Þjóðviljinn - 25.05.1975, Side 11

Þjóðviljinn - 25.05.1975, Side 11
Sunnudagur 25. mai 1975 WóÐVILJINN — SÍÐA 11 TONABÆR OPNAR MEÐ NÝRRI PELICAN 30. MAÍ Tónabær verður opn- aður aftur nú 30. maí, eftir að hafa verið lokaður yfir próftima- bilið sem nú er lokið. Þann 30. mun Pelican spila og daginn eftir mun Júdas spila. FORSÍÐU- MYNDIN „Hendur og málmur” heitir mynd örlygs Kristfinnssonar á forsiðu blaðsins i dag og má hver túlka hana sem hann vill i sambandi við væntanlega málmblendiverksmiðju og umræðurnar um hana, sem voru kveikja myndarinnar. En auðvitað má lita málið i viðtækara ljósi og einskorða það ekki við þessa einu umræddu verksmiðju. örlygur Kristfinnsson er teiknikennari að menntun, — stundaði nám i Myndlista- og handiðaskóla Islands —, og hefur unnið sem slikur, en i vetur reyndar snúið sér að öðrum viðfangsefnum og starfað sem sviðsmaður hjá Leikfélagi Heykjavikur milli þess sem hann hefur verið sinn eiginn herra og gert það sem hann vildi. Tónabær er nú búinn að starfa i um það bil 5 ár með góðum árangri. Stofnun Tónabæjar má rekja til kvartana húsmæðra og annarra út af hávaða og leið indum frá unglingum sem söfnuðust saman i sjoppum og á öðrum slikum stöðum. Má segja að Tónabær hafi virkt mikið af þeim unglingum sem kvartað var undan. Þessir krakkar, sem eru frá 14 ára og jafnvel yngri höfðu engan samastað annan en götuna og sjoppur til að safnast saman, en eins og allir vita er félagsþörfin afar mikil á þessum aldri og nauðsynlegt að vel sé búið að þessum ung- iingum. Tónabær uppfyllir hluta af þessari félagsþörf. Skemmtistaður Tónabær er rekinn sem skemmtistaður fyrir unglinga. I sumar verða hljómsveitarböll i öndvegi, og enginn getur neitað þvi að Tónabær hefur alla tið verið besti staðurinn fyrir hljómsveitir, kaupið hjá hljóm- sveitunum er tiltölulega gott, og krakkarnir jákvæðir hlust- endur. Og staðurinn hefur þar af leiðandi alltaf boðið upp á bestu hljómsveitirnar. Er dýrt að sækja Tónabæ? Oft hefur verið gagnrýnt opin- berlega hvað inngangseyrir sé dýr. En er við berum saman við staði sem eru reknir af einka- aðilum kemur fljótt i ljós að hér er va rla um neitt okur að ræða. 1 sumar verður opið á fimmtu- dögum, föstudögum og laugardögum, og reynt verður að hafa opið á sunnudögum. Inngangseyrir verður frá 200 kr. til 500 kr. og til dæmis þá kostar orðið 250 kr. á kvikmynda- sýningar. Allar veitingar eru á sama verði og annars staðar. Pelican, 30. maí Aldurshópurinn sem sækir Tónabæ mest núna er árgang- arnir 1957-1960. Eldri gestir eru undantekningar. Reynt hefur Við diskótekið verið að fá eldri krakka inn en án árangurs. I sumar verður litið um nýjungar, enda erfitt að koma sliku i kring yfir sumar- timann. En alla vega að kynnast nýjum og breyttum hljóm- sveitum þar í sumar! (Pelican spila 30.5.). Að minu áliti mætti lifga við þjóðlagakvöldin sem haldin voru þar fyrir nokkrum árum. Þau voru dálitið sérstæð, fólkið náði einhverri einkenni- legri ánægjustemmningu og áhorfendur náðu sambandi við listamenn þá er þar tróðu upp (eða öfugt). Unglingarnir hegöa sér vel, — miðað við þá eldri, sem skemmtistaði sækja Enn einu vil ég koma á fram- færi. Það er mikill misskiln- ingur að Tónabæ sæki einhver óaldarlýður unglinga. Ungling- arnir hafa verið án mikilla undantekninga ódrukknir og hegðað sér vel i þau skipti sem ég hef komið þangað i vetur. Allir aðrir standa Tónabæ langt að baki i báðum þessum efnum. En þurfum við ekki lika stað fyrir aldúrshópinn 16-20 ára? Sviptingar í poppinu Gífurlegar sviptingar eru í íslenska poppinu um þessar mundir Pétur Kristjánsson virðist hafa verið rekinn úr Pelican út af tónlistarlegum ágrein- ingi, og Herbert Guð- mundsson úr Eik hefur tekið við hans stöðu í hljómsveitinni. Herbert hafði ekki verið með Eik- inni nema nokkra mánuði. Eik hyggst taka upp plötu nú í lok mánaðarins með nýjum söngvara, en Demant h.f., umboðs fyrirtæki Eikar, vildi ekki gefa upp nafn hans að svo stöddu. Nú, og svo hefur líka heyrst að Björgvin Halldórsson sé hættur í Change sem enn eru úti. Björgvin er að taka upp ,,solo"-plötu úti, og Change koma með 2 plötur á mark- aðinn á næstunni eina stóra og eina litla. Meira um þetta ,,vesen" allt saman í næstu viku. LANDSLEIKURINN ÍSLAND —FRAKKLAND fer fram á Laugardalsvellinum í dag sunnudaginn 25. maí og hefst kl. 2 e.h. Dómari: Wright frá Irlandi Línuveröir: Wilson og Mac Fadden frá írlandi. Knattspyrnusnillingarnir Ásgeir, Elmar og Jóhannes eru 'W' komnir til landsins og leika meö íslenska landsliöinu. Skólahljómsveit Kópavogs leikur frá kl. 1,30 e.h. undir stjórn Björns Guðjónssonar. Aögöngumiöasala viö o y Laugardalsvöllinn frá kl. 9 f.h. Fjölmennið á völlinn og hvetjiö íslenska landsliöiö til sigurs. Knattspyrnusamband Islands.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.