Þjóðviljinn - 25.05.1975, Page 15

Þjóðviljinn - 25.05.1975, Page 15
SuDnudagur 25. mái 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÖÁ 15 Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI Tökum lagið Halló þið! í dag ætla ég aö kynna ykkur bandarískan verkalýðssöng. Ljóðið er eftir FLORENCE REECE og orti hiin það áriö 1931, en þá var hún gift kolanámumanni I Harlan County, Kentucky. Það varöveitir minningu um baráttu kolanámumanna fyrir bættum kjörum á þessum árum. Lagið er þjóölag. Þeir sem eiga i erfiðleikum með þvergripin geta I staöinn fyrir hljómana: b,e,f(Is) 7, A, tekiðhljómana: a, d, e, E7, G. Corne all of you e good fftí; rf, *■ -~a- f r ■ r " —i Work-ers.good news to you I'll ft, b e f'Al. ° tell, Of how the good oid Which Side are you on? un-ion has co,ne in here _to awell Which side are you on? FtiSi 7 6 Whlch side are you on? Come all of you good workers, good news to you I’ll tell, Of how the good old union has come in here to dwell. Viðlag: V\hiich side are you on? Which side are you on? Don’t scab for the bosses, don’t listen to their lies. Us poor folks haven’t got a chance, unless we organize... Viðlag: They say in Harlan County, there are no neutrals there. You’ll either be a union man, or a thug for J.H. Blair. Viðlag: Oh, workers, can you stand it? Oh tell me how you can. Will you be a lousy scab, or will you be a man? Viðlag: r [ (H) rnoU b lh)mcLL ©c ) c p > T ( ) c ) „Upplífgun” til leigu fyrir gestgjafa Athafnamenn frjálsrar sam- keppni finna sér alltaf eitthvað nýtt til aö græða á. Þannig stofnaði kona nokkur I Seattle i Bandarikjunum nýlega fyrir- tæki sem leigir út kvenkyns og karlkyns „upplffgun”. Starfs- fólk fyrirtækisins, sem er á aldrinum 18-23 ára, kemur fyrir 50 dollara I parti þar sem það afklæðist skyndilega öllum föt- um og gengur þannig um meðal gestanna. Fyrirtækiö ku blómstra, en frúin segir aö visu, aö enn gangi kvenkyns „upp- lifgunin” betur út en sú af karl- kyninu. Sýniö tillitssemi A skilti I gestasal einka- sjilkrahúss nokkurs I Davos I Sviss gat að lesa: „Sjúklingarnir þurfa frið og ró. Þeir eru hér til að ná heilsu, en ekki til aö sjá alla kunningja sina aftur”. Sænsk nef Danski teiknarinn Storm P. málaði blá nef á alla svia sem hann teiknaði. Þegar viðkvæm- ar sálir spurðu, hvort hann gæti ekki gert svia án þess að hafa þá með blá nef, svaraði Storm: — Jú, auðvitað. En hvernig á þá að vita, að það séu sviar? Fékk heyrnina aftur Maður nokkur frá St Michel I Finnlandi, sem veriö hefur heyrnarlaus á öðru eyranu siðan I striðinu, að hann lenti 1 sprengjuárás, endurupplifði strlösminningarnar við að sjá kvikmyndina „Oþekktur her- maður”. Mitt I sprengjukasti I mynd- inni fékk hann allt i einu heyrn- ina á ný og heyrir nú jafnvel á báöum eyrum. Auralaus? Tja, ekki þýðir að biðja til guðs, þvl hann veit ekki hvað peningar eru. Og ekki þýðir að biðja mennina, þvl þeir vita hvað peningar eru.... My daddy was a miner, and I’m a miner’s son, And I’U stick with the union, till every battle’s won... Viölag: hljómar: b, e, f(Is) F (Is) 7A. e- hljómur '( 2) <í X D Of gráðug í peningana Sara selurinn vinsæli I dýra- garöinum I Denver I Colorado dó um daginn eftir aö hafa étið ýfir sig af peningum, sem fólk henti I tjörnina hennar og óskaði sér einhvers um leið. Varla var það þó dauði Söru, sem það óskaði eftir. ÞATTUR S.dór. AF HÆSTA PRIKI HEYRIST VEIN ... Þessi visnaþáttur verður ein- göngu helgaður vísum sem okk- ur hafa borist að undanförnu, ogi, er þá fyrst ein sem flaug innum gluggann á dögunum þegar Vilmundur var að hrella Matthias bifreiðarkaupanda: Úr Vilmundarrimmu hinni nýjustu (Vimmi minkur I stiunni) Þá Vilmundur með voðans flein vatt sér inn með steigurlæti, af hæsta priki heyrðust vein hænsnanna við Kirkjustræti. Núdeila guðsmennirnir okkar rétt einu sinni um rétt og rangt i dýrkun vorri á þeim himnafeðg- um og sýnist sitt hverjum eins og gengur. í þvi tilefni yrkir N: Sálina guðlausa geymir I girndum við rökkurbói. Hýðingameistarin----- hreykinn á Skáiholtsstól. Ástafar prestsins Meyna hægt á sófann setti, siður strauk á bibiiunni. iipur bókarblöðum fletti biessun hlaut af ritningunni. Einar Hjálmar Guðjónsson sendir þættinum þessar visur. Bálega tókst með alþing enn Byggðastefnan brást þar enn, bágt er til að vita, hve flatir liggja forsvarsmenn fyrir spón og bita. Margir höfðu hugsað sér hlutdeild vora stærri. Ilátiðarárið horfið er — hungurvofan nærri. Andstreymi Fjöldinn gengur flónsku á vald fögrum dyggöum tapar. Aldrei hik né undanhaid ávinninginn skapar. Víða er brask á Fróni frægt, fastur er sá liður. Svikamyllan malar hægt mannkostina niður. Málgagn heimskunnar Frekja og heimska fyigjast að fölsuð rök og lýgi. Eiga sér á einum stað örugg saman vigi. Griðastaður Þegar vltt er vengi sett viðjum klaka og fanna. Gott er að eiga grænan blett I garði minninganna. Vor Vorinu fylgir von og sól vaxtarþrár og draumar. Blómaskrúð á bæjarhól og blakkir jökulstraumar. Og þegar talið berst að sumri og sól þá er ekki úr vegi að birta nokkrar ferðavisur eftir Adolf Petersen, ortar á þeim stöðum sem sumarferðamenn sækjast mest eftir. í Þórsmörk Fögnuð sótti I fjallasal, fegurð þrótti borin. Löngum rótt i Langadal og ljós er nótt á vorin. Loftið kliðar Ijúfum hljóm lýsir friði myndin. Allt um sviðið anda blóm undir niðar lindin. Vorið fangar vini nær, vekur langan mina. Kjarrið angar, kvöldsins biær kyssir vanga þina. Svanir yrkja sóiarijóð söngsins virkja gleði. Alfakirkjan opin stóð andann styrkja réði. Hugann seiðir hjalli og skeið, hátt um breiða salinn. Þá er greiðfær gönguleið, gegnum eyðidalinn. Mild og heið er morgunstund, margan seiðir huga, Við skulum ieiðast mund i mund meðan skeiðin duga. Á öræfum Hvar sem fer þin fcrðasál, um fjöll og eyðisanda. Töfrar lands og tungumál tala i sama anda. Fjallahreimur fyilir sál fögnuð heima vandar. Heiðin geymir huldumál. Hljóðir sveima andar. Á Hveravöllum Heillagyðjur hafa völd, huga seiða manna. Dátt sér leika og dansa i kvöld disir öræfanna. NáttfaU Fjalla grætur feldur blár foldar vætir kinnar. Drjúpa lætur daggar tár drottning næturinnar. í Kerlingarfjöllum Fögur ertu fóstra min, fjöll .og heiðar þlnar, hafa lika hrjóstur þin heillað sjónir minar. Við stiginn Sem I móðu saga vor, sýnd en fróðleik dylur. Gömul þjóðar gengin spor göstusióði hylur. Adolf J .E. Petersen.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.