Þjóðviljinn - 15.06.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 15.06.1975, Page 7
Sunnudagur 15. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — S10A 7 FÍLUM ÚTRÝMT NJORÐUR P. NJARÐVÍK SKRIFAR: Er sama hvað maðurinn heitir? Um sfðustu mánaðamót birti Þjóðviljinn frétt um að Alþingi hefði samþykkt að veita 56 út- lendingum islenskan rikis- borgararétt. Þetta er árlegur viðburður og gott ef ekki nokkru fleiri i þetta sinn en veja er til. I inngangi fréttarinnar segir orð- rétt: „Eins og jafnan áður er veiting ri'kisborgararéttar bundin þvi skilyrði að þeir sem heita útlendum nöfnum taki sér islenskt nafn. Er þarna um að ræða mikilsverð forréttindi um- fram islendinga sem jafnan verða að bera sama nafnið frá vöggu til grafar.” Ég geri ráð fyrir að þessu orðalagi ráði glannalegt skopskyn blaða- manns Þjóðviljans, en sannast best að segja er þetta ekkert gamanmál, að minnsta kosti ekki þeim sem þannig eru dæmdir frá nafni sinu af mis- kunnarlausu tillitsleysi óper- sónulegs skrifstofuvalds.. Nú skortir mig að visu þekkingu til að fullyrða að hér sé á ferðinni einsdæmi i viðri veröld, en sem betur fer mun það að minnsta kosti harla sjaldgæft. Það mun vera litlum vand- kvæðum bundið fyrir islendinga að skipta um nafn ef þeir óska þess. Það er augljóst réttlætis- mál. öngum manni ætti að vera skylt að rogast með nafn sem honum er ami að. Auk þess sýn- ist manni að hinu ópersónulega skrifstofuvaldi þyki nöfn harla ómerkileg sönnunargögn um til- vist einstaklings. 1234-5678 er miklu girnilegri fróðleikur hag- stofum, sjúkrasamlögum og lögreglu, að ógleymdum sjálf- um Skattinum. 1234-5678 virðist veita hauslausu embættisvaldi islendinga mun meiri upplýs- ingar um manneskjur en til að mynda nafn eins og Hólmfastur Guðmundsson, og var þeim manni þó einkennilega ílla við að láta hýða sig hér fyrrmeir. Nei. nöfn skipta litlu máli i sam- skiptum viðislenska rikisvaldið. Nema þegar um er að ræða út- lendínga sem voga sér að setj- asthér að og bjóða fram starfs- krafta sina til lífsbaráttu þess- arar þjóðar. Þá eru nöfn orðin heljarmikill þyrnir sem stingur I augu hvers heilvita valds- manns. Við viljum ekki láta menga arfborna kynslóð, komna af hetjum af konunga- kyni að langfeðgatali með ó- smekklegum og afkáralegum nöfnum utan úr afkimum ver- aldarinnar. Hér sitja drýldnir valdsmenn með útlend ættarnöfn sem þykja víst fln, og rita öðrum mönnum meö önnur útlend ættarnöfn bréf þar sem tilkynnt er að vilji menn hefjast upp i þá mann- virðingu sem þvi fylgir að hafa bréf upp á að vera islendingur, þá dugi ekki að bera þrælanöfn utan úr heimi. Haft er fyrir satt að maður nokkur sem fékk þá hugsjón að kenna islendingum að drekka kókakóla hafi óðar verið dubbaður til menntamála- ráðherra og samstundis vakist til skilnings á þeirri óhæfu sem fylgir útlendum nöfnum á Is- landi. Það er að segja á fólki en ekki vörum, auðvitað. Hefði nú þessi þorstslökkvandi maður hugsað eins um vörur og fólk þá . hefði orðið að skrúfa heitið Ford af öllum bllum, en i staðinn skrúfað á heitið Fari. Á Lauga- veginum er fest skilti með orð- inu Honeywell. Þetta er nafn á amerisku fyrirtæki sem gat sér gott orð fyrir að framleiða lim- lestingasprengjur til að laga vaxtarlagið á bændum i Asiu. Hefði ekki verið tilvalið að þýða nafn fyrirtækisins upp á is- lensku og kalla það Hunangs- brunn? Tökum hjólbarða. Væri ekki þarft verk að mála yfir út- lend nöfn og skrifa Brúarsteinn og Góðæri i staðinn? Hvað segja menn um að heimta prentaða limmiða á alla sigarettu, af- sakið, vindlingapakka, með nöfnunum Bólstraði sófinn og Varakóngurinn? Væri þetta ekki þarft verk i þágu islenskr- ar tungu? Þvi miður verður maður vist gersamlega heima- skitsmát ef maður ætlar að þýða Kóka-kóla. Og auðvitað skilur hver maður að þetta yrði ærið kostnaðarsamt eins og nú er komið fyrir afkomu atvinnuveg- anna. Nei, islensk stjórnvöld hafa nægilegt bissnissvit til að sjá að það er mun ódýrara að banna nöfn fólks en vörumerkja. Hitt er öllu erfiðara að skilja, að maður sem flyst hingað til að vinna hjá Alafossi, i frystihúsi i Vestmannaeyjum eða raðar saman blómaskreytingum skuli ógna islenskri tungu meira með nafni sinu en samanlagður kapi- talismi heimsins með öllum sin- um auglýsingamætti. I eitt ein- asta skipti skildu islensk stjórn- völd þessa ósvinnu sina. Það var þegar Vladimir Askinasy var veittur islenskur rikis- borgararéttur. Þá sagði dóms- málaráðherra islendinga með sinni ábúðarmiklu rödd og sin- um frábæru áherslum (hvernig væri annars að menntamála- ráðherra bæri fram stjórnar- frumvarp um að banna áherslur dómsmálaráðherrans, þær eru áreiðanlega skaðlegri tungunni en þúsund útlend nöfn) að sér væri andskotans sama um alla lög-gjöf hann færi eftir heil brigðri skyn-semi. Er hugsan- legt að hann hafi litið á nafn þessa stórkostlega list- amanns eins og hvert annað vörumerki? Ætli sá grunur hafi læðst að honum að það kynni einhver að leggja kollhúfur ef Valdimar Daviðsson eða Valdi- mar öskunös færi að bjóðast til að halda konserta i New York, Paris, Miinchen eða London? Spurningin er þá þessi:Er sama hvað maðurinn heitir til þess að hann fái að heita það sem hann heitir? Ef jafnvel dómsmála- ráðherra skilur að það er beint óréttlæti að svipta pianóleikara heiti sinu, geta þá ekki einhverj- ir aðrir skilið að það er lika ó- réttlæti að svipa hljóðfæraleik- ara á önnúr hljóðfæri heiti sinu? Hvers eiga þeir að gjalda sem voru látnirlæra á selló, trompet og fagott? Einu sinni frétti ég af manni sem var sagður ákveðinn i að taka upp nafnið Egill Skalla- grimsson þegar honum yrði veittur islenskur rikisborgar- réttur. Einhverra hluta vegna varð ekki af þessu. Kannski hef- ur íslenskum yfirvöldum verið ljóst að þetta er vist upphaflega norskt nafn, og svo mun vist vera um fleiri nöfn sem hér tiðkast. En óneitanlega hefði verið gaman að sjá hér Egil kallinn endurborinn. Svo langar mig að lokum að minna á eitt atriði. íslensk yfir- völd heimta af útlendingúm að þeir leggi niður nöfn sin. Um leið er verið að krefjast þess að þeir þurrki út uppruna sinn og jafnvel hverja minningu um fyrraheimaland sitt .A þessu ári er verið að halda upp á 100 ára búsetu islendinga i Vestur- heimi. Engin orð eru spöruð til að hæla afkomendum þessara búflytjenda fyrir ræktarsemi þeirra við uppruna sinn. Við lof- um þetta fólk fyrir að reyna af mætti að halda lifi i islensku þar vestur frá.fyrir að gefa út blað á islensku og fyrir að snúa hingað heim öðru hverju og halda tengslum við ætt sina og fyrri óðul. Þetta þykir okkur til mik- illar fyrirmyndar. En af ein- hverjum undarlegum ástæðum hugsurr. við þveröfugt um þá sem koma hingað til okkar. Þeir eru ekki hvattir til að gefa út blöð á sinum upprunalegu þjóð- tungum. Fyrri tilvera þeirra skal helst afmáð. Þeir fá ekki einu sinni að halda skirnarnöfn- um sinum. Það er eins og þarna skjóti dálitið skökku við. Rök- réttur er þessi hugsunarháttur ekki. Það væri þá helst sú lógik sem stundum er kennd við hunda. Nei, góðir hálsar, eigin- lega ættu engir útlendingar að fá að setjast hér að nema þeir séu að minnsta kosti islendingar i þrjá ættliði. Njörður P. Njarðvík. Ný kvikmynd um Pétur mikla í vikuritinu Time segir nýlega frá þvi að verið sé að útrýma fil- um i rikinu Rúanda i austurhluta Mið-Afriku. Rúanda er litið land, um fjórðungur af flatarmáii is- iands, en þar búa um fjórar mil- jónir manns og fjölgar ört. Fólksfjölgunin kallar á stöðugt meiri útþenslu ræktarlands og I réttu hlutfalli við hana minnkar athafnasvæði filanna. Undanfarið hefur þvi mikið verið um að filar geri innrás á akra bændanna og hámi. i sig kjarnfóðrið. Þetta hefur knúið forseta lands- ins, Juvénal Habyalimana hers- höfðingja, til að fyrirskipa „grisjun” filastofnsins. Talið er að i landinu hafi verið 140 filar áður en „grisjunin hófst. Þar af höfðu 106 verið drepnir þegar greinin var skrifuð. Að auki höfðu 26 verið skotnir með deifilyfjum og þeir fluttir i þjóðgarð landsins sem nefnist Kagera. Veiðimenn hins opinbera voru að eltast við þá átta fíla sem eftir voru og þeirra beið dauðinn einn. —ÞH Pólitík Framhald af bls. 6. Á valdi auöhringsins Astæðan fyrir þvi að þessi fjár- dráttur er framkvæmanlegur er sú, að álbræðslan er hlekkur i langri keðju sem Alusuisse ræður yfir. Alusuisse á báxitnámurnar: Áusuisse framleiðir súrál og raf- skaut; Alusuisse á álbræðsluna i Straumsvik þar sem hráál er framleitt; Alusuisse kaupir hrá- álið og fullvinnur það i verk- smiðjum sem einnig eru i eigu auðhringsins. Þannig getur Alusuisse ákveðið það næsta ein- hliða hvar i framleiðsluferlinum gróði er látinn myndast og hvar er látið koma fram bókhaldslegt tap. Matið á þeim atriðum ler einvörðungu eftir þeirri þörf auð- hringsins að tryggja hámarks- gróða, að sjálfsögðu á kostnað viðskiptaaðila sinna hvarvetna um heim. Þessu er á ailt annan veg farið i sambandi við kisiljárnverksmiðj- una. Minnihlutaaðilinn, auð- hringurinn Union Carbide, ræður ekki yfir neinum þeim hráefnum sem verksmiðjan notar: þau eru mjög algeng og ekki einokuð af neinum. Union Carbide kaupir ekki heldur framleiðslu verk- smiðjunnar til fullvinnslu. Þar á þvi ekki að vera unnt að beita fjármálabrögðum af hliðstæðu tagi, a.m.k. ekki ef meirihluta- aðild rikisins er i höndum manna sem hafa metnað og djörfung til þess að halda á hagsmunum is- lendinga. Hafa ekkert lært og engu gleymt Þessar staðreyndir eru raktar hér vegna þess að enn eru til menn sem ekkert hafa lært og engu gleymt. Deilurnar á þingi i vetur snerust ekki aðeins um þann grundvallarágreining milli Alþýðubandalagsins og stjórnar- flokkanna, hvort nota ætti tiltæka Leyfið þreyttum að sofa Úr blaðadómi um sjónvarps- seriu i svissneska sjónvarpinu: „Enn ein sönnunin: Sjónvarpið er eina svefnmeðalið sem mað- ur tekur inn gegnum augun”. Moskva (APN) Það var þegar á árunum 1937-1939, að fyrsta sovéska kvikmyndin um Pétur mikla var gerð. Kvikmyndin, sem var i tveimur hlutum og byggð á hinni þekktu skáldsögu Aleksei Tolstojs, fór sigurför um allan heim. Sergei Gerasimof, sem m.a. gerði stórmyndina „Lygn 26 fflar af 140 sem tii voru i iandinu voru fluttir i þjóðgarðinn en afgangurinn drepinn. raforku á næstu árum til þess að fullnægja brýnustu hversdags- þörfum landsmanna eða til nýrr- ar verksmiðjuframleiðslu. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins komu fram þær raddir að hið eina rétta væri að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð var með ál- samningunum frá 1967, fylla landið af erlendum fyrirtækjum, gera þeim kleift að féfletta okkur bæði með orkuverði og skattaá- kvæðum og flytja arðinn úr landi. Ragnhildur Helgadóttir lýsti yfir þvi á þingi að með meirihlutaeign islenska rikisins i kisiljárnverk- smiðju væri verið að framkvæma stórfelldustu „þjóðnýtingu” i’ sögu landsinsjbest hefði verið að verksmiðjan væri alerlend. Gunnar Thoroddsen sem staðið hafði mjög álútur að samnings- gerðinni við Union Carbide eftir að hann varð iðnaðarráðherra og fallist á breytingar sem skerða h 1 n t islendinga um hundruð miljóna króna á ári.sá þann kost vænstan á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins að biðjast afsökunar á „þjóðnytingarstefnu” sinni — það hefði þvi miður ekki verið póli- tiskur grundvöllur fyrir öðru! Þrátt fyrir óumdeilanlega reynslu af álsamningunum. voíir sú hætta yfir að hliðstæðir samn- ingar verði gerðir á nýjan leik. Á það er þrýst af fjölmörgum er- lendum auðhringum, þar á meðal af Alusúisse sem hefur sérstak- lega „góða” reynslu af islending- um. Þvf er ástæða fyrir lands- menn að Vera vel á verði. Nátengt kjarabaráttunni Þegar þetta er skrifað er ekki enn útséð um málalok i samning- um verklýðshreyfingarinnar við atvinnurekendur og rikisstjórn. Vera má að hugur launamanna sé þessa dagana allfjarri þeim vandamálum sem hér hafa verið reifuð. Samt er hér aðeins um að ræða tvær hliðar á sama við- fangsefninu, hverjar verða þjóð- artekjurnar og hvernig á að skipta þeim. Það er nú ljóst að samningur sá sem gerður var við Alusuisse 1967 skerðir þjóðartekj-' ur islendinga um tugi miljarða króna á samningstimabilinu. Þá fjármuni hefði ella verið hægt að nota til þess að auka þjóðartekjur Iheild og hlut hvers launamanns. Einmitt þetta atriði þurfa lands- menn að festa vel i minni. Þær pólitisku ákvarðanir sem rikis- stjórn og alþingi taka eitt árið geta haft úrslitaáhrif á aðstöðu launamanna árum og áratugum siðar. streymir Don", hefur nú hafið undirbúning að gerð nýrrar kvik- myndar um þennan mann, sem skipar svo mikinn sess i rúss- neskri sögu. Myndin byggist á fyrsta hluta skáldsögu Aleksei Tolstojs, kafla sem ekki kom fram i gerð fyrri myndarinnar. Húnáað lýsa fyrstu árum Péturs sem sjálfstæðs stjórnanda, hinu vægast sagt siðlausa umhverfi hans, samsulli af andstæðum, lit- rikum og ákaflega athyglis- verðum persónuleikum. Hér er um að ræða efnisrika og að formi til heilsteypta mynd, sem til bráðabirgða hefur hlotið nafnið „Æska Péturs fyrsta”. Seirgei Gerasimov segir, að ástæðan til þess að menn liti nú aftur til þessa söguiega efnis, sé sú að hið unga riki, sem Pétur mikli myndaði, endurspegli mikilvægan sögulegan þróunar- feril, sem ennþá sé þess virði að rannsaka. Þó ekki megi gleyma stéttaskipingunni, sem einkenndi umbætur keisarans, hinni grimmilegu undirokun Kósakk- anna og uppreisn bændanna, verður að hafa i huga hin gifur- legu vandamál, sem menn stóðu þá frammi fyrir i Rússlandi. Auðvitað var Pétur mikli keisari með öllu sem þvi tilheyrði. en allt hið andstæða i skapgerð og eðli hans hlýtur enn að vekja áhuga nútfmamanna. Sergei Gerasimov er sem sagt i önnum við undirbúning þessarar miklu kvikmyndar. Meðal annars er sovéskt kvikmyndafólk nú i Hollandi, Þýskalandi og á fleiri stöðum sem máli skipta i sam- bandi við starf og æsku Péturs mikla.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.