Þjóðviljinn - 08.05.1975, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. mal 1975.
Ríkið stofni byggingar-
efnaverksmiðju nyrðra
Mundi spara hundruð miljóna i gjaldeyri
Kikisstjórninni er heimilt að
koina á fót verksmiðju til fram-
leiðslu á byggingarefnum úr
islcnskum gos- og steinefnum,
svo sem þak- og þilplötum, stcin-
trefjum i slikar plötur, steinull og
gleri. Sömuleiðis er stjórninni
heimilt að taka allt að 1.500
miljón kr. erlent lán til fram-
kvæmdanna. Byggingarefna-
verksmiöju rikisins skal reisa á
Akureyri.
Þetta eru nokkur aðalatriði úr
frumvarpi til laga um byggingar-
efnaverksmiðju rikisins sem þeir
flytja i efri deild alingis, þeir
Stefán Jónsson og Ilelgi F. Seljan.
Ýtarleg ákvæði eru i
frumvarpinu um það hvernig
standa skuli að stofnun fyrir-
tækisins og byggingu verksmiðj-
unnar. Gert er ráð fyrir 5 manna
þingkjörinni stjórn sem aftur ráði
framkvæmdastjóra. Kveðið er á
um samstarfsnefnd verksmiðju-
stjórnar og starfsmanna sem
stuðli að þvi að jafnan liggi fyrir
sem gleggstar upplýsingar um
allt það sem lýtur að rekstri verk-
smiðjunnar, framleiðslu hennar
ogafkomu. Nefnd þessi breytir þó
i engu starfi og hlutverki
trúnaðarmanna verkalýðsfélaga.
— Byggingarefnaverksmiðjan
skal undanþegin öllum sköttum-
og opinberum gjöldum nema
fasteignagjaldi og landsútsvari.
Áður en framkvæmdir hefjast
Þingsjá
skal fram fara ýtarleg rannsókn á
umhverfi verksmiðjunnar i þvi
skyni að tryggt verði, að hvorki
framkvæmdir né rekstur hennar
Ragnar Arnalds og Helgi Seljan:
Rekstrarlán sauðfjár-
bænda hækki verulega
Kagnar Arnalds og Ilelgi Seljan
hafa lagt fram á alþingi tillögu til
þingsályktunar um rekstrarlán til
sauðfjárbænda. Tillagan er á
þessa leið:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að gera ráðstafanir til
að tryggja bændum viðunandi
rekstrarlán út á sauðfjárafurðir,
og skal við það miðaö, að lánin
verði veitt á timabilinu frá árs-
byrjun til ágústloka ár hvert og
verði þá orðin 75% af væntanleg-
um afurðalánum ”.
Tillögunni fylgir ýtarleg grein-
argerð. Þar segir m.a.:
„Fyrirsjáanlegt er, að bændur,
sem stunda sauðfjárbúskap, og
samvinnufélögin, sem við þá
skipta, lenda þegar á þessu ári i i-
skyggilegum erfiðleikum vegna
skorts á rekstrarfé, og útlit er
fyrir, að þessi vandi muni enn
aukast á árinu 1976.
Eins og kunnugt er, þarf sauð-
fjárbóndinn að leggja i mikinn
kostnað við búskap sinn að vetri,
vori og sumri, og þessi kostnaður
skilar sér ekki aftur fyrr en siðla
hausts. Veitt eru afurðalán til
bænda frá Seðlabanka og við-
aukast verulega vegna stórfelldr-
ar verðbólgu og vaxtahækkana.
Aburðarverð mun hækka á árinu
um a.m.k. 76,5% og gifurlegar
hækkanir hafa einnig orðið á öðr-
Framhald á 14. siðu.
valdi tjóni eða röskun á lifriki
umhverfis hennar. Einnig skal
gerð af hæfum sérfræðingum
athugun á hugsanlegum félags-
legum áhrifum af völdum verk-
smiðjunnar. Haga skal mann-
virkjagerð á þann hátt, að sem
best fari i umhverfinu.
Útibú i öðrum
landshlutum
Flutningsmenn segja m.a. i
greinargerð frumvarpsins:
Innflutningur á vörutegundum
þeim, sem Byggingarefnaverk-
smiðju rikisins er ætlað að fram-
leiða, eða leysa af hólmi, nemur
mörg hundruð miljónum króna
árlega.
Ýtarlegar tilraunir hafa verið
gerðar, með góðum árangri, á
kostnað rikisins, með framleiðslu
á byggingarefni úr gos- og stein-
efnum hér á landi, og benda
niðurstöðumar til þess að við
getum, ef skynsamlega er að
staðið, framleitt vörur til húsa-
gerðar er taki innfluttum bygg-
ingarvörum fram að gæðum 'eða
standi þeim a.m.k. jafnfætis.
Einnig benda likur til þess að hin
islensku byggingarefni yrðu
miklu ódýrari, þótt ekki væri
nema vegna farmgjaldanna sem
spöruðust.
1 grannlöndum okkar eru nú
framleiddar þakplötur og plötur i
útveggi húsa úr trefjasteypu, og
gefast þær mjög vel við veður-
skilyrði svipuð þeim sem hér
rikja.
Vafalaust má telja að verk-
smiðja I eigu ríkisins gæti fram-
leitt allt það rúðugler sem lands-
Starfsmenn
stjórn-
málaflokka
fái
lífeyrissjóðs-
réttindi
Þingmenn allra flokka hafa
sameinast i þvi að flytja frum-
varp til laga um breytingu á lög-
um um Lifeyrissjóð starfsmanna
rikisins á þann veg að heimilt sé
aö taka starfsmenn stjórnmála-
flokka sem I starfi voru 1971 eða
hófu starf siðar I tölu sjóðfélaga,
enda sé um aðalstarf aö ræða.
Flutningsmenn eru Sverrir
Hermannsson, Gylfi Þ. Gislason,
Magnús Torfi Ólafsson, Magnús
Kjartansson og Tómas Arnason.
Gert er ráð fyrir þvi aö 15-20
menn fengju rétt til llfeyrissjóðs-
aðildar samkvæmt frumvarpinu.
Ýmsar sjálfseignarstofnanir hafa
áður fengið aðgang að Lifeyris-
sjóði starfsmanna rikisins fyrir
starfsmenn sína.
Ragnar
skiptabönkum, þegar varan er
komin I söluhæft ástand, hvort
sem um er að ræða mjólk eða
kjöt, og nema lánin 65—68% af
heildsöluverðmæti afurðanna.
Dugar þetta fyrirkomulag þolan-
lega fyrir mjólkurframleiðendur,
en sauðfjárbændur þurfa hins
vegar að brúa bilið frá ársbyrjun
og þar til afurðalánin fást greidd.
Reynt hefur verið að bæta úr
þessum vanda með lánum úr
bankakerfinu á timabilinu frá
mars til ágústmánaðar, en þessi
lán, sem námu á liðnu sumri 900
kr. á slátraða kind haustið 1973,
hafa farið hlutfallslega lækkandi
um langt skeið og eru löngu orðin
algerlega ófullnægjandi.
í þessu sambandi má nefna hér
tölur, sem fram komu á siðasta
Búnaðarþingi: Rekstrarlán til
bænda námu um 65% af fram-
leiðsluverðmæti sa_uðfjárafurða
ársins 1958, en á fyrstu árum
„viðreisnarstjórnar” rýrnuðu
þau mjög verulega og voru árið
1963 komin niður i 34% af fram-
leiðsluverðmæti afurðanna. Siðan
hafa lánin lækkað hlutfallslega ár
frá ári og voru á árinu 1974 aðeins
rúm 21% af framleiðsluverðmæti
sauðfjárafurða.
Versnandi lánafyrirgreiðsla
bankakerfisins hefur valdið vax-
andi erfiðleikum I rekstri margra
samvinnufélaga, og hefur vand-
inn orðið þvi stórfelldari, þeim
mun stærri þáttur sem viðskipti
sauðfjárbænda eru i rekstri félag-
anna, en eins og fram kemur i
töflu úr Arbók landbúnaðarins
1972—1973, sem hér er prentuð
sem fylgiskjal, er sauðfjárbú-
slapur stærsti þáttur landbún-
aðarframleiðslunnar viða um
land, einkum i Dölum, á Vest-
fjörðum og á Ströndum, i Húna-
vatnssýslu, Norður-Þingeyjar-
sýslu, á Austfjörðum og i Austur-
Skaftafellssýslu.
Sýnt er, að á árinu 1975 mun
rekstrarfjárskortur sauðfjár-
bænda og viðskiptaaöila þeirra
Theodor Fontane:
Meine Kinderjahre
Autobiographischer Koinan.
Theodor Fontane:
Von Zwanzig bis Dreizig
dtv 1973.
Fontane er af mörgum talinn
góður fulltrúi raunsæisstefnunnar
á Þýskalandi. Hann var af Huge-
notta-ættum og lærði til apótek-
ara, tók að stunda blaðamennsku
og ferðaðist nokkrum sinnum til
Englands og dvaldi þar. Hann var
orðinn vel fullorðinn þegar hann
hóf skáldsögugerð. Frásagnar-
still hans er taminn og hófsamur
og sögusvið skáldsagnanna er
slðsumar þýskrar borgarastétt-
ar.tþessum frásögnrexur hann
æsku sina og fyrsta tug fullorðins-
áranna. Útgáfur þessar eru mjög
vandaðar, með athugagreinum
og viðbótum, sem eru rúmar tvö
hundruð þéttprentaðar siður.
Frásögnin er lygn og hógvær og
andrúmsloft sfðsumarsins svifur
yfir vötnunum.
Religion and the Decline
of Magic
Studies in popular beliefs in the
sixteenth and seventeenth
century England. Keith Thomas.
Penguin Books 1973.
Trúin á galdurinn hefur fylgt
mannkyninu frá upphafi. Höfund-
ur þessarar bókar skilgreinir
vamargaldur sem not gagn-
lausra aðferða til þess að sefa eða
kveða niður ótta og kvíða, þegar
gagnsamlegar aðferðir eru ekki
þekktar. Þetta á við um varnar-
galdurinn. Svarti galdur byggðist
á vanmegna kukli, sem beint var i
neikvæðum tilgangi. Forsenda
galdursins var óttinn og óttinn
varð forsenda galdraofsóknanna
á 16. og 17. öld. t trúardeilum og
samfélagsbreytingum 16. aldar
skerptust skilin milli þess sem
nefnt var hjátrú og trúarbragða.
Klerkar mótmælenda á Englandi
áttu I harðri samkeppni við fjöl-
kunnuga karla og kerlingar um
traust almennings á krafti lækn-
ingakuklsins eða krafti þess guðs,
sem útdeildi náðinni eftir hentug-
leikum og „hvers vegir voru ö-
skiljanlegir einföldu sveitafólki”.
Höfundurinn sýnir fram á hversu
trúarbrögðin juku galdrakuklið
og mögnuðu, og afleiðingarnar
urðu aftökur, sem urðu þó mun
færri á Englandi heldur en hér á
landi á 17. öld, sé tillit tekið til
fólksfjölda. Höfundurinn fjallar
ekki aðeins um galdurinn, heldur
einnig um aðrar tegundir hjátrú-
ar, svo sem spásagnir, stjörnu-
spárog sendlinga annarra heima,
loft- og vatna-anda o.s.frv. Rit
Thomasar er jafnframt samfé-
lags- og menningasaga Englands
á þessu timabili. Hjátrúin var
ekki litill þáttur i þessu samfélagi
og gjörðir manna mótuðust ekki
litið af henni. Rit þetta er lykilrit
um þessi efni og höfundi hefur
tekist að draga upp skarpa mynd
samfélags, þar sem samskipti
manna mótast mjög af hindur-
vitnum og bjátrú og þar sem
raunskynið á ekki uppá pallborð-
ið. 1 lokakafla fjallar höfundurinn
um þessi efni almennt og telur að"
seint muni ganga að uppræta
jaröveginn fyrir grýlutrúna og
þótt hið gamla form hennar sé nú
mikið til horfið, þá geti hún hve-
nær sem er magnast i öðrum
myndum, þegar hagsmunir rikj-
andi afla samfélaganna eru i húfi.
Keith Thomas er bóndasonur frá
Wales og starfar við háskólann i
Oxford; þetta er fyrsta bók hans.
Stefán Jónsson.
menn þarfnast, og væri fráleitt að
láta vanburða tilraun, sem gerð
var á sfnum tima af hálfu einka-
framtaksins til glergerðar hér á
landi, með grátbroslegum
árangri, fæla landsmenn frá
slikri framleiðslu.
Þá er þess að geta, að raf-
magnsverð það sem nú býðst hér
á landi af opinberri hálfu til orku-
freks iðnaðar, miðað við 8 000
klst. ársnotkun, er svo hagstætt
að dæmafátt mun teljast i heim-
inum, og kynni þetta lága orku-
verð að gera okkur kleift að selja
framleiðsluvörur Byggingarefna-
verksmiðju rikisins á erlendum
mörkuðum.
Hvað staðarval Byggingar-
efnaverksmiðjunnar áhrærir skal
það tekið fram, að flutningsmenn
telja það mikilvægt frá
þjóðfélagslegu sjónarmiði að hún
verði reist utan Faxaflóasvæðis-
ins, þar sem ætla má að tiltækt
verði nægjanlegt vinnuafl. A
Akureyri gæti verksmiðjan reist
skorður við hættu á árstíða-
bundnu atvinnuleysi, og ber þá
jafnframt að geta þess, að einmitt
þar stendur islenskur verk-
smiðjurekstur traustum fótum.
Akvæði 4. gr. frumvarpsins
gera siðan ráð fyrir þvi að fyrir-
tækið geti hafið rekstur i sér-
stökum greinum annars staðar á
landinu, ef henta þykir, svo sem i
grennd við biksteinsnámurnar á
Austur- og Vesturlandi.
The Mythology of
tlie Secret Societies.
J.M. Roberts. Paladin 1974.
Bókin kom i fyrstu út hjá
Secker and Warburg i London
1972, er nú gefin út i pappirskilju
Paladin, með auknu registri, að
öðru leyti óbreytt. Höfundur rek-
ur sögu og imyndaða sögu leyni-
félaga I Evrópu á 18. og 19. öld.
Trú manna á mátt leynifélaga á
þessu timabili varð stundum
sjúkleg, ýmsar samfélagsbreyt-
ingar voru taldar stafa af sam-
særum og undirróðri hinna og
annarra félaga og imyndanir
manna um tilgang og starfsað-
ferðir þeirra minntu stundum á
útlistanir á samkomum norna á
15. og 16. öld. Tolstoj kynnti sér
litillega starfsemi frimúrara i
Rússlandi á fyrri hluta 19. aldar
og úrskurður hans hefur ennþá
gildi; hann nefndi starfsemi stúk-
unnar og hátterni meðlimanna
„imbecile”. Fáránlegar
hundakúnstir, vitlaus táknafræði
og algyðistrúarþrugl voru i þá
veru að ekki var hægt að taka það
nema sem dellu, sem væri aðeins
við hæfi einfeldninga. Dulspeki-
tilburðir þeirra og hinn og annar
llfsvisdómur var og er þessi al-
menni útsöluvarningur, sem ætl-
aður er einföldum sálum, sem eru
að reyna að sýnast einhverskonar
vitsmunaverur. Um tima blómg-
uðust hinar fáránlegustu kjafta-
sögur og ótti við leynifélögin;
þeim var ætlað margt illt, bylt-
ingar, eyðilegging verðmæta, al-
heimsbylting og margt saurugt
leynim.akkið, en þótt meðlimirnir
væru borgaralega sinnaðir á 19.
öld, þá áttu þeir engan þátt i þeim
breytingum, sem urðu á samfé-
lögum álfunnar; goðsagan um
áhrif frímúrara og annarra leyni-
félaga af þeim toga reyndist rugl,
eins og hliðstæðar hugmyndir um
alheimssamsæri zíonista og
kommúnista nú á dögum. Mc-
Cartyisminn er gott dæmi um
áhrif hysteriu, sem er piskuð upp
af sálsjúkum einstaklingum og
trúað af einfeldningum. Höfundur
styðst við mikinn grúa heimilda,
sem visað er til i bókarlok; hann
starfar við háskólann i Oxford.