Þjóðviljinn - 25.05.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 25.05.1975, Qupperneq 9
Sunnudagur 25. mai 1975 þjóÐVILJINN — SÍÐA -9 FRÁ NESKAUPSTAÐ Litið inn á dagheimili í Nes- kaupstað Kveöjuveisla meö sleikibrjóstsykri I eldri deild Á sama tíma og víðast annarsstaðar er kvartað sáran yfir skorti á barna- heimilum hefur bæjarfé- lagið í Neskaupstað byggt svo myndarlega yfir sín börn, að þar hefur ekki verið full nýting á dagvist- unarplássunum. Forstöðu- kona dagheimilisins á Blómsturvöllum segir á- stæðuna reyndar ekki þá aðekki sé þörf fyrir pláss- in, heldur að skipulagið haf i ekki hentað foreldrun- um nógu vel og hefur því nú fyrir sumarið verið breytt nokkuð um rekstrarform dagheimilis- ins. Þaö var kalt og nöturlegt úti daginn sem blaðamaður Þjóðvilj- ans leit inn hjá krökkunum, en inni var bjart og hlýtt og allir i hátiðaskapi, enda verið að halda sleikibrjöstsykursveislu i tilefni af þvi að ein stelpan var að kveðja — átti að hætta daginn eftir. — Kannski ekki besta auglýs- ingin fyrir dagheimilið að láta sjá svonalagað á mynd! sagði fóstran á eldri deildinni, Alda Stefáns- dóttir, sem iþróttaunnendur munu kannast við úr handboltan- um og má reyndar skjóta þvi hér inn, að hún er tekin til óspilltra málanna við þjálfun þar eystra svo við ýmsu má búast úr þeirri áttinni á næstunni.... Að þvi er forstöðukonan Jó- hanna Stefánsdóttir sagði, starf- aði dagheimilið i tveim deildum i vetur, fyrir yngri og eldri börn, og var ekki alveg full nýting, en Dagheimiliö á Blómsturvöllum VILJUM KOMA STARFSEMINNI í FASTARISKORÐUR hinsvegar mikil eftirspurn eftir plássum hálfan daginn. Til að koma til móts við óskir um hálfs- dagspláss og til að nýta húsnæði og starfskraft betur yfir sumarið var ákveðið að breyta rekstrinum og bæta við leikskóladeild, sem starfar tviskipt, fyrir og eftir há- degi. Hafa nú þegar verið innrituð i leikskólann 35 börn, en 32 verða á dagheimilinu i sumar. Ekki er ákveðið hvort haldið verður á- fram starfrækslu leikskóladeild- ar næsta vetur lika, það fer eftir reynslunni i sumar og umsóknum næsta háust en fram að þessu hef- ur Iðnskólinn i Neskaupstað notað tvær stofur byggingarinnar á vet- urna, Fyrir utan Jóhönnu og öldu, sem báðar eru fóstrur að mennt- un, vinna 6 aðrar við gæslu barn- anna og tvær i eldhúsinu. Tveir nemar frá Fósturskólanum starfa á dagheimilinu i sumar. Jóhanna áleit það hafa háð rekstri dagheimilisins nokkuð, hve tið mannaskipti hefðu verið þar hjá starfsfólkinu og skipulag- ið þvi orðið dálitið laust i reipun- um. Sjálf tók hún við heimilinu i september sl. ár, — hafði áður starfað við barnaheimili i Hafn- arfirði og i Kópavogi, en er úr Neskaupstað. — Og líkar vel að starfa hér heima, sagði hún, þótt hér sé svo- sem einsog allsstaðar litlir pen- ingar fyrir hendi þegar eitthvað þarf að gera. Það sýnir þó amk. góðan vilja að byggja svona myndarlega, og við sem vinnum hér núna höfum fullan hug á að koma starfseminni i fastari skorður, móta hana og byggja upp þannig, að hún nýtist foreldr- um og börnum sem best. —vh Alda Stefánsdóttir viö störf á eldri deild. Jóhanna forstööukona meö börnum á yngri deild

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.