Þjóðviljinn - 25.05.1975, Side 23

Þjóðviljinn - 25.05.1975, Side 23
Sunnudagur 25. mai 1975 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 23 SAGAN AF SNÚLLU Frænka mín á kisu sem heitir Snúlla. Hún er bara kettlingur. Frænka mín er tíu ára og heitir Sigurbjörg, kölluð Sibba. Sibba átti fyrst stóran kött, sem eignaðist fjóra kettlinga. Þegar þeir voru nokkurra vikna (mánaðar) voru þrír drepnir en einum var gefið líf og fékk nafnið Snúlla. Ég veit ekkert um stóru kisu, en ég held að hún sé dáin. Snúlla var lítil og pissaði oft í kojuna sem við Sibba sváfum í. Eitt sinn pissaði Snúlla mikið í efri kojuna þar sem ég svaf. Mamma Sibbu skipti um lak og sæng, en mér fannst samt að ég væri að kafna. Einu sinni mátti kisa ekki fara út af því að hún hafði klórað stelpu, sem var að leika sér við okkur Sibbu. Glugginn var hátt uppi, glugga- tjöld náðu niður fyrir hann en ekki niður á gólf. Glugginn var op- inn. Snúlla gat ekki stokkið upp á glugga- karminn og þess vegna læsti hún klónum i gluggatjöldin og las sig upp að glugganum og stökk út. Svo kom að því að ég átti að gefa Snúllu mjólk, en þá var hún öll á bak og burt. Við f órum út og sáum Snúllu sem var að lemja flugur. En þegar hún tók eftir okk- ur, stökk hún yfir í næsta garð og tróð sér inn í bílskúrinn þar. Þá urðum við að biðja manninn, sem bjó þar, að opna bílskúrinn. Hann gerði það og þá Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir hófst mikill eltingaleik- ur. Loks fann ég Snúllu niðri í kassa úti í skoti. Einu sinni gleymdum við að gefa kisu að drekka. Þá mundi ég eftir að Snúlla átti að fá mjólk. En ég fann ekki Snúllu. Við Sibba fórum að leita og f undum hana inni í þvottahúsi, þar sem hún var að lepja skolvatnið úr þvottavél- inni. Ég tók Snúllu upp og gældi við hana á meðan Sibba sótti mjólk í skál og setti fyrir hana. Og þvílik græðgi! Snúlla lapti í ákafa og búin með mjólkina á auga- bragði. Margar fleiri skemmtilegar minn- ingar á ég um Snúllu, en þær verða ekki sagðar hér. Svo fór ég aftur suður, og kom ekki til Snúllu og Sibbu I nokkuð langan tima. Næst þegar ég f ór á Blönduós bjó ég ekki hjá Sibbu. Þegar ég kom í heimsókn sagði Sibba mér að Snúlla væri dáin og þar væru engir kettir lengur heldur bara fuglar. Og svona enda ég sög- una af hinni stuttu æfi Snúllu. Svala Jónsdóttir, Lyngbrekku 5, Kópavogi. PENNA- VINIR Ég óska eftir pennavini stúlku á aldrinum 10-11 ára. Ég svara öllum bréf um. Nanna Sif Gisladóttir Sigtúni 34, Selfossi. KISA MÍN Kisa min er falleg og fin fagurleg um vanga hún er mjúk eins og lin og hefur rófu langa. Kisa min er gulbröndótt hún sefur i körfunni sætt og rótt. Hún vaknar af værum blundi er vorið á hana kallar og fer að leika sér ósköp blitt að bláu bandi og kannske að hún hugsi hátt: Ekkert band er svona blátt og ekkert band er fallegra og ekkert band er flottara á þessu landi. Svala Jónsdóttir, Lyngbrekku 5, Kópavogi BRÉF frá Kirkju- bæjarklaustri í 'Vetur fengum við bréf frá nokkrum krökkum II. og 2. bekk i barnaskólan um á Kirkjubæjarklaustri á Síðu. Nú skrifa 4. bekk- ingar okkur. Við þökk- um þeim kærlega fyrir. Það er gaman að bera þessar myndir saman og athuga svo myndirnar í blaðinu 8. desember. Landslagið og f ossinn er næstum eins á öllum myndunum, þó bera þær hver um sig pers ónuleg einkenni. Þeir sem hafa komið að Kirkjubæjar- klaustri kannast strax við þetta landslag. Nú langar okkur að biðja krakkana, sem teikna svo fallegar myndar af fossinum, að skrif a okk- ur eitthvað um þetta landslag. Hvað heitir fossinn? Hvað heita ávalar hæðarnar sem eru á öllum myndunum? Eru til nokkrar örnef na- sögur tegndar þessu landslagi? Kannski fáum við nú bréf frá 5. og 6. bekkingum? FR N Nev <0 TIRfi, Kir hju Kliu&t >■! á S/Jó /// U K^ibjórg HcUarsdétfir ,0 aro. V Trua.?jóms$,crr> tfQekk*' f?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.