Þjóðviljinn - 06.05.1975, Síða 6

Þjóðviljinn - 06.05.1975, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. mai 1975. Valdimar Lárusson: Ofsatrúarrektormn í Skálholti og hin „Hreina trú 99 I siðasta hefti timaritsins „Kirkjuritið”, sem gefið er út af Prestafélagi Islands 4. tölubl. 40. árgangs 1974, er grein, sem ber yfirskriftina „Tilvera til dauða, — trúin hrein.” eftir séra Heimi Steinsson rektor lýðháskólans i Skálholti. Grein þessi, sem er skrifuð til höfuðs þvi, sem rektorinn kallar „andatrúarmenn”, þ.e.a.s. þeim, sem aðhyllast kenningar spirit- ismans og skoðanir þær, sem þar eru fram settar, er skrifuð af sliku ofstæki og algeru virðingar- leysi fyriröllu, sem venjulegt fólk kallar frjálsa hugsun, að senni- lega verður að leita aftur til 17. eða 18. aldar til að finna henni nokkra hliðstæðu i rituðu máli, þegar ofstæki og valdniðsla kirkj- unnar, með helvitiskenninguna i broddi fylkingar, tröllriðu svo biður Nýlega birtist i Kirkjuriti grein eftir undirritaðan. Nefnist greinin „Tilvera til dauða — trúin hrein”. Grein þessi hefur m.a. að geyma alllanga aðför að „sálar- rannsóknamönnum.” Munu u.þ.b. fjórar af tæplega ellefu sið- um greinarinnar beinlinis snúast um þetta efni. Að öðru leyti er i greininni fjallað um ýmislegt annað. Á dögunum birti Þjóðviljinn brotúr nefndri grein, liðlega hálf- an dálk af tæpum tuttugu og tveimur. Varla mun það vera til- viljun ein, að þarna var valin langsamlega harðorðasti hluti greinarinnar. Yfirskrift valdi Þjóðviljinn og aðra en þá, sem greinin i raun ber. Nú skal það skýrt fram tekið, að það hvarflar ekki að mér að biðja nokkurn mann velvirðingar á þeim orðum, er Þjóðviljinn vitnaði til. Hitt er rétt að undir- strika, að auðvelt er að misskilja eitt og annað i nefndum ummæl- um, ef þau eru lesin án samhengis við greinina i heild Þess háttar missKilningui hef- trúarlifi þjóðarinnar, að enn i dag ber hún þess vart bætur. „Miðillinn situr í rökkri" Grein sina hefur rektorinn á þvi, að segja að „illkvittnir menn hafi löngum sagt, að andatrú sé þjóðarátrúnaður islendinga”, en vill þó hvorki staðfesta þá fullyrð- ingu, né hafna henni! og að „hvar, sem tveir eða þrir séu samankomnir og trúmál beri á góma, séu „sálarrannsóknir á næsta leiti”, og fyllist af þvi heilagri vandlætingu; einnig telur hann, að að dómi „andatrúar- manna” sé það ekki sæmandi upplýstum 20. aldar mönnum að „trúa”; þeim sæmi það eitt að „rannsaka”. „Sálarrannsóknir” séu ekki „trú” heldur „visindi”. ur nú á fáum dögum komið fram i a.m.k. þremur ádrepum i minn garð, einnig i Alþýðublaðinu, en tveimur i Þjóðviljanum. Þar skrifar greinilega fólk, sem ekki hefur lesið annað en tilvitnun Þjóðviljans. Ég mælist ekki undan átökum um mál þetta allt. Það liggur jafnvel við, að komi upp i mér galsi og mig langi til að svara hlutaðeigandi greinarhöfundum i sama tóni og þeir viðhöfðu i til- skrifum sinum. Ekki er það fyrir- fram vitað, hvert okkar riði feit- ustum hesti frá rækilegu persónu- niði i blöðum. Þegar til á að taka nenni ég hins vegar ekki að standa i þvi að þrátta við fólk um hluti, sem það bersýnilega hefur ekki skilið. Þess vegna biður galdrabrennar- inn, prestauminginn og hýðinga- meistarinn sér griða. Hann biðst ekki undan hörðum átökum um Kirkjuritsgreinina i heild. En hann mælist til þess, að málóðir blaðalesendur skrifi nú ekki meir fyrr en þeir hafa kynnt sér efni það allt, sem þeir þykjast Rektorinn gerir ráð fyrir, að hver sá, sem sótt hefur venjulega skyggnilýsingu, fái allvel um það borið, hver sá „raunvisindalegi rannsóknarandi” sé, sem þar rik- ir: Miðillinn situr i rökkri og ryð- ur upp úr sér nöfnum og spurn- ingum, en hvekktir tilheyrendur i dimmum sal taka undir hálfum huga með einstaka jáyrði; þess- um spurningaleik sé haldið á- fram, uppistaðan sé slitrótt nafnaþula miðilsins, ivafin undir- tektum viðstaddra! Andrúmsloft- ið sé allt mettað hálfkæfðri eftir- væntingu, niðurbældri til- finningasemi, sefjun og aftur sefjun! Það fer vart fram hjá neinum, sem les þessar linur rektorsins, að hann viti fullvel hvað hann er að tala um! Einhvern veginn læðist þó sá grunur að manni að þarna sé far- vera að gagnrýna. Sérstaka ástæðu tel ég til að óska eftir þvi, að blaðamenn og ritstjórar Þjóðviljans fari ekki i yfirbótarskyni að birta fleiri glefsur úr grein minni eftir eigin vali. Greinin i heild er birt i 4. tölublaði Krikjuritsins, árg. 40, 1974. Afgreiðslu annast séra Arn- grimur Jónsson, Álftamýri 41, Reykjavik, simi 30570. — Ef siðasta málsgrein telst aug- lýsing, mun ég fúslega greiða kostnað allan, skv. reikningi! Mér er það i mun, að sem flestir lesi margnefnda grein i stað þess að fjandskapast við höfund án þess að hafa hugmynd um, hvað i efni er. Með þökk fyrir birting- una og kærum kveðjum til þeirra snarorðu snillinga, er þeg- ar hafa sent mér tóninn. Sjaldan hef ég heyrt kátlegar kveðið utan af þekju en þar sem þrisöngur þeirra er. Skálholti, 28. april. Hcimir Steinsson. ið heldur betur frjálslega með sannleikann. Eftir þessari lýs- ingu að dæma, er það ljóst, að rektorinn hefur aldrei á skyggni- lýsingarfund komið, svo fjar- stæðukennd og beinlinis ósönn er þessi lýsing hans. Megininntakið i „heimspeki sálarrannsóknarmanna” telur rektorinn vera að lif sé að loknu þessu, og að einstaklingurinn eigi sér persónulega framhaldstilveru handan grafar og dauða, og ekki kveðst rektorinn fara með al- rangt mál, er hann geti sér þess til, að þetta „framhaldslif” eigi að einkennast af þróunog áfram- haldandi þroska einstaklingsins, telur að nefna mætti þess mörg dæmi úr ritum „sálarrannsókn- armanna”! Þvilik viska! Þvilik dirfska af spiritistum, að halda slikrifirrufram! Það virðist vera þeirra höfuðglæpur. Satt að segja nenni ég ekki að elta frekar ólar við þessa maka- lausu og ofstækisfullu árásar- grein á spiritismann, þar, sem höfundurinn hrúgar upp fullyrð- ingum og staðhæfingum, sem rekast svo hver á annars horn, að úr verður slikur hrærigrautur, að hverjum heilvita manni hlýtur að verða með öllu óskiljanlegt, að fjandakornið að maður hafi nokkra trú á að rektorinn hafi minnstu hugmynd um, um hvað hann er að skrifa. Þó get ég ekki látið hjá liða að tilfæra hér einn smákafla úr þessu dæmalausa skrifi, til að sýna fram á þann hroka, það takmarkalausa of- stæki, og það glórulausa svart- nætti gagnvart tilfinningum og trúarskoðunum annarra, sem þessi maður hlýtur að lifa i: „Samsull lygavísinda" „Hér á landi er það sérstök skylda okkar að herja á anda- trúna, þetta fyrirlitlega samsull lygavisinda, rakalausrar trú- arheimspekilegrar þvælu og ó- geðslegrar sefjunar af lágreistri og ómennskri gerð. Sú sjón, sem nýlega bar fyrir augu okkar flestra i sjónvarpi og eflaust hef- ur þrásinnis borið fyrir augu okk- ar margra á ýmiss konar fund- um, þessi hugstola þráseta alls- lausra reikunarmanna umhverfis vanheila persónu, sem kallast „miðill”, hlýtur hún ekki að brýna okkur til dáða? Rennur ykkur ekki til rifja að sjá þessa takmarkalausu sjálfsblekkingu, þessa andlegu lágkúru, þennan inntellektuella vesaldóm fólks, sem sagt er, að tilheyri einni af menningarþjóðum veraldar? Er ekki kominn timi til að hýða bæði seint og snemma alla þá, sem að þessum auvirðilegu rökkuróper- Valdimar Lárussón. um standa, en stugga hinum, sem um þá safnast, áleiðis út á klak-; ann kalda?” Svo mörg voru þau orð! Hvað finnst nú mönnum um svona mál- flutning? Er það kannski á þenn- an hátt, sem boða á hina sönnu „"hreinu trú”? Er það kannski þannig, sem boða á fagnaðarboðskap frelsar- ans? Eða hefur rektorinn kannske aldrei heyrt þessa setn- ingu: „Dæmið éigi, svo að þér verðið ekki dæmdir.” Kannske veit hann heldur ekki hvar hana er að finna, eða hver sagði hana! En sé þetta ekki að dæma, þá veit ég ekki hvaða skilning á að leggja i það orð. Finnst mönnum nokkur furða þó að kirkjurnar séu hálf-tómar á messudögum, ef þetta á að vera uppistaðan i prédikun prestanna, eins og rektorinn leggur til? Ekki ber að skiljast svo við þessa hrærigrautar-þvælu rekt- orsins i „Kirkjuritinu”, að ekki sé skýrt frá þvi, að hann reyni ekki að komast að niðurstöðu. Jú, svo sannarlega kemst hann að niður- stöðu: Þú átt að „trúa” i fyrsta lagi, i öðru lagi áttu alveg skilyrð- islaust að „trúa” og i þriðja og siðasta lagi áttu að „trúa” I blindni, án nokkurrar hugsunar, án nokkurrar gagnrýni, án nokk- urrar leitar, án nokkurrar við- leitni til að hafa jafnan það, er sannara reynist! Þetta er að dómi rektorsins hin sanna „hreina trú”, en á hvaðþú átt að trúa, er öllu erfiðara að átta sig á, hvort það eru guð eða myrkravöldin. Það virðist ekki skipta megin- máli, aðalatriðið er að „trúa”! „Loddarar og reikunarmenn" Og þetta er rektor lýðháskólans i Skálholti, sem talar! Maðurinn, sem hikar ekki við að telja þá prófessor Harald Nielsson, skáld- ið og mannvininn Einar H. Kvar- an og fyrrverandi dómprófast séra Jón Auðuns, — svo aðeins þrjú nöfn séu nefnd, — af öllum þeim þúsundum manna um viða veröld, sem helgað hafa krafta sina málefni spiritismans lodd- 'ara og reikunarmenn „fyrirlit- Heimir Steinsson: Hýðingameistari sér griða HORN í SÍÐU Hvað er þá í veginum? Á Islandi eru gefin út fimm dagblöð. f hljóðvarpi eru lesnar fréttir amk. 10 sinnum á dag. I sjónvarpi eru fréttir lesnar yfir fólki 1 sinni á dag. Allir þessir fréttagjafar hafa dásamað frelsið, ritfrelsið ekki siður en aðrar tegundir frelsis. Allir þessir fréttagjafar hafa skrifað og/eða birt lofgerðir um nauðsyn frjálsrar frétta- mennsku, og um mikilvægi hennar. Mikilvægið er þá oft tal- ið felast i þvi að fréttamenn og fréttagjafar veiti aðhald gegn kúgun og misrétti og ekki sist gegn spillingu, og oft geti fréttir I blöðum og útvarpi orðið til þess að uppræta kúgunina, mis- réttiö og spillinguna. Sjálfsagt er allt þetta rétt. A fimmtudaginn i siöustu viku birti Þjóðviljinn staðfesta frétt af einhverju mesta svindlmáli sem upp hefur komist hérlendis um langa hrið. Er þar um að ræða greiðslur fiskvinnslufyrir- tækia til fjölmargra útgerðar- manna, undirborðsgreiðslur, eins og það er nefnt, þar sem greiddar eru stórfúlgur til út- gerðarmanna fram hjá skipt- um, þannig að sjómenn fái ekki hlut þar af. Þetta mál snertir ekki ein- vörðungu sjómenn. Það snertir alla þjóöina. Um það er að ræða, að reiknað er út af hlutlausum aðila, Þjóðhagsstofnun, hver staða þjóðarbúsins er, hver greiðslugeta atvinnuveganna er, en siðan kemur I Ijós að allur sá reikningur er út I loftið. Þeir, sem gefa áttu hinum hlutlausa reiknismeistara upplýsingar ,um stöðu sina og fjárhagslega afkomu fyrirtækja sinna lugu upplýsingum og fölsuðu skýrsl- ur. Að sjálfu leiðir, að skýrslur og útreikningar, sem gerðir eru eftir upplýsingum, sem eru að meira eða minna leyti upp logn- ar, leiða ekki til réttrar útkomu. Sú frétt, sem Þjóðviljinn birti fimmtudaginn lsta mai og áður er á minnst, hefur þvi aö engu reikninga um afkomu þjóðar- búsins, og við endurútreikning gæti komið i ljós, að hægt væri að greiða almenningi mun hærri laun, og afkoma alls þorra launafólks gæti verið mun betri. Enginn Islenskur fréttamiðill hefur lýst sig andstæðing bættr- ar afkomu launafólks, og þvi hefði mátt ætla, að hver frétta- gjafinn um annan þveran legðist á eitt um að upplýsa þetta hrikalega svindl og leggja þar með sitt að mörkum til þess að sannleikurinn um stööu þjóðarbúsins kæmi I ljós. En allir hinir frelsisdáandi fréttagjafar, allir þeir frétta- gjafar, fréttamenn og ritstjór- ar, sem lofsungið hafa nauðsyn hlutlausrar fréttamennsku og réttrar steinþegja. Segja ekki einu orði frá þvi, að miljónatug- um og aftur miljónatugum er stolið frá sjómönnum og komiö undan bókhaldi og færslum. Þegar þetta er skrifað er mánudagur. Þá hafa önnur blöö en Þjóðviljinn ekki skrifað orð um þetta mál. Þá hefur hljóð- varpið ekki sagt frá þvl með einu oröi, og þá hefur sjónvarpið með formann Blaðamannafé- lagsins og verðlaunafréttamann ekki skýrt frá þessu máli. Engum ætti að þykja undar- legt þótt Morgunblaðið og Visir reyni að þegja slik mál I hel. Það eru þeirra menn, sem hér eig hlut að máli, og eins og einn þingmaður þeirra hefur oröað það, er ætlun flokksins að halda hllfiskildi yfir atvinnurekend- um. önnur dagblöð eru lítils virði I þessu máli og því ekki ástæða til þess að gera sér grein fyrir þögn þeirra, en hafa ber þó I huga þá vissu, aö hræðslan er oft meiri valdur um gerðir manna en nokkuð annað. En af hverju þegir útvarpið? Af hverju þegirverðlaunafrétta- maðurinn I sjónvarpinu? Það hefur viljað brenna við, að sjónvarps- og útvarpsmenn hafi hlaupiö á eftir hvers kyns fréttum úr Morgunblaðinu, jafnvel þótt þær séu úr lausu lofti gripnar, og gert úr þeim hávaða og ægilegan hvell. En af hverju þá ekki nú? Frétt Þjóðviljans er staðfest af for- manni Landssambands Isl. út- vegsmanna og forstjóra Bæjar- útgerðar Reykjavíkur. Hvað er þá I veginum? —úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.