Þjóðviljinn - 28.06.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 28. júni 1975.
SKAMMTUR
AF FÁLKAORÐU
Þegar ég var að slíta barnskónum þótti ég
ekki stíga í vitið úr hóf i fram og þyki víst ekki
enn. Heimskum og illa lesnum sveinum voru
lítið vandaðar kveðjurnar í gamla daga, ýmist
kallaðir fávitar, vanvitar, blábjánar svo nokk-
uð sé nefnt. Þá var og oft — og er víst enn —
heimsku fólki og grunnhyggnu líkt við dýr, svo
sem asna, apa, þorsk, héra og hlandaula, sem
mér skilst að sé viss f isktegund, sem ekki geti
vatni haldið.
Framangreindar nafngiftir voru að sjálf-
sögðu ekki það sem gladdi hjarta unglingsins
mest, einkanlega með hliðsjón af því tvennu
að oft má satt kyrrt liggja og alltaf er sann-
leikurinn sárastur, en þó var ein svívirðing,
sem manni sárnaði mest af ölium, en það var
þegar maður var kallaður fálki. í þessu orði
var fólgið lágmark vitsmuna hygginda og for-
sjálni, en hámark forheimskunar.
Af þessum sökum hélt ég lengi vel að það að
veita einhverjum orðu kennda við fogl þenna
væri einhver mesta háðung, sem hægt væri að
sýna nokkrum manni. Seinna hef ég aftur á
móti komist að því að menn þurfa ekki endi-
lega að vera kjánar til að fá þessa viðurkenn-
ingu, en undantekningarnar eru víst hér eins
og svo oft f remur til að sanna regluna en hitt.
Fálkaorðan hefur mjög verið á dagskrá að
undanförnu, einkum vegna þess að þessi við-
urkenningarvottur hefur hvað eftir annað
fundist á sorphaugum borgarinnar, en ófáir
munu þeir, sem álíta að riddarakross fálka-
orðunnar eigi þar ekki heima.
Þá hefur það æði oft komið fyrir að fálka-
orðan hefur verið til sölu á opinberum mark-
aði bæði hér í borginni sem og erlendis.
Allir sjá hvílík vá er hér f yrir dyrum og þarf
ekki að leiða getum að því hvert slíkt fram-
ferði getur leitt þjóðina ef ekki verður sem
skjótast brugðið við hart.
Það er því ekki að undra þótt eitt af dagblöð-
um borgarinnar tæki málið föstum tökum síð-
astliðinn miðvikudag, en þá var í þessu blaði
nær heil síða helguð þessu merkismáli og
hvorki meira né minna en þrjár greinar um
málið.
í fyrstu greininni, sem ber yfirskriftina
„ALLIR SEM HLJÓTA FÁLKAORÐU
SKRIFA UNDIR SKULDBINDINGU UM AÐ
ÞEIM SKULI SKILAÐ TIL RÍKISINS AÐ
ÞEIM LÁTNUM", er frá því greint að menn
megi ekki vaða i þeirri villu að þeir eigi orð-
una, heldur haf i bara réttindi til.eins og segir í
greininni að bera hana til dauðadags og þeim
er ekki heimilt að ráðstafa henni á nokkurn
hátt eftir andlát sitt. (Fæst má nú eftir að
maður hef urgeyspaðgolunni segi ég nú bara).
Síðan koma í greininni mjög gagnlegar upp-
lýsingar til almennings í landinu um það,
hvernig eigi að haga sér-í hinum ýmsu tilvik-
um varðandi fálkaorðuna. Ef ég persónulega
hefði ekki lesið þessa grein hefði ég verið til
með að gera einhverja andskotans vitleysu í
sambandi við orðuna. Ég hafði til dæmis ekki
hugmynd um það að ég yrði að skila aftur
riddarakrossinum þegar ég fengi stórriddara-
kross. Ég gæti þess vegna tekið mér í munn
orð Hannesar Hafstein: „Ég vissi það þá ekki
en nú veit ég það." Þá er f rá því skýrt í grein-
inni að það verði að teljast mjög ámælisvert
siðferðilega séð að selja fálkaorðu. Það er
vissara fyrir almenning í þessu landi að gera
sér þessa staðreynd Ijósa.
Baldur Möller ráðuneytisstjóri segir hins
vegar orðrétt í næstu grein:
Ég vil benda á það að ekki þarf alltaf að
vera um brot að ræða þótt fálkaorða sé seld,
t.d. hefur sá sem finnur fálkaorðu, sem ein-
hver hefur glatað, ekki skrifað undir neina
skuldbindingu um að skila orðunni aftur
Þórður Björnsson ríkissaksóknari færir fyr-
ir því haldgóð rök að orðusala hljóti að teljast
ámælisverð siðferðilega séð, í grein, sem ber
yfirskriftina „ENGIN KÆRA HEFUR BOR-
IST SAKSÓKNARA VEGNA SÖLU Á ORÐ-
UM" og setur raunar ríkissaksóknari fram
mjög merka kenningu í þessari sömu grein
þar sem hann segir orðrétt: „Það er Ijóst að sá
sem látinn er, brýtur ekki af sér í þessu máli".
Maður kemur sannarlega ekki að tómum kof-
unum, þegar lögfræðingar eiga í hlut.
En einhvern vegin get ég ekki að því gert, að
alltaf kemur hún upp í huga mér gamla góða
vísan, sem eiginkona krossaða ráðuneytis-
stjórans orti hérna á árunum þegar henni var
farið að leiðast barlómurinn í eiginmanni sín-
um:
Elsku hjartans ástarhnoss
ekki er lengur þörf að spara
þú átt svo fínan fálkakross
farðu nú og seldann bara
Flosi
Timarit Hiúkrunarfélaes íslands 50 ára
„Ætlast var til að hjúkrunarkonur
væru alltaf reiðubúnar til vinnu”
segir Sigríður Eiríksdóttir er átti
sœti í fyrstu ritnefndinni
Um þessar mundir er háll' iild
liðin siðan timarit Iljúkrunarfé-
lags islands kom fyrst út. i tilefni
af þvi er timaritið scrstaklega
helgaö afmælinu. i formála fyrsta
töluhlaösins áriö 11)25 segir m.a.:
,,Þetta úrræði okkar hefir þann
kost, að það er algjörlega undir
okkur sjálfum komið að hverju
liöi það verður okkur. Timaritið
kemur til ykkar núna fáskrúðugt
og fátæklegt frá hendi okkar, sem
falið var að sjá um það, það kem-
ur aöeins sem tilkynning til ykkar
um það að hér sé opin leið til þess
að koma boðum og hugsunum
hver til annarra. Hver einasta
manneskja, sem fæst við
hjúkrunarstarf, verður fyrir
margvislegri reynslu sem er sér-
eign hennar, reynsla sem hún
getur auðgað hinar starfsystur
sinar af, hugsjónum sem hún get-
ur gefið, vandamálum sem hún
getur á sama hátt borið undir
þær. Möguleikann til þessa hefur
hingað til vantað. Nú kemur þetta
timarit. Það getur bætt úr þessu.
Við eigum aö skrifa það allar.
Við eigum að leggja i það, það
besta af þekkingu okkar og
reynslu, af trú á málstað okkar og
framsóknarhug. Undir þvi er lif
þess komið. Þegar það kemur til
þin fátæklegt, þá áttu að minnast
þess fyrst að þú hefir sjálf brugð-
ist þvi.”
Ein þeirra kvenna er áttu sæti i
fyrstu ritnefnd er enn á lifi. Það
er frú Sigriður Eiriksdóttir og fer
hér á eftir viðtal vi hana, en þar
segir hún m.a.:
Er blaðið hóf göngu sina var
hjúkrunarstarfið á byrjunar- og
mótunarstigi hér á landi og var
þvi brýn nauðsyn á að fá boðbera
til að halda okkar málum vakandi
og til að ná til allra i stéttinni.
Nokkuð var um útgáfu fagrita,
t.d. iðnaðarmenn, læknar, verk-
fræðingar og ljósmæður gáfu út
fagrit fyrir þennan tima.
Blaðið var sett upp og vélritað
heima hjá mér fyrstu árin. Var þá
borðstofuborðið „kontorinn” þar
sem alltflaut I blöðum og bókum
þar til bunkað var upp á kvöldin,
en þetta þótti heldur ósjarmer-
andi og óvenjulegt á þessum
tima. Fjölritun á blaðinu fengum
við hjá Pétri Guðmundssyni, út-
gáfumanni, sem tók okkur sér-
lega vel.
Ég vil geta þess að bæjarbúar
voru okkur hjúkrunarkonum afar
góðviljaðir, enda ófá sporin okkar
i bæjarhjúkrun þar sem þörfin
var mikil á aðstoð og aðhlynn-
ingu.
Blaðið var fjölritað fram til
ársins 1936, eða 42 tölublöð, en þá
var ákveðið að ráðast i að láta
prenta það og sýndi sig að blaðið
stóð undir sinum kostnaði að ári
liðnu, enda þá orðið tiltölulega
auðvelt. að fá auglýsingar.
Iivað var helst skrifaö um
fyrstu árin?
Sigriöur Eiriksdóttir formaöur
lljúkrunarfélagsins 1924-1960.
Um launakjör var mikið rætt og
ritað, enda laun okkar mjög léleg
auk þess sem ætlast var til að
hjúkrunarkonan væri alltaf reiðu-
búin til vinnu hvenær og hvar sem
var. Ef við sáumst á götu
„privatklæddar” mátti oft heyra:
„Nei sko, hjúkrunarkonan á fri i
dag.” Um lifeyrissjóð var tals-
vert mikið ritað, en honum hafði
þá þegar verið komið á fyrir
danskar hjúkrunarkonur. Einnig
þýddum við erindi úr erlendum
timaritum auk frétta af merkis-
atburðum á sviði hjúkrunar.
Nokkrar greinar birtust frá
hjúkrunarkonum erlendis þar
sem þær lýsa starfi sinu á hinum
ýmsu stofnunum. Allar skýrslur
um samvinnu hjúkrunarkvenna á
Norðurlöndum er að finna i blað-
inu. Auglýsingar um lausar stöð-
ur og stöðuveitingar birtum við ,
en einnig var getið um utanferðir
og heimkomur islenskra hjúkrun-
arkvenna, en á þessum árum var
ekki hægt að læra hjúkrun til fulls
hér á landi.
Með tilkomu Landsspitalans og
siðan Hjúkrunarskóla Islands
færist námið hingað heim og tek-
ur þá að fjölga hraðar i stéttinni.
Ég get þess til gamans að þegar
Hjúkrunarskóli tslands tók inn
nemendur, 10 stúlkur, annað eða
þriðja árið sem hann starfaði,
kallaði einn af þremur þáverandi
prófessorum á Landsspitalanum
á mig og innti mig eftir þvi hvort
við ætluðum strax að fara að
skapa atvinnuleysi i stéttinni.
Byggingatæknifræðingiir
Við óskum eftir að ráða byggingatækni-
fræðing til starfa frá og með 1. september
nk.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna. Umsóknir sendist Fast-
eignamati rikisins fyrir 10. ágúst nk.
Fasteignamat rikisins,
Lindargötu 46,
Reykjavík.