Þjóðviljinn - 06.05.1975, Side 1

Þjóðviljinn - 06.05.1975, Side 1
Mikil hákarlaveiði norður af Ströndum Spírasmyglið: Dreifingaraðilar að koma í ljós L>eim sem rannsökuöu spira- smyglið stóra fyrr á þessu ári gekk ilia að komast að þvi hverjir hefðu annast dreifingu vökvans i landi og var þvi ákveðið að hefja framhaldsrahnsókn á þvi máii og var Asgeiri Friðjónssyni, yfir- manni fikniefnadeildar lögregl- unnar, faiin þessi rannsókn. A undanförnum dögum hefur Asgeiri gengið all vel við rann- sókn málsins og hefur hann náð i nokkra aðila sem játað hafa á sig dreifingu spirans i stóra smygl- málinu og einnig hafa þeir játað á sig dreifingu á spiritus sem ekki var vitað um að hefði verið smyglað til landsins. Nokkuð margir einstaklingar hafa verið yfirheyrðir vegna þessa máls og einn maður situr i gæsluvarðhaldi vegna þess. S.dór Mannslivarfið við Reykjanesvita: Sporhundur rakti slóðina fram á klettanef Sem kunnugt er af fréttum, hvarf maður úr Reykjavik að heiman frá sér sl. föstudag og hefur ekkert til hans spurst. Hins- vegar fannstbifreiðhans skammt frá Reykjanesvita, mannlaus, á laugardagskvöldið. Rannsóknarlögreglumenn fóru þegar á vetvang og höfðu spor- hund með sér. Hundurinn rakti slóð mannsins frá bifreiðinni fram á stapa þarna nærri, þar fram á klettanef og þar snérist sporhundurinn i hringi, en hélt siðan niður i fjöruna og aftu uppað bifreiðinni. Leitarflokkar leituðu þarn allan sunnudaginn en á árangurs. Fyrir neðan klette nefið, þangað sem hundurin rakti slóð mannsins, er mik klettaurð og oftast stórbrim. S.d<í Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélagsins I Vest- mannaeyjum. Rúmlega mán- aðarútskipunar- banni i Eyjum aflétt Samið í fyrri- nótt t fyrrinótt tókust samningar við Verkalýðsfélagið i Vest- mannaeyjum, en þar hefur verið útskipunarbann frá þvi vcrkamenn þar feiidu samningana sem gerðir voru við vinnuveitendur af 9 manna samninganefnd ASt. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélagsins i Vest- mannaeyjum sagði i gær, að hann gæti ekkert um samning- ana sagt fyrir en hann hefði lagt þá fyrir félagsfund, sem væntanlega verður haldinn i vikunni. Jón sagði, að varðandi þessa saminga og verkfallið hefði hvarvetna verið veggur fyrir og hörð samstaða vinnuveit- enda gegn Eyjamönnum, og að þvi er virtist af forystu ASÍ eínnig, að þvi er Jón taldi. — úþ Að sögn Sveins Kristinssonar skólastjóra að Klúku-i Bjarnar- firði á Ströndum, hefur hákarla- veiði verið með mesta móti þar nyrðra i vor. Tveir bátar hafa stundað hákarlaveiðar þar nyrðra undanfarið, annar frá Hólmavik en hinn frá Drangs- nesi. Hólmavikurbáturinn hefur fengið 37 hákarla en Drangsnes- báturinn 25 hákaria. Þetta er mun meira en verið hefur undanfarin ár. Eins hefur hákarlaveiði verið stunduð frá Djúpuvik og frá Gjögri. Mjög gott verð hefur verið fyrir velverkaðan hákarl. t fyrra var það yfir 500 kr. kílóið og verður mjög sennilega enn hærra i ár. Samt er eftirspurnin meiri en framboðið. Sveinn sagði að hákarlaveiði- menn beittu nær eingöngu sel við hákarlaveiðarnar. Hann má ekki vera þrár en má gjarnan vera úldinn og það verður að beita selskinninu með. Nú er að mestu hætt að verka hákarl á þann hátt að grafa hann i mel og láta kæsast. Þess i stað er hann nú verkaður i tré- tunnum og þykir alveg eins góður eftir þá verkun. Sveinn sagði að hákarlaveið- arnar hæfust vanalega uppúr páskum og stæðu fram til aprilloka, lengur er ekki hægt að stunda þær vegna þess að ekki er hægt að verka hákarlinn eftir að farið er að hitna i veðri. Þá sagði Sveinn að grásleppu- veiði hefði gengið mjög vel i vor, utan það hvað menn urðu fyrir nokkrum skaða með net si'n þegar óveðrið gerði á dögunum. Netin flæktust i þara og mikil vinna liggur i að hreinsa þau upp. Sauðburður er nú rétt að byrja fyrir norðan en vegna kuldakastanna að undanförnu er allur gróður stutt á veg kominn, mun styttra en á sama tima i fyrra. —S.dór HVERTER RETTA SALTFISKVERÐIÐ? Innflutningstollar á Spáni 5 pesetar Það er engu líkara en sölur á afurðum okkar úr landi séu hin mestu launungarmál, i það minnsta salan á saltfiskinum. Það er til að mynda ekki hægt að fá það uppgefið þessa dagana hvert er verð á saltfiski. Þeir tveir menn, sem það vita gerst eru i söluferðum úti i heimi og enginn á skrifstofu Sölusambands isl. fisk- framleiðenda er talinn geta gefið upp verðið. Fyrir nokkrum vikum rauk Morgunblaðið upp með þá frétt, að inn- flutningsgjöld af saltfiski til Spánar væru að hækka upp úr öllu valdi. Þó dró blaðið f land stuttu seinna og taldi þá, aö hækkun sú, sem yrði á innflutningsgjöldum væri aðeins helmingur á við það, sem það f fyrri frétt hafði sagt frá. Aðflutningsgjöld sáralitil Nú hefur Þjóðviljinn nokkuö góðar heimildir fyrir þvi, að þessi aðflutningsgjöld séu ekki einu sinni þau, sem Mbl. segir f siðari fréttinni en til þess að fá þetta staðfest var ætlunin að hafa tal af SIF. En enginn getur svarað neinu þar um, þvi yfirmennirnir eru i útlöndum. Það er næsta furðulegt ráðslag, að einn eða tveir menn skuli sitja uppi með slika vitneskju, sem úrslitum getur ráöið um afkomu fjölda fólks, og gefið siðan þær upplýsingar sem þeim einum og sjálfum þóknast þvl fáir eða engir hafa aðstöðu til þess að hrekja upplýsingar þessara manna. Spurningunum ósvarað Og eftir standa spurningarnar. Þeim er ósvarað. Hvert er verð á blautfiski á Spáni? Er það 2 þúsund dollarar fyrir hvert tonn, eða 300 kr. kg.? Hverjir eru innflutningstollarnir? Eru þeir 7,5% eða 1,5%? Er tekið 5 peseta gjald af hverju kilói eða 20 peseta gjald? Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðviljinn telur marktækastar er blautfiskverð suöur á Spáni 300 kr. fyrir hvert kiló, innflutningstollar 1,5%, og af hverju kg mun vera tekið 5peseta gjald. En hverju halda SlF-menn fram? —úþ umnuiNN Þriðjudagur6. mail975 — 40. árg. 101 tbl.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.