Þjóðviljinn - 08.05.1975, Síða 8

Þjóðviljinn - 08.05.1975, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mai 1975. LOFTUR GUTTORMSSON SAGNFRÆÐINGUR: Lok evrópustyrjaldar Rauði fáninn dreginn a6 húni á rikisþinghúsbyggingunni I Berlin 30. april 1945, en þann dag réð Hitler sé bana I neöanjaröarbyrgi sinu 800 metra I burtu. 1 dag, hinn 8. mai, minnast þjóöir Evrópu þess að þrir tugir ára eru liðnir siðan ægilegasti hildarleikur i sögu álfunnar var til lykta leiddur. Þennan dag fyrir þrjátiu árum vottaði Keitel marskálkur skilyrðislausa upp- gjöf Þriðja rikisins með undir- skrift sinni i Berlin. Viku áður hafði foringi þess, Adolf Hitler, ráðið sér bana, ásamt nokkrum nánustu samverkamönnum, i neðanjarðarbyrgi sinu i Berlin þar sem rauður fáni merktur hamri og sigð blakti nú yfir hrun- inni borg. „Byssurnar hættu að hvella og sprengjurnar að falla í Evrópu um miðnætti 8.-9. mai 1945, og undarleg en langþráð þögn lagðist yfir meginlandið i fyrsta skipti siðan 1. september 1939. f fimm ár átta mánuði og sjö daga frá þeim degi talið höfðu miljónir karla og kvenna verið drepnar á hundraö vigvöilum og i þúsund sprengjuhrjáðum borgum, og enn öðrum miljónum verið tortimt i gasklefum nasista eða á barmi fjöldaskotgrafa SS-manna i Rúss- landi og Póllandi — allt vegna þorsta Adolfs Hitler i land- vinninga handa þjóðverjum. Meirihluti flestallra gamalla borga i Evrópu var i rústum, og úr þeim lagði með hlýnandi veðri dauninn af óteljandi ógreftruðum likum”. Þannig lýsir William L. Shirer endalokum styrjaldarinnar i hinu mikla verki sinu, The Rise and Fall of the Third Reich. Og samt þótti Adolf Hitler ekki nóg að gert: Siðustu orð hans er skráð voru hljóða svo: „Enn skal að þvi stefnt að vinna lönd i austri til handa þýskri þjóð”. í þessum mæltum orðum mátti foringinn nema með eigin eyrum stórskotahrið rauða hersins i Berlin. Návist hans var hið sögulega svar við þráhyggju nasista, sókninni i austur (der Drang nach Osten). Svo gjörsam- lega hafði áformið snúist i and- hverfu sina. ósigur nasismans markaði með nokkrum hætti upp- haf að samtima sögu Evrópu, markaði ásjónu hennar i liki Austurs og Vesturs þar sem miðj- an, Þýskaland, sundraðist og samlagaðist hinum tveim and- stæðu skautum. Enn þann dag i dag ber skipan Evrópu, bæði hin hagræna og hin pólitiska, merki þessa. Hernaðaraögeröir rauöa hersins á berlinarsvæöinu siöustu 3 vikur striösins. Strikaiina: vigstöövarnar 16. aprii nálægt fljótunum Od- er-Neisse. Punktalina: vigstöövarnar 6. mai nálægt ánni Elbe. Bandalag af illri nauösyn Þær breytingar sem urðu á pólitiskri skipan álfunnar með ósigri nasimsans leiða hugann að sjálfum gangi styrjaldarinnar, meginstefnu hennar og burðarás- um. Hin fyrri heimsstyrjöld kostaði Þýskaland tvennar vig- stöðvar i austri og vestri. Hið sama varð uppi á teningnum er nasistar öttu þýskri þjóð út i hina siðari heimsstyrjöld. Þeir sáu til þess að hún varð með timanum „Zweifrontenkrieg”, þ.e. strið á tvennum vigstöðvum. Eftir inn- rás nasista i Rússland 1941 varð smám saman til það bandalag milli engilsaxnesku stórveldanna tveggja annars vegar og Sovét- rikjanna hins vegar sem entist þar til sigur var unninn. Þegar haft er i huga hversu Munchen- samingurinn og þýsk-rússneski griðasáttmálinn höfðu eitrað sambúðina milli þessara stór- velda á undanfarandi árum er vist að aðeins sameiginlegur óvinur megnaði að draga þá til samvinnu og samstöðu. Sovétrik- in höfðu haldið grið við nasista á meðan þeir undirokuðu Frakk- land og gerðu sem harðasta sprengjuhrið af bretum: og ef- laust má telja að bretar hefðu lát- ið afskiptalaus hernaðarátök milli Sovétrikjanna og Þýska- lands ef kviknað hefðu áður en Hitler sigaði herjum sinum i vesturátt. Augljóslega var til þessa bandalags stofnað „af illri nauðsyn” til þess að varna þvi að verða sameiginlegum fjanda að bráð. Til þess að nýta kosti sliks bandalags hefðu kraftar and- stæðingsins þurft að dreifast á a.m.k. tvennar vigstöðvar. Sú varð þó ekki raunin, svo teljandi sé, á þvi örlagarika ári 1942 þegar úrslitin réðust. Verður manni þá fyrst hugsað til þeirra þáttaskila sem orusturnar við El-Alamein i Norður-Afriku og Stalingrad eru vanalega taldar hafa markað. En hér er óliku saman að jafna. Við El-Alamein höfðu bretar og sam- veldislönd þeirra mikla yfirburði i liðsafla og herbúnaði eins og þessi tafla sýnir. Viö EI- Alamein: Banda Þjóöverj menn: 0g italir: Liðsafli......... 195.000 104.000 þar af 50.000 Þjóðverjar Skriðdrekar........1.029 489 Fallbyssur.........2.311 1.219 Flugvélar............750 675 10,5 cis — þjv — loftur frh — BB Eins og sjá má hafði Montgo- mery allar forsendur til að sigr- ast á fjanda sinum, Rommel, hvað hann og gerði. Ennfremur er ljóst að framlag þjóðverja til Afrikustriðsins var alger auka- geta hjá höfuðverkefni þýska hersins árið 1942, þ.e. að vinna lokasigur á Rauða hernum. Þvi lagði Hitler slikt ofurkapp á að vinna Stalingrad er varð imynd hins kommúniska Rússlands. Þegar lokaátökin hófust um borg- ina (eða öllu heldur: i borginni) haustið 1942 höfðu þjóðverjar á að skipa yfir einni miljón manna á Stalingradvigstöðvunum, um 700 skriðdrekum, 10.000 fallbyssum og 1200 flugvélum. Liðsafli Rauöa hersins var þá svipaður og her- gagnakostur öllu meiri, að her- flugvélum þó undanskildum. Með þessi hlutföll i huga sýnist skrið- drekaorustan við El-Alamein, er stóð nokkra daga, harla léttvæg hjá fólkorustunni við Stalingrad sem stóð mánuðum saman (sept. 1942—jan. 1943) — og var Stalin- grad þó ekki nema ein af mörgum vigstöðvum þar eystra. Stalfn og Churchill Allt þetta hefur trúlega verið .Fimmtudagur 8. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ósigur þjóöverja viö Stallngrad (nú Volgograd) veturinn 1942-43 skipti sköpum I styrjöldinni. 91 þúsund þýskir hermenn voru teknir til fanga en 147 þúsund félagar þeirra féllu. A rúmum 6 mánuöum missti þýski herinn hálfa aðra miljón vopnfærra manna á austurvigstöövunum (fallnir, særöir og teknir til fanga). Hitler I essinu sinu. Höndin lafir út úr brennsluofninum. Allt aö 6 miljón manns var útrýmt I dauðabúðum nasista. i mm* * A Jalta-ráðstefnunni I febrúar 1945 sömdu hinir „þrlr stóru” um skiptingu sigurlaunanna aö styrjöldinni lokinni. Sitjandi frá vinstri: ChurchiII forsætisráðherra breta, Roosevelt bandarlkjaforseti og Stalln bóndi I Kreml. ofarlega i huga Stalins marskálks þegar hann átti viðræður við Churchill i Moskvu um það leyti er verst horfði fyrir rússum sum- arið 1942. Churchill var þangað kominn m.a. til að tilkynna Stal- in, „hinum mikla byltingarleið- toga og djúphygla rússneska stjórnmálamanni og hermanni” að gagnstætt þvi er hann hafði áð- ur látið i veðri vaka gætu vestur- veldin ekki opnað aðrar vigstöðv- ar i Evrópu á yfirstandandi ári. Marskálkurinn brást illa við þessum tiðindum, að sögn Chur- chills. Sjálfur gat Chruchill ekki lokað augunum fyrir þvi að i þessu bandalagi „illrar nauðsynj- ar” var byrðum svo misskipt að hinn rússneski bandamaður hafði gilda ástæðu til að hreyfa mót- mælum. Þótt þau væru diplómat- isk á fundinum áttu þau eftir að snúast i beiskju og andúð rússa i garð breta seinni hluta ársins þegar úrslit Stalingradorustunn- ar voru sem tvfsýnust. Stórsókn rússa Hin þráláta krafa rússa um aðrar vigstöðvar i Evrópu varð ekki að veruleika fyrr en með inn- rásinni i Normandi tveimur árum siðar. Fram að þeim tima mæddi meginþungi þýsku hernaðarvél- arinnar á Rauða hernum (Afriku- og ítaliustyrjöldin batt ekki nema litinn hluta þýska hersins). Rúss- ar gátu eignað sér sjálfir heiður- inn af þvi að hafa frelsað meiri- hluta lands sins undan oki nasista og þurftu ekki að gjalda banda- mönnunum i vestri mikla þakkar- skuld ef undan eru skildar þýð- ingarmiklar sendingar birgða og flutningatækja. t stórsókn Rauða hersins árið 1944 sem færði viglin- una allt vestur að Vislu i Póllandi höfðu rússar lika slika yfirburöi I mannafla og hertólum að sam- spilið við bandamennina skipti þá minna máli en áður. Eftir sem áður lá meginherstyrkur þjóð- verja á austurvigstöðvunum, 185 herdeildir samanborið við 107 herdeildir i vestri. Aframhald- andi stórsóknar rússa mátti vænta i byrjun árs 1945. /,Stórkostleg orðsending" Hinn 6. janúar 1945 þegar Ar- dennasókn þjóðverja i vestri hafði komið engilsöxum i nokkra klipu fékk Stalin svohljóðandi orðsendingu frá breska forsætis- ráöherranum, Churchill: „Orust- an i vestri sækist þunglega svo að æðsta herstjórnin getur þurft að taka viðamiklar ákvarðanir á næstunni.... Það er eindregin ósk og tilmæli Eisenhowers hershöfð- ingja að hann fái vitneskju um ráðagerðir yðar.... Megum vér reiða oss á meiriháttar sókn af hálfu rússa á Visluvigstöðvunum eða annars staðar i janúar.... Málið er áriðandi að minum dómi”. Ekki er ósennilegt að Stalin hafi orðið hugsað til sinna fyrri mála- leitana og undirtekta Churchills við þeim þegar hann svaraði for- sætisráðherranum daginn eftir svohljóðandi: „...með hliðsjón af stöðu bandamanna vorra á vest- urvigstöðvunum hefur æðsta her- stjórnin ákveðið að hraða öllum undirbúningi og hefja umfangs- mikla sókn á öllum miðvigstöðv- unum, hvað sem veðurhorfum liður, eigi siðar en seinni hluta janúarmánaðar”. Churchill svar- aði um hæl: „Ég er yður afar þakklátur fyrir hina stórkostlegu orðsendingu yðar. Ég hef látið hana ganga til Eisenhowers hers- höfðingja, honum einum til kynn- ingar. Megi allar hollar vættir fylgja hinu drengilega áformi yð- ar. Fregnin sem þér fluttuð mér verður mikil uppörvun fyrir Eis- enhower, þvi að.... þjóðverjar verða nú að dreifa varaliði sinu”. Rússneska herstjórnin stóð við orð sin. Umræddri sókn var hrundið af stað vestur fyrir Vislu nokkrum dögum áður en ætlað hafði verið. Og þessari sókn lykt- aði ekki fyrr en með falli Berlinar svo sem áður getur, á sama tima brutust herir Montgomerys og Eisenhowers austur fyrir miðbik Þriðja rikisins. Hér, undir lok á- takanna, hafði samleikur banda- manna borið skjótan og rikulegan ávöxt. Skuggi sigurgleöinnar Alþýða manna um alla Evrópu fagnaði endurheimtu frelsi og friði af innileik sem sameinaði hlátur og grátur. Þaö var dansað og sungið, faðmað og kysst i London, Paris og Moskvu. t sið- astnefndu höfuðborginni voru menn svo sælir að þeir þurftu jafnvel ekki að leita á náöir sterkra drykkja, svo vitnað sé i ummæli Alexanders Worth sem fylgst hafði með gangi mála þar eystra öll styrjaldararin af ein- stakri gerhygli. „Undir um- burðarlyndu eftirliti borgara- varða hikuðu menn ekki við að skvetta af sér vatni uppviö veggi Moskvuhótels svo flæddi um breiða gangstéttina. Ekkert þvi- likt hafði áður gerst i Moskvu- borg”. Almenningur gat gefið sig ó- blandinni gleði á vald eftir ára- langar þrengingar, ótta og skelf- ingu. En með hliðsjón af þvi sem á undan var gengið má fara nærri um að fögnuður hinna opinberu sigurvegara, handhafa valdsins, hafi ekki verið laus við undir- hyggju á þessum sigurdegi. Skyldi þeim ekki hafa verið ofar- lega i huga hvernig deila skyldi sigurlaununum? Og var þess ekki að vænta að þar sýndist nokkuð sitt hverjum, Stalin, Churchill og Truman,hinum nýbakaða forseta Bandarikjanna, allt eftir þvi hvernig þeir mátu hver fyrir sig framlag þjóða sinna til sigursins, afl þeirra og hagsmuni i nútið og framtið? Þessar spurningar og aðrar þeim skyldar varpa nokkru ljósi á baksvið þess timabils er fylgdi i kjölfar hins dýrmæta og dýrkeypta sigurs yfir villi- mennsku nazismans, þegar gló- andi stál sigurvegaranna hertist i kalt strið þeirra á milli. Loftur Guttormsson Misjöfn fána- gleði Bæjaryfirvöld á Sauðárkróki eru misfánaglöð. Til marks um það er, að ekki á einni einustu byggingu bæjarins né heldur á bvggingum kaupfélagsins á staðnum var hafður uppi fáni á 1. mai til heiðurs islenskum verkalýð, sem ekki hefur siður unnið samvinnuhreyfingunni á Sauðárkróki og bæjaryfirvöldum þar en öðrum. A opinberum bygg- ingum var fáni aðeins hafður uppi á sjúkrahúsinu, hjá Rafmagns- veitum rikisins og á húsnæði sýsluskrifstofunnar. Hins vegar er fánagleði bæjar- yfirvalda öllu meiri i dag, mánu- daginn 5. mai, en þá er hafður uppi fáni á húsum bæjarins, blár feldur og gular stjörnur i hring þar á. Mun þetta vera fáni Evrópuráðsins. Sjálfsagt finnst fyrirsvars- mönnum bæjarins, að þeir eigi Evrópuráðinu meira upp aö unna en islenskum verkalýö og því beri fremur að heiðra ráðiö en lýðinn. Haukur/—úþ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.