fimm ára starf- semi. Af þessum 6% átti Skútu- staðahreppur að fá ákveðinn hluta. Með samningum á milli verk- smiðjunnar og Manville, sem gerður var 1973, ákváðu þessir aðilar, að gjaldið skyldi vera 1% i stað 6%, en hækkuðu það aftur fyrir áriðl974 upp i 2%. Þessir samningar voru gerðir án bless- unar rikisvaldsins, og þvi að öll- um likindum ólöglegir, en þarna eru feikilegir fjármunir i húfi fyr- ir Skútustaðahrepp. Sölufélag Kisiliðjunnar er stað- sett á Húsavik, og hefur Húsavik- urbær stórtekjur af Kisiliðjunni fyrir bragðið, eða liklega 23 mil- jónir i ár, en tekjur Skútustaða- hrepps voru rúmar 5 m. á sl. ári. Þorgrimur Starri i Garði sagði okkur að sér þætti ástæða til þess að benda á það, að enginn úr Skútustaðahreppi ætti sæti i stjórn Kisiliðjunnar. Þar sætu tveir reykvikingar og einn hús- vikingur, og alir varamenn i stjórn væru húsvikingar. Nefndi Starri þetta sem um- hugsunarefni fyrir borgfiröinga, og þá sérstaklega þá i Skila- mannahreppi vegna fyrirhugaðr- ar málmblendiverksmiðju i Hval- firði, að ef til vill kæmi Akranes eða Reykjavik til með að setjast i sæti Húsavikur i málefnum járn- blendisins með þvi að hirða stærstan hluta peningagróðans af rekstri slikrar verksmiðju, en eft- ir sæti hreppurinn með alla á- hættu. Þannig væru til dæmis tekjur Skútustaðahrepps hverfandi litl- ar af rekstri Kisiliðjunnar á móts við það sem Húsavikurbær fengi i sinn hlut, þrátt fyrir allar þær gyllingar, sem gerðar voru fyrir Skútustaðahreppsbúum meðan verið var að undirbúa stofnsetn- ingu verksmiðjunnar, likt og nú er verið að gylla fyrir ibúum Skilamannahrepps hversu mikið fé þeir eigi i vændum af málm- blendinu. Þess i stað situr nú Skútustaða- hreppur uppi með alla áhættu af rekstri verksmiðjunnar, allt hrá- efni er tekið i hreppslandinu, ork- an fengin þaðan, og útgjöld hreppsins hafa stóraukist vegna aukinnar þéttbýlismyndunar og hverfandi litlar tekjur af verk- smiðjurekstrinum til móts við það. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.