Þjóðviljinn - 25.05.1975, Page 10
ío SIÐÁ'—VjóÐVÍlJÍNN' Sunnúdágur 25. mál Í975
Sjúklingar
í öllum velferðarrikj-
um eru lyfjanotkun og
lyfjasala mikið á dag-
- skrá. Venjulega eru
svipuð mál á dagskrá i
hinum ýmsu löndum:
almenn ofnotkun lyfja,
tilhneiging til að
„kaupa” sjúklinga af
læknaþjónustunni með
vanhugsuðum eða
gagnslausum lyfjagjöf-
um, ennfremur marg-
visleg ráð sem lyfja-
hringarnir hafa til þess
að skrúfa upp bæði verð
á lyfjum og söluna yfir-
leitt.
I nýlegum greinaflokki i Le
Monde var um þessi mál fjallað
eins og þau lita út i Frakklandi,
enmargt er þar sagt sem einnig á
við um önnur lönd.
Þessar rosknu
konur
Þar er fyrst vikið að sjálfum
gæðum lyfjanna. Aukaverkanir
lyfja eru mjög útbreitt vandamál,
til dæmis telja svisslendingar að
þar deyi maður fjórða hvern dag
vegna langvinnrar ofnotkunar á
lyfjum, og i Frakklandi sjálfu er
talið að 2-5% allra þeirra sem á
sjúkrahús koma séu þar vegna
þess að einhver lyf hafi haft á þá
hæpin áhrif. I þriðja lagi er mikill
sægur af lyfjum i umferð, sem eru
sannarlega gagnslitil eða þá
gagnslaus með öllu — tekið er
dæmi af þvi lyfi sem mestur gróði
er af i Frakklandi (211 miljónir
franka á ári gefur það af sér) og
sagt að ,,það hefur engin önnur á-
hrif á heila þess roskna fólks sem
það tekur sér til hressingar en þá
æfingu sem fæst af að telja
þrjátiu dropa af þvi á hverjum
morgni”. Sjálfir viðurkenna tals-
menn lyfjaiðnaðarins — með
semingi þó — að mikið sé af á-
hrifalitlum „huggunarlyf jum”
sem gottsé að visa á öllum „þess-
um áhyggjufullu rosknu konum,
sem allar virðast finna eitthvað
til I fótunum”.
Markaðspóker
Þessi vandamál — lyf sem hafa
illa kannaðar eða illa upplýstar
aukaverkanir og svo mikill fjöldi
gagnslausra lyfja á markaði —
rekja greinarhöfundar i Le
Monde að verulegu leyti til sjálfr-
ar samkeppnisstöðunnar á mark-
aðinum. Flestir framleiðendur
hafa af smáum framförum að
státa I gerð lyfja. En þeir verða
að halda sér á hreyfingu innan
vitahrings markaðslögmála,
jafnvel þótt um gervihreyfingu sé
að ræða. Þvi eru þeir á endalaus-
um snöpum eftir „efnilegum leið-
um” I samsetningu lyfja, reyna
að „smlða” nýtt lyf sem passi
akkúrat inn i það svigrúm sem
markaðurinn gefur. Um leiö eyða
þeir tugmiljónum i að reyna að
hrekja önnur og hliðstæð lyf út af
markaðinum frá keppinautunum
(sem að sjálfsögðu svara I sömu
mynt). Þetta gæti verið nógu
spaugilegt á að horfa ef að verið
væri að framleiða til dæmis
sinnep. En þetta er dýr og hættu-
legur póker þegar lögð er undir
heilsa fólks og opinber útgjöld til
velferðar þess.
Með þvi að setja svo mörg lyf á
markaðinn á ári hverju — 200-300
sina um lyf með þvi að fara á
námskeið og fyrirlestra, þá eru
þeir rétt einu sinni enn að rekast á
útsendara lyfjahringa, sem ann-
aðhvort skipuleggja fyrir-
lestrana, eða senda þangað
tæknilega aðstoðarmenn eða
borga þá kokkteila sem að lokum
eru drukknir. Lyfjahringarnir
eru firnalega auðugir, og þeir
hafa ærin efni á þvi að fjarstýra
smekk lækna allt frá þvi þeir setj-
ast á skólabekk. Þeir smjúga inn
um ýmisleg göt á sjálfri læknis-
fræðslunni og notfæra sér opin-
bera nisku á fé til rannsókna-
starfa til að ráða firnamiklu af
þeim upplýsingastraumi sem
verðandi og starfandi læknar fá
um úrræði við sjúkdómum : upp-
lýsingar um lyf koma frá þeim
sem mestan hag hafa af þvi að
þau séu seld sem mest og sem
mest bruðlað með þau.
Einokunarverðlag
1 samantekt þeirri sem hér hef-
ur verið rakin að nokkru eru
stjómvöld og gagnrýnd harðlega
fyrir að veita lyfjaframleiðend-
um slælega mótspyrnu i verð-
lagsmálum. Fullyrðingar iyfja-
hringanna um að þeir verði að
hafa verðlag á lyf jum jafn hátt og
raun ber vitni vegna kostnaðar
við rannsóknir, eru teknar góðar
og gildar, þrátt fyrir ýmsar rann-
sóknir — t.d. bandariskar — sem
sýna að hlutföllin milli þess sem
lyfjahringar eyða I rannsóknir og
þess sem þeir eyða I auglýsingar
eru hin svivirðuiegustu. Hér við
bætist, að framleiðslan færist i æ
rlkari mæli i hendur alþjóðlegra
auðhringa, sem hvað eftir annað
hafa verið sóttir til saka I hinum
ýmsu löndum fyrir svivirðulegar
ráöstafanir tilaðskrúfa upp verð.
Innflutt lyf eru nú 25-45% dýrari
en frönsk, en sú verðlagsleg vörn
sem frönskum sjúklingum og riki
hefur verið i innlendri fram-
leiðslu er mjög að þverra vegna
þess að alþjóðlegu hringarnir
ganga mjög hart fram i þvi að
kaupa upp frönsk fyrirtæki sem á
þessu sviði starfa.
Og þjóðnýting
Hér hefur verið getið um all-
mörg vandamál sem eru langt frá
þvi aö vera sérfrönsk — við tæki-
færi væri gott að bera þær
upplýsingar sem hér voru raktar
saman við Islenskar aðstæður. Að
lokum er bent á nokkrar leiðir til
úrbóta. Þar er getið um stuðning
við innlenda framleiðslu og rann-
sóknir. Aukna upplýsingastarf-
semi sem gerði fólk sjálfstæðara
gagnvart lyfjum. Stuðning við þá
lækna og læknamiðstöðvar sem
hafa gert tilraunir með nýja
stefnu i lækningum ; hún byggir
meðal annars á stórfelldum
niðurskurði I lyfjanotkun annars-
vegar, en hinsvegar á löngum
viðtölum við sjúklinginn og könn-
un á ferli hans og umhverfi
(læknahópur dr. Jean-Marie
Uhry I Grenoble). Og ennfremur
segja þeir hjá le Monde, að það
væri ekki svo galin hugmynd að
setja upp þjóðnýttan lyfjaiðnað
og gera nokkra grein fyrir þvi,
hvemig þeir telja að best væri að
þvi staðið.
(áb tóksaman)
Pillur,
sprautur
og glös
á ári, og með þvi að reyna hvað
sem það kostar, að „halda”
markaðinum I þessum sjúkdómi
eða öðrum, þá fer ekki hjá þvi, að
menn lendi I þvi að setja á mark-
að illa prófuð lyf eða fara á annan
hátt „yfir strikið”. Þannig
„gleyma” framleiðendur til
dæmis að geta þess i Vidal, en svo
nefnist rit það, sem læknar sækja
flestar upplýsingar til um ný lyf
— að tiltekið lyf hafi aukaverkan-
ir á augu og að menn geti fengið
hjartaslag ef þeir hætti skyndi-
lega að taka annað lyf. Og menn
þekkja til dæmis dæmi, að for-
stjórar franskrar lyfjaverk-
smiðju hafi reynt að hafa áhrif á
ráðherra I þá veru að ákveðið lyf
væri ekki sett á fiknilyfjaskrá,
enda þótt það væri sannarlega
mikið notað af dópistum I bland t
við alkóhól. Þetta spillir sölunni
sögðu þeir.
Gervirannsóknir
Mikið skortir á árvekni yfir-
valda I þessum efnum. í Frakk-
landi leggur heilbrigðisráðuneyt-
iö blessun sina yfir ný lyf og þarf
til þess vottorð um undangengna
rannsókn fyrst á dýrum og svo á
sjúklingum á eiturverkunum og
svo lækningamætti. Blaðamönn-
um Le Monde var trúað fyrir þvi I
ráðuneytinu að um 80% af þess-
um rannsóknum væru hand -
vömm hin mesta, þótt allajafna
mætti treysta þvi nú orðið að lyf
væru ekki stórlega eitruð. Hér
koma margar ástæður saman. I
fyrsta lagi er I raun þörf á að
prófa lyf miklu lengur en gert er
— (markaðslögmálin reka á eftir
einsogfyrr segir). 1 öðru lagi eru
lyfin prófuð á alltof fáum sjúk-
lingum. í þriðja lagi er það al-
gengt, að i raun séu það menn á
launum hjá lyfjahringunum sem
prófa lyfin fyrir lyfjaeftirlit rikis-
ins. Meðal annars i þvi formi, að
sérfræðingar lauma til hringanna
nytsömum visndalegum upplýs-
ingum til framleiðanda vöru sem
þeir siðar prófa fyrir rikið. Og fá
undir borðið fyrir slika þjónustu
sem svarar nokkrum hundruðum
þúsunda islenskra á mánuði, eða
þá ókeypis flugmiða á ráðstefnu I
Tokio eða Melbourne...
Ég vil hafa
mitt lyf
Eitt af þvi sem ýtir undir fárán-
lega lyfjanotkun er viss vita-
hringur sem skapasthefur i sam-
skiptum lækna og sjúklinga.
Yngri læknar, sem eru að reyna
að hefja störf með sæmilega
hreina samvisku kvarta yfir þvi,
að sjúklingar trúi þeim ekki né
treysti nema að þeir fái lyf — ef
að reynt er að segja sjúklingun-
um að þeir þurfi ekki á lyfjum að
halda, þá móðgast þeir og fara
annað.
Lyf eru vlðast hvar rækilega
niðurgreidd af heilbrigðisþjón-
ustunni og velferðarborgaranum
finnst að réttur hans til heilsu sé
jafngildur rétti til að fá lyf, helst
eitthvað nýtt. Þrýstingur frá
sjúklingum sem heimta að fá lyf
blandast saman viö þau þægindi
sem læknar hafa af þvi að af-
greiöa málin með þvi að skrifa
vel útlitandi resept. Og þau
þægindi eru lika arðbær. í stað
þess að sitja drjúga stund með
sjúklingi og skoða hann og yfir-
heyra vandlega er hægt að auka
afköstin með þvi að gefa hverjum
sjúklingi aðeins 10-15 minútna
samtal og svo lyf I kaupbæti.
Heilaþvottur á
læknum
Ekki má heldur gleyma þvi, að
mikið starf er unnið og miklu fé
varið til að heilaþvo lækna. 1
Frakklandi eru til dæmis um 350
rit gefin út handa læknum einum
ogíangsamlega flesterurekinfyr-
ir tekjur af auglýsingum frá
lyfjaframleiðendum. Þegar slik
rit skrifa greinar um meðferð
sjúkdóma, sem eru reyndar ekki
mjög fyrirferðarmiklar þegar á
heildina er litið, þá eru þær grein-
ar einnig að þvi leyti tilbúningur
lyfjaframleiðenda, að þær byggja
á athugun, sem kostuð er af þeim
og tengd þeirra eigin framleiðslu.
Yfir hvern starfandi lækni er
dembt firnalegu magni af skraut-
legum upplýsingum um ný lyf, og
i Frakklandi er þvi svo farið, að
hver læknir er heimsóttur að
meðaltali einu sinni á dagaf um-
boðsmanni einhvers lyfjahrings-
ins, sem heldur á lofti sýnum og
skrautprentuðum bæklingum.
Sjálft hið mikla magn af nýjum
nöfnum á lyfjum (falskur marg-
breytileiki) gerir það að verkum
að slikt starf hefur mikil áhrif á
þaö hvað læknar gefa resept upp
á hverju sinni („það er minni
dagsins sem ræður” segir einn
þeirra).
Þegar læknar (um 15% þeirra)
reyna að hressa upp á vitneskju