Þjóðviljinn - 08.05.1975, Síða 7
Fimmtudagur 8. mal 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA n
Riddarar
óbreytts
ástands
Einar Agústsson
Gylfi Þ. Gislason
Baldur Guðlaugsson
Ahugamönnum um vestræna
samvinnu er einkar hugleikiö
þessa dagana að fullvissa fólk um
aö sviptingar heimsmálanna,
hrakfarir bandarikjamanna i
Víetnam, upplausnin innan NATÓ
og sjálfheldan i Miðjarðarhafs-
botnum, muni engin áhrif hafa á
Islenska utanrikisstefnu. Þrfr
riddarar óbreytts ástands ræddu
þessi mál með spekingssvip i
sjónvarpsþættinum Heimshorni á
þriðjudagskvöld. Einar Agústs-
son, utanríkisráðherra, lýsti þvi
að visu yfir að hann hefði ekkert
vit á þvi, hvaða afleiðingar sið-
ustu hræringar heimsmálanna
kynnu að hafa. Hann var samt
jafn hjartanlega sammála Gylfa
Þ. Gislasyni og Baldri Guðlaugs-
syni, spyrli, um að NATÓ-sam-
vinnan og efnahagssamvinna
Evrópurfkja við Bandarikin
myndi stóreflast á næstunni.
Fréttaskýrendur erlendra stór-
blaða eru ekki jafn samdóma þre-
menningunum, sem eðlilega
MvmlILstiu-
sýning
Ekkja Höskuldar Björnssonar,
málara, eftnir til sýningar á
verkum hans. Sýningin verður að
Bláskógum 2, Hveragerði og er
opin frá kl. 2-10 eftir hádegi alla
dagana.
Kúba
stækkar
kaupskipa-
flotann
HABANA 6/5 — Kúba hefur
pantað þrjú fjórtán þúsund
smálesta vöruflutningaskip frá
dönskum skipasmfðastöðvum.
Þrjú önnur kaupskip eru þegar i
smiðum I skipasmiðastöðvum i
Danmörku fyrir kúbanska kaup-
skipaflotann.
Auglýsinga-
síminn er
17500
Þjóðviljinn
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir.smíðaðar eftir beiðni.
GLUGGAS MIÐJAN
SíðumúJa 12 • Sími 38220
reyna að stappa stálinu f fólk,
sem undrast kreppuboðana I
vestrænni samvinnu.
Stjórnmálaskriffinnar eru
sumir að gera þvi skóna að Efna-
hagsbandalagið muni nota tæki-
færið til þess að koma sér upp
sjálfstæðari stefnu i utanrikis-
málum, nú þegar dregið hefur úr
stórveldisstyrk Bandarikjanna.
Jafnframt er talið að viðskilnaður
bandarikjamanna við banda-
menn sina i Suður-Vietnam muni
ekki efla trú forystumanna i
Evrópu á NATÓ-skuldbindingar
Bandarikjastjórnar. Þessara við-
horfa, sem óneitanlega gætu haft
áhrif á Islenska utanrikisstefnu,
þótti ekki ástæða til þess að geta i
sjónvarpinu.
En þó að Einar Agústsson lýsti
þvi yfir að hann hefði ekki vit á
utanrikismálum var ekki annað
að heyra á hagfræðiprófessorn-
um, en að hann hefði dágott vit á
kreppu auðvaldsheimsins. Hún
stafaöi nefnilega ekki eingöngu af
oliuverðshækkunum heldur fyrst
og fremst af þvi að bandarikja-
menn hefðu ekki haft tima til þess
að hugsa um eigin efnahag vegna
striðsrekstursins i Vietnam og al-
þjóðlegra lögreglustarfa. Nú gæf-
ist timi fyrir þá að lita í eigin
barm og þá kæmi betri tið, þvi
niðurstaðan hlyti að verða sú, að
auðvaldsheimurinn þjappaði sér
fastar saman. Stjórnmálaskýr-
ingar af þessu tagi varpa nokkru
ljósi á það hversvegna er litið á
Gylfa Þ. Gislason sem furðufugl i
alþjóðahreyfingu jafnaðar-
manna. Þeir félagar Einar og
Gylfi fóru hástemmdum orðum
um nauðsyn þess að hernaðar-
bandalög yrðu leyst upp, en jafn-
framt sagöi utanrikisráðherra að
bandarikjamenn myndu áfram
halda uppi vörnum á Islandi um
ófyrirsjáanlegan tima og engin
breyting yrði á NATÓ-aðildinni.
Framsóknarmenn virðast þvi
endanlega hafa gefist upp við að
skilgreina ákvæðið i stefnuskrá
flokksins um að herinn skuli
hverfa af landi brott i áföngum á
friðartimum. Hann ætlar að
koma seint friðurinn hans Einars.
Þótt þrjátiu ár séu liðin frá enda-
lokum heimsstyrjaldarinnar eru
hinir umtöluðu friðartimar i
stefnuskrá Framsóknarflokksins
ekki runnir upp enn.
Niðurstaðan er þvi óbreytt á-
stand, enda þótt „Bandarikja-
menn hafi hætt þátttöku i hinu
hörmulega striöi i Vietnam”.
Baldri Guðlaugssyni til hróss
verður að segjast, að honum tókst
I Heimshorni að fá það fram, sem
hann ætlaðist til, og er það meira
en venjulega er hægt að segja um
okkur spyrla aðra i þáttum sjón-
varpsins.
Einar Karl.
opnum viö útibú aö Arnarbakka 2.
Útibúiö mun annast alla almenna bankaþjónustu.
Breióholtsbúar! Útibúinu aö Arnarbakka er sérstaklega
ætlað aö þjóna yöur.
Kynnið yöur þaö hagræöi sem þér getið haft af því.
Útibú Arnarbakka 2, Breiöholti, Sími 74600
Opið kl. 9.30-12, 13-16, 17-18.30.
I