Þjóðviljinn - 25.05.1975, Page 3
Sunnudagur 25. mal 1975 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 3
FRÁ NESKAUPSTAÐ
Hafin bygging fullkominnar
hei Isugæsl ustöð va r
Þegar ráöist var I það af miki-
um stórhug á sinum tima að
byggja sjúkrahúsið i Neskaup-
stað, þótti mörgum sem þar væri
verið að reisa sér hurðarás um
öxl og þeir eystra hefðu ekkert við
slikt að gera. En reynslan sann-
aði strax á fyrstu dögunum, að
geysilega mikil þörf var fyrir
sjúkrahúsið i fjórðungnum og á
þeim tveim árum sem það hefur
starfað eru þau ótalin mannslifin,
sem tilvera þess hefur bjargað.
Og nú er aftur ráðist i stórvirki:
Stækkun sjúkrahússins og upp-
byggingu fullkoininnar heilsu-
gæslustöðvar fyrir Austfirðinga-
fjórðung. Undirbúningsvinna er
hafin og i þessum mánuði átti að
byrja að steypa upp nýbygging-
una. Reiknað er með, að hægt
verði að taka hana i notkun
1978—79.
Við fengum ráðsmann sjúkra-
hússins, Stefán Þorleifsson, til að
útskýra fyrirhugaðar breytingar
og byrjaði hann á að benda á lik-
an á skrifstofu sinni af sjúkrahús-
inu einsog það verður og draga
fram teikningar, sem við getum
þvi miður ekki sýnt með þessu
viðtali. bað eru arkitektarnir
Ormar Þór Guðmundsson og
Ornólfur Hall sem hafa teiknað og
lagt mikla alúð við verkið, segir
Stefán, ferðast um og kynnt sér
allar aðstæður og hvaða kröfur
gera þarf til slikra bygginga.
Steypuverkið i sumar var boðið út
og samið við verktaka, Húsnæði
sf., sem er samtök húsasmiða i
Reykjavik.
Eftir brey tinguna verður sjúkra-
húsið deildaskipt sjúkrahús,
sagði Stefán, heilsugæslustöð II.
samkvæmt nýju heilbrigðisþjón-
ustulögunum, þ.e. reiknað með
tveim eða fleiri starfandi læknum
og aðstöðu fyrir skurðlækningar,
lyflækningar og rannsókna- og
endurhæfingarmeðferð. Nýbygg-
ingin verður tæplega 10 þúsund
rúmmetrar að stærð, þrjár hæðir,
sem hver um sig er tæpir þúsund
fermetrar.
Þegar er lokið við botnplötu
hússins og svokallaðan neðri
Likan af heilsugæslustöðinni einsog hún verður með viðbygg-
ingunni við sjúkrahúsið.
Gamla sjúkrahúsið nú
kjallara þar sem aðstaða verður
fyrir rafstöð, geymslu, súrefni og
fleira. A neðstu hæð tekur endur-
hæfingarstöðin mest pláss með
sundlaug, æfingasölum, aðstöðu
fyrir þjálfara, nudd og annað slikt
og rými fyrir vinnuþjálfun. A
þessari hæð er líka gert ráð fyrir
þvottahúsi, krufningu, likhúsi,
bilgeymslum og öðrum geymsl-
um.
Endurhæfingarstöðin er nýjung
úti á landi, en það hefur sýnt sig
og ber orðið öllum saman um
núna, að mikil þörf er fyrir
endurhæfingu, bæði fyrir sjúkl-
inga sem koma og fá aðgerð á
sjúkrahúsi og þá ekki sist fyrir
gamla fólkið. Við erum með tvær
deildir á sjúkrahúsinu núna,
venjulega sjúkradeild og deild
fyrir gamalt fólk og öryrkja og ég
held að það sé mikil nauðsyn að
koma á fót endurhæfingu fyrir
aldraða fólkið til að vega upp á
móti þeirri hrörnun sem annars
kemur, þegar fólk hefur ekkert
við að vera.
A 2. hæð verður fyrst og fremst
heilsugæslustöðin þar sem gert er
ráð fyrir vinnuaðstöðu fyrir 3—4
lækna. Þarna verður einnig
skurðstofan, aðgerð og annað
sem henni tilheyrir, og á að vera
mjög vel hannað eftir að ýmsir
sérfróðir menn hafa um þetta
fjallaðaf nákvæmni. Þarna verða
lika tvær rannsóknastofur og
röntgendeild, en mikil áhersla
verður á það lögð að gera rann-
sóknaaðstöðu alla sem fullkomn-
asta og að fá hingað vel menntað
fólk á þvi sviði til að árangur i lyf-
iækningum og skurðlækningum
geti orðið verulegur. Þá verður á
þessari hæð aðstaða fyrir tann-
lækni og fyrir héraðshjúkrunar-
konu, fundarsalur og bókasafn.
Á efstu hæðinni er gert ráð fyrir
31 sjúkrarúmi til viðbótar þeim
sem fyrir eru i gömlu bygging-
unni, en þeim verður reyndar
eitthvað fækkað um leið til að
bæta vinnuaðstöðuna þar. Sérstök
fæðingardeild verður hluti af
þessari hæð, en húsin tvö siðan
tengd saman með viðbyggingu,
þar sem verður m.a. dagstofa.
Breytingar verða allmiklar á
gamla húsinu, einkum i sambandi
við eldhús og borðstofu, t.d. verð-
ur þvi nú þannig komið fyrir, að
sérstök borðstofa verður fyrir
sjúklingana og borða þá allir sem
hafa fótavist þar i stað þess að
vera reiknir inni rúm til að borða.
Gamla sjúkrahúsið var teiknað
á árunum 1947—8 og byrjað að
byggja það 1950 og þótt það væri
stórt og mikið á þess tima mæli-
kvarða er aðstaðan þar nú úr sér
gengin, segir Stefán, og ófullkom-
in orðin, þótt sjúkrahúsið hafi
vissulega margsannað þýðingu
sina fyrir byggðarlagið og
kannski ekki siður fyrir fiski-
skipaflotann. Fyrir utan marg-
vislega læknisþjónustu við sjó-
menn hafa legusjúklingar beint af
flotanum orðið yfir hundrað á ári
og slys á sjónum oft það marg-
slungin og hættuleg, að flutningur
hefði verið illframkvæmanlegur.
Um tima var erfitt fyrir sjúkra-
húsið að fá starfslið, þótt það búi
vel i þeim efnum núna. En Stefán
sagðist ekki kviða sliku þegar bú-
ið yrði að koma upp góðri starfs-
aðstöðu fyrir fólkið, hinsvegar
vantaði enn tilfinnanlega bústaði
Stefán Þorleifsson
fyrir hjúkrunarlið. Læknabústað-
ir eru aftur fyrir hendi eða að
verða það. Annað vinnuafl
sjúkrahússins en læknar og
hjúkrunarlið býr á staðnum og i
framtiðinni kemur þetta til með
að verða einn stærsti vinnustaður
bæjarins, má reikna með að þar
verði að jafnaði um 70 manns við
vinnu.
Auðvitað er erfitt að byggja upp
gott og fullkomið sjúkrahús fyrir
ekki fjölmennara hérað en
Austurland er og hefði sennilega
verið óhugsandi fyrir nokkrum
árum, bæði af fjárhagsástæðum
og vegna viðhorfa lækna, sem um
tima álitu að flytja bæri sem flest
viðvikjandi lækningum til
Reykjavikur. En nú hafa þeir við-
urkennt að landið sé þannig að
slikum vinnubrögðum verði ekki
við komið og viðhorfin enn breyst
með tilkomu nýju heilbrigðislag-
anna, sem gera ráð fyrir 85%
fjárframlagi rikisins á móti 15%
framlagi heimamanna, enda
hefði ekkert litið bæjarfélag getað
lagt i byggingu heilsugæslustöðv-
ar af eigin rammleik einum. Mið-
að við kostnaðaráætlun sjúkra-
hússins i Neskaupstað núna, sem
er um 300 miljónir, verður það
nógu erfitt fyrir bæjarfélagið að
leggja fram þessar 45 miljónir, en
við vonum samt að þetta gangi
allt eftir áætlun, sagði Stefán að
lokum. Það fer þó að sjálfsögðu
eftir þvi hvernig rikið stendur
að þessu og eftir þvi hvernig við
stöndum okkur hér heima.
—vh
Bóndi í
hjáverkum
Rætt við Jón
Guðmundsson
sem ásamt
sextán öðrum
stundar búskap
í kaupstaðnum
Á daginn situr hann á skrifstof-
unni hjá Sildarvinnslunni, en
morgnar, kvöld og stundum há-
degið fara i að gegna fénu. Á vor-
in fer hann með það i næsta f jörð
og smalar svo á haustin.
Svona erhann rikur sveitamað-
urinn I honum Jóni Guðmunds-
syni, sem ættaður er frá Þrasa-
stöðum i Skagafirði en fluttist
sem verkstjóri til Neskaupstaðar
fyrir 20 árum og hefur búið þar
siðan.
— Ég geri þetta meðan ég hef
þessa heilsu, segir Jón, léttur á
brún. Og ég hef þessa heilsu fyrir
það að ég hef féð. Annars hefði ég
legið fyrir og lesið á kvöldin og
væri orðinn stirður og kannski
dauður!
Reyndar á ekki bara búskapur-
inn itök i Jóni. Sjómennskan er
lika rikur þáttur í hans blóði og
hann var i mörg ár til sjós, segist
sjálfsagt enn hafa verið til sjós ef
hann hefði ekki orðið slæmur i
baki og orðið að hætta þvi. —
Þessar greinar báðar hafa alltaf
verið i minni ætt, segir hann.
Og hvernig gengur svo að vera
bóndi I hjáverkum inni i miðjum
vaxandi kaupstað eins og Nes-
kaupstað?
Jú, það gengur ágætlega, finnst
Jóni. — Þetta eru 17 manns alls,
sem hafa þetta sem aukavinnu
hérna og þaraf fjórir sem hafa
bara hesta. Allir eru þeir i öðru,
föstu starfi. Samanlagt er fjár-
eignin hjá okkur ekki nema 421
kind, en hestarnir 26, engin kýr.
En þegar ég kom hér fyrst fyrir 20
árum og var hér ásetningsmaður
voru 1600 fjár hér i bænum, 28 kýr
og 3hestar, svo þetta er snúið við,
kýrnar horfnar og hestarnir
komnir i staðinn.
Sjálfur er hann með 54 kindur.
Hann segir, að þeir félagar heyi
á ræktuðu landi sem bærinn á, en
það er að visu alltaf að minnka
eftir þvi sem meira er byggt.
Fénu gefa þeir inni allan veturinn
og æmar bera inni, enda má ekki
láta þær út nema i girðingar og
a.m.k. þetta vorið var engin girð-
ing held eftir snjóflóðin. Eftir
sauðburðinn fara þeir með féð til
Mjóafjarðar.
— Viðerum sjö saman i félagi,
sem förum með féð og látum það
ganga sunnan megin i Mjóafirð-
inum. Við förum með það sjóleið-
ina, en rekum það vanalega til
baka. Við tökum lömbin og skurð-
arféð heim þegar við förum i
haustgönguna, en skiljum ærnar
eftir og látum þær ganga áfram.
Svo förum við aftur um mánaða-
mótin okt/nóv. og sækjum þær.
Við smölum i' rétt i Mjóafirðinum
og gistum þá á eina bænum sem
þar er sunnan megin i byggð, á
Reykjum. Það er mesti gleðskap-
ur og ánægja bæði fyrir okkur og
þaðfólk,ogþaðhlakkar til þessar-
ar tilbreytingar rétt eins og við,
alveg frá miðju sumri. Svona var
þetta heima i sveitinni hjá mér i
gamla daga. Þá hlakkaði maður
lengi til að fara i göngurnar.
Mikið af kjötframleiðslunni
nota hjáverkabændurnir i Nes-
kaupstað sjálfir fyrir sinar fjöl-
skyldur, en þó ekki allt, sumt fer
á markaðinn. Norðfirðingar eru
nokkurn veginn sjálfum sér nógir
með landbúnaðarvörur, segir
Jón. í sveitinni innaf firðinum eru
12 býli, flest blönduð sauða- og
kúabú, tvö býlin bara með fjárbú.
Kjötframleiðslan er næg fyrir
markaöinn, en stundum þarf að
flytja að mjólk, þegar mörg skip
koma. Nokkrar jarðir eru i eyði,
þ.á m. ein sú besta að mati Jóns,
Kirkjuból. Afkoma bænda er góð
og heyfengur nægur ef vel gengur
með þurrka. — Það er gott fyrir
búskap hér i sveitinni, segir hann,
og þó að hún sé litil þá er hún
falleg.
— Veldur búskapur ykkar i
bænum engum árekstrum?
— Ekki við ibúana, en stundum
við stjómendurna eða einstaka
þeirra, sem halda vist, að þetta
skemmi eitthvað landið. En þvi er
nú algerlega öfugt farið, þvi kind-
umar skila aftur af sér og siðan
féð hvarf úr fjallinu er það orðið
hvitflekkótt allt sumarið og
grænkar aldrei. Þetta er land,
sem var i rækt meðan fé var hér
margt, en siðan það hvarf er
þetta bara orðin sina.
—- Þið fáið samt að halda
áfram.
— Það er náttúrlega alltaf
verið að þrengja að okkur. En af
þvi að ég er orðinn svona gamall,
þá ætla þeir vist ekkert að róta
við mér, en leyfa mér að halda
áfram meðan ég get og það geri
ég meðan ég hef nokkra heilsu.
— Saknarðu aldrei átthaganna
eða sérð eftir að hafa flutt hing-
að?
— Nei, ég kann mjög vel við
mig hérna og hef alltaf gert. Þótt
það geti að visu gert mikinn snjó
á veturna er hér sérstök veður-
sæld. Ég hef viða verið, bæði til
sjós og eins verkstjóri, t.d. á Súg-
andafirði, Húsavik og Olafsfirði
en þetta er mesti veðursældar-
staður, sem ég hef verið á
—vh