Þjóðviljinn - 24.04.1975, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. april 1975.
Kosningar í Portúgal á morgun
Breyta þær einhverju?
Alvaro Cunhal formaöur Kommúnistaflokksins — flokkur hans veröur valdamikill eftir kosningar sem
áöur.
Á morgun er liöið ár frá
því Herjahreyf ingin i
Portúgal (MFA) með Spin-
ola í broddi fylkingar batt
endi á háifrar aldar fas-
isma þar í landi og hóf að
breyta þjóðfélagsháttum í
lýðræðislegra horf. Lands-
menn halda daginn hátíð-
legan með þvi að ganga til
kosninga um 247 manna
þing, sem fær það verkefni
eitt að setja landinu nýja
stjórnarskrá.
Þetta eina ár hefur ekki verið
viöburðasnautt. Fjórum sinnum
hefur stjórnin verið endurskipu-
lögð, tilraun gerð til að snúa þró-
uninni við til fyrra einræðis og
fyrsta tákn byltingarinnar, Spin-
ola hershöfðingi flúinn úr landi.
Stöðug stefna
til vinstri
Það er samdóma álit frétta-
manna, hvort sem þeir starfa
fyrir borgarapressuna eða blöð
róttæklinga, að Herjahreyfingin
hafi þokast til vinstri allan
timann en þá greinir á um hvert
hún sé komin og hvert hún stefnir.
Eftir valdaránstilraun Spinola
og félaga hans þann 11. mars sl.
hefur þróunin verið mjög hröð,
tilkynningar um nýjar þjóðnýt-
ingar hafa gerst æ tiðari og enn
fleiri eru boðaðar, flokkar til
vinstri og hægri eru bannaðir
MFA stofnar byltingarráð sem
fara skal með úrslitavöld um
pólitiska og efnahagslega fram-
vindu og fyrir skemmstu voru
flokkarnir knúðir til samþykkis
við ný drög að stjórnarskrá sem
gerir ráð fyrir að ráðið haldist við
völd i 3—5 ár.
Flokkarnir brugðust mjög mis-
munandi við þessu. Harðastir i
andstöðunni gegn völdum MFA
eru sósialistar (PS) Þeir segja
sem svo að með þessari ráðstöfun
sé verið að svipta kosningarnar
öllu gildi sinu og að allt tal um
þingræði sé hér eftir út i hött.
Aðrir flokkar hægra megin við þá
eru þeim sammála i þessum dómi
og fyrir bragðið allir fréttamenn
borgarapressunnar á Vesturlönd-
um.
Lýðræðið ekki
tímabært
Kommúnistar og Lýðræðis-
hreyfing Portúgals (MDP)
standa hins vegar með hernum i
flestum hans gerðum og hafa
uppskorið aukin völd innan rikis-
stjórnarinnar. Þeir vilja halda
hernum við völd og taka undir þá
stefnu MFA að það sé nauðsyn-
þvi þjóðin sé alls ekki undir það
búin að höndla lýðræðið sakir fá-
fræði.
1 krafti þessarar stefnu hefur
MFA sent liðsmenn sina út um
byggðir landsins til að kenna
landsmönnum að lesa og skýra
fyrir þeim helstu vandamál þjóð-
félagsins. Þessi stefna styðst við
þá staðreynd að þriðjungur
þjóðarinnar og helmingur at-
kvæðisbærra manna er hvorki læs
né skrifandi og þvi ansi illa búinn
undir að meta næsta slagorða-
kenndan áróður hinna ýmsu
flokka. En i þessari upplýsingar-
herferð mæta hermennirnir öfl-
ugum andstæðingi sinum þar sem
kirkjan er. Biskupar landsins
hafa skorið upp herör gegn marx-
ismanum og brýnt fyrir sauðum
sinum að kjósa ekki þá flokka
sem draga ritninguna i efa, þ.e.
alla þá flokka sem kenna sig við
marxisma og kommúnisma.
Miklar likur benda til þess að
sósialistar, miðflokkurinn PPD
og hægriflokkurinn CDS eða mið-
demókratar fái samanlagt þó
nokkurn meirihluta atkvæða i
kosningunum en vinstriflokkun-
um er spáð ca. 30%, þar af
kommúnistum 20—25%. Ekki
verður þó spáð i úrslit kosning-
anna með neinni vissu þar sem
ekki hefur verið kosið i landinu i
meir en hálfa öld og stjórnin hef-
ur bannað skoðanakannanir á
þeim forsendum að þær hafi áhrif
á kosningabaráttuna.
Þvi má samt slá föstu að þótt
hægri öflin fái meirihluta á hinu
nýja þingi verði allt fram-
kvæmdavald i höndum hersins og
þeirra flokka sem styðja hann
ákafast. Hins vegar yrði slikur
kosningasigur siðferðilegur ábati
fyrir hægri öflin og hann verður
örugglega nýttur i áróðri fram-
tiðarinnar.
Mislitur hópur
En hvað vill þá þessi MFA?
Þvi fer fjarri að sá hópur her-
foringja sem myndar MFA sé
einlitur og samstæður hópur.
Sameiginlegt eiga þó flestir
þeirra að nýlendustriðin urðu til
þess að opna augu þeirra fyrir á-
standi mála jafnt heima fyrir sem
i nýlendunum. Margir þeirra
urðu marxistar á herskólunum
þar sem þeir voru látnir lesa
marxisma til þess að skilja betur
forsendur andstæðingsins i ný-
lendunum.
1 upphafi réðu hægfara borg-
aralegir menn ferðinni innan
MFA, menn á borð við Spinola og
Costa Gomes. En eftir þvi sem
fram liðu stundir fóru vinstri
menn að láta æ meir að sér kveða.
Ahrif þeirra innan hreyfingarinn-
ar jukust mjög eftir afsögn Spin-
Herinn vill tryggja sósíalíska þróun
áður en þingrœðinu er sleppt lausu
Flokkarnir
Atta vinstriflokkar bjóða fram I kosningunum á morgun.
1 kosningunum á morgun
keppa alls tólf flokkar um hylli
kjósenda. Segja má að linur
skerist hægra megin við
kommúnista, flokkarnir fjórir
til hægri eru ýmist hreinir
borgaraflokkar eða sósialdemó-
kratiskir, en flokkarnir til
vinstri ýmist styðja MFA eða
gagnrýna hana frá vinstri. Hér
verður gerð stutt grein fyrir
þessum flokkum.
CDS
CDS eða miðdemókratar eru
eini hreinræktaði hægri flokk-
urinn sem býður fram. Flokk-
urinn var stofnaður i júli i fyrra
og standa að honum frjáls-
lyndari” öflin innan rikis-
stjórnar Caetanos. Flokkurinn
berst fyrir frjálsu markaðskerfi
þar sem einkaeignarrétturinn
og hið frjálsa íramtak eiga að
stuðla að hamingju þegnanna.
Vinstri sinnar hafa ásakað
flokkinn um að hafa leynileg
sambönd við PIDE (hin ill-
ræmda leynilögregla fasismans
en meðlimir hennar eru sagðir
hafa stofnaö skæruliðahóp á
Spáni sem stefnir að þvi að
endurreisa einræðið i Portúgal)
sem og að hafa þegið fé af CIA.
Kosningabaráttan hefur reynst
flokknum erfið þar sem fundum
hans hefur viðast hvar verið
hleypt upp.
PPM
PPM er litill miðflokkur sem
hefur endurreisn konungsveldis
á stefnuskrá sinni (siðasta
kóngi Portúgals var steypt árið
1910). Flokkur þessi kveðst
viija koma á þingbundnu
konungsveldi að skandinaviskri
fyrirmynd þar sem einkafram-
takið fái að starfa undir tak-
mörkuðu rikiseftirliti.
PPD
PPD eða Lýðræðisflokkur
alþýðu, miðflokkur. Stofnendur
PPD og leiðtogar tilheyrðu
hinni borgaralegu andstöðu við
Caetano og flokkurinn segist
vera sósialdemókratiskur án
þess að vera marxiskur. PPD
kveðst opinberlega styðja MFA
„skilyrðislaust” en samfara
vinstrisnúningi hreyfingarinnar
hefur afstaða flokksins til
hennar einkennst æ meir af
gagnrýni. Flokkurinn er ekki
andvigur þjóðnýtingum en vill
samt ekki útiloka hið frjálsa
framtak. Flokkurinn hefur öll
einkenni þess að vera fulltrúi
þess hluta borgarastéttarinnar
sem mest er i takt við timann og
litur vonaraugum til Vestur-
Evrópu um efnahagslega sam-
vinnu. Nýtur ma. stuðnings
auðhringsins CUF. Talið er vist
að flokkurinn höfði mjög til
borgarastéttar bæjanna og
smáatvinnurekenda.
PS
Sósialistaflokkurinn (PS) var
stofnaður árið 1973 og hafði
aðeins fáein hundruð félags-
manna fyrir 25. april i fyrra en
nú i febrúar var talið að félagar
væru orðnir um 50 þúsund. Eftir
landsfund flokksins i desember
sl. yfirgaf stór hópur flokkinn
(37% þingfulltrúa) og stofnaði
FSP. Með þessu veiktust tengsl
flokksins við verkalýðsstéttina
til muna og styðst hann nú
einkum við smáborgara og fólk
úr millistéttum. Flokkurinn er i
harðri andstöðu við
kommúnista og er mjög and-
vigur þvi að MFA verði tryggð
völd til frambúðar. PS á aðild að
alþjóöasambandi krataflokka
(2. Internasjónalnum) og á
einkar náið samstarf við þýska
krata. Flokknum er lýst sem
hefðbundnum krataflokki sem
styður „bein afskipti rikisins af
þýðingarmestu hlutum efna-
hagslifsins”. F"lokkurinn stefnir
að aðild Portúgals að EBE.
MDP
MDP/CDE eða lýðræðis-
hreyfing Portúgals. Þessi
flokkur var fyrir byltingu sam-
eiginlegur starfsgrundvöllur
PCD, PS og PPD. Eftir byltingu
fóru bæði PS og PPD úr
flokknum en PCD tók þar öll
völd. Kommúnistar halda þvi
fram að MDP eigi sér tilveru-
rélt þar sem hann sé þekktur og
vinsæll i hefðbundnum ihalds-
kjördæmum. Sósialistar ásaka
kommúnista hins vegar fyrir að
nota MDP sem yfirbreiðslu á
þeim svæðum sem flokkurinn
stendur höllum fæti.