Þjóðviljinn - 15.06.1975, Page 5

Þjóðviljinn - 15.06.1975, Page 5
Sunnudagur 15. júnl 1975 ÞJ6ÐVILJ1NN _ SIÐA 5 Umsjón; Halldór Andrésson Kjartan Eggertsson: Ritmagítar og sólógítar Einu sinni var ég að þvi spurður hvaða munur væri á ritmagitar og sólógitar? Ég velti þessari spurningu fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu að munurinn væri enginn. Málinu er nefnilega þannig háttað, að sérstakir ritma og sólógitarar eru ekki smiðaðir. Gitararnir eru aðeins brúkaðir á mismunandi hátt. Þessi hugmynd, um að til séu sérstakir ritma- og sólógitarar er komin til af þvi, að einhver einstaklingur i einhverri hljóm- sveit tekur nær öll sólóin i lög- unum sem hljómsveitin spilar. Þessu hefur fólk tekið eftir og þvi segir það, a hann spili að sjálfsögðu á sólógitar. A plötu- umslögum, var, og er oft getið um það hver spili ritmann og hver taki sóló i hljómsveitinni. Ef menn skiptast á, þá er jafn- vel merkt inn á, við hvert ein- staka lag, hvaða snillingur taki sóló og hver taki ritma. Kröfurnar sem menn þurfa að uppfylla, áður en þeir geta leyft sér að taka sólóeru: aðþeirhafi fingralipurð i meðallagi, kunni minnsta. kosti einn frasa eða tónstiga, helst blústónstiga og að sjálfsögðu verður gitarinn að vera það léttur (ekki átt við þyngd) að hægt sé að spila á hann með sæmilegu móti. Einn- ig verður sólóistinn að geta hækkað (hér er aðallega átt við rafmagnsgitarleikara) tón- styrkinn þegar sóló er tekið. Ritmaleikarinn þarf aftur á móti að mynda einskonar grunn i lagið (hrynjandi) og fylla upp i eyðurnar svo að takturinn haldist. Ein af betri hljómsveitum breta, TRAFFIC, hefur nú hætt störfum. Er það reyndar ekki i fyrsta sinn, sem hljómsveitin hættir, þvi i lok árs 1968 hættu þeir samstarfi er Steve Winwood stofnaði ásamt Eric Clapton hljómsveitina Blind Faith. Traffic var stofnuð árið 1967 i april, skömmu siðar kom frá þeim litil plata, „Paper Sun", sem náði nokkrum vinsældum. Steve Winwood var sá eini, sem eitthvað hafði kveðið að áður. Hann var söngvari og gitarleikari . hljómsveitarinnar Spencer Davis Group, sem hafði verið vinsæl R&B grúppa og átt nokkur vinsæl lög, t.d. „Keep On Running”, „Somebody Loves Me” „Gimme Some Lovin” og I’m A Man”. Er Steve stofnaði Traffic var hann aðeins 18 ára. I fyrstu samanstóð Traffic af fjórum meðlimum: Steve Winwood (söngvari, bassa- gitar, gitar, hljómborð), David um mánuði áður en platan kom út. Mason á bestu lögin á plöt- unni, „Feelin’ Alright”, „You Can All Join In”, „Crying To Be Heard” og „Vagabond Virgin” (með texta eftir Jim Capaldi). Winwood og Capaldi eiga hér lika góð lög: „40.000 Headmen” og „Pearly Queen”. Mánuði siðar hætti Traffic og tvær nýjar hljóm- sveitir voru stofnaðar. Mason, Capaldi, Wood og Frog, sem var I raun Traffic án Winwoods. I stað- inn fyrir hann kom hljómborðs- spilarinn Mick Weaver (sem áður hafði gefið út plötur hjá hijóm- plötufyrirtækinu Island undir nafninu Wynder K. Frog). Weav- er hefur siðan spilað með Spooky Tooth, Grease Band, Joe Cocker og fleirum. Þessi hljómsveit ent- ist stutt, var stofnuð i janúar 1969 og hætti i mars sama ár. Ein- hvers staðar eru til upptökur með þessari hljómsveit, sem átti að koma út á stórri plötu. ert við sögu Traffic, en hann er i Wings núna). Airforce gaf út 2 stórar plötur og eru þeir Steve og Chris einungis á þeirri fyrri. Traffic byrjuðu svo aftur i febrúar 1970 eftir að Steve hafði byrjað á sólóplötu, með Jim og Chris sem gesta-hljóðfæraleik- ara. Þessi plata kom svo út sem fimmta plata Traffic „John Barleycorn Must Die” (Áður höfðu komið út 2 LP plötur. „Last Exit” (maf ’69) öðrum megin lög af litlum plötum, þ.á m. „Just for You”, sem var gefið út undir nafni Dave Masons, auk afganga. Hinum megin var svo hljómleika- upptaka á tveim lögum. Hin platan var „Best of TrafficN, samansoðníngur af litlum plötum og bestu LP lögunum, m ,a. , Pap- er Sun”, „Hole In My Shoe”, „Feelin’ Alright”, „Coloured Rain” og „Smiling Phases”.) „Barleycorn” kom út i' júli '70 og á henni eru nokkur m jög góð lög: „Glad”, „Freedom Rider” og „John Barleycorn”. Reyndar má lika geta þess að United Artists gáfu Ut tvöfalda plötu, „Win- wood” sem rakti feril Winwoods frá Spencer Davis Group. 1 ágúst 1970 var svo Ric Gréch bassaleikara bætt við. Og i mai 1971 var svo enn bætt við. Dave Mason kom aftur, en fór reyndar fljótlega! Jim Gordon var bætt við sem trommuleikara og Ree- bop kom til þess að slá á ýmiss konar ásláttarhljóðfæri. Þessi hljómsveit gaf út eina stóra plötu með Dave Mason, „Welcome to the Canteen" (október 1971). „Canteen” var hljómleikaplata, fremur léleg. Litil plata var llka gefin út i USA, „Gimme Some Lovin” og náði hún nokkrum vin- sældum þar. Skömmu siðar, eða i desember ’71, kom svo út stúdióplata, þræl- góð að vanda, „The Low Spark of the High Heeled Boys”. Lögin á þessari plötu eru öll góð og still- inn fullmótaður. Besta lagið er „Many Miles to Freedom” eftir Winwood/Capaldi. Um þetta leyti hóf Jim Capaldi, sem hafði fengið að syngja meir og meir upp á siðkastið, eftir að Jim Gordon var bætt við á trommur, að taka upp si'na fyrstu sólóplötu. Sú plata kom út i mars ’72 og hét „Oh How We Danced” og var mjög góð. A þessari kom fram meðal annars 3 hljóðfæra- leikarar frá Muscle Shoals stúdióinu, þeir David Hood, Rog- er Hawkins og Barry Beckétt. 1 desember hættu Ric Grech og Jim Gordon (eða voru reknir1) og i janúar höfðu þeir Winwood og Capaldi endurnýjað blóð hljóm- sveitarinnarog var hún nú skipuð Steve (orgel, gitar), Jim (áslátt- arhljóðfæri) Chris (flautu, saxa- fón), Reebop (congas), David Hood (bassa), og Roger Hawkins (trommur). Þessi hljómsveit fór til Jamaica til að taka upp plötu, „Shoot Out at the Fantasy Fact- ory”, sem kom út i byrjun 1973. Eric Clapton var drifinn upp á svið til þess að spila, þann 13. janúar 1973. Þessi konsert, sem gefinn var út á plötu „Eric Clap- ton’s Rainbow Concert’’ bauö upp á fjóra Traffic meðlimi: Steve Winwood spilaði á orgel og pianó og söng „Presence of the Lord” og „Pearly Queen", Jim Capaldi spilaði á trommur, Reebop á congas og Ric Grech á bassa. Auk þeirra voru li'ka Pete Townshend, Ronnie Wood, og Jimmy Kar- stein. Sú Traffic sem fór tii Jamaica var sú besta og vandaðasta, sem hafði komið fram undir nafninu Traffic, þó persónulega þyki mér Traffic bestir með Jim Capaldi á trommum. Á „Shoot Out" eru 5 lög, 4 eftir Winwood/Capaldi og eitt eftir Wood, „Tragic Magic”, frekar leiðinlegt. öll hin eru góð. 73 fóru Traffic svo i mikia hljóm- leikaför og fengu þá einnig til liðs B’arry Beckett, hljómborðsleik- ara, til þess að Steve gæti spilað meira á gitarinn. Útkoman var svo hljómleikaplata, „On the Road” tekin upp i' Þýskalandi. í Englandi var platan tvöföld en bara einföld i' Bandarikjunum, en samt jafndýrar! Á „On the Road’’ (tvöföldu) eru bara 7 lög. Lögin eru „Glad" og „Freedom Rider” (John Barleycorn Must Die), „Tragic Magic",„Uninspired” og „Shoot Out At The Fantasy Factory” (Shoot Out...) og „Ligtht Up Or Leave Me Alone” og „Low Spark Of The High Heel- ed Boys” (Low Spark...). Eftir þessa plötu, sem náði litl- um vinsældum var afar hljótt um Traffic og snemma árs 1974 hættu þeir David Hood, Roger Hawkins og Barry Beckett. Capgldi settist aftur i trommustólinn og þeir spiluðu bassaleikaralausir nokk- urn tima og hófu upptökur á ti- undu plötunni. t miðjum upptök- um bættu þeir við nýjum bassa- leikara, Rosko Gee, svertingja, sem áður hafði spilað með Gon- zales. Reehop hætti skömmu siðar og platan „When The Eagle Flies” kom út. Þeir gáfu út litla plötu „Walking in The Wind”. Jim Capaldi gaf lika út aðra sóló- plötu sina „Whale Meat Again” sem er mjög góð. Þess má lika geta að út kom „bootleg” með Traffic 1972, tekin upp i New York. Heitir hún „Traffic Jam At The N.Y. Aca- demy of Music” og er liklega með Traffic-hljómsveitinni, sem var skipuð Jim Gordon og Rick Grech. Nú hafa Traffic sem sagt hætt og er aldrei að vita hvað gerist næst. Jim Capaldi er orðinn full- fær að standa á eigin fótum án stuðnings Steve Winwood. Chris Wood er einn af bestu saxófón- leikurum breta, og er án efa eftirsóttur. Steve Winwood hefur aftur á móti staðið i stað i nokkur ár, en það er aldrei að vita nema ný hljómsveit og nýir hljóðfæra- leikarar geti enn haft áhrif á hann. í MINNINGU TRAFFIC Thomas Mason (gitar, sitar, bassagitar, söngvari), Jim Cap- aldi (trommur) og Christopher Woods (saxofóna og flautur). Traffic var frá upphafi barátta milli tveggja afla, Winwoods og Dave Masons. Þeir tveir voru á- byrgir fyrir megninu af lögunum. Fyrsta litla platan, „Paper Sun” var þó samin af allri hljómsveit- inni, en önnur smáplatan, „Hole In My Shoe” var eftir Dave Mas- on. Arið 1967 kom lika út fyrsta stóra platan þeirra, „Mr. Fant- asy” (ekki alveg sömu lögin á ensku og bandarisku útgáfunum) og um það leyti var tilkynnt að Dave Mason væri hættur, og i til- kynningunni var ástæðan sögð vera sú, að hann vildi ekki verða frægur (góð leið til þess að verða frægur!). „Mr. Fantasy var önn- ur af tveim bestu plötum Traffic. • Það jafnvægi, sem skapast á milli Winwood og Mason á fyrstu tveim plötunum (þ.e.a.s. stóru) er það, sem gerir þessar tvær plötur si- gildar. Dave Mason hefur enn ekki gert neitt i likingu við þessar tvær fyrstu Traffic plötur. A árinu 1968 komu út nokkrar litlar plötur: „Here We Go Round The Mulburry Bush”, „No Face, No Name & No Number”, „You Can All Join In”, „Feelin’ Al- right” og „Medicated Goo”. Onnur plata Traffic, sem hét einfaldlega „Traffic” er þeirra allra besta. Hún k’om út i nóvem- ber 1968. Mason spilar, syngur og semur á plötunni, þvi hann hafði komið aftur i mai ’68 og fór svo aftur i október sama ár, eða ein- Steve Winwood stofnaði ásamt Eric Clapton Blind Faith. Clapton hafði áður, er Steve var i Spencer Davis Group, beðið hann að stofna með sér Cream. Blind Faith, sem samanstóð af Clapton, Winwood, Ginger Baker á trommum og Ric Grech á bassa- gitar og fiðlu, entist i' tæplega ár, frá febrúar 1969 til janúar 1970. Kom út ein plata, „BlindFaith”, ein af betri plötum, sem fram- leiddar hafa verið i poppinu. Þeir fóru I eina Ameriku-ferð, en þar var tekinn upp einn „Bootleg”: „Live Along the US Tour”, sem ég á enn eftir að fá mér. Á þessum „bootleg” eru lögin „Weil All Right”, „Presence of the Lord”, „Can't Find My Way Home” og „Had To Cry Today” af „Blind Faith” og „Crossroads” (Cream lag) og „Means To An End” (Traffic lag). Eftir að Mason Capaldi Wood & Frog-hljómsveitinflosnaðiupp fór Mason að spila með hinum og þessum. Auk þess tók hann upp sólóplötu, „Alone Together”, en á þeirri plötu spilar Capaldi á trommur. Chris Wood spilaði i nokkrar vikur með Dr. John. Þegar Blind Faith hætti, stofn- aði Ginger Baker sinn eigin flug- her, Airforce. Airforce var hljóm- sveit mikilla breytinga og er ekki pláss til þess að fara i smáatriði hér, enda litiö varið i hljómsveit- ina, þrátt fyrir nöfnin. t Airforce voru, meðal fjölda annarra, Steve Winwood, Chris Wood, Ric Grech, Reebop Kwaku Baah og Denny Laine (Laine kemur reyndar ekk-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.