Þjóðviljinn - 06.05.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 06.05.1975, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. mai 1975. DJOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR . OG ÞJÖÐFRELSIS ÍJtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Itijstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Uinsjón með sunnudagsblaði: Vilborg Harðardóttir Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 Hnur) Prentun: Blaðaprent h.f. EFTIR 30 ÁR Þessa daga eru liðnir réttir þrir áratug- ir siðan herir nasista biðu endanlegan ó- sigur i einu Evrópurikinu af öðru. Eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar var al- menningur gagntekinn sigurgleði og fögn- uði — allir nema VL-menn þeir sem gerst höfðu handgengnir menn fasista i öllum löndum heims. Endalok heimsstyrjaldar- innar táknuðu þáttaskil i mannkynssög- unni: hugmyndir fasista i Þýskalandi og Japan og bandamanna þeirra um heimsyí irráð studdar morðum á miljónum manna, hrundu til grunna, í kjölfarið komu gerbreytingar á skipan heimsmála, hin fornu nýlenduveldi sundruðust: hundruð miljónir manna náðu stjórnar- farslegu fullveldi, sumar þjóðir með frið- samlegum samningum, aðrar eftir blóð- uga baráttu. Siðustu stóratburðir þeirrar baráttu hafa verið að gerast að undan- förnu, með hruni portúgalska nýlendu- veldisins og ekki sist með endanlegum sigrum þjóðfrelsisaflanna i Indókina. Hugmyndir manna i lok siðustu heims- styrjaldar mótuðust af björtum vonum um nýtt skeið frelsis, lýðræðis og mann- réttinda. Þær hugmyndir hafa þvi miður ekki ræst nema að takmörkuðu leyti. Bandamenn tóku upp þær aðferðir til þess að leysa vandamál sin að skipta heimin- um i áhrifasvæði, samkvæmt hagsmunum stórveldanna en án tillits til óska og hags- muna hinna smærri rikja. Siðan tók við kalda striðið sem afleiðing af þeim hug- myndum bandariskra stjórnarvalda að þau gætu náð heimsyfirráðum fyrir til- styrk auðs og vopna, ekki sist kjarnorku- sprengjunnar. Þvi kalda striði lauk með jafnvægi ótta og tortimingar milli risa- veldanna, sem nú hafa hvort um sig tök á að brenna upp mannkyn allt i kjarnorku- eldi. Skiptingin i áhrifasvæði er hins vegar enn grundvallarhugmyndin i skipan heimsmála. 30 árum eftir lok heimsstyrj- aldarinnar hafa Sovétrikin heri i ýmsum löndum Austur-Evrópu og beita valdi til þess að tryggja stórnarfar i samræmi við vilja valdhafa i Moskvu. 30 árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar hafa Bandarikin yf- ir 3.000 herstöðvar um allan heim og hafa beitt þeim til þess að skipa málum ann- arra að eigin geðþótta, steypa rikisstjórn- um, myrða miljónir manna. í skjóli þessa herstöðvaveldis hafa Bandarikin skipu- lagt nýlendustefnu af breyttri gerð sem rænir vanþróaðar þjóðir hráefni og hrá- orku fyrir lágmarksverð en tryggir há- marksverð fyrir fullunninn iðnað- arvarning. Afleiðingin hefur orðið vax- andi arðrán i heiminum, sistækkandi bil milli iðnþróaðra rikja og þess meirihluta mannkyns sem enn er haldið á nýlendu- stigi á sviði efnahagsmála og framleiðslu. Skipting heimsins i áhrifasvæði i lok heimsstyrjaldarinnar siðari hefur orðið hemill á sókn hinna smærri rikja til frels- is, lýðræðis og velmegunar. Þvi verður að brjóta það kerfi niður, afmá allar her- stöðvar á erlendri grund. Sumir gera sér vonir um að þau umskipti geti tekist með samningum stórveldanna sjálfra og hernaðarbandal. þeirra. Vissulega eru miklar vonir bundnar við friðsamlega sambúðhinna kjarnorkuvæddu risavelda, en þau munu ekki leysa nein vandamál nema i samræmi við eigin hagsmuni. Æ sjálfstæðra frumkvæði verður að koma frá hinum smærri rikjum, þeim sem bera byrðarnar af skiptingu heimsins i áhrifa- svæði, þeim sem þjást vegna arðráns hinnar breyttu nýlendustefnu. Slikt frum- kvæði hinna smærri þjóða hefur einkennt störf Sameinuðu þjóðanna i sivaxandi mæli á undanförnum árum, vaxandi sam- staða þeirra býður risaveldunum birginn á æ ótviræðari hátt. í þeim hópi eiga islendingar heima. Það er okkur til sárrar minnkunar að búa enn við erlent hernám, 30 árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar siðari, aðeins vegna þess að erlendir valdsmenn ákváðu að við skyldum vera á miðju áhrifasvæði Bandarikjanna að is- lendingum fornspurðum. Enn vofir sú hætta yfir okkur að hleypt verði inn i land- ið erlendum stórfyrirtækjum, undanþegn- um islenskum lögum og dómstólum, til þess að nýta orkulindir okkar og flytja arðinn úr landi. Þvi mun þjóðfrelsisbar- áttan halda áfram að vera rauði þráður- inn i öllum þjóðmálaátökum á Islandi, þar til herinn er farinn, þar til við erum lausir úr viðjum hernaðarbandalaga, þar til við ráðum sjálfir yfir auðlindum okkar og at- vinnulifi. —m. Landbúnaðarráðherra gegn innflutningi sauðnauta Skepnan er mannýg og arðurinn 1-2 kg. af hagalögðum! A fundi neðri deildar alþingis s.l. föstudag kom tii 3. umræöu frumvarp frá landbiinaðardeild deildarinnar um aö heimila ráö- herra aö veita leyfi fyrir innflutn- ingi á sauönautum, aö uppfylltum tilteknum skilyröum. Frumvarp þetta flytur land- búnaöarnefnd aö beiöni stjórnar Búnaöarfélags Islands, en sams konar frumvarp var flutt af nefndinni á þinginu I fyrra, en fékk ekki afgreiöslu. Viö aöra umræöu i neöri deild, sem fram fór á miövikudaginn var, uröu ekki miklar umræöur um frumvarpið en meginefni þess þingsjá var samþykkt aö viöhöföu nafna- kalli meö 15 atkvæöum gegn 2, en 11 þingmenn greiddu ekki atkvæöi. Þeir sem greiddu Greiðslur fyrir tannlœkningar Magnús Kjartansson hefur lagt fram fyrirspurn til heil- brigðis- og tryggingaráðherra um greiðslu sjúkrasamlaga vegna tannlækninga: Hvaö liöur framkvæmd á 44. grein al- mannatryggingalaga um tann- lækningar? — Er með þessu vakin athygli á undarlegum seinagangi við það aö farið sé i reynd að greiða þann tann- iæknakostnað úr tryggingunum sem tilvisuð lög kveða á um. Viðhafnarú tgáfa Viðhafnarútgáfa af þjóöhá- tiöarbók Reykjavikurborgar og Sögufélags, Reykjavík i 1100 ár, er komin út, númeruð og árituö. Fyrstu tvö eintökin voru afhent forseta Islands, dr. Kristjáni Eld- járn og borgarstjóra, Birgi tsleifi Gunnarssyni. Hafsteinn Guðmundsson hann- aði bókbandiö, sem er i bláum og ljósum lit i samræmi við skjald- armerki Reykjavikur, sem skart- ar á kili, en að framan er merki þjóðhátiðarnefndar, gyllt, ásamt upphafsorðum úr ljóði Einars Benediktssonar, Ingólfsbær: „Hér lét hann byggja, Islands fyrsti faðir”. Spjaldapapplr er sérunninn, en bókband annaöist ísafoldarprentsmiðja. Verð bókarinnar er 3775 krónur. Pantana má vitja i Bókaverslun tsafoldar, Austurstræti. Félags- menn Sögufélags og borgar- starfsmenn fá 20% afslátt. Hin tölusettu eintök eru alls 500, öll árituð. 1 bókinni eru, sem kunnugt er, 15 greinar eftir jafn- marga fræðimenn um sögu Reykjavikur frá upphafi. Meðal höfunda er forseti íslands. atkvæöi gegn meginefni frum- varpsins voru Magnús Kjartansson og Magnús Torfi Ólafsson. Þegar frumvarp þetta kom svo til 3. umræðu á föstudaginn kvaddi Halldór E. Sigurðsson, landbúnaöarráöherra sér hljóðs en hann haföi ekki veriö viöstaddur 2. umræöu málsins. Ráöherrann óskaöi þess, aö framsögumaður landbúnaöar- nefndar (Stefán Valgeirsson) kynnti álit yfirdýralæknis á slikum innflutningi sauönauta og var þaö gert. t" áliti yfirdýra- læknis kom fram, aö hann telur loftslag hér óheppilegt fyrir sauö- naut, ekki sé hægt aö fortaka hættu af smitsjúkdómum, þvl aö ormar og sullar herji á sauönautin. Halldór E. Sigurösson lýsti andstööu sinni viö frumvarpiö og kvaöst meö tilliti til upplýsinga yfirdýralæknis vilja vara þing- menn viö aö samþykkja þaö enda þótt þaö væri flutt að ósk stjórnar Búnaöarfélagsins. Ingólfur Jónsson studdi inn- flutning sauönauta, og kvaðst vilja vara landbúnaðarráðherra viö þvl að tala við þingmenn eins og um viðvaninga eða óvita væri aö ræöa. Magnús Torfi ólafsson mælti eindregiö gegn innflutningi sauö- nauta og taldi lítinn arö af þessari skepnu, eöa svo sem eitt klló af hagalögðum af hverju dýri. Magnús Torfi kvaöst vilja vekja á þvl athygli, aö sauönautin væru mannýgasta skepna, sem lifir I norrænum löndum, og full ástæöa væri til aö andmæla harölega, hugmyndum, sem fram höföu komiö hjá Ingólfi Jónssyni, um aö gera óbyggt friöland á Horn- ströndum og vlðar noröan til á Vestfjörðum aö heimkynni sauö- nauta. Ingólfur Jónssonhélt þvi fram, aö aröurinn af sauönautunum væri ekki bara eitt klló af haga- lögöum á skepnu, eins og Magnús Torfi haföi sagt, heldur 2 kg.! Stefán Valgeirsson vildi meina, að þetta væru 2,7 kg af fullorönum törfum og 2 kg af kúnum og fyrir kílóiö fengjust 100 dollarar. Pétur Sigurösson varpaöi fram þeirri spurningu, hvaöa aöili ætti að greiða skaöabæturnar, ef mannýg sauðnaut yllu slysum á fólki noröur á Hornströndum, á útivistarsvæöi landsmanna allra. Atkvæöagreiöslu um máliö var frestaö. Oddvitalaun hœkki 30-50% Gunnlaugur Finnsson, Karvel Pálmason, Sighvatur Björgvinsson, Garðar Sigurösson og ólafur G. Einarsson flytja frumvarp um þá breyting á sveitarstjórnar- lögum að oddvitalaun verði 6% af öllum rekstrartekjum sveitarfélags i þeim hreppum þar sem sveitarstjóri er ekki starfandi. Oddvitalaun eru nú 4% af tekjum sem oddvitar inn- heimta fyrir sveitarsjóð, og auk þess visst gjald — á sl. ári 195 kr. — reiknað á hvern i- búa hrepps. Miðaö við sl. ár mundi þessi breyting þýða 30—50% hækkun á launum oddvita. 1 hreppi með 266 ibúa ætti oddviti að fá 320 þús. skv. frumvarpinu og hækka um 50%, en i hreppi með 573 ibúa yrðu launin 1.017 þús. og hækkunin 33%. Brennivínsmál rædd á þingi A fundi samcinaðs Alþingis sl. föstudag mælti EUert Schram fyrir nefndaráliti allsherjar- nefndar þingsins varöandi tvær tillögur um áfengismál. Nefndin leggur til aö tillaga frá Helga Seljan og fleirum um nefndarskipan um áfengismál verði samþykkt, en samkvæmt tillögunni skal sllk nefnd gera út- tekt á stöðu áfengismálanna og leggja fram tillögur til úrbóta. Hins vegar vildi allsherjar- nefnd ekki mæla meö samþykkt hinnar tillögunnar um áfengis- mál, sem flutt var af Karvel Pálmasyni og fleirum, en efni þeirrar tillögu er að skora á rikis- stjórnina að veita ekki áfenga drykki i veislum sinum. I nefndarálitinu segir m.a.: „Þaö er hins vegar mat nefndar- innar, að Alþingi geti ekki sett ráöherrum reglur I þeim efnum, heldur sé það þeirra sjálfra að ráöa sinum veitingum, eins og að- stæöur bjóða hverju sinni”. Undir þetta nefndarálit rita Ellert Schram, Ólafur Einarsson, Jón Skaftason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Arnason og Lár- us Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.