Þjóðviljinn - 25.05.1975, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. mai 1975
DWDVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS
Otgefandi: ótgáfuféiag Þjdðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Jtijstjórar: Kjartan ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
(Jmsjón með sunnudagsblaði:
Vilborg Harðardóttir
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
ATBURÐIRNIR í PORTÚGAL
Mikil og örlagarik umskipti hafa orðið á
sviði alþjóðamála siðustu árin. Þar ber að
sjálfsögðu hæst sigur þjóðfrelsisaflanna i
Indókina, ásamt pólitisku og siðferðilegu
hruni þeirra manna sem haft hafa forustu
fyrir bandariskri heimsvaldastefnu og
standa nú i hrönnum uppvisir afbrota-
menn, hvort sem þeir dveljast innan tukt-
húss eða utan. Einnig i Vestur-Evrópu
hafa gerst örlagarikir atburðir sem munu
draga langan slóða, fall fasismans i
Grikklandi og Portúgal. Þar eru umskipt-
in i Portúgal ekki sist mikilvæg vegna
þess að þau hafa bundið endi á þá villi-
mannlegu nýlendustyrjöld sem
portúgalskir fasistar háðu i Afriku með
tilstyrk Atlantshafsbandalagsins og
Bandarikjanna. Atlantshafsbandalagið er
nú veikara en það hefur nokkru sinni verið
siðan það var stofnað, ekki siður en Var-
sjárbandalagið þar sem aðildarrikjunum
er haldið saman með sovésku hervaldi.
Þau ár munu renna fyrr en varir að þessi
nauðungarbandalög sundrist að fullu og
smáþjóðir dragi andann léttar.
Atburðirnir innan Portúgals hafa að
vonum vakið athygli manna. Enn sem
fyrr er það herinn sem hefur hin raun-
verulegu völd i landinu, þótt hinir nýju
ráðamenn hersins styðjist við aðrar stéttir
og aðrar og nútimalegri hugmyndir en
fyrr. Ráðamenn hersins i Portúgal segjast
stefna að sósialisma, þeir hafa gert upp-
tækar eignir hinnar fámennu forréttinda-
stéttar sem áður réð öllu i landinu og tekið
upp rikisrekstur i vaxandi mæli, hliðstæð-
ir atburðir hafa gerst áður til að mynda i
ýmsum Arabalöndum. Slik umskipti fela
að sjálfsögðu i sér mikilvægar grund-
vallarbreytingar á gerð þessara þjóðfé-
laga, enþær eru enginn „sósialismi” með-
an þær eru framkvæmdar með fyrirmæl-
um að ofan, án þess að alþýða manna hafi
getu eða völd til þess að framkvæma
raunverulegt efnahagslegt lýðræði. 1
Portúgal er um að ræða mikilvæga á-
fanga, en leiðin til raunverulegs og virks
sósialisma getur orðið löng og krókótt hjá
þjóð sem ekki hefur reynslu af öðru en fas-
isma.
Það er einnig mjög mikilvægt að i fyrstu
frjálsu kosningunum sem fram fóru i
landinu reyndist mikill meirihluti þjóðar-
innar aðhyllast sósialisma. Sú staðreynd
er jafn mikilvæg þótt siðan hafi komið upp
valdabarátta milli Sósialistaflokksins sem
var ótviræður sigurvegari i kosningunum
og Kommúnistaflokksins sem fékk mun
minna fylgi en leiðtogar hans höfðu gert
sér vonir um. Átökin eru greinilega afleið-
ing þess að forustumenn þessara flokka
hafa meginhluta ævi sinnar ýmist dvalist i
fangelsum fasistastjórnarinnar eða i út-
legð, og gamlar úreltar kreddukenningar
virðast móta viðhorf þeirra i rikum mæli.
Vonandi eiga þessir forustumenn stjórn-
visku til þess að bæjgja slikum kreddum
til hliðar og snúa bökum saman, efla
sósialiska þróun og stefna að þvi að flytja
hin raunverulegu völd i landinu úr hönd-
um herforingja til fólksins sjálfs. Sú leið
verður vafalaust torsótt, þvi stórveldi,
hernaðarbandalög og undirróðursstofnan-
ir munu að vanda beita áhrifum sinum
eftir óhrjálegustu leiðum til þess að tor-
velda frjálsa framsókn portúgölsku
þjóðarinnar til lýðræðis og sósialisma.
í hernámsblöðunum islensku hefur ver-
ið reynt á hinn furðulegasta hátt að heim-
færa atburðina i Portúgal upp á Island.
Það hefur verið viðurstyggilegt að sjá
Morgunblaðið gera sér upp áhyggjur út af
lýðræði i Portúgal, það blað sem áratug-
um saman hefur verið málsvari fasista-
stjórnarinnar. Það hefur verið skoplegt að
sjá Gylfa Þ. Gislason lýsa portúgölskum
sósialistum sem flokksbræðrum sinum; ef
Gylfi hefði verið portúgalskur stjórnmála-
maður væri hann nú tvimælalaust i útlegð,
gagntekinn heift i garð Sósialistaflokksins
sem er i öllum efnum andstæða Alþýðu-
flokksforustunnar islensku. ísland og
Portúgal eru einhver ólikustu þjóðfélög
sem finnanleg eru i Vestur-Evrópu, og til-
raunir til þess að heimfæra skoðanir
manna i öðru þjóðfélaginu yfir á hitt eru
til marks um það eitt hvilik lágkúra ein-
kennir oft islenska stjórnmálaumræðu.
Hérlendis eru atburðirnir i Portúgal
stuðningur við þá eina sem berjast fyrir
stjórnarfarslegu sjálfstæði, efnahagslegu
lýðræði, fyrir sósialisma i samræmi við is-
lenskar aðstæður.
—m.
FRÁ NESKAUPSTAÐ
- o
Mikill íþróttaáhugi
— en dýrt fyrir
félög úti á landi
að komast
langt , segir
„fjármálaráð-
herra” Þróttar
í Neskaupstað
íþróttahúsiö — myndarlegt, en of stutt.
Auftvitaö er það gaman og mikil
hvatning iþróttafélagi úti á landi
aö komast langt á iandsmæli-
kvarða i einhverri grein. En
ánægjan getur verið dálitið
blandin þegar þátttaka td. i 2.
deild i knattspyrnu gleypir mest-
alla fjárveitinguna til félagsins og
þá óhjákvæmilega á kostnaö ann-
arra iþróttagreina.
bað er Þórður M. Þórðarson,
stundum kallaður „fjármálaráð-
herra” iþróttafélagsins bróttar i
Neskaupstað, sem bendir á þetta,
en til hans snerum við okkur til að
fræðast um iþróttalifið i bænum.
Mikill og almennur iþrótta-
áhugi er rikjandi á Norðfirði, og
hafa sennilega allflestir núlifandi
innfæddir norðf irðingar ein-
hverntima tekið einhvern þátt i
iþróttunum þá rúmlega hálfu öld
sem iþróttafélagið hefur starfað,
enda má sjá marga núverandi
þekkta menn staðarins sem
krakka eða ungmenni i mynd-
skreyttu riti félagsins, sem gefið
var út i tilefni 50 ára afmælisins
1973.
Færeyjaferð
— Mestur hefur áhuginn oftast
verið kringum knattspyrnuna,
segir Þórður, en lika hér áður
kringum handboltann þótt hann
hafi heldur sett ofan siðustu árin.
En nú höfum við fengið hingað
öldu Helgadóttur landsliðskonu
úr Kópavogi. Hún er nú búsett hér
og er að drifa upp handboltann
hjá stúlkunum.
Skiðaáhugi er einnig mikill,
sagði hann, bæði meðal yngri og
eldri norðfirðinga. Félagið á
skiðaskála i Oddsdal, sem tals-
vert er notaður, ma. af gagn-
fræðaskólanemum, sem skóla-
stjórinn hefur farið mikið með á
skiði i vetur.
Á vegum félagsins eru einnig
æfðar frjálsar iþróttir og sund og
standa nú fyrir dyrum harðar æf-
ingar i öllum greinum vegna
keppni i Færeyjum i sumar.
Þróttur hefur samskipti við
iþróttafélagið i Sandavogi i Fær-
eyjum og sendir þangað 40
manna hóp til keppni. Þetta er 2.
ferð Þróttar til Færeyja, en
Sandavogsmenn hafa komið einu
sinni til Neskaupstaðar.
iþróttahúsið
þriðjungi of stutt
tþróttamannvirki i bænum eru
sundlaugin, sem starfrækt er á
sumrin, iþróttavöllur og iþrótta-
hús, sem notað er jöfnum höndum
fyrir skóla bæjarins og iþrótta-
félagið. En það er galli á iþrótta-
húsinu, að vallarlengd er ekki
næg og vantar þriðjung uppá upp-
haflega ráðgerða stærð hússins.
Það var iþróttasjóður sem
stöðvaði framkvæmdir á sinum
tima og varð aldrei úr að allt hús-
ið væri steypt upp. En það er á
stefnuskrá meirihluta bæjar-
stjórnar að stækka húsið.
fþróttahúsið er mjög mikið
notað, sagði Þórður, ekki sist af
fullorðnu fólki, sem þar stundar
leikfimi og badminton. Aðrar al-
menningsiþróttir eru skiðaiðkun
á vetrum og sund á sumrin og er
talsvert um að fólk fái sér sund-
sprett áður en það fer i vinnuna á
morgnana, en sundlaugin opnar
kl. 7.
Bæjarfélagið hefur styrkt
rekstur iþróttafélagsins með um
600 þús. króna framlagi á ári. —
En það er að verða svo dýrt að
reka iþróttastarfsemi úti á landi,
sagði Þórður, að það er nær
ógjörningur. Það er bæði dýrt að
kosta þjálfara og þá ekki sist
ferðalög flokkanna; ferða-
kostnaður hjá okkur hefur td.
farið allt uppi 300-500 þúsund
krónur á einu ári.
Þórður N. Þóröarson
Einkum sagði hann það dýrt að
lenda i 2. deild. Þannig hefði td.
félagið i Neskaupstað þurft að
leika 7 leiki i Reykjavik og m.a.s
ferðast allt til fsafjarðar þegar
það var i 2. deild, á sama tima og
Reykjavikurfélögin fáruðust yfir
að þurfa að fara eina einustu ferð
austur á land. Leikir innan 3.
deiidar eru hinsvegar aðeins inn-
an viðkomandi fjórðungs, en þá
þarf reyndar að ferðast allt suður
til Hornafjarðar og norður á
Vopnafjörð.
Þessi orð má samt ekki skilja
svo, að Þórður fagni þvi að Þrótt-
ur er ekki lengur i 2. deild:
— Auðvitað er það geysileg
hvatning að komast i hana og
mark til að keppa að fyrir félögin
úti á landi. En það verður að
koma þessu einhvernveginn fyrir
þannig, að það verði þeim ekki
fjárhagslega ofviða.
—vh