Þjóðviljinn - 25.05.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. mai 1975
LÚÐVÍK JÓSEPSSON :
50 mílur — 200 mílur
Núverandi rikisstjórn hefur
lýst þvi yfir að á þessu ári muni
hón færa fiskveiðilandhelgina við
tsland Ut i 200 milur. Eins og fram
hefur komið varð það að sam-
komulagi i landhelgisnefnd
þeirri, sem rikisstjórnin hefur
skipað og I eiga sæti fulltrúar
allra stjórnmálaflokka, að rétt
væri að biða með ákvörðun út-
færsludags fram yfir fundartima-
bil hafréttarráðstlefnunnar i Genf,
en hún átti að ljúka störfum 10.
mai sl.
Nú er fundum hafréttarráð-
stefnunnar lokið að sinni, og má
þvi búast við að senn hefjist um-
ræður flokkanna um útfærslu i 200
milur, þ.e.a.s. hvenær hún skuli
eiga sér stað og hvemig að mál-
inu skuli staðið.
95% fiskaflans
innan 50 mílna
Um stækkun fiskveiðilandhelg-
innar í 200 milur er fullt sam-
komulag allra flokka. Það verður
þvi eflaust enginn ágreiningur
um útfærsludag, né heldur hvern-
ig útfærslan skuli verða i aðalat-
riðum. En þó að svo sé varðandi
útfærsluna i 200 milur er ekki þar
með sagt að allt sé á sléttu og
enginn vandi á höndum varðandi
okkar landhelgismál. Allir vita að
býsna mikill ágreiningur hefur
verið um framkvæmd landhelgis-
málsins, einkum milli ýmissa for-
ustumanna stjórnmálaflokkanna.
Utfærsla fiskveiðilandhelginn-
ar i 50 milur hefur nú staðið i tæp-
lega 3 ár. A þessum tima hefur
okkur ekki tekist að losna full-
komlega við veiðar útlendinga i
fiskveiðilandhelgi okkar og mun-
ar þar mest um veiðar breta.
Nýlega hefur hafrannsóknar-
stofnunin tekið saman skýrslu
fyrir landhelgisnefndina um fisk-
veiðar við tsland innan 50 milna
markanna og á svæðinu á milli 50
og 200 milana. 1 þeirri skýrslu
kemur i ljós eins og Þórarinn
Þórarinsson ritstjóri Timans
hefur skýrt frá i blaði sinu, að
innan 50 milna markanna veiðist
svo að segja allur sá afli botnfiska
sem veiddur er við ísland.
Hafnrannsóknarstofnunin telur
að um 97% alls þorskaflans veið-
i istinnan 50 milna markanna, 99%
ýsuaflans, 82—86% alls ufsaafl-
ans og yfir 50% karfaaflans veið-
ist innan 50 milnanna. Þessar
staðreyndir hafa verið kunnar
flestum islenskum fiskimönnum
og flestum þeim sem fylgjast
nokkuð með fiskveiðum á ís-
landsmiðum.
Á svæðinu milli 50 milna og 200
mllna hefur litil fiskveiði átt sér
staönema sildveiði meðan sildin
veiddist sem mest á góðu síldar-
árunum, djúpt út af Austurlandi.
Árangurinn i landhelgisbaráttu
okkar stendur og fellur með þvi
hvernig gengur að vernda 50-
milna-svæðið.
Útfærslan i 200 mflur er þýðing-
armikil, ekki vegna veiðisvæð-
anna, sem þar eru heldur vegna
þess að aukið lögsögusvæði okkar
gefur okkur aukið öryggi gegn þvi
að útlend veiðiskip trufii fiski-
göngur á þvi' svæði, og siðar getur
auövitað komið til þess að fisk-
veiðar verði stundaðar á þessu
svæöi.
Fiskaflinn
á íslandsmiðum
Samkvæmt skýrslum Hafrann-
sóknarstofnunarinnar hefur
meöaltalsaflamagn islendinga og
útlendinga verið sl. 16 ár á Is-
landsmiðum 728 þúsund tonn af
botnfiski, þ.e.a.s. af þorski, ýsu,
ufsa og karfa og nokkrum öðrum
fisktegundum.
Samkvæmt alþjóðlegum
skýrslum um aflamagn kemur i
ljós, að magn þessara fiskiteg-
unda hefur i áratugi verið um
700—800 þúsund tonn á ári, og hef-
ur aflinn skipst mjög jafnt á milli
islendinga annarsvegar og allra
útlendinga hinsvegar.
Nú siðustu árin eftir útfærsluna
i 50 milur, hefur hlutfallið snúist
islendingum i hag og mun vera
orðið 65% á móti 35%, en jafn-
hliða hefur heildaraflamagnið
minnkað.
Á Hafréttarráðstefnunni, sem
nýlega er lokið i Genf, kom
greinilega fram sterkur vilji ráð-
stefnufulltrúanna, að sú skipan
skuli verða gildandi i hafréttar-
málum, að viðkomandi strandriki
eigi að geta ákveðið hvað mikið
magn megi veiða á 200 mflna
efnahagslögsögusvæði við landið
og að það eigi einnig að hafa rétt
til að segja sjálft til um, hvað það
geti veitt mikið á svæðinu, og
hvað rétt sé að heimila miklar
veiðar tii annarra.
Samkvæmt þessari reglú
mýndum við Islendingar fá vald
til að ákveða hámarksveiöi á fs-
landsmiðum. Sennilega myndum
við ákveða hana 500—600 þúsund
tonn i næstu 2—4 ár,. meðan stofn-
amir eru að ná sér upp, en siðan
yrði árleg veiði 700—900 þúsund
tonn eða jafnvel enn meiri.
Það er því ljóst, að innan tiðar
stöndum við islendingar frammi
fyrir miklu og mjög vaxandi
verkefni þar sem er að fullnýta á
skynsamlegan hátt allan fiskafl-
ann viö landið og vinna þann afla
á fullkominn hátt til manneldis.
Samningarnir viö
breta falla úr gildi
13. nóvember
Þann 13. nóvember i ár fellur
samningur breta um veiðar i is-
lenskri fiskveiðilandhelgi úr gildi.
Þá ættu fiskimiðin innan 50
milnanna aö vera komin undir ó-
skoraða, islenska stjórn og þá
ætti að ljúka endanlega hinum
gifurlega mikla ágangi erlendra
togara á Islandsmiðum. En hvað
gerist i raun og veru 13. nóvem-
ber i ár? Getur það verið, að nú-
verandi rikisstjórn hugsi til þess
að framlengja samningana við
breta og semja jafnhliöa um veið-
ar þýskra togara i fiskveiðiland-
helgi okkar?
Fyrir fáum dögum var
Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra spurður um það i
útvarpsþætti hvort slikir samn-
ingar kæmu til greina.
Matthias svaraði óákveðið, en
taldi þó, að slikir samningar
kæmu til greina og i þvi sambandi
kom hann með þessa gömlu og út-
þvældu afsökun, ,,að við islend-
ingar værum ekki einir i heimin-
um” og ,,að við þyrftum að selja
framleiðslu okkar” og „aðokkur
væri nauðsynlegt aö ná góðu við-
skiptasamkomulagi við Efna-
hagsbandalagið”.
Ummæli Matthiasar voru
vissulega uggvekjandi og benda
eindregið til þess, að hann hugsi
sér aö semja um áframhaldandi
veiöiheimildir breta og um nýjar
heimildir fyrir þjóðverja.
Matthias Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, er eflaust ekki einn
I stjórnarliðinu á þessari skoðun.
í grein Þórarins Þórarinssonar
i Timanum þann 17. þ.m. kemur
fram svipaður tónn, etf þó ekki
eins slæmur og hjá Matthiasi.
Þórarinn tekur upp kenninguna
um þali, ,,að við séum ekki einir i
heiminum” og talar um umþótt-
unartima.
En þvi má ekki gleyma að bret-
ar hafa fengið sinn umþóttunar-
tima innan 50 mflnanna.
Fyrst tóku þeir sér umþótt-
unartima með valdi i rúmlega eitt
ár og siðan sömdu þeir um tvö ár.
Með þeim sainningi hafa þeir
viðurkennt, að samningstíminn
sé úti þann 13. nóvember og við
það eiga þeir að standa.
Og Vestur-þjóðverjar hafa i
þrjú ár neitað samningum um
eölilegan umþóttunartima, en
þess i stað beitt okkur viðskipta-
þvingunum og stundað hér land-
helgisbrot.
Undanþágur gera
útfærsluna í 200
mílur hlægilega
Sú hugmynd að útfærslan I 200
milur gefi tilefni til nýrra undan-
þágusamninga er fráleit. Allir
þeir, sem eitthvað hafa hugleitt
landshelgisbaráttu islendinga
vita, að það sem fyrst og fremst
skiptir máli er að ná fulikominni
stjórn á fiskveiðum við landið,
þar sem þær fara fram.
Nú er brýn þörf á þvi að stöðva
veiðar útlendinganna m.a. vegna
veikra fiskistofna og augljósrar
ofveiði. Það er auðvitað að snúa
hlutunum öfugt að krefjast þess
af íslendingum, að þeir stöðvi
slnar veiðar eða stórminnki þær
á sama tima og útlend veiðiskip
fara héðan með hundruð þúsunda
tonna af fiski. Minnkandi sókn i
stofnana verður að eiga sér stað á
þann hátt, að útlendingarnir viki
af okkar miðum.
A næstu mánuðum mun á það
reyna, hvort sigur vinnst I land-
helgisdeilum okkar við útlend-
inga, eða hvort svo illa á til að
takast, að enn verði látið undan
kröfum breta og vestur-þjóðverja
og siðan áfram flaggað með 200
milna útfærslu.sem þá yrði litið
annan eð nafnið
Nú, eins og áður, verður þjóðin
öll — ekki aðeins fáir foringjar —
heldur þjóðin öll, að standa á
vérði i þvi mikla hagsmunamáli
sem landhelgismálið er.
Tillögurnar eru algerlega á mlna ábyrgð, sagði Ólafur Jóhannesson, þegar hann kom utan frá þvi aö semja viö breta foröum tfð. Tekur hani
nú ábyrgð á þvi að semja enn við ofbeldisöflin I kompanii viö Geir HallgrimssoniMyndin af Ólafi er tekin þegar hann kynnti tillögur sinar um
samninga viö breta haustið 1973, en myndin af þeim félögum er tekin, þegar Ólafur afhenti Geir lyklavöldin I forsætisráðuneytinu sl. sumar.
in SKODA r. —
S; ioo645.000.-
Verð til
öryrkja
470.000.
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H/F.
AUÐBREKKU 44—46
KÓPAVOGI SÍMI 42600