Þjóðviljinn - 15.06.1975, Page 18

Þjóðviljinn - 15.06.1975, Page 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júni 1975 Olía Framhald af bls. 11 Um fjármögnun framhalds- rannsókna segir: „...að varnarmálanefnd eða utanrikisráðuneytið sjái um þá hlið málsins, etv. með ein- hverjum framlögum frá hernum.” Eins og siðar verður að vikið er það einmitt sú uppástunga, að herinn greiði kostnaðinn við hreinsun jarðvegs, rannsóknir og hugsnalegar aðrar framkvæmdir vegna sóðaskapar hans undan- gengin ár, sem orðið hefur til þess að stöðva málið nú. Hefur deildarstjóri varnarmáladeildar sett þar ofar að gæta fjármála- legra hagsmuna vina sinna i hernum, en heilsu og velferðar landa sinna, sem við jaðar her- stöðvarinnar búa. Megn óánægja Hreppsnefnd Njarðvikurhrepps hélt fund þann 3. mars ma. um bréf heilbrigðiseftirlitsins. Á þeim fundi var gerð eftirfarandi samþykkt: ..Hreppsnefnd Njarðvikur- hrepps lýsir yfir megnri óánægju sinni með þann drátt, sem orðið hefur á rannsóknum á mengunar- hættu vatnsbóla i Njarðvikur- hreppi og Keflavik og krefst þess, að unnið verði að fullum krafti að þessu máli og að rikisvaldið sjái til þess að fjármagn skorti ekki til rannsóknanna.” Og nú er að sjá hversu vel rikis- stjórnin bregst við, og henni til upplýsingar skal þess getið að fjórir af sjö hreppsnefndar- mönnum i Njarðvikum eru úr Sjálfstæðisflokknum og einn framsóknarmaöur. Hún er þvi að bregðast trausti formælenda sinna syðra ef hún lætur málið stranda,auk þesssem hún stefnir lifi og lifsafkomu fjölda fólks i bráðan voða. Aftur er farið af stað með bréfaskriftir. 24. febrúar 1975 ritar heilbrigðisráðuney tið varnarmáladeild bréf og sendir með ljósrit af bréfi heilbrigðis- eftirlitsins, þvi, sem hér að ofan var getið. t þessu bréfi lýsti ráðuneylið það skoðun sina, að tafarlaust þyrfti að hefja þær aðgerðir, sem heil- brigðiseftirlitið lagði til í fyrr greindu bréfinu og jafnframt, að eðlilegt væri að þessar aðgerðir færu fram á vegum varnarmála- deitdar en i samráði við heil- brigðiseftirlitið og ráðuneytið, eftir þvi sem ráðherra sagði á þinginu i vor. Þá er jafnframt gert ráð fyrir þvi, að allur kostnaður verði greiddur á sama hátt og annar kostnaður við fram- kvæmdir innan hernámssvæðis- ins, eins og segir i tilvitnuðu bréfi. Eitthvað hefur þeim i ráðu- neytinu ekki likað póstsamgöng- urnar innan stjórnkerfisins og uppgötvuðu simann þvi i neyð sinni. Ráðherra skýrði frá þvi á alþingi, að hringt hefði verið til varnarmáladeildar þann 21. april, til þess að spyrjast fyrir um hvort fyrrgreindar kannanir hefðu verið gerðar. Svo var ekki. Málið var þá enn i athugun! Greiösla kostnaðar var talin heista hindrunin fyrir þvi að málinu var ekki hrint af stað af varnarmáladeild!, i það minnsta skýrði heilbrigðisráðherra alþingismönnum svo frá. Olían og kukkurinn Flestir oliutankar hersins standa i slakka upp frá Fiskiðj- unni i Keflavik. Þeir, sem eru ofanjarðar, eru afgirtir með torf- hleðslum á einn veg, en opið i kringum þá að öðru leyti fyrir oliuna að renna viða vegu ef eitt- hvað kemur fyrir tankana. Er þarna um að ræða i þyrpingu amk. 12 tanka. Am. fimm tankar eru niður- grafnir á þessu svæði og hefur ekki nokkur Iifandi sáia hugmynd um hvert ásigkomulag þeirra er nú: hvort þeir haldi oliu eða ekki. Þessir tankar standa þannig, að flestir eru sunnan litils dalverpis, en nokkrir norðan þess, og lægi oliustraumur þvi að dalverpinu beggja vegna ef tankarnir héldu ekki. Yst i dalverpinu eru vatnsból Njarðvikinga. Þangað rynni þvi olian úr tönkunum ef til kæmi. Þangað leitar og sú olia mest öll ef að likum lætur, sem þegar hefur farið niður i jarðveginn. Það er þvi greinilegt að hverju stefnir þar. Það kemur þvi að þvi innan tiðar að Njarðvikingar og Kefl- vikingar einnig, þvi þeirra vatns- ból eru i svipaðri afstöðu til annarra mengunarsvæða og þau i Njarðvikum, þurfi að taka ferska vatnið annars staðar. Eru hug myndir helstar uppi um að^aka það á Stapanum eða i námunda við hann, upp af Innri-Njarðvik^ En það eru fleiri vatnsból þar syðra i hættu og af annars lags völdum. t heiðinni milli Keflavikur og Sandgerðis, ofan við Garðinn, er iitið herhreiður, radarstöð og meðfylgjustöð: Rockville. Þar þurfa menn að sjálfsögðu að tefla við páfann eins og annars staðar þar sem menn eru. Kukk- urinn er leiddur úr hreiðri þessu og út i heiðina. Endar frárennslið i opinni þró, þaöan scm þvi er ætlaö að pipa niður i jarðveginn. Bætir það drykkjarvatn sand- gerðinga og garðbúa sennilega að litlu. Og til þess að skreyta umhverfið við þróaropið flóir kukkurinn oft yfir þróarveggi og breiðir úr sér i næsta nágrenni þróarinnar. Ábyrgðeins manns Það er á ábyrgð eins manns að ekki hefur verið hafist handa við að koma i veg fyrir frekari mengun vatns syðra, að ekki eru hafnar ýtarlegar rannsóknir á jarðveginum svo færa megi vatnsbólin áður en hættan er orðin að raunverulegri vá. Sá maöur cr formaður varnarmála- nefndar, deildarstjóri varnar- máladeildar, Páll Ásgeir Tryggvason. Þvi er þessari ábyrgð lýst á hendur honum hér. llann hefur sett oiar islenskum mannslifum fjárhagslega hagsmuni herliðs- ins. A þriðjudaginn var hafði blaðið sambandi við heilbrigðiseftirlitið. Þar var blaðamanni tjáð, að varnarmáladeildarstjórinn vildi fá frekari upplýsingar um málið, áður en varnarmáladeild léti til skarar skriða! Hefur deildinni þó að minnsta kosti borist fregn af öllu þvi sem hér er sagt og jafnvel einhverju til viðbótar. Þrátt fvrir það aö Páli Asgeiri þyki þessar upplýsingar ekki nægjanlegar, má fullyrða. að öilum Suður- nesjabúum þyki næg upplýsing liggja fyrir til þess að hefjast handa og þó fyrr hefði verið. Og enn eitt bréfið hefur þvi lagt af stað eftir póstkerfi rikis- báknsins, þvi heilbrigðisráðu- neytið sendi nýlega áleiðis til varnarmáladeildar bréf með enn frekari upplýsingum handa deildinni að moða úr. En þrátt fyrir það, að Páll Ásgeir beri höfuðábyrgð á þvi hve seint hefur gengið að fá málinu hrundið af stað, þá eiga þó aðrir sinn hlut i þeirri ábyrgð. Það má lýsa ábyrgð á hendur heilbr'igðiseftirlitinu fyrir að ganga ekki enn harðar i skrokk á varnarmáladeild, það má lýsa ábyrgð á hendur heilbrigðis- ráðherra fyrir að hafa ekki rekið meir á eftir framkvæmdum, og siðasten ekki sist má lýsa ábyrgð á hendur rikisstjórn, og þá sérstaklega utanrikisráðherra, fyrir að láta einum starfsmanni sinum haldast það uppi að taka hagsmuni herliðsins fram yfir hagsmuni þúsunda islendinga. Slikum manni ætti ekki að liðast að halda embættistitli deginum lengur, ekki frekar en tefja má framgang rannsókna og aðgerða annarra i þessu máli frekar en orðið er. úþ Pistill Framhald af bls 8. og glæpum i samtimanum. Það væri samt hæpin fullyrðing að telja að gagnrýni á slik fyrirbæri væri hið eiginlega hugmyndainn- tak slikra kvikmynda. Frekar mætti orða boðskapinn á þessa leið: erfiðir timar kefjast sterkra manna. Og þegar hinir sterku og snjöllu foringjar á örlagastund eru flestir hávaxnir og ljósir yfir- litum, gott ef ekki ariskir, þá geta menn farið að hugsa sitt af hverju. Árni Bergmann (stuðst við Spiegel og Information). m Stúlkurnar i 3.HG. i smiðatlma. Taliö frá vinstri: Heiðdis Sigurðardóttir, Anna Siguröardóttir, Ellen Blomsterberg, Unnur Gunnarsdóttir, Kristin Guðmundsdóttir, Sif Guðmundsdóttir, Sigrún Sigvaida- dóttir og Harpa Eysteinsdóttir. Munir eftir 10 og 11 ára stúlkur I Austurbæjarskóla unnir veturinn 1974 — 75. Stúlkurnar smlðuðu Snældur, bókastoðir, skeiðahengi, kertastjaka, fánastengur, pennastæði, brúðuhúsgögn, sleifar, brauð- bretti, litaspjöld o.fl. Þótt þær eigi kost á að velja um margt vilja þær helst smíða gagnlega smáhiuti. Þetta eru vinsælir gjafamunir enda oft beinlinis smiðaðir handa mömmu og þá er stundum málað á gripinn TIL MÖMMU með tilheyrandi skrautflúri. KOMPAN: Finnst ^kkur gaman að smíöa? BAÐAR: Já. KRISTÍN: Ég bjó til hest, borð og stóla, fisk, þeytispjald og Bamba, en mér finnst alveg eins gaman að sauma. SIGRÚN: Mér finnst mest gaman, þegar ég fæ aö ráöa þvi sjálf hvað ég bý til. Ég smiöaði hest og kisu. Mér finnst pinulltið meira gaman að prjóna og sauma. KOMPAN: Þið bjugguð til brúðu- húsgögn. Eigið þiö margar brúður? SIGRÚN: Ég á Barbie-dúkku og lika margar stórar. KRISTIN: Ég á lltinn, brúnan bangsa sem heitir Sveinn. Ragnar Kristjánsson handavinnukennari leiðbeinir Sigrúnu og Kristlnu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.