Þjóðviljinn - 28.06.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.06.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 ER ALDREI ÁNÆGÐUR en vegna góðrar samstöðu tókst þó að ná þessu, sagði Jón Sigurðsson form'. Sjómannasambands Islands V arnarsigur — segir Ingólfur Ingólfsson formaður Vélstjórafélags Íslands — Auðvitað er maður aldrei ánægður, það má alltaf gera betur og fá meira,en þó hygg ég að við höfum fengið eins mikið út- úr þessum samningum og mest var mögulegt, sagði Jón Sigurðs- son form. sjómannasambandsins um togarasamninga i gær. — Og það var aðeins vegna órofa sam- stöðu allra félaganna sem hlut áttu að máli að okkur tókst að ná þessum samningum. — Hjá undirmönnum er hækk- unin 66%. Kaup háseta var 32.628 kr. á mánuði en verður nú 54.000 kr. og kaup netamanns var 36.883 kr. en verður nú 58.000 kr. og bátsmenn höfðu 42.787 kr. á mánuði en fá nú 68.000. kr. Við þetta bætast svo ýmsar lagfær- ingar á samningunum, svo sem hvað á að vera af netum um borð o.sv.frv. svo dæmi sé nefnt,en það tel ég vera veigamesta atriðið fyrir utan kauphækkunina. — Við getum sjálfsagt betur við unað en yfirmennirnir, okkar samningar eru heldur hagstæðari og ættum þvi að geta sæmilega vel viðunað, sagði Jón. Þá er þess og að geta, að 1. okt. nk. fá sjó- menn 2100 kr.hækkun á mán — Nú eruð þið búnir að vera 11 vikur i verkfalli á stóru togurun- Sýning Braga framlengd Sýning Braga Asgeirssonar á gömlum og nýjum verkum sinum á Loftinu á Skólavörðustig hefur vakið athygli, aðsókn hefur verið góð og.nokkrar myndir hafa selst. Nú hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna. Verður hún opin i dag, laugardag og á sunnudag kl. 2-6. — Það má segja að við höfum fengið svo til allt það sem við fór- um framá, það var bara svo ó- sköp litið, en það er hart að til 11 vikna verkfalls skuli hafa þurft að koma til að fá þetta litilræði og það sýnir kannski betur en allt annað að það voru ekki raunveru- lega sjómenn og útgerðarmenn um, hvernig stendur á þvi að svo langt verkfall skuli þurfa að koma til að ná ekki stærri áfanga en þessir samningar eru i raun? — Nf i, ég treysti mér ekki til að svara pessari spurningu en ég get imyndað mér að það séu fleiri en þú sem eru hissa á þvi að til 11 vikna verkfalls skuli þurfa að koma til að ná þessum samning- um. Og ekki siður þegar þess er gætt hvað þessi skip þýða fyrir þjóðarbúið. Það er ekki bara að um 600 sjómenn hafi ekki atvinnu, heldur er stærri hópur fólks i landi sem vinnur að vinnslu afl- ans, sem hefur misst atvinnuna. Tjónið er þvi orðið óskaplegt. Manni finnst það furðulegt að menn skuli geta leikið sér svona með verðmætin eins og gert hefur verið i sambandi við þessa deilu. —S.dór sem hér voru að semja, heldur vorum við togarasjómenn notaðir sem peð i þráskák útgerðar- manna og rikisstjórnarinnar um rekstrargrundvöll fyrir stóru tog- arana, sögðu þeir Jón Timóteus- son og Friörik Hafþór Magnússon hásetar á togaranum Vigra, er viö ræddum við þá eftir fundinn Jón Sigurðsson hjá Sjómannafél. Reykjavikur i gærdag. Þeir félagar sögðu, að stærsta atriðið i þessum samningum að þeirra áliti væri að tekist hefði að koma I veg fyrir fækkun i áhöfn skipanna en slikthefði i raun þýtt afnám vökulaganna. Um kauphækkunina hjá togarasjómönnum sögðu þeir að hún væri ekki meiri en verkafólk hefði almennt fengið i landi, PINE RIDGE, Suður-Dakóta 27/6 —Tveir liösmenn bandarisku inn- anrikisleynilögreglunnar (FBI) og einn indiáni féllu i dag i bar- daga, sem varð með lögreglu- mönnum og indiánum. Gerðist þetta með þeim hætti að lögreglu- menn ætluðu að handtaka indi- ána, sem grunaðir eru um að hafa átt þátt i mannráni fyrr i vikunni, en indiánarnir snerust þá til Wilson missir meirihlutann LUNDONUM 27/6 — Stjórn Verkamannaflokksins i Bret- landi hefur ekki lengur meiri- hluta i neðri málstofu breska þingsins. t aukakosningum i kjördæminu Woolwich i austur- hluta Lundúna missti Verka- mannaflokkurinn, sem hafði kjördæmið eftir siðustu þing- kosningar, það i hendur Ihalds- flokksins. — Pað orkar ekki tvimælis að við unnum varnarsigur með þess- um samningum og það sem mér finnsteinna merkilegast við þetta allt saman er að samningar skuli hafa tekist eftir það langa hlé sem varðá samningaviðræðunum. Ég átti satt að segja von á þvi að á okkur yrðu sett þvingunarlög og þar með hefði samningsrétturinn endanlega verið af okkur tekinn, hefði það heppnast, sagði Ingólfur Ingólfsson formaður Vélstjóra- félags tslands er við báðum hann segja álit sitt á nýju togara- samningunum. — Hækkunin hjá vélstjórum er þetta frá 43% og uppi 59%. Við fórum að visu fram á nokkuð meiri hækkun en ég held að við getum sæmilega við unað það sem fékkst. Einnig náðust fram nokkrar minniháttarbreytingar á samningunum, en kauphækkunin er það sem máli skipti. Nú, þá er það ekki siður mikilvægt að okkur skuli hafa tekist að verjast þeirri þannig að þaö væri ástæðulaust að hrópa húrra fyrir henni. Skiptaprósentan var ekki hreyfð, en hækkunáihenni til handa sjó- mönnum hefði verið veruleg kjarabót. Þeir töldu að þessir samningar færðu togarasjómönn- um ekki raunverulega kjarabót, heldur væri hér um að ræða sam- ræmingu á kjörum þeirra og verkafólks i landi, en við togara- sjómenn hefur ekki verið samið sfðan 1969. varnar. Indiánar þessir eru súar (Sioux) af Oglala-ættbálknum. árás togaraeiganda að fækka i áhöfn skipanna niður i 19 menn eins og þeir fóru framá. Það kalla ég mikinn sigur, þvi að þar með hefðu vökulögin orðið að engu. Hitt er svo annað mál að mörgum þykir eflaust að þessir samning- ar hefðu mátt færa mönnum meira i aðra hönd eftir 11 vikna verkfall, sagði Ingólfur að lokum. Gítartón- leikar í Norræna húsinu í dag I dag (laugardag) heldur ungur gítarleikari, Orn Arason,tónleika i Norræna húsinu. Orn Arason er borinn og barn- fæddur hafnfirðingur: Hann nam giarleik við Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar undir handleiðslu Ey- þórs Þorlákssonar, en á siðustu árum hefur hann dvalist i Barce- lona á Spáni við framhaldsnám. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt og m.a. frumflytur hann verk eftir spánverjann Graciano Tarrago er nefnist Al- Kayara. Tónleikarnir hefjast kl. 4 s.d. SAS notar eigin vélar Nokkur undanfarin ár hafa Flugfélag tslands og SAS haft samvinnu um flug milli Skandinaviu, tslands og Græn- lands. SAS hefur leigt þotur Flug- félagsins til tveggja ferða i viku frá Kaupmannahöfn til Keflavik- ur og þaðan til Narssarssuaq. Að auki hefur Flugfélagið flogið tvær til þrjár ferðir i viku milli Kefla- vikur og Narssarssuaq. A fundi fulltrúa félaganna, sem nýlega var haldinn i Stokkhólmi, tilkynnti SAS að félagið mundi frá og með 1976 sjálft annast framan- greint flug með eigin þotum. Næsta sumar eru ráðgerðar fjór- ar SAS flugferðir milli Kaup- mannahafnar, Keflavikur og Narssarssuaq fram og aftur og aðrar tvær milli Kaupmanna- hafnar, ósló og Keflavikur fram og aftur. Sunnlendingar — Ferðafólk Frá og með 1. júli nk. breytist timaáætlun á sérleyfinu Reykjavik — Rangárvalla- sýsla, sem hér segir: Frá Hvolsvelli: Mánudaga, þriðjudaga, miðvikud., fimmtud., föstud. og laugardaga kl. 9.00. Sunnudaga kl. 17.00. Frá Reykjavik: Mánudaga, þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud. kl. 17.00. Laugardaga kl. 8.30 og 13.30. Sunnudaga kl. 20.30. Upplýsingar á afgreiðslustöðunum. AUSTURLEIÐ H.F. Staða sendikennara i ísiensku við háskólann i Caen i Frakklandi Háskólinn I Caen i Frakklandi hefur óskað eftir að auglýst verði laus til umsóknar staða sendikennara I Islensku viö Norðurlandastofnun háskólans. Gert mun ráð fyrir, að sendikennarinn verði ráðinn til eins árs i senn frá 1. októ- ber nk. að telja. Laun eru tæplega 2000 frankar á mánuði, auk minni háttar launaframlags af islenskri hálfu. Nauðsynlegt er, að umsækjandi hafi gott vald á franskri tungu. Umsóknir, ritaðar á frönsku,, með upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu fyrir 15. júli nk. Menntamálaráðuneytið, 20. júni 1975. Jón Timóteusson og Friðrik H. Magnússon. YORUM AÐEINS PEÐ i tafli útgerðarmanna og rikisstjórnarinnar, sögðu þeir Jón Timóteusson og Friðrik H. Magnússon um togarasamningana —-S.dór. Bardagi við indíána

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.