Þjóðviljinn - 28.06.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Það breytir
1 þættinum „Klippt og skoriB”
var á dögunum vikiö að æði sér-
kennilegu lesendabréfi i Morgun-
blaðinu eftir Harald Blöndal,
skrifstofumann hjá Sementsverk-
smiðju rikisins, um sýningu Inúk
úti um heiminn. I bréfi þessu kom
fram mjög greinileg fyrirlitning á
eskimóum og háttum þeirra, en
jafnframt átakanlegt skilnings-
leysi á leikverkinu. Hér i blaðinu
var hins vegar reynt að færa vit-
leysurnar i bréfinu til betri vegar
og giskað á að bréfritarinn hefði
alls ekki séð verkið Inúk-maður-
inn. Nú hefur bréfritarinn, Har-
aldur Blöndal, sem i upphafi birti
bréf sitt i Morgunblaðinu, sent
Þjóðviljanum svarbréf og
þakkar hann einkar hlýlegá fyrir
ábendingarnar. Kallar hann það
„greiða” að Þjóðviljinn skyldi
vilja birta bréfbút eftir hann, og
gengst hann svo upp við þessi
stórmerki að hann sendir Þjóð-
viljanum langt svarbréf, sem hér
fer á eftir með þeirri sérviskulegu
stafsetningu sem höfundur þess
kýs að nota:
„Svavar Gestsson gerði mér
þann greiða sl. miðvikudag að
birta I Þjóðviljanum hluta úr á-
deilugrein minni á leikför Inúks
Blefken til Evrópu, en grein þessa
fékk ég birta I lesendadálki Mbl.
sl laugardag. Kann ég Svavari
hinar beztu þakkir fyrir. Athuga-
semdir hans eru einnig I sjálfu sér
stuðningur við sjónarmið min, ef
lesið er rétt milli llna og höfð i
huga kenning Snorra um oflof og
háð. Svavar treystir sér hins veg-
ar ekki til þess að stíga skrefið til
fulls; langvarandi dvöl á Þjóðvilj-
anum hefur slævt kjark hans til
þess að berjast gegn Blefkenum
landsins. Er leitt til þess að vita:
maðurinn hefur alla burði til þess
að vera kjarkmaður.
En Svavar er raunar ekki einn
um óttann við Blefkenana. Allur
þorri almennings I þessu landi má
láta sér það lynda að bera harm
sinn i hljóði. Menn leita hins veg-
ar til fortiðarinnar og kaupa
skáld fyrri tima I nýjum og nýjum
útgáfum, meðan sjónarmið
Blefkenanna liggja óhreyfð I fjöl-
rituðum bæklingum, sem bless-
unarlega eru gefnir út á kostnað
höfunda. En það er hins vegar
kominn til þess timi að taka upp
fallið merki Arngrims lærða.
Væri mér annt um að fá Svavar
Gestsson i þann hóp.
Ég veit, að við Svavar Gestsson
erum báðir stoltir af þvi að vera
Islendingar. 1 þvi felst þó ekki það
þjóðardramb að hreykja sér yfir
aðrar þjóðir meira en eölilegt er,
heldur bera sér i brjósti metnað
fullvalda þjóðar. Svavar og ég
eigum þaö sameiginlegt að vilja
vera við sjálfir og er meinilla við
að vera taldir aðrir menn; tala
ekki um, ef bendla á okkur við
aðrar þjóðir, hversu ágætar sem
þær annars eru. Við munum æ og
ævinlega leiðrétta þá, sem halda
að Leifur heppni hafi verið Norð-
maður eða Thorvaldssen Dani.
Við munum æ og ævinlega neita
þvi að Eddukvæðin séu norsk eða
bókmenntaarfur íslendinga ár-
angur af „nordisk samarbejde”.
Við tækjum báðir þvi jafn óstinnt
upp, ef einhver skandinavaleik-
flokkurinn frá Stokkhólmi færi
um Evrópu að úthrópa okkar
vandamál. Slika iðju værum við
fullfærir um að annast sjálfir, ef
við teldum það á annað borð okk-
ur sæmandi. Veit ég raunar ekki,
hvor okkar Svavars yrði sárari,
ef áðurnefndir Skandinavar yrðu
i þokkabót kallaðir Islendingar i
auglýsingunum.
Svavar Gestsson má hins vegar
ekki hafa svo óþroskaða þjóðern-
iskennd að hann telji það nauð-
synlegt að fyrirlita granna sina
hennar vegna. Hann á að vita, að
heilbrigður metnaður hvetur
menn til þess að hefjast af sjálf-
um sér en troða ekki á öðrum.
Það er þess vegna leiður mis-
skilningur hjá Svavari, að skrif-
um minum fyrir Islenzkan mál-
stað sé beint gegn Grænlending-
um.
Saga Grænlendinga er jafn-
framt sigursaga mannsins gegn
náttúruöflunum. Fáum þjóðum
hefur tekizt betur gliman við höf-
uðskepnurnar. Grænlendingar
eiga þvi alla virðingu skilið. Sjálf-
ur óska ég þeim alls hins bezta og
einkanlega þess að losna við
Skandinava. íslendingar eiga að
hafa góð samskipti við Grænlend-
inga og samvinnu þar sem það á
við, einkanlega I hafréttarmál-
um. Menning okkar er hins vegar
ólik, enda uppspretturnar sitt
hvorar, þótt báðar hafi þær nokk-
uð til sins ágætis.
bréf til
blaðsins
Ég ber það mikla viröingu fyrir
Grænlendingum, að ég viður-
kenni rétt þeirra til þess að leysa
sin vandamál sjálfir án ihlutunar
annarra, og er fús að styðja alla
þeirra baráttu til sjálfstæðis. Ég
ætla mér hins vegar að standa
gegn öllum skandinaviskum til-
raunum til þess að umgangast
þessa merku þjóð eins og sýning-
argripi, sem geyma eigi „ó-
snortna” af menningu nútimans i
stórum dönskum þjóðgarði á
Grænlandi. Það er þess vegna,
sem ég andmæli ferðum Inúks
Blefkens til Evrópu. Það er ekki
íslendinga að bera vandamál
Grænlendinga hálfhrá á menn-
ingarneyzluborð Evrópubúa,
raunar frekleg móðgun við Græn-
lendinga sjálfa, menningu þeirra
og uppruna.
Fyrir nokkru var á ferð I Fær-
eyjum grænlenzkur leikflokkur
að flytja Færeyingum græn-
lenzka menningu. Það hefði verið
okkur meira sæmandi aö bjóöa
þessum -flokki til sýninga I Þjóð-
leikhúsinu en láta vera að leika
Grænlendinga i kjallaraleikhús-
um álfunnar.
Haraldur Blöndal.”
Ekki nenni ég að elta ólar við
skrif Haralds I smáatriðum.
Hann svarar i rauninni engu af
þvi sem ég hafði fram að færa, en
til glöggvunar skal ég endurtaka
þessi atriði:
Ég vakti athygíi á þeirri fyrir-
litningu I garð granna okkar á
Grænlandi, sem fram kom I les-
endabréfi i Morgunblaðinu. En
þetta bréf skrifaði Haraldur
Blöndal. Ég giskaði á að Harald-
engu
ur hefði varla skrifað svona vit-
leysu ef hann hefði séð leikverkið
um Inúk. Hann minnist ekki á
þessa ágiskun mina I bréfi sinu og
staðfestir þar með að hann hafi
ekki haft hugmynd um það sem
hann var að skrifa um.
1 annan stað giskaði ég á að af-
staða Haralds til Inúks gæti staf-
að af mannlegum sárindum; hann
hefði kannski séð verkið og skynj-
að skömm sina sem einn af for-
vígismönnum Vl-inga.
Tilgangur skrifa minna var sá
að mótmæla athugasemdum Har-
alds almenntog sérilagi þeim tóni
sem þar kom fram i garð lista-
mannanna og grænlendinga. Ég
tel að þessir listamenn sem
sömdu og fluttu leikverkið hafi
orðið þjóð sinni til mikils sóma.
Þeir hafa sýnt viðsvegar að við
höfum náð árangri i leiklist og
þeir hafa einnig sýnt fágætan
skilning á högum grænlendinga
og vandamálum þeirra. Jafn-
framt er þessi sýning um Inúk og
verkið allt dæmisaga um örlög
landshlutabyggðar andspænis of-
urvaldi peningadýrkunar þeirrar
sem stundum birtist i ásjónum
stórborga.
Þau örlög kann ég ekki að hafa i
flimtingum.
Sjálfsagt þýðir ekki um það að
fást að Haraldur Blöndal skilji
ekki kjarna málsins. En það er ó-
neitanlega leitt að „langvarandi
dvöl” I herbúöum ihaldsins skuli
hafa farið svona með jafnágætt
, mannsefni.
Ömurlegt er að sjá i þessu sið-
ara bréfi Haralds Blöndals hvað
hann á bágt með að taka afstöðu
til þjóða með eðlilegum hætti.
Fyrirlitning hans i garð eskimó-
anna kom fram i fyrra bréfinu, en
I þessu bréfi sem hér á undan var
birt má lesa um furðulega van-
metakennd andspænis hinum
norðurlandaþjóðunum. En þá er
ekki langt i undirlægjuháttinn
andspænis þeim þjóðum sem
stærstar eru og voldugastar.
Til upprifjunar um Inúk-mann-
inn skal þess getið að hann var I
öndverðu ekki ætlaður til útflutn-
ings: Verkið var fyrst samið
handa skólum sem kennsluverk.
Þess vegna var það fyrst sýnt
nokkrum skólamönnum i kjallara
Þjóðleikhússins. Skólamönnum
likaði svo vel að þeir fengu flestir
sem sáu leikritið i skóla sina
nemendum til gagns og fróðleiks.
Er verkið hafði gengið með þeim
hætti um nokkurra mánaða skeið
var hér haldinn stjórnarfundur
Norræna hússins og það á Húsa-
vik. Inúkflokkurinn var fenginn
til þess að flytja norrænum verkið
og það skipti engum togum: Áður
en langur timi leið hafði norræni
menningarsjóðurinn kostað leik-
för Inúkanna til Norðurlandanna;
var verkið sýnt við bestu undir-
tektir I Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Sviþjóð. Mikill áhugi
var á þvi að sýna sömum verkið,
en af þvi hefur ekki orðið enn.
En ekki er ein báran stök! Þeg-
ar til stóð að halda mikla leikhús-
hátið með verkum hvaðanæva úr
heiminum skrifaði embættismað-
ur rikisins, Sveinn Einarsson,
niðri Evrópu, og sagði frá þessu
verki, Inúk. Hingað kom siðan
einn af forstöðumönnum leikhús-
hátiðarinnar og skoðaði verkið.
Og enn varð dómurinn Inúk i vil.
Nú lögðu leikararnir lönd undir
fót, Frakkland, Sviss, Vest-
ur-Þýskaland. Hvarvetna voru
undirtektirnar hinar ágætustu.
Hér verður þó ekki látið staðar
numið ef allt fer fram sem horfir
þvi fleiri aðilar hafa haft áhuga á
þvi að fá leikverkið — þeirra á
meðal eskimóar, grænlendingar!
Prófessorum hefur komið til hug-
ar að sýna verkið sem viðast i Al-
aska, en af þvi getur liklega ekki
orðið fyrir fátæktar sakir.
Þannig eru undirtektirnar alls
staðar i leikhúsunum. 1 fyrsta
sinn hefur Islenskt leikverk náð
hylli áhorfenda annars staðar
jafnvel þó að áheyrendur skilji
ekki textann nema þeir leikinn og
túlkunina alla með fögnuði.
Engu breytir það um þessar
hlýju móttökur þó enn séu til á ís-
landi menn sem af þjóðernislegri
minnimáttarkennd treysti sér
ekki til að þakka sem vert er það
sem vel er gert. — s
Unglingsstúlka,
12—14, ára
óskast til að gæta drengs á öðru ári i 2—3
vikur.
Upplýsingar i sima 82432.
Blómabúðin MÍRA
Suðurveri, Stigahlið 45-47, simi 82430
Blóm og gjafavörur í úrvali.
Opið alla daga og um helgar.
Kauptilboð
óskast i svonefnd Loftshús við Bryggjuveg
iKeflavik. Húsið skal rifast og fjarlægjast
sem fyrst. Tilboðum sé skilað á skrifstofu
landshafnar Keflavikurkaupstaðar og
Njarðvikurhrepps fyrir 6. júli nk.
Hafnarstjórinn
Skaftfellingar
— Ferðafólk
Sérleyfisferðir — Reykjavik—Höfn-
—Egilsstaðir — 1/7 til 31/8 1975.
Reykjavík—Höfn. Daglegar ferðir.
Frá Reykjavik: Alla daga kl. 8.30.
Frá Höfn: Alla daga kl. 9.00
Athugið breyttan brottfarartima frá Höfn
(kl. 9.00 i staðinn fyrir kl. 9.30 áður).
Höfn—Egilsstaðir. Tvær ferðir i viku.
Frá Höfn: Mánudaga og fimmtudaga kl.
9.00
Frá Egilsstöðum: Mánudaga og fimmtu-
daga kl. 16.30.
AUSTURLEIÐ H.F.
Tilkynning frá
Bifreiðaeftirliti ríkisins
í Reykjavík, Keflavík
og Hafnarfirði
Vegna sumarleyfa starfsfólks verður að
draga mjög úr starfsemi stofnunarinnar á
timabilinu frá 7. júli til 1. ágúst, að báðum
dögum meðtöldum.
Engin aðalskoðun verður auglýst á nefndu
timabili, en tekið verður á móti nauðsyn-
legum umskráningum, eigendaskiptum
og nýskráningum.
Bifreiðaeftirlit rikisins.