Þjóðviljinn - 08.05.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.05.1975, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. maí 1975. Lausar stöður Auglýstar eru lausar til umsóknar stöður yfirmatsmanna við Framleiðslueftirlit sjávarafurða. Yfirmatsmenn munu starfa viðsvegar um landið. Æskilegt er að umsækjendur hafi mats- réttindi og reynslu i sem flestum greinum veiða og vinnslu. Jafnframt er auglýst laust til umsóknar starf skrifstofustjóra stofnunarinnar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir forstjóri stofn- unarinnar i sima 16858. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist sjávarút- vegsráðuneytinu fyrir 3. júni n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 5. mai 1975. Hátíðarsamkoma i Háskólabiói i dag, 8. mai uppstigningar- dag, kl. 20.30 i tilefni 30 ára afmælis sig- ursins yfir fasistaherjum Hitlers. ers. DAGSKRA: 1. Lúörasveit Húsavlkur leikur áöur en samkoman hefst og i upphafi hennar. Stjórnandi: Robert Bezdek. 2. Þórarinn Guönason læknir setur samkomuna og kynn- ir dagskráratriöi. 3. Avarp: Einar Agústsson utanrikisráöherra. 4. Avarp: Géorglj N. Farafonof sendiherra Sovétrfkj- anna á tsiandi. 5. „Forleikur um gyöingastef” fyrir strokkvartett, kiarl- nettu og planóop. 34 eftir Sergei Prokovéf. Flytjendur: Gisii Magnússon, Graham Bagg, Gunnar Egilsson, Helga Hauksdóttir, Janina Klek og Pétur Þorvaidsson. 6. Karlakórinn Þrymur á Húsavlk syngur undir stjórn Róberts Bezdek. 7. Einleikur á pianó: Agnes Löve. 8. „Staiingrad”, Baldvin Haildórsson leikari les Ijóö Jó- hannesar úr Kötlum. 9. Einleikur á fjórar dorjur (bjöllutrumbusett): Kak- hramon Dadaéf. 10. Kvartett, skipaöur tékkneskum hljóöfæraleikurum úr Sinfóniuhljómsveit tslands, leikur. 11. Einsöngur: Gallna Múrzaj. Undirleikur á bajan: Vladimir Ljaposjenko. 12. Samkomusiit. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. UNDIRBUNINGSNEFND. Lausar stöður Danska utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því, að auglýstar yrðu, allsstaðar á Norður- löndum, 13 ráðunautastöður við norræna sam- vinnuverkefnið í Tanzaníu. Góð enskukunn- átta er nauðsynleg, en að öðru leyti er einkum krafist viðskiptamenntunar, bókhaldsþekk- ingar eða starfsreynslu við samvinnufyrir- tæki, til þess að ráðning komi til greina. Um- sóknarfrestur er til 20. maí nk. Nánari upplýsingar um einstakar stöður og launakjör eru veittar á skrifstof u Aðstoðar Is- lands við þróunarlöndin, Lindargötu 46, her- bergi 12. En hún er opin á miðvikudögum og föstudögum kl. 17—19. Þar fást einnig um- sóknareyðublöð. Aðstoð islands við Þróunarlöndin. :j|} ÚTBOÐ Tilboö óskast I lögn dreifikerfis hitaveitu I hluta af Garöa- hreppi. (Garöahreppur 2. áfangi.) Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3 gegn 10.000.- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, föstudaginn, 23. mai 1975, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkifkjuvegi 3 — Sími 25800 Samband íslenskra sveitarfélaga: Styður hugmyndir um listdreifingarmiðstöð Fultrúaráösfundur Sambands islenskra sveitarfélaga, haldinn á Akureyri dagana 29. og 30. april 1975, lýsir ánægju meö þaö fram- tak sjórnar sambandsins aö efna til sérstakrar ráöstefnu um menningarmál, þar sem sveitar- stjórnarmenn, ýmsir forystu- menn I menningarmálum þjóöar- innar og listamenn fengu tækifæri til aö skiptast á skoöunum. Telur fundurinn, aö þessi ráöstefna hafi tekist mjög vel, aukiö skilning milli listamanna og sveitarstjórnarmanna og m.a. vakiö athygli á fjölþættu starfi sveitarfélaga að menningar- málum. Stuðningur við listdreifingarmiðstöð Fundurinn hvetur samtök lista- manna, Menntamálaráð og for- svarsmenn Menningarsjóös félagsheimila til aukins sam- starfs við sveitarstjórninr til að koma listrænu efni sem viðast um landið, þannig að landsmenn allir eigi þess kost að njóta þess besta, sem Islenskir listamenn hafa upp á að bjóða á hverjum tima. Lýsir fundurinn stuðningi við þá hugmynd Bandalags íslenskra listamanna að komið verði á fót sérstakri listdreifingarmiðstöð og telur, að slik miðstöð mundi mjög auðvelda dreifingu listar um landið. Mikilvægt hlutverk félagsheimila Fundurinn vekur athygli á þvi mikla félagslega og menningar- lega hlutverki, sem félags- heimilin gegna I mörgum sveitar- félögum landsins og telur, að mikils misskilnings hafi oft á tlðum gætt varðandi starfsemi þeirra. Telur fundurinn, að sveitarstjórnir eigi að kappkosta að nýta félagsheimilin sem best til hvers konar menningarstarf- semi. Félagsstörf og list felld inn i skólakerfið Þá telurfundurinn, að fella beri kennslu I félagsstörfum og einstökum listgreinum inn I hið almenna skólakerfi og hvetur til þess, að „normum” um skóla- húsnæði verði breytt þannig, að hægt verði að taka fullt tillit til sérþarfa einstakra listgreina við hönnun og byggingu grunnskóla. Andleg stéttaskipting Fyrir skömmu rakst ég á grein I gömlum Tima (22.12 ’74) eftir Jón Sigurðsson skrifstofustjóra. Greinin bar yfirskriftina „Andleg stéttaskipting”. Þetta er lipur- lega skrifuð grein og augljóst, að hugur fylgir máli. Þess vegna hlýtur lesandinn að taka afstöðu til hennar. Við lestur greinarinn- ar gerði ég ýmist að hrista höfuð- ið og undrast á þröngsýnum skoð- unum eða ég kinkaði ánægður kolli og óskaði Jóni til hamingju I huganum með skynsamlegar og heilbrigðar skoðanir. Mig langar að fara fáum orðum um þessa grein og þau áhrif, sem hún hafði á mig. t upphafi er rætt um sýningu myndarinnar „Fiskur undir steini” og umræður um hana I sjónvarpssal. Jón segir: ,,Um- ræðurnar sýndu, að það er að myndast ný stéttaskipting I land- inu, andleg stéttaskipting. Ann- ars vegar eru sumir þeir, sem liafa lilotið háskólamenntun og vilja sýna vit sitt og vald, en liins- vegar allir þeir, scm liafa þaö hlutskipti að vinna hörðum hönd- um.” Ljótt er a’tarna! Og Jón heldur áfram: „Tveir sprenglærðir og hug- sjónadrjúgir listamenn heimsækja islenskt sjávarþorp — og þeir geta ekki annað en lýst andúð sinni á því (sem þeir sjá) og jafnvel fyrirlitningu.” Ég sá umrædda mynd og hlýddi á umræðurnar á eftir og hvort- tveggja hafði önnur áhrif á mig en Jón. Viðþvi er ekkert að segja. En ég get ekki annað en furðað mig á þvi, hvernig hann notar rangar forsendur til að komast að niðurstöðu. Oðru megin borðsins i umræðunum sátu höfundamir, sem hann kallar sprenglærða. Hverer sá lærdómur? Skyldi það geta verið, að hvorugur þeirra hefði háskólamenntun, sem Jón telur valda stéttaskiptingunni? Það skyldi þó ekki vera! Hinum megin borðsins sat rektor Há- skólans og Magnús Bjarnfreðs- son. Eru þeir ekki menntamenn — sprenglærðir og vonandi hug- sjónadrjúgir? Er hlutunum ekki snúið við hér? Eða á að skilja þetta þannig, að hægt sé að skipta t.d. menntamönnum i' vonda og góða menntamenn — þá sem vinna hörðum höndum (starfs- menn rikisins) og letingja (lista- menn)? Ef skólaganga er mennt- un eru það þeir Guðlaugur og Magnús, sem eru sprenglærðir, en ekki hinir, og hvað þá með for- sendurnar fyrir dómnum um höf- unda Fisks undir steini? Og kann- ski um leið. Hvað er að vinna hörðum höndum? Vinnur skrif- stofustjórinn hörðum höndum? Vinnur rithöfundurinn ekki hörðum höndum? Ég er fullkomlega sammála Jóni um þá hættu, sem stafar af litlum tengslum skóla og þjóðlifs, en dæmið með Grindavikur- myndina er illa valið, þvi menntamennirnir sátu hinum megin borðsins. Skýringar á lé- legum „tengslum skólanna við hið iðandi lif samfélagsins utan veggja þeirra”, er að leita i þeirri menntunarpólitik, sem núverandi valdakynslóð mótaði. Það skyldi sannað, að bókvitið yrði i askana látið.þósvo aðþað gengi af okkur dauðum. Á siðasta áratug var bygging menntaskóla lausnar- orðið. Þáverandi menntamála- ráðherra gafst upp undan þrýst- ingnum frá þeim, sem heimtuðu að dregið væri úr prófkröfum og reistir fleiri menntaskólar til að taka við þeim, sem næðu hinu nýja og létta landsprófi. Mennta- skólarnir komust i bobba, þvi margt þessara nemenda stóðst ekki þær kröfur, sem gerðar voru. Ekki mátti fella mannskapinn, þvi það ku vera slæmt fyrir sálar- lifið og þá var bara eitt að gera. DRAGA ÚR KRÖFUNUM. Og fleira var gert en að gera lands- prófið svo létt að helst allir gætu náð þvi. Opnaðar voru fleiri leiðir til fyrirheitna landsins, stúdents- prófsins, svo blessuð börnin kæm- ust i Háskólann, Köbenhavns Universitet eða Svartaskóla. Öll verkmenntun var vanrækt og henni sýndur beinn fjandskap- ur. Hverjar eru svo afleiðingarn- ar? Allir menntaskólar eru full- setnir (Einhver sagði, að þó byggður yrði menntaskóli uppi á öræfajökli fylltist hann brátt) og fleiri I byggingu. Hér er verið að byggja geymslustaði yfir ung- linga, sem ekkert vita hvað þeir vilja, en finnst skárra að eyða vetrinum i hlýjum skólastofum en úti i atvinnulifinu. Hvað á að gera? 1 fyrsta lagi verðurað auka aftur að mun kröfur til nemenda, sem ætla f langt bóklegt nám, þ.e. snarþyngja lands-, gagn- fræða-, og stúdentspróf. t öðru lagi að hætta að byggja mennta- skóla, en byggja þess I stað úti um allt land verkmenntunarskóla. Jón ræðir ýmsa þætti skóla- starfsins og get ég skrifað undir flest með góðri samvisku. Ég tel það dyggð að vera ihaldssamur i skólamálum. Er brauðstritið menning? „Við verðum að minnast þess, að vinnan er menning,” segir Jón Sigurðsson. Gott og vel. Skrifum undir það. En er brauðstritið menning? Er það líklegt að fólkið sem þrælar myrkranna á milli i frystihúsi liti á það sem menning- arframlag? Ég held ekki. Miklu heldur strit til að halda uppi menningarstarfsemi handa for- réttindahópum þjóðfélagsins, auk þess, sem stritið er nauðsyn til að hafa i sig og á. Þetta er lifsbarátt- an, og um þetta m.a. fjallaði Grindavikurmyndin. Þar var deilt á þjóðfélagið m.a. fyrir þá stéttaskiptingu, sem i þvi felst, að tómstundir og menningarneysla eru forréttindi fárra. Þar er tekið undir með Davíð um ,,að fáir njóti eldanna, sem fyrstir kveikja þá.” Jón veitir stjórnmálamönnum réttilega ádrepu fyrir að nota sér- hæfðan orðaforða, sem fáir skilja i umræðum um t.d. efnahagsmál. Kannski er það illgirni i mér, en ég held að þetta sé visvitandi gert. Tilgangurinn er annars veg- ar að reyna að telja almenningi trú um að „vi alene vide” og hins vegar til að breiða yfir eigin þekkingar- og úrræðaleysi, enda vist að þeir skilja ekki sjálfir sum þau orð, sem þeir nota. Hér set ég svo amen eftir efn- inu. Kær kveðja. Egill Raud Samband íslenskra sveitarfélaga: Samstarf um sorphreinsun A fundi fulltrúaráðs Sambands fsl. sveitarfélaga, sem haldinn var á Akureyri fyrir skömmu var þessi ályktun gerð um sorp- hreinsunarmál: Fulltrúarráðið bendir á skyldur sveitarstjórna i sambandi við sorphreinsun og sorpeyðingu. Þar sem verkefni á þessu sviði eru viðamikil, verði athugað, hvort ekki sé hagkvæmt, að komið verði á fót samstarfi sveitarfélaga sem viðast til lausnar á þessum málum. Beinir fulltrúaráðið þvi til stjórna lands- hlutasamtaka sveitarfélaga að hafa forystu um að koma sliku

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.