Þjóðviljinn - 24.04.1975, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.04.1975, Blaðsíða 18
Stjörnufákur Ljóð Jóhannesar úr Kötlum Guörún Svanborg Hauksdóttir 10 ára Hrauntungu 111 Kópavogi sendi Kompunni myndir, sem hún teiknaöi við Ijóð Jóhannesar úr Kötlum, Stjörnufák. Hún ætlaði upphaflega að senda myndirnar í teiknisamkeppni barnatima ríkisútvarpsins, þá hefðu myndirnar hennar áreiðanlega komið í sjónvarpinu, en Guðrún Svanborg varð of sein fyrir. Þess vegna sendi hún Kompunni myndirnar. Þær birtast nú allar hér með ósk um gleðilegt sumar til ykkar allra. Ljóðið er að sjálfsögðu mikið stytt. Vornótt eina, er heiðblær hristi himindögg af bjarkarkvisti, og á fölva fjallatinda færðist bjarmi af morgunsól, langt í dalsins friði frammi fæddist hann — í grænum hvammi. Þar við upptök austurlinda átti hann sitt fyrsta ból. Vetur gekk í garð með ergi, grimmdarkulda og snjóafergi. Ófær gerðist áð'r en varði útigangsins dapra slóð. Hurfu i fylgsni hvíta valsins hinstu mosatætlur dalsins. Undir háu heiðarbarði hímdi klungrað fjallastóð. Og í logni Ijósrar nætur lítill hestur brölti á fætur, — enn eitt lífsins undur skeði inn við hjarta þessa lands. Hróðugt gnegg þá heyrðist gjalla hátt á milli blárra f jalla. Hóf þar flug hin frjálsa gleði fífilbleikrar móður hans. Eins og hnoðri, óttasleginn, öllu skjóli hjartans feginn, stóð und-bringu stoltrar móður stjörnufákur, — vorsins son. Þannig var þá þessi heimur: þjáninganna og dauðans geimur, þar sem stormsins andi óður ögraði sífellt hverri von. — létt og mjúkt hann laut að henni, Ijósrauður, með stjörnu í enni, fullur af allskyns óróleika ungrar þrár og saklauss blóðs. þyrstur í sopa volgan var hann, — votan munn að spena bar hann. Fjallahryssan kvika og keika kumraði slitur vögguljóðs. Hnoðrinn elti, uns hann náði uppsprettunni, sem hann þráði, greip um júgrið taki trylltu, teygaði sæta mjólkurveig. Gjöful móðir gat ei meira, ’ — glefsaði snöggt í sonareyra vog með hneggi æðisvilltu örend nið'r í snjóinn hneig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.