Þjóðviljinn - 08.05.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.05.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 8. maí 1975. Einar Sveinsson. VOÐVIUINN ÚTIFUNDUR í BORG HO CHI MINH Ford forseti vill helst gleyma Víetnam — Japan og Ástralía viðurkenna BBS Singapore og viðar 7/5 reuter — Útvarpið i Ho Chi Minh borg skýrði frá þvi i dag að hinir nýju stjórnendur f Suður-Vietnam hefðu ávarpað útifund i borginni þarsem saman voru komnar þús- undir borgarbúa. Tran Van Tra hershöfðingi i Þjóðfrelsishernum ávarpaði borgarbúa af tröppum forseta- hallarinnar. Kvað hann nýju stjórnina myndu koma vel fram við þá sem unnú fyrir bandarikja- menn eða Thieu-klikuna. — Við vitum að margir létu glepjasteða voru neyddir til að vinna fyrir bandarikjamenn og afturhalds- stjórnina en nú er kominn timi til að þeir bæti fyrir mistök sin, sagði hann. Hann sagði einnig að útlendingar fengju að búa áfram i landinu ef þeir beittu sér á engan hátt gegn alþýðu landsins og hagsmunum byltingarinnar og sýndu hefðum og siðum landsins virðingu. Útvarp borgarinnar skýrði einnig frá þvi að 305 skipum úr flota landsins hefði verið skilað til nýju stjórnarinnar og að þúsundir yfirmanna og óbreyttra liðs- manna flotans hefðu gefið sig fram. Ford forseti hélt blaðamanna- fund i gærkvöldi þar sem hann hvatti þjóðina til að sýna flótta- mönnunum frá Suður-Vietnam góðvild og bjóða þá velkomna. Aðspurður um þá lærdóma sem draga mætti af Vietnamstriðinu sagði Ford að striðinu væri lokið og ekki vert að rifja þá sorgar- sögu upp, nú væri timabært að huga að framtiðinni. Þá gerðist það i dag að stjórnir Astraliu og Japan viðurkenndu Bráðabirgðabyltingarstjórnina i Suður-Vietnam. Samtimis bárust fréttir af þvi að allar eyjar úti fyrir strönd Suður-Vietnam væru nú á valdi þjóðfrelsisliða, þ.á m. hin illræmda fangaeyja Con Son þar sem tigrisbúrin fundust á sin- um tima. Bæjarráð Hafnarfjarðar Yfirborgar einkaaðila! Skiptir ekki máli, segir f ramkvæmdastj órinn LAOS Pathet Lao taka borg Hafnf irðingur nokkur fullyrti það við blaðamann á dögunum, að Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar veitti togaranum Rán GK ákveð- in fríðindi, sem ekki kæmu sjómönnum til góða. Vegna þessa sneri blaðið sér til framkvæmdastjóra BH og spurði hann ef tir því hvort útgerðin greiddi löndunarkostnað fyrir Rán ogiétihana hafa frian ís. Framkvæmdastjórinn, Einar Sveinsson, svaraði eftir drykk- langa stund: — Ja, ég náttúrulega þarf engu um slikt að svara. — Nei, nei. Þú þarft þess ekki. — Við höfum yfirleitt selt Rán- inni is og landað úr skipinu og gerum hvorttveggja samkvæmt reikningi. — Þið látið þá sum sé ekki hafa frian is og ekki fria löndun. Eiga einhverjar yfirborganir sér stað? Ef um mismunun hefur verið að ræða vegna bíla- kaupa fyrir síðustu gengis- fellingu virðist sem svo, að bílaumboðin hafi mis- munað viðskiptamönnum sínum, en ekki gjaldeyris- nefndin, sú sem heimilar gjaldeyrisyfirfærslur, því slíkar færslur vegna bíla- kaupa eru veittar bila- umboðunum en ekki ein- staklingum. Nokkurn þyt hefur vakið mál Vilmundar Gylfasonar, er hann flutti þjóðinni i þættinum um daginn og veginn i útvarpinu á Borgið þið meira fyrir fiskinn en lágmarksverð? — Það er yfirleitt ekki talandi um það. — Þó i einhverjum mæli? Þögn — Það vil ég ekki segja um. Það er enginn fiskur keyptur i dag. — Þið sem sagt hvorki borgið fyrir þá isinn né yfirborgið fisk- inn? — Það er nú ekki nema að hluta sem Ránin hefur viðskipti við okkur, þannig að þetta eru bara ósköp hrein viðskipti. — Engar undirborðsgreiðslur? — Undirborðsgreiðslur? Það væru náttúrulega ekki neinar undirborðsgreiðslur, ef þær væru settar upp á borðið. — Engar slikar greiðslur af neinu tagi? — Það er ekkert slikt i gangi núna. — En hefur það verið? — Það skiptir ekki máli. mánudagskvöldið. Þar hélt hann þvi fram, að einstaklingar hefðu fengið gjaldeyrisyfirfærslu til bilakaupa eftir að farið var að skammta gjaldeyri verulega, en blöðin hefðu þagað yfir þessu vegna þess, að hér ættu hlut að máli menn úr öllum stjórnmála- flokkum. Vildi Vilmundur láta heita að þetta væri dæmi um samtryggingarkerfi stjórnmála- flokkanna. Vegna'-þessa máls sneri blaðið sér til formanns gjaldeyris- nefndar, Björgvins Guðmunds- sonar. VarBjörgvin fyrst spurður að þvi hvort blaðið gæti fengið að lita yfir veittar gjaldeyrisyfir- færslur frá þeim tima, að viðskiptaráðherra, Ólafur Jó- Kakhramon Dadaéf með dojrurn- ar slnar Einleikur á dojrur A hátfðasamkomu i Háskóla- btói i kvöld, sem haldin er i tilefni þess að þrjátiu ár eru liðin frá þvi að sigur vannst á hersveitum Hitlers, leikur heimsþekktur listamaður Kakhramon Dadaéf á fjórar dojrur (bjöllutrumbusett), og er það liklega i fyrsta sinn sem leikið er á slik hljóðfæri opinber- lega á tslandi. hannesson, tilkynnti á fundi i Framsóknarfél. Rvikur, þann 23. janúar, að til gjaldeyrisskömmt- unar mundi koma á næstunni. Þessa tilkynningu gaf ráðherrann framsóknarmönnum 20 dögum áður en hætt var að selja gjald- eyri fyrir gengisfellingu. Björgvin sagði, að gjaldeyris- bankarnir litu á þetta sem trúnaðarmál, og gæfu ekki upp nöfn viðskiptavina sinna. Björgvin tók það fram, að gjaldeyrisviðskiptabankarnir afgreiddu ekki gjaldeyri til einstaklinga til kaupa á frilista- vörum, þar með töldum bilum. Slikar afgreiðslur væru gerðar til umboðanna, og ef einhver Framhald á 14. siðu. Vientiane 7/5 reuter — Sveitir Pathet Lao tóku i dag borgina Kasy u.þ.b. 130 km norðan við Vientiane og mættu þær engri mótspyrnu af hálfu hægrisinna. Þá gerðu stúdentar i Suður-Laos uppreisn og tóku fimm embættis- menn i gislingu. Þegar bardagar brutust út að nýju milli Pathet Lao og her- sveita hægrisinna þann 14. fyrra mánaðar hófust þeir við mikilvæg vegamót norðan við Kasy. í borginni Pakse við Mekong- ána fóru tvö þúsund náms- og verkamenn út á göturnar. Tóku þeir borgarstjórann, tvo undir- menn hans og tvo héraðshöfð- ingja i gislingu. Efnt var til þess- ara aðgerða til að mótmæla dýr- tiðinni. Jafnframt voru embættis- menn borgarinnar ákærðir fyrir að hamstra hrisgrjón og selja þau á okurverði. Mótmælendurnir kröfðust þess að yfirinaður syðsta herstjómar- svæðis Laos tæki við völdum borgarstjóra i Pakse til bráða- birgða og játti hann þvi. Jafn- framt var þess krafist að rikis- stjórnin sem i eiga sæti fulltrúar A nýafstöðnu þingi Æskulýðs- sambands tslands var samþykkt ályktun gegn herstöðvum á ts- landi og um samstöðu með þjóð- frelsisöflum i öðruin löndum. „9. þing ÆSt leggur áherslu á afnám erlendra herstöðva á tslandi, af- nám allra hernaðarbandalaga. Þingið fordæmir þá samninga, sem ríkisstjórn Islands gerði við Bandarikjastjórn um áframhald- andi hersetu. Þessir samningar miða að þvi að festa hersetuna i sessi, en meðal annars mun sá liður samninganna, sem lýtur að stórauknum framkvæmdum á vegum hernámsliðsins færa her- mangsöflunum álitlegan gróða. Þingið fagnar sigrum þjóðfrelsis- aflanna i Indókina og skorar á rikisstjórnina að viðurkenna þeg- ar i stað Bráðabirgðabyltingar- stjórnina i Suður-Vietnam og Hina þjóðlegu konunglegu ein- ingarstjórn Kambódiu (GRUNC). Jafnframt fagnar þingið að ein- ræðisstjórnum i Grikklandi og Portúgal hafi verið velt úr sessi, en minnir á, að enn eru mannrétt- indi fótum troðin viða um lönd, s.s. i Suður-Afriku, Ródesiu, á Spáni, I Chile og Kúrdistan. Þingið lýsir yfir samstöðu ÆSl með alþýðu þriðja heimsins i bar- áttu hennar gegn heimsvalda- stefnunni. Pathet Lao og hægrisinna að jöfnu sendi rannsóknarnefnd til borgarinnar og að i henni væru fulltrúar a.m.k. þriggja ráðu- neyta. BELGÍA Lögregla ber á verkfalls- mönnum Brussei 7/5 reuter — Lög- reglumenn á hestum börðu á verkfallsmönnum með kylfum i Brussei i dag með þeim af- leiðingum að a.m.k. 12 þeirra særðust. Verkfallsmenn eru starfsmcnn sjúkrahúsa sem krefjast hærri launa og betri vinnuaðstöðu. Aðgerðir verkfallsmanna hófust með útifundi utan við höfuðstöðvar verkalýðssam- takanna i borginni. Að honum loknum gengu um tvö þúsund fundarmanna um miðborgina i átt til þinghússins. Þegar þangað kom mætti þeim öfl- ugur lögregluvörður sem beitti kylfum og vatnsdælum á göngumenn með fyrrgreind- um afleiðingum. Verkfalls- menn héldu fundi i mörgum belgiskum borgum sama dag. Formannskjör í Grœnlandsráð Godthab 7/5 ntb — Lars Chemnitz var i dag endurkjör- inn formaður landsráðs Græn- lands en það fer með fram- kvæmdavaldið i landinu. I at- kvæðagreiðslunni fékk Chemnitz 9 atkvæði en mót- frambjóðandi hans, séra Jonathan Motzfeldt, fékk 8. Blaðberar óskast i Fossvog Skipasund Múlahverfi og Seltjarnarnes Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsl- una. ÞJÓÐYILJINN “úþ ÆSI fordæmir hersamninga Hafi mismunun átt sér stað hefur hún verið Annars staðar en hjá bönkunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.