Þjóðviljinn - 24.04.1975, Side 3
Fimmtudagur 24. april 1975. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
Myndin er af hjdnunum óla og Lóu (Sigmundi Erni Arngrimssyni og
Önnu Kristinu Arngrímsdóttur.)
Þing norska Verkamannaflokksins
Reiulf Steen
k j örinn
Ragnar Arnalds:
Tekjuöflun en
ekki niðurskurð
Geir Hallgrimsson forsætis-
ráðherra mælti fyrir frumvarpi
rikisstjórnarinnar um ráðstaf-
anir i efnahagsmálum við 1.
umræðu i efri deild i gær.
Næstur taláði Ragnar Arnalds
og lagði m.a. áherslu á þau at-
riði sem hér greinir:
Þrennt skiptir mestu máli i
þessu frumvarpi, það er skatta-
breytingin, niðurskurður rikis-
útgjalda og svo ákvæðin sem
snerta fjárfestingarlánasjóðina.
Afstaða Alþýðubandalagsins
er i stuttu máli sú, að við erum
meðmæltir þvi að dregið sé úr
þeirri miklu skattahækkun sem
rikisstjórnin hafði annars á-
formað, enda lifskjör almenn-
ings orðin það bágborin að slikt
má heita óhjákvæmilegt.
Við erum hins vegar alger-
lega andvigir niðurskurði til
verklegra framkvæmda og fé-
lagsmála en leggjum til að
rekstrarútgjöldin verði skorin
niður um 1500 miljónir. Að öðru
leyti leggjum við til ákveðna
tekjuöflun til að mæta skatta-
lækkun þannig:
1.1 ár verði ekki i gildi fyrn-
ingarheimildir skattalaga varð-
andi verðhækkunarstuðul og
flýtifyrningu. Ætla má að slik
breyting þýddi 1100—1200 mil-
jónir i tekjur fyrir rikissjóð.
2. Hækkun tekjuskatts af há-
tekjum, þannig að i stað 40%
greiði menn 45% i skatt af skatt-
gjaldstekjum hjóna umfram
1.750. þús. (Skattgjaldstekjur =
brúttótekjur minus frádráttar-
iiðir). Og 50% af skattgjalds-
tekjum umfram 2.750. þús.
Siðar segjum við nánar frá
ræðu Ragnars.
Afmœ lissýn ing
á Silfurtungli
1 kvöld (fimmtudagskvöld)
verður Silfurtunglið eftir Halldór
Laxness frumsýnt i Þjóðleik-
húsinu. Leikritið var fyrst sýnt
1954 en hefur ekki verið sviðsett
hér' á landi siðan. Hins vegar
hefur það verið sýnt erlendis,
m.a. i Helsingfors og Moskvu.
Höfundur hefur gert nokkrar
breytingar á leikritinu en allar
helstu persónur eru þó þær sömu.
Jón Nordal semur tónlistina við
verkið og er hún einnig að nokkru
breytt frá þvi sem upphaflega
var. Leikmyndir eru eftir Sigur-
jón Jóhannsson en leikstjórar eru
Briet Héðinsdóttir og Sveinn
Einarsson.
Leikritið Silfurtúnglið er i
fjórum þáttum Það hefst á
heimili óla og Lóu, ungrar hús-
móður i litlum fjarðarkaupstað,
hún er siðan gerð að söngstjörnu i
fjölleikahúsinu Silfurtúnglinu,
þar sem leikritið fer að miklu
leyti fram.
Meö helstu hlutverk fara: Anna
Kristin Arngrimsdóttir, sem
leikur Lóu, Erlingur Gislason,
sem leikur Feilan 0, Feilan, for-
stjóra Silfurtúnglsins, Róbert
Arnfinnsson leikur Mr. Peacock,
forstjóra I Universal Concert
Incorporated. Isa, saungmær er
leikin af Ingunni Jensdóttur og
Óli, bóndi Lóu af Sigmundi Erni
Arngrimssyni. Valur Gislason
leikur föður Lóu og Guðmundur
Magnússon Róra. Hákon Waage
er aflraunamaðurinn Samson
Umslóbógas og Bryndis
Pétursdóttir leikur sviðgæslu.
Alls koma milli 30 og 40 manns
fram I sýningunni.
formaður
eftir mikið samningamakk
Norski Verkamanna-
flokkurinn hélt landsþing
sitt um síðustu helgi.
Trygve Bratteli sagði af
sér formennsku í
f lokknum en undir leiðsögn
hans hnignaði flokknum
mikið, tapaði 16% atkvæða
miíli kosninga 1969 og 1973.
Mikið strið var um hver skyldi
taka við af Bratteli. Tveir menn
deildu þar hart: Reiulf Steen
varaformaður flokksins og Odvar
Nordli leiðtogi flokksins á þingi.
Steen er fulltrúi vinstri- og miðju-
manna og vill að flokkurinn haldi
áfram á sinni kratisku braut.
Naut hann stuðnings ma. æsku-
lýðshreyfingar flokksins enda
fyrrverandi formaður hennar.
Nordli er hins vegar hægra megin
i flokknum og villganga til aukins
samstarfs við borgaraflokkana.
Hann nýtur stuðnings flestra
starfsmanna flokksins og
embættismanna hjá rikinu.
Eftir mikið makk tókst að
knýja fram þá málamiðlun að
Steen var kjörinn formaður
flokksins en þvi jafnframt lýst
yfir að Nordli yrði kandidat
flokksins til embættis forsætis-
ráðherra þegar Bratteli dregur
sig i hlé sem ekki er talið langt að
biða.
—ÞH
Sumardagurinn fyrsti
Hátíðarhöld
Sumargjafar
Sumardagurinn fyrsti hefur
lönguni haft þá merkingu meðal
alþýðu manna að vera fyrst og
fremst dagur barnanna. Og að
venju fagnar Barnavinafélagið
Sumargjöf sumarkomunni með
fjölbreyttum skemmtunum og
hátfðarhöldum fyrir yngstu kyn-
slóðina.
1 sex borgarhverfum verða
skrúðgöngur á ferð upp úr
hádeginu. í Breiðholtshverfi
verður safnast saman á mótum
Þórufells og Breiðholtsbrautar kl.
13.15 og gengið að dyrum
samkomusalar Breiðholtsskóla.
1 Árbæjarhverfi verður safnast
saman kl. 14.15 við Árbæjarsafn
og gengið að Arbæjarskóla. 1
Bústaðahverfi safnast menn
saman kl. 13.15 við Hvassaleitis-
skóla og verður gengið að Réttar-
holtsskóla. I Vesturbænum
verður safnast saman kl. 14.15 við
Magnús Kjartansson við 2. umrœðu um járnblendi:
Val um forgangsverkefni
Frumvarp rikisstjórnarinnar
um járnblendiverksmiðju kom
til 2. umræðu i neðri deild al-
þingis i gær.
Ingólfur Jónsson mælti fyrir
áliti meirihluta nefndarinnar,
sem leggur til að frumvarpið
verði samþykkt. 1 meirihlutan-
um eru stuðningsmenn stjórn-
arflokkanna i iðnaðarnefnd^
nema Ingvar Gislason.
Það kom fram i ræðu Ingólfs,
að hann er þvi andvigur, að þvi
sé slegið föstu af stjórnvöldum,
að öll fyrirtæki, sem hér á landi
vcrða reist séu að meirihluta til
íslensk eign. — Sú yfirlýsing,
sem fram kom hjá Ingólfi i
þessum efnum, stangast alger-
lega á við orð Gunnars Thorodd-
sen, sem hann lét falla i við-
ræðuþætti með Magnúsi Kjart-
anssyni i sjónvarpinu i vetur.
Magnús Kjartansson talaði
næstur á eftir Ingólfi og mælti
fyrir nefndaráliti sinu, en hann
leggur til að málinu verði visað
frá með rökstuddri dagskrá.
Við munum siðar greina nán-
ar frá itarlegri ræðu Magnúsar
en hann sagði m.a.:
Við Isiendingar verðum óhjá-
kvæmilega að gera það upp við
okkur, hvernig við ætlum að
nýta orku, fjármagn og vinnuafl
á næstu árum. Valið stendur um
það, hvort við eigum að einbeita
okkur að þvi að útrýma olíu til
húsahitunar eða láta nýjan
meiriháttar verksmiðjurekstur
hafa forgang. Af þeim gögnum,
sem legið hafa fyrir iðnaðar-
nefnd er ljóst, að 1980 og jafnvel
fyrr mun skorta bæði orku og afl
til að fullnægja almennum
markaði, ef verksmiðjan verður
byggð. Sagt er að þá verði ný
virkjun komin i gagnið (auk
Sigöldu og Kröflu), en slíkt er
gjörsamlega útilokað, nema
e.t.v. varðandi Hrauneyjarfoss-
virkjun. Það þýðir að enn yrði
að ráðast i nýja stórvirkjun á
sama svæði, hér á Suð-vestur-
landi, eigi að forða alvarlegum
orkuskorti, og engan veginn er
sýnt að við höfum sérhæft
vinnuafl eða fjárniagn til að
ráðast i allt i senn byggingu
verksmiðjunnar, nýja stórvirkj-
un og nauðsynlegar stofnlinu-
lagnir með tilliti til rafhitunar
húsa.Hér verður þvi að velja og
hafna.
Vesturbæjarskóla við öldugötu
og gengið að Hagaskóla. I
Háaleitishverfi verður safnast
saman kl. 13.15 við leikvöllinn við
Álftaborg og gengið að Álfta-
mýrarskóla. Loks safnast ibúar
Vogahverfis saman á mótum
Langholtsvegar og Álfheima kl.
14.15 og verður gengið að Voga-
skóla.
Inniskemmtanir verða á
fjórum stöðum. I Austurbæjarbiói
sýna nemendur 2. bekkjar leik-
listarskóla SÁL leiksýningu með
söngvum sem ma. er byggð á
ævintýri eftir Kipling og öðru frá
Siberiu. Sigurður Pálsson leik-
stýrir, Gylfi Gislason sér um leik-
tjöld en Ölafur Haukur Simonrson
hefur samið lög og söngtexta.
Sýningarnar verða kl. 14 og 15.30
en aðgöngumiðar sem kosta 200
kr. veröa seldir i bióinu frá kl. n.
Leikbrúðuland sýnir nokkra
þætti frá fyrri sýningum i Réttar-
holtsskóla kl. 14 og 16. Eru
sýningar þessar einkum við hæfi
barna á aldrinum 2-10 ára. Miðar
sem kosta 200 kr. verða seldir i
skólanum frá kl. 13.
Loks sýna nemendur úr Fóstur-
skóla lslands leikþátt með
söngvum i Breiðholtsskóla kl. 14
og i Árbæjarskóla kl. 16. Þessi
leikþáttur var sýndur á
skemmtun nemendanna i Austur-
bæjarbiói 4þ.m. Miðarsem kosta
150 kr. verða seldir i skólunum kl.
10-12 og eftir kl. 13.
Ýmislegt fleira er á dagskrá.
Félagar i Hestamannafélaginu
Fák verða með hesta sina á
gamla skeiðvellinum kl. 16-17 og
leyfa börnum 10 ára og yngri að
skreppa á bak. Loks verða fóstru-
nemar með barnatimann i út-
varpinu kl. 16.40 og verður þar
flutt efni tengt sumarkomunni.
Að venju verða seld merki
Sumargjafar og islenski fáninn og
geta sölubörn fengið þetta afhent
i öllum barnaskólum borgarinnar
milli kl. 10 og 12. Merkið kostar 50
kr. en fáninn 100.
ÞH