Þjóðviljinn - 25.05.1975, Page 16

Þjóðviljinn - 25.05.1975, Page 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. mal 1975 Fjaran er lifandi sibreytilegt iistaverk JÓHANNES EIRÍKSSON SKRIFAR UM ÚTILÍF í GÓÐRI SAMFERÐ Einar Guftjohnsen í fararbroddi fjörulallanna Fyrir skömmu bauð ný- stofnaða ferðafélagið titivist uppá Hvalfjarðargöngu sem höfundur þessa pistils tók þátt i til þess að styrkja fátæklega þekkingu sina á þessu land- svæði. Við veginn norðan Kiðafells beið fararstjóri hópsins. Þetta var f meðallagi hávaxinn maður, vel limaður og geðsleg- ur i fasi, klæddur léttum göngu- klæðnaði og barsig vel. Hér var kominn Friðrik Sigurbjörnsson rithöf. og náttúruskoðari lands- kunnur. Friörik beindi hópnum i átt til sjávar, yfir mýrarsund þar til Friðrik Sigurbjörnsson komið var á sandhrygg sem er þama með sjónum. Torfumelur kallast efsti hluti þessa sér- kennilega hryggs, sem blasir við af veginum, miðhlutinn sem lægstur er heitir Mjósund og fremst ris svo óshóll. Friðrik bendir á tættur af gömlum bæ, Ósbænum.og enn sér móta fyrir þremur löngu aflögðum kart- öflugörðum og við giskum á að ósbóndinn hafi fengið útsæði hjá Torfa i ölafsdal. Enn vekur fararstjöri athygli á fornu upp- sátri, en bændur i Hvalfirði sóttu lengst af sjó til búsdrýg- inda. Nú erum við öll kom- in i fjöruna og förum undir meln- um til baka. Allt'einu erum við leidd inn i skartgripaskrin steinarikisins. Holufyllingar I berginu blasa við eins og haga- lagðar I túni, geislasteinar, ópalar, seólitar og smákrist- allar sem glitra i regnbog- ans' litum. Þarna er geysileg maökafjara og þangbunkar sumstaðar sem þeir á Reykhól- um gætu verið sæmdir af. Fjöl- breytni i bergtegundum er mik- il, móberg, libarit, gabró og rauða móbergið. Stórskornir blá- grýtisgangar með gjám og skútum og lækir rauðir af mýrarrauða. Það er annars til- gangslaust fyrir mig að telja upp alla þá hluti sem Friðrik sýndi okkur á þessari stuttu leið milli Kiðafellsár og Saurbæjar, enda brestur þekkingu, en leið- sögn hans var svo skýr og lát- laus og persónuleg að til fyrir- myndar var. Ég vona að Útivist lánist að fá Friðrik Sigur- bjömsson til liðs við sig oftar og aöra svipaðrar tegundar. Ég get ekki stillt mig um að geta þess að i ferðinni var m.a. stúlka af erlendum stofni, sem hér er til 6 mánaða langrar dvalar og vinnur á spitala. Það sem þessari stúlku kom mest á óvart hér á voru landi, var mis- munurinn á kjörum verkafólks i hennar heimakynnum og hér- lendis. Þessi samanburður var Fróni mjög I óhag og var stúlk- an þó frá þvl landi sem er i hvað mestri niðurlægingu evrópu- landa. Hún var bresk. Ég haföi lúmskt gaman af þegar þessi sama stúlka dró upp drög að ferðaáætlun sumarsins, sem framkvsti. Útivisar hafði fengiö okkur I rútunni, og bað mig merkja við markverðustu ferðirnar sem liklegastar væru til að falla útlendingi I geð. Þeg- ar ég var búinn að þvi dró hún upp aðra ferðaáætlun, áætlun Ferðafélagsins, en hikaði við og ætlaöi að stinga henni niður aft- ur. — Llklega best að sýna þetta ekki hérna, sagði hún. 0, svona, svona, sagði ég þá, — islending- ar stunda ekki bókabrennur, og upp með pésann. Og svo merkti égviðhann á sama hátt, og allir brostu, sem sáu til okkar. Og svo ætla ég ekki að hafa þetta lengra, en þakka Útivist og Friðriki Sigurbjörnssyni fyrir sérstaklega góða ferð. Gengiö af óshóli niöur aö Kiöafellsá glens „Halló, er þetta i hraöritunar- skólanum? Hvaö þýöir löng og hlykkjótt Hna meö svolitlum krók á endanum?” Það er sagt að klerkarnir I villta vestrinu hafi ekki notað klukkur til að ákvarða lengd guðsþjónustanna. Þeir héldu bara áfram að predika þar til þeir heyrðu kirkjugestina spenna gikkina. * — Eigið þið kjötætublóm? — Já, hvað á það að vera stórt? — Tja... fyrir 60—70 kilóa konu... * Taugaóstyrki læknaneminn var tekinn upp og • honum sagt að halda smáfyrirlestur um getnað- arliminn. Hann fór alveg úr sam- bandi, klóraði sér feimnislega I höfðinu, boraði vandræðalega i nefið á sér og stakk svo loks hend- inni i vasann. — Nei, nei, kallaði prófessor- inn, — ekki að svindla. * Það voru eineggja tviburar meðal margra-barna-fjölskyld- unnar. Einn daginn hringdi pjakkur úr næsta húsi á dyrabjölluna og spurði móðurina: — Kemur hann sonur þinn ekki út að leika sér? — Hver þeirra? — Þessi sem er tveir. * Hjá sálfræöingnum. — Ég veit bara ekkert, hvaö ég á aö segja. Þess vegna er ég nú hingaö komin. * Liðþjálfinn leit rannsakandi yf- ir nýliðahópinn: — Er hér einhver sem hefur vit á rafmagni? Númer 54 gekk eitt skref fram: — Ég er rafvirki. — Gott! Sjáðu svo um að það verði slökkt I svefnskálunum klukkan tiu. * Nýtt og pottþétt meðal við mý- biti og öðru flugnafargani, hent- “gt fyrir islendinga á suðrænum ströndum: Nuggaðu miklu af viskii á skrokkinn og stráðu svo fjöru- sandi yfir á eftir. Þegar mýflug- urnar eru orðnar fullar, byrja þær að slást og henda grjóti I höf- uðið hver á annarri. * — I samkvæmum hittir maður tvenns konar fólk: það sem er með höfuðverk og vill fara heim — og svo hitt sem vill helst halda áfram þar til lýsir af degi. Og venjulega eru þetta hjón.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.