Þjóðviljinn - 28.06.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.06.1975, Blaðsíða 12
«:» iisiMííii I r^~ i/ rwr ' . \ Það er I dag og á morgun kl. 13, sem sjálfboðaliðar vinna að þvi að rifa mótatimbur utan af þriðju hæð Þjóðviijahússins að Sfðumúla 16. Þeir sem ekki gátu mætt i morgun kl. 8 komi eftir hádegið á morgun og æskilegt er að sem flestir hafi með sér skófu og klaufhamar. Enn barist í Beirút Falangistar aftur komnir i slaginn Indland: Handtökurnar halda áfram Kina gagnrýnir aðgerðir Indiru f IJ[/j/J //§//j /k Laugardagur 28. júni 1975. Elli- og örorhu- lifeyrissreiðslur: Engin hækkun ákveðin Þann 10. júll er næsti útborgun- ardagur elii- og örorkulifeyris hjá Tryggingastofnun rikisins. Und- anfarin ár hefur i kjöifar nýrra kjarasamninga verið ákveðin hækkun á þessum lifeyrisgreiðsl- um til samræmis við kauphækk- anir. Voru þá ákvarðanir teknar strax i kjölfar samninga. A dög- unum spurðist Þjóðviijinn fyrir um það hjá heilbrigðisráðherra hvort hækkun væri I undirbún- ingi, en ráðherrann gaf engin svör við því. og sagði allt óákveð- ið enn. í gær spurðist blaðið fyrir um það hjá forstjóra Tryggingastofn- unarinnar Sigurði Ingimundar- syni. Hann sagðist ekkert hafa heyrtum það. „Við fáum tilkynn- ingu frá ráðuneytinu, þeir ákveða þetta þar.” Samkvæmt þessu virðist enn ekki farið að huga að hækkun á elli- og örorkulifeyri. Neyðarástand í Kólombíu BOGOTA 27/6 — Alfonso Lopez Michelsen, forseti Kólombiu, hef- ur lýst yfir neyðarástandi i land- inu. Segist Michelsen hafa neyðst til að gera þetta vegna hættu frá vinstrisinnuðum skæruliðum, sem hafi færst mjög i aukana i landinu undanfarið. Þrjú af 2 fylkjum landsins voru sett i neyð- arástand þegar fyrir tveimur vik- um eftir mótmælaaðgerðir náms- manna og verkamanna þar. Að sögn talsmanna Kólombiustjórn- ar hafa skæruliðar fellt fjórtán manns siðan þá og numið marga á brott. Kóp Blaðberar óskast í Fífuhvammsveg og Viðihvamm Vinsamlega hafið sam- band við umboðsmann f síma 42073. NÝJU-DELHI 27/6 — Um 200 manns hafa verið handteknir til viðbótar í Indlandi i dag, og hefur stjórnin þá alls látið taka fasta 900 manns siðan ncyðarástandi var lýst yfir i gær. Talsmaður stjórnarinnar sagði að um þriðj- ungur þessara 900 væru starfs- menn stjórnmálaflokka. Hinir, sem taismaðurinn lýsti sem goondas (ilimennum eða morð- ingjum), hefðu verið handteknir I þeim tilgangi að varðveita friðinn I iandinu. Sex þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka sneru sér i dag til Fakhruddins Ali Ahmed, forseta landsins, og mæltust til þess að hann kæmi aftur á eðli- iegu ástandi. Forsetinn svaraði þingmönnunum með þvi að hvetja þá til að gæta stillingar. Indira Gandhi, forsætisráð- herra, hélt ræðu I dag og sagðist meðal annars ekki grunlaus um að stjórnarandstæðingar hefðu notið hvatningar erlendis frá. Hún likti andstæðingum sinum við nasista og sagði að lýðræðið i landinu væri I mikilli hættu frá öfgamönnum til hægri og vinstri. Meðal þeirra nefndi hún Rashtriya Swayam Sevak Sangh (Þjóðlega sjálfsverndarsam- bandið), sem eru herská samtök innan Jan Sangh-flokksins, en sá flokkur er hægrisinnaður og hall- ast að hindúiskri þjóðernisstefnu. Leiðtogar Þjóðþingsflokksins sjálfs hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðir Indiru, svo og Kommún- istaflokkur Indlands. Aðrir vinstriflokkar hafa hinsvegar fengið að kenna á handtökunum til jafns við hægriflokkana og hafa snúist til andstöðu; þannig hvöttu flokkar sósialista og marxista til allsherjarverkfalls i Bombay i dag, en fengu litinn hljómgrunn. Auk aðgerðanna gegn stjórnar- andstæðingum hreinsar Indira nú til i eigin flokki, og hafa allmargir þingmenn og aðrir starfsmenn Þjóðþingsflokksins ýmist verið reknir úr flokknum eða handtekn- ir. Rikisstjórnin hefur skipað sér- staka nefnd til að stjórna aðgerð- um I sambandi við neyðarástand- ið, og er Indira sjálf formaður nefndarinnar. — t fyrrnefndri ræðu tók hún fram að stjórnin hefði alls ekki i hyggju aö þjóð- nýta iðnaðinn eða setja eftirlit með kaupsýslu. Einnig kvaðst Matsveinar samþykkja A fundi hjá matsveinum i gær voru kjarasamningarnir sem undirritaðir voru i gærmorgun samþykktir. BEIRÚT 27/6 — Bardagar héldu áfram i tveimur útborgum suður af Beirút i dag, fjórða daginn i röð, og voru bæði notaðar byssur og sprengjur. i nótt breiddust bardagarnir út til fleiri hverfa, og sprungu þá sprengjur úr sprengjuvörpum i miðborg Bcirút. i dögun linnti þó skothríð- inni nema i útborgunum tveimur, Ain al-Kummaneh, þar sem falangislar ráða mestu, og Shiyyah, sem á hinn bóginn er eitt helsta vigi vinstrimanna. Að minnsta kosti 10 manns voru drepnir i bardögunum i nótt og hafa þá að minnsta kosti þrjátiu fallið i bardögunum siðustu fjóra dagana, auk þess sem fjöldi hefur særst. Karami, helsta leiðtoga hún vona að fljótlega yrði hægt að aflétta neyðarástandinu. Hin opinbera kinverska frétta- stofa gagnrýndi aðgerðir ind- versku stjórnarinnar harðlega I dag og kvað aðgerðirnar hafa sýnt, hvflik blekking hið borgara- lega lýðræði væri. Fréttastofan sagði að á mörgum svæðum i Ind- landi hefði undanfarið rikt ógnar- stjórn, og hefði þvi ekki neinum þurft að koma á óvart þótt Indira kastaði lýðræðisgrimunni endan- lega. Aðgerðir hennar sýndu einn ig, hversu veik aðstaða hennar sem forsætisráðherra væri. Malvœlaráð SÞ: RÓM 27/6 — Fulltrúar þróunar- landa á ráðstefnu Matvælaráðs Sameinuðu þjóðanna i Róm kröfðust þess i dag að stjórn ráðs- ins segði af sér, sökum þcss að það hefði brugðist hlutverki sinu gagnvart aðkallandi vandamál- um. Þróunarlöndin vilja einnig að ráðstefnunni, sem er sú fyrsta er Matvælaráðið heldur, verði frest- að. Fulltrúar 36 rikja eiga aðild að ráðinu. Fulltrúar „rikjanna 77”, það er að segja rikja i Asiu, Afriku og Rómönsku-Ameriku, lögðu fram múhameðstrúarmanna i Líban- on, hefur enn ekki tekist að mynda stjórn og sætta deiluaðila, og eins og sakir standa gengur erfiðast að ná málamiðlun milli falangista og Kamals Jumblatt, leiðtoga libanskra sósialista, en hann nýtur mikils álits og áhrifa i landinu. Suleiman Franjieh, for- seti Libanons, kallaði i dag á fund sinn ambassadora Saúdi-Arabiu, Egyptalands og Kúvæt og leitaði hjá þeim ráða. Karami sat .siðari hluta þessa fundar. Flestar verslanir i miðborg Beirút eru lokaðar og litil umferð á götunum, serh annars eru -troðnar af umferð. — Þangað til i gær voru það einkum öryggisliðar stjórnarvaldanna og libanskir vinstrimenn. sem áttust við, en i dag höfðu falangistar einnig blandað sér i leikinn og skjóta á vinstrimenn. Virðist gagnkvæm samúð rikja með falangistum og öryggisliðum, en þó er sagt að öryggisliðar hyggist ryðja á brott vegatálmunum, sem falangistar hafa sett á þjóðvegina til Tripóli i Libanon norðanverðu og Damaskus. Vopnað lið palestinu- manna hefur enn sem komið er haldið sér fyrir utan óeirðirnar, en óliklegt er talið að það sitji lengi hjá ef þeim linnir ekki. Segir af sér embætti bæjarfulltrúa Á fundi i bæjarstjórn Kópavogs i gær sagði Sigurður Helgason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af sér. Gaf hann enga skýringu á afsögn sinni á fundinum. Vitað er þó að afsögnin stafar af heiftúð- ugum innanflokkserjum meðal i- haldsmanna i Kópavogi að und- anförnu. Nánar verður frá máli þessu skýrt eftir helgina. kröfu sina er verið var að undir- búa lokaskýrslu ráðstefnunnar. Telja þróunarrikin að ráðstefnan hafi verið illa undirbúin og þurfa þvi að fresta henni nú og kalla hana saman á nýjan leik. Meira máli skiptir það að mörgum þykir ráðstefnan litlu hafa komið til leiðar til lausnar á hungurvand- ræðunum i heiminum. Veldur þar mikluum að riki Efnahagsbanda- lags Evrópu hyggjast leggja fram miklu minna magn matvæla til hjálpar fólki á hungursneyðar- svæðum en búist hafði verið við. Þróunarlönd óánægð með ráðstefnuna SUMARFERÐ AU>ÝÐL - BANDAJLA GSINS 6, JÚLÍ Um Kjósarskarð — Þingvelli — Grafning — Ölfus Nú er aðeins vika þar til lagt verður upp I hina vinsælu sum- arferð Alþýðubandalagsins. Mikið fjölmenni hefur ávallt verið í þessum ferðum og þvi vissara að tryggja sér farseöil sem fyrst. A skrifstofunni að Grettisgötu 3 er tekið við pönt- unum I sima 28655. Þá ætla Suðurnesjamenn að slást I för- ina og þeir geta pantað miða i sima 2349 eða eftir kl. 19 i sima 2180. Að vanda er Björn Th. Björns- son listfræðingur fararstjóri. Leiðsögumenn verða I hverjum bll. Að þessu sinni verður fyrst ekið upp á Kjalarnes, siðan um Eyrarfjallsveg, um Kjós og Kjósarskarð til Þingvalla. Frá hinum fræga þingstað er haldið um Grafning um Nesjavelli og Ulfljótsvatn og þar yfir Sogiö fram hjá virkjununum og Þrastaskógi niöur i ölfus. Heim er siðan ekið um Þrengslin. Að verður 3—4 sinnum á leiðinni. Fyrst hjá Vindáshlið i Kjós, á Þingvöllum, hjá Nesjavöllum og loks á heimleiðinni ef timi vinnst til. Þessi sumarferð 6. júli er mjög ódýr ferð, fargjald verður aðeins 1100 kr., en fyrir börn undir tólf ára aldri aðeins 800 kr. Muuið að panta tniða i sumar- ferðina 6. júli — Simi 28655

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.