Þjóðviljinn - 06.05.1975, Síða 8

Þjóðviljinn - 06.05.1975, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 6. mai 1975. Kjartan Ólafsson: Og bjarmann ber yfir löndin með nýrri von Þegar herir Þjóöfrelsishreyf- ingarinnar héldu fylktu liði inn i Saigonborg i gær þusti fagnandi mannfjöldinn út á strætin. Um leið og siðustu hermenn banda- riska heimsveldisins og nánustu leppar þeirra héldu á brott i flug- vélum Bandarikjahers þögnuðu byssurnar á samri stund. Bræður hættu að berjast. Á þeirri öld, sem við lifum hef- ur engin þjóð veraldar liðið meiri þjáningar af völdum striðsrekst- urs en fólk Vietnam. t 35 ár hefur vopnuð barátta verið háð gegn innrásarherjum erlendra stór- velda fyrst gegn japönum, siðan gegn frökkum og loks á annan áratug gegn innrásarliði banda- riskrar heimsvaldastefnu og au- virðilegum leppum hennar. Þar sem áöur var Saigon Og i dag 1. mai á baráttudegi hinnar alþjóðlegu verkalýðs- hreyfingar fagnar hetjuþjóð Viet- nam sigri um land sitt allt. Yfir Saigonborg, sem áður var tákn spillingar og dýpstu mannlegrar niöurlægingar blaktir i dag rauð- ur fáni hinnar alþjóðlegu verka- lýöshreyfingar með sigurstjörnu þjóðlegs frelsis og sjálfstæðis. Þótt striðsvél bandariskrar heimsvaldastefnu léti rigna yfir Hanoi og aðrar borgir hins frjálsa Vietnam þrefalt meira sprengju- magn en borgir og lönd heimsins alls urðu fyrir i siðari heims- styrjöldinni, — þá stendur Hanoi- borg og hennar fólk, og hrundar borgir, sem lofthernaður heims- valdasinna kom á kné risa nú hver af annarri á ný úr rústum eyðileggingarinnar. En Saigonborg , þar sem ekkert eyðandi sprengjuregn dundi úr ósýnilegum flugvélum ofan úr sjöunda himni yfir varnarlaust fólk — það er hún sem er fallin, þótt hús hennar og mannvirki standi. Saigonborg, sem áður var tákn rotnustu spillingar, og dýpstu mannlegrar niðurlægingar er ekki lengur til. Engin hernaðarvél hefur eytt þeirri borg, mannvirki hennar hafa ekki verið lögð i rúst, ibúar hennar ekki leiddir til slátrunar. Samt hefur hún fallið og er ei lengur. Það er óbugandi siðferðisstyrk- ur og mannlegt baráttuþrek hert i ósegjanlegri raun, sem hefur lagt þessa borg niðurlægingarinnar að velli og breytt henni i sigurtákn. Þar sem áður var Saigon heitir nú borg Ho Chi Minh. 1 dag 1. mai berast þangað heillaóskir og þakkir frá öllum þeim miljónum um viða veröld, sem á alþjóðleg- um baráttudegi verkalýðsins fylkja liði á strætum borganna i austri og vestri, norðri og suðri. Okkar kveðju skal ekki vanta i þann þúsund radda kór og þvi segjum við, Vietnam lifi. Það er heimsvaldastefna auð- ugra stórvelda með Bandarikin i broddi fylkingar, sem meinar fátækum þjóðum heimsins að njóta gæða jarðarinnar og býr þeim hungurkjör. Auðhringa- valdið, spennir arðránsklær sinar vitt um löndin i skjóli hernaðar- legra yfirburða tæknivæddra stórvelda. Ok þess valds hvilir á alþýðu þriðja heimsins, á meirihluta mannkynsins, með slikum ofur- þunga að bágt er undir að risa. Hlutskipti miljónanna er matar- skortur, þekkingarleysi, hreysi i stað mannabústaða, meðalaldur- inn um og innan við 40 ár og barnadauði eins og við þekktum hér á íslandi fyrir 200 árum. Heimsvaldastefnan í hnotskurn Meginaðferðin, sem heims- valdasinnar beita til að viðhalda skiptingunni i fátækar þjóðir og rikar er sú sama og beitt var við okkur islendinga á einokunartim- anum fyrrum, það er að ráða ein- ir verðlagi i öllum viðskiptum, eins og danir gerðu hér, og hækka stöðugt verðið á eigin söluvöru, en halda niðri verði á fram- leiðsluvörum þjóðanna sem við fátækt og skort búa. Jafnframt eru auðlindir hinna fátæku þjóða nytjaðar beint i mjög stórum stil af auðhringum Bandarikjanna og þeirra fylgifiska en arðurinn fluttur úr landi svo að þeir riku verði rikari en hinir fátæku fá- tækari. Þetta er heimsvaldastefnan I hnotskurn, nýlendustefnan nýja, og það er hún og hún ein, sem á sök á þvi að bilið milli auðugra þjóða og fátæka hefur farið breikkandi á undanförnum árum og áratugum, þrátt fyrir gifurleg- ar tækniframfarir, sem átt hefðu að stuðla að útrýmingu skorts og neyðar á jörðinni. Þessari heimsvaldastefnu er haldið uppi i skjóli yfirburða i hertækni, — ella stæðist hún ekki deginum lengur, og ekkert er til sparað til að koma sér upp sem viðast fámennum hópi feitra þjóna, sem fremur vilja mata eigin krók á þjónkun við erlent vald en taka upp baráttuna við hlið sins fólks. Þegar við virðum fyrir okkur heimsmyndina, eins og hún blasir við i dag eru það átökin, sem risa af þessum andstæðum er hæst ber. Á þeim vettvangi er háð sú risaglima er mestu ræður um alla framvindu, — þar verður verald- arsagan til. Það er i þessu samhengi sem við hljótum að skoða þá heims- sögulegu atburði, sem nú hafa gerst i Vietnam með sigri þjóð- frelsisaflanna yfir ómennskri hernaðarvél heimsvaldasinna að loknu áratuga striði. 1 Vietnam var það maðurinn sjálfur, eins og hann getur risið hæst, sem vann sigur á öllum vitisvélum nútima hernaðar, — maðurinn sjálfur samviska hans og siöferðisþrek gegn öllu stáli og blýi verald- arinnar. Dýr myndi Hafliði allur 1 vestur-þýska fréttatimaritinu Der Spiegel, sem út kom fyrir þremur dögum er birt fréttaviðtal við bandariska herforingjann Westmoreland, sem lengi var æðsti yfirmaður bandariska inn- rásarhersins i Vietnam. Þar eru rifjaðar upp nokkrar staðreyndir um þátt Bandarikjamanna i striðsrekstrinum. Kjartan Ólafsson Bandariskir hermenn i Viet- nam komust upp i 543.000, þegar flest var, sem er álika fjöldi og Hitler hafði á að skipa i her nas- ista Þýskalands, þegar hann hófst handa um að leggja heim- inn allan undir veldi nasismans og siðari heimsstyrjöldin braust út. Allt var þetta innrásarlið bandarikjamanna þrautþjálfað og búið fullkomnustu vopnum. Sprengjumagnið, sem dundi yfir borgir og byggðir Vietnam úr bandariskum flugvélum var meira en þrisvar sinnum meira en féll samanlagt i heimsstyrjöld- inni siðari. Samt höfðu þjóðfrels- ismenn i Vietnam alls engan flug- her. Bandarikjamenn kostuðu svo mikils til þessa striðsreksturs að reiknað var út á sinum tima, að þeir greiddu hvorki meira né minna en 350.000,- dollara, sem eru yfir 50 miljónir islenskra króna að jafnaðifyrir hvern þjóð- frelsismann, sem hernaðarvél þeirra tækist að leggja að velli. Og sjá menn þá, — að dýr myndi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur. Bandariska innrásarliðiö beitti á sinum tima öllum hernaðarleg- um ráðum nútima tækni, öðrum en kjarnorkuvopnum, i þvi skyni að yfirbuga þessa þjóð, sem var og er svo mikil af sjálfri sér, — þar á meðal var gróðri landsins eytt i stórum stil með eitur- hernaði. Sú þjóð, sem neitaði að lúta hrammi heimsveldisins og mat frelsið dýra hærra en mátt dollara og sprengju, — sú þjóð skyldi sprengd aftur á steinöld samkvæmt yfirlýsingum banda- riskra herforingja. Og svo sann- arlega var fátt til sparað að koma þeirri ætlun fram. En sem stundum áðurvarþað lifið, sem reyndist sterkara en dauðinn. Tryggð óbreytts alþýðufólks við land sitt og þjóð reyndist sterkari en öll hernaðarvél risaveldisins. Fórnarþrek manha og kvenna, ungra og gamalla, þess fólks sem' tekið hafði tryggð við mannshug- sjón hinnar alþjóðlegu verkalýðs- hreyfingar, jafnréttishugsjónina um rétt hins snauða manns, — það fórnarþrek fjöldans reyndist meiri háttar en allt auðsafn Washington og New York, sterk- ara en dollarinn og mútan. Þeir stóðu þar hnarreistir maður við mann, og i dag skin morgunsólin á þá, bæði þá sem lifa og hina sem féllu. Maðurinn í öndvegi Það er ekki aðeins þjóð Viet- nam, sem hefur stækkað við þá eldraun, sem nú er gengin yfir og við unninn sigur, heldur maður- inn sem tegund á jörðinni, á hlið- stæðan hátt og eyðingarhernaður bandarikjamanna, mesta her- veldis heimsins gegn berfætling- um Vietnam var til marks um dýpstu mannlega niðurlægingu. Saga okkar alþjóðlegu verka- lýöshreyfingar er orðin löng, oft kom skúr eftir skin. En manns- hugsjón verkalýðshreyfingarinn- ar mun risa úr hverri öskustó, og engin stundarvonbrigði drepa hana i dróma. Frumherjar verkalýðshreyfingarinnar settu mattinn i öndvegi, — ofar guðum sinum og gripum, ofar vopnum og vélum, rétt hins snauða manns til lifs og brauðs gegn kúgunarvaldi auðs og ofbeldis. Það er þessi mannshugsjón, sem nú hefur sigrað i Vietnam, hún er inntak þeirrar baráttu, sem 1. mai er tákn fyrir um veröld alla. Margir þeirra, sem sitja saddir og sljóir hér á Vesturlöndum hafa að vonum undrast hversu það mátti verða, að þjóð Vietnam lét aldrei bugast, heldur stæltist við hverja eldraun, þótt hún ætti að mæta allri hernaðarvél risaveld- isins, sem hugðist leggja land hennar i rúst og eyða lifi þess. Þvi ekki frekar krjúpa og kyssa vöndinn, gera sér glaðan dag yfir sælgætispökkunum, sem ameriskir flugmenn létu stundum fylgja sprengjunum til jarðar? Svo heyrist stundum spurt. — Eða var ekki betra að framselja börn sin til uppeldis i höllum banda- riskra auðmanna en kalla yfir þau sprengjuregn með þvermóðsku gegn vilja risaveld- isins? Slikar spurningar sem þessar heyrast bornar fram hjá fólki, sem aldrei hefur lært að skilja að eitt né neitt gæti skipt meira máli en þess eigið vesælt skinn, hjá fólki sem afvegaleidd einstaklingshyggja og sjálfselska hefur úrætt. Slikra spurninga var ekki spurt i Vietnam, og þess vegna þurfti ekki að svara þeim þar, ekki i orði, en þeim var svarað i verki. Tvær lindir En hvað var það þá, sem gaf þjóð Vietnam mannlegt þrek til að standast hverja raun og vinna að lokum fullan sigur, þóft við slikt ofurefli væri að etja? Alþýða Vietnam sótti styrk sinn i tvær óþrjótandi lindir, önnur var ástin á landi sinu og þjóð, hugsjón þjóðfrelsisins i sinni tærustu mynd, — hin var fullvissan um það stóra hlutverk, að vera i far- arbroddi alþjóðlegrar verkalýðs- baráttu gegn grimmdarlegustu árásum frá höfuðbólvirki heims- valdastefnunnar. Einn fyrir alla — allir fyrir einn, öreigar heims- ins. Vafamál er, hvort önnur þessara tveggja linda hefði dugað vietnömum til sigurs. En órofa samtvinnun þessara strauma beggja gerði þá ósigrandi, marg- faldaði þrek hvers einstaks og gerði þá saman að sterkara afli en allar vitisvélar heimsins, sterkara en allt vald, sem byggt er á illa fengnum auði. Þess vegna er sigurinn þeirra i dag. Og þær lindir, sem gáfu hetjuþjóð Vietnam sigur hafa ekki þorrið, léiðin að þeim er nú greiðari en áður og vatnið hærra.Þeir bjóða okkur öllum að neyta með sér af þeim brunnum. Kyndill þjóðfrelsis og alþýðusigurs En hvers vegna var bandarisk- um heimsvaldasinnum, ráða- mönnum auðhringanna,svo mikið i mun að koma Vietnam á kné, að þeir gáfu yfir 50 miljónir króna til höfuðs hverjum þjóðfrelsisliða? Það var ekki fyrst og fremst vegna arðsins, sem þeir hugðust hafa af Vietnam. Hann hefði tæp- lega orðið svo mikill um sinn, þegar búið var að leggja landið i rúst. En hvað var það þá, sem olli þvi, að ungir bandarikjamenn voru reknir frá mæðrum sinum og unnustum til að murka lifið úr þessari fjarlægu þjóð? Voru einhverjir sem trúðu þvi i alvöru, að Thieu, sem kallaður var forseti i Saigon og vietnamsk- ir VL-menn hans væru liklegir til að leiða bjartari tima yfir land sitt og ættu stuðning skilið af þeim ástæðum? Við skulum ekki gera sliku skóna. — En það var annað. Meginástæðan fyrir svo stórfelld- um styrjaldarrekstri bandarikja- manna i Vietnam, sem raun varð á, var óttinn við fordæmið, sem sigur þjóðfrelsisaflanna I Viet- nam hlyti að verða öllum kúguð- um og arðrændum þjóðum, þeim meirihluta mannkyns, sem i dag er hlekkjaður i fjötra fátæktar og skorts, en bygggir lönd, er með auðlindum sinum, sem nytjaðar eru I þágu erlendra arðræningja og auðhringavalds, eru i heild sjálf undirstaðan undir makt og veldi risaveldisins, Bandarikja Norður-Ameriku. Ræöa á 1. maí fundi Alþýðubandal

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.