Þjóðviljinn - 08.05.1975, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 08.05.1975, Qupperneq 4
4 SÍÐA — Þ.IÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mal 1975. DWÐVIUINN MÁLGAGN SQSÍAJJSMA VERKALÝÐSHREYFINGAR ,0G ÞJÓÐFRELSIS Ótgefandi: Ctgáfuféiag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Rijstjórar: Kjartan Óiafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Vilborg Haröardóttir Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Biaöaprent h.f. OKKUR BER AÐ MUNA í dag eru liðin rétt 30 ár frá þvi heims- styrjöldinni siðari lauk i Evrópulöndum. Þann 8. mai 1945 var tilkynnt um skilyrð- islausa uppgjöf þýsku herjanna á öllum vigstöðvum i Evrópu. Með falli Þýska- lands nasismans og sigri bandamanna lauk hér i Evrópu styrjöld sem staðið hafði hátt á sjötta ár og kostað meiri mannfórnir og eyðileggingu en nokkur fyrri styrjaldarátök. Þýski nasisminn var eins og önnur fas- isk hugmyndakerfi hugsaður af frum- kvöðlum sinum sem skjól og skjöldur þjóðfélagshátta auðvaldsins og verkefnið var að kveða niður með öllum ráðum „vofu kommúnismans”. Allar jafnréttis- hugmyndir skyldu þurrkaðar út,en þjóð- um og stéttum skipað á bekk samkvæmt virðingarstiga nasiskrar hugmyndafræði i komandi þúsund ára riki. Þeir sem fæddir voru af „hreinum” kynstofni og ólu aðeins með sér „hreinar” hugsanir skyldu fá að lifa i vellyst og drottna yfir öðrum i skjóli ofbeldis og ótakmarkaðs valds. Fjölmarg- ir þeirra manna vitt um lönd, sem töldu valdi sinu og auði ógnað af jafnréttisbar- áttu verkalýðshreyfingarinnar og sókn sósialiskra stjórnmálahreyfinga, fögnuðu á sinum tima uppgangi nasismans i Evrópu á 4. áratugnum og töldu sig eygja i herra Hitler og kumpánum hans þarfa framvarðarsveit i baráttunni gegn heims- kommúnismanum. Þegar þýsku nasistarnir lögðu til atlögu við upphaf heimsstyrjaldarinnar siðari var tilgangur þeirra ekki aðeins nýir land- vinningar og að tryggja nýjar auðlindir og markaði i þágu þýsks efnahagskerfis, — heldur var keppikeflið jafnhliða að upp- ræta hugmyndir, eyða heilum þjóðum og leggja jörðina alla undir jámhæl fasiskra stjórnarhátta. Þessi krossferð gegn kommúnismanum, gegn jafnréttishugmyndum verkalýðs- hreyfingarinnar og gegn „óhreinum” kynstofnum kostaði tugmiljónir manna lifið, — á vigvöllunum, i eyðingarfanga- búðum, i loftárásum á borgir og byggðir. Flestar þjóðir. Evrópu urðu fyrir stór- kostlegu manntjóni af völdum styrjaldar- innar og eyðileggingin var yfirþyrmandi. Auk sovétþjóðanna, sem misstu i heimsstyrjöldinni siðari 20 miljónir manna, eða um 10. hvern mann, vom það ýmsar þjóðir i Mið- og Austur-Evrópu, svo sem pólverjar, sem harðast urðu úti, og við lok styrjaldarinnar voru fjölmargar borgir i Þýskalandi sjálfu sem viða ann- ars staðar ein rjúkandi rúst. Sigur alþýðunnar i löndum Evrópu yfir ofbeldi nasismans var dýrkeyptari en svo að nokkru sinni megi gleymast. Þótt við islendingar værum ekki beinir þátttakendur i heimsstyrjöldinni urðum við samt fyrir miklu manntjóni á hafinu af völdum sjóhernaðar og misstum að tiltölu fleiri menn en Bandariki Norður-Ameriku, sem þó skipuðu sæti á fremsta bekk meðal sigurvegaranna. Fyrir 30 árum strengdu menn þess heit i rústum eyðileggingarinnar að taka hönd- um saman um að hindra nýjar styrjaldar- hörmungar og margur sór þess heit við nafn fallinna félaga að ganga óhikað að þvi verki, að breyta svo þjóðfélagsháttun- um að helstu orsökum styrjalda yrði út- rýmt, — hættunni bægt frá nýjum kynslóð- um. Vist hefur miðað alltof hægt i þeim efn- um og reyndar fáir dagar liðið án vopna- viðskipta einhvers staðar i veröldinni þessi 30 ár, þótt friður hafi haldist i Evrópu. Engu að siður er viss ástæða til bjartsýni nú er 30 ár eru liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Leifar fasismans i Evrópu eru á undanhaldi. Á þessu ári og hinu siðasta hefur fasiskum rikisstjórnum verið steypt i tveimur Evrópulöndum, — Grikklandi og Portúgal og þessa dagana er fagnað frægum sigri i Vietnam og Kambodiu yfir heimsvaldastefnunni, þeirri sömu stefnu og Hitler og nasistar hans gerðust framvörður fyrir á sinni tið. Enn tróna þó fasiskar rikisstjórnir við völd i mörgum löndum heims, þar á meðal i Evrópulandinu Spáni, — og flestar i skjóli núverandi framvarðar heimsvalda- stefnunnar, Bandarikjanna. Við sósialistar, sem berjumst fyrir sam- virkum þjóðfélagsháttum og vaxandi lýð- ræði bæði i efnahagsmálum og á öðrum sviðum skulum jafnan minnast þess að þótt i báðum tilvikum sé um að ræða bú- skaparhætti auðvaldsþjóðfélagsins, þá er sá reginmunur á fasisku stjórnarfari ann- ars vegar og stjórnarháttum landa i norður og vesturhluta Evrópu nú hins veg- ar, sem aldrei má vanmeta. Það er timabært að 30 árum liðnum frá lokum styrjaldarinnar i Evrópu, að stór- veldin komi sér saman um myndarlegt skref i átt til afvopnunar og að allar her- stöðvar stórvelda á erlendri grund verði lagðar niður. í þeim efnum þarf séstakt frumkvæði smáþjóðanna að koma til. Þar ber okkur islendingum að skipa okkur fremst i sveit og taka upp markvissa baráttu fyrir al- gerri friðlýsingu lands okkar i hernaðar- sökum, brottför Bandarikjahers og úrsögn úr NATO. —k. Eins og þegar negrar og kvenfólk fóru að heimta jafnrétti! Segir Albert Guðmundsson um kröfur „sveitavargsins” Uk- ■ Þetta er ei ns og þegar negrar og kvenfólk fóru að heimta jafnrétti, að fólk viiðist svo þurfa heldur meira en jafn- rétti til að vera ánægt. Á þessa leið komst Albert Guðmundsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins að orði í efri deild alþingis I gær, þegar hann mælti gegn þvi að flugvélabensin yrði selt á sama verði úti á landi og hér i Reykjavik, en i þessu sam- bandi sá þingmaðurinn ástæðu til að fara þessum athyglisverðu þingsjá orðum um kröfuhörku jiess fólks, sem úti um landið býr. Til umræðu var frumvarp frá Halldóri Ásgrimssyni og Stein- grlmi Hermannssyni um að tekin yrði upp verðjöfnun á flugvéla- benslni, en það kostar nú um 25% meira utan Reykjavikur og Akur- eyrar en hér i Reykjavik. Fjár- hags- og viðskiptanefnd efri deildar hefur mælt með sam- þykkt þessa frumvarps og á fundi deildarinnar i gær var þvi visað til 3. umræðu með samhljóða at- Albert Guðmundsson kvæðum, en þá var Albert Guðmundsson vikinn af fundi. 3 þingsályktanir samþykktar Nýr vara- þingmaður í gær tók sæti á alþingi Þor- steinn Þorsteinsson, vélstjóri á Höfn i Hornafirði. Þorsteinn ték- ur sæti á þingi sem 2. varamaður Alþýðubandalagsins i Austur- landskjördæmi vegna fjarveru Lúðviks Jósepssonar á hafréttar- ráöstefnunni i Genf. Að undan- förnu hefur Sigurður Blöndal skógarvörður sem er 1. varamað- ur Alþýðubandalagsins á Austur- landi setið á þingi i fjarveru Lúð- vlks, en Þorsteinn kemur nú i hans stað. Þorsteinn Þorsteinsson. Þorsteinn Þorsteinsson hefur ekki áður átt sæti á Alþingi. Fundir hófust á ný á Alþingi i gær eftir tveggja daga hlé vegna landsfundar Sjálfstæðisflokksins. A fundi sameinaðs alþingis voru 3 þingsályktunartillögur samþykktar samhljóða, en um- Frumvarp landbúnaðarnefndar neðri deildar Alþingis um að heimila ráðherra að veita leyfi til innflutnings á sauðnautum var ræður um tillögurnar höfðu áður farið fram og um þrer verið fjall- að I þingnefnd. Þetta voru tillaga um nefndar- skipan um áfengismál.sem Helgi Seljanvar flutningsmaður að, til- fellt i neðri deild i gær að lokinni 3. umræðu með 15 atkvæðum gegn 6. Eins og við höfum áður skýrt laga um öryggisbúnað flugvalla, sem Friðjón Þórðarsonvar flutn- ingsmaður að og tillaga um Land- mælingastjórn rlkisins.sem ólaf- ur G. Einarsson og Ellert B. Schram voru flutningsmenn að. frá snerist landbúnaðarráðherra sjálfur gegn málinu og varaði þingmenn við að samþykkja frumvarpið. Sauðnautin féllu í neðri deild

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.