Þjóðviljinn - 10.07.1975, Side 3
Fimmtudagur 10. júli 1975. t>JóÐVILJlNN — StÐA 3
Náttúru-
verndar-
menn á
Norðurlandi:
Gagnrýna
hraðann á
undirbúningi
K röfluvirkjunar.
Um tuttugu manns, fulltrúar,
stjórnarmenn og gestir, sátu full-
trúafund Samtaka um náttúru-
vernd á Norðurlandi sem haldinn
var i Reykjahlið við Mývatn þann
28. júni. Á fundinum voru meðal
annars gerðar ályktanir þar sem
hraðinn á undirbúningi Kröflu-
virkjunar er gagnrýndur og lagst
gegn þvi að stefnt sé að Blöndu-
virkjun á næstu áratugum.
Ályktun um
Kröf luvirkjun.
Fulltrúafundur SUNN 1975
gagnrýnir þær vinnuaðferðir og
þann hraða, sem viðhafður er viö
jarðgufuvirkjun i Kröflu, þar eð
ekki hefur gefist timi til eðlilegra
og sjálfsagðra forrannsókna af
þeim sökum. Fundurinn beinir
þeirri áskorun til Náttúruvernd-
arráðs, að það fylgist vel með
framkvæmdum þessum, og fylgi
einarðlega eftir þeim skilyrðum
sem það hefur sett um rannsókn-
ir, mannvirkjagerð, umferð,
meðferð affallsvatns o.fl.
Ályktun um
Blönduvirkjun
Samtök um náttúruvernd á
Norðurlandi (SUNN) hafa fylgst
með undirbúningi Blönduvirkjun-
ar i A-Hún. Miðað við þær hug-
myndir, sem nú liggja fyrir um
þessa virkjun (sbr. Greinargerð
um virkjun Blöndu, Orkust., 25.4.
1975), vilja samtökin vekja at-
hygli á eftirfarandi:
1. í áætluninni er gert ráð fyrir
allt að 62 ferkm. miðlunarlóni á
afréttum A-Hún. og Skagafjarð-
ar, en af þvi er talið að um 56 fer-
km. séu samfellt gróðurlendi.
Þetta eru nálægt 40% þess
gróðurlendis, sem likur eru til, að
tekið verði undir miðlunarlón við
fullnýtingu á vatnsorku landsins
(Ef Þjórsárver eru undanskilin
eru þetta um 60%.) (Sbr. Jakob
Björnsson: Landþörf orku-
Framhald á bls. 10
BLÖNDUYIRKJUN veldur of
miklum umhverfisspjöllum
Nýja mötuneytið í Faxaskála
Hreiniætisaðstaða er eins og
best verður á kosið.
Eimskip kemur
upp glœsilegum
motuneytum
r
Arangur sérsamninga Dagsbrúnar
og Eimskips frá i fyrra
Eimskipafélag islands hefur
. nýverið opnað mjög glæsileg
mötuneyti fyrir starfsmenn sina
við Reykja vikurhöfn. Eru
mötuneyti þessi fjögur. Eitt er i
Faxaskála og rúmar um 250
manns, annað er í Sundaskála
og er heldur minna, rúmar á
milli 200 og 250 manns,og það
þriðja er i Grandaskála og
rúmar um 90 manns, og það
fjórða er í Borgarskála.
Þarna er hafnarverkamönn-
um seldur heitur matur i hádeg-
inu og er hann frá mötuneyti
Miðfells h.f. við Artúnshöfða og
kostar máltiðin ekki nema 140
kr. Er sama hvort um er að
ræða kjöt eða fisk.
Mötuneyti Miðfells h.f. hefur
fengið nýja tegund matarbakka
til að flytja heitan mat i og helst
maturinn heitur langan tima i
þessum bökkum, enda eru þeir
einangraðir likt og kaffibrúsar.
Yfirmaður þessara mötu-
neyta hjá Eimskip er Guðmund-
ur Þórðarson, fyrrum bryti á
Gullfossi. Sagði Guðmundur J.
Guðmundsson varaform. Dags-
brúnar að þessi mötuneyti væru
árangur sérsamninga sem fé-
lagið gerði við Eimskip i fyrra
en um 80% hafnarverkamanna i
Reykjavik vinna hjá Eimskip.
Guðmundur sagði að það væri
full ástæða til að hrósa Eimskip
fyrir hve rösklega var i málið
gengið og hve glæsilega hefði
verið frá mötuneytunum geng-
ið. Þau uppfylla ströngustu
kröfur sem gerðar eru til slikra
staða-og sagði Guðmundur,að
öll aðstaða hafnarverkamanna
hefði gerbreyst með tilkomu
mötuneytanna.
Guðmundur kvað þörfina á
slikum mötuneytum fyrir hafn-
arverkamenn hafa verið orðna
mjög brýna eftir að menn hættu
að geta farið heim i mat i há-
deginu og eftir að lausráðning
verkamanna hætti, en nú eru
hafnarverkamenn orðnir fast-
ráðnir hjá Eimskip gagnstætt
þvi sem áður var.
Og það er hægt að taka undir
með Guðmundi og hæla þessum
mötuneytum eftir að hafa skoð-
aö þau; þau eru til fyrirmyndar.
—S.dór
Vináttuvika samvinnustarfsmanna:
Krefjast ódýrari
ferða á milli
N orðurlanda!
Dagana 27. júni til 4. júli sl. var
haldinn hér á landi i fyrsta sinn
svokölluð vináttuvika eða KPA-
vika með þátttöku samvinnu-
starfsmanna frá öllum Norður-
löndunum. Eru vikur þessar
haldnar til að kynna samvinnu-
starf hvers lands og efla kynni
milli samvinnustarfsmanna á
Norðurlöndum, og eru einn þáttur
viðtæks félags- og kynningar-
starfs, sem sambönd samvinnu-
starfsmanna á Norðurlönd-
um standa fyrir i hverju landi
fyrir sig og sameiginlega.
Þátttakendur i þessari vináttu-
viku voru alls 62, flestir frá Svi-
þjóð eða 16 en fæstir frá Finn-
landi, 10. Meðal fulltrúa voru t.d.
margir blaðamenn frá blöðum
samvinnustarfsmanna. Dvalið
var að sumarheimili samvinnu-
manna að Bifröst, Laugarvatni
og á einkaheimilum i Reykjavik
og ferðast um Borgarfjörð, Snæ-
fellsnes, Suðurland og til Vest-
mannaeyja. Að Bifröst sáu þátt-
takendur sýningu Inúkhópsins á
Inúkmanninum og vakti sú sýn-
ing að vonum mikla athygli og
hrifningu. Þá kynntu þátttakend-
ur sér starfsemi Kaupfélags
Borgfirðinga, Mjólkurbús Flóa-
manna og Garðyrkjuskóla rikis-
ins.
Jafnframt þessari vináttuviku
var haldinn hér i fyrsta sinn fund-
ur svonefnds KPA-ráðs, sem hef-
ur það verkefni að samræma
starf samtaka samvinnustarfs-
manna á Norðurlöndum og á-
kvarða sameiginleg verkefni
þeirra. Eru fundir þess haldnir
árlega og til skiptis á Norðurlönd-
unum. Fundurinn var haldinn að
Bifröst 29. júni og voru fulltrúar
islenskra samvinnustarfsmanna
þeir Gunnlaugur P. Kristinsson
Akureyri, Pálmi Gislason,
Reykjavik og Reynir Ingibjarts-
son, Reykjavik.
Meðal tillagna, sern þessi fund-
Þáttakendur á KPA-vikunni I Bif röst.
ur samþykkti var áskorun til
Norðurlandaráðs og rikisstjórna
allra Norðurlandanna, að vinna
að þvi af alefli, að gera ferðalög
milli Norðurlahdanna sem ódýr-
ust og hagkvæmust og beina
ferðastraumi til þeirra innbyrðis i
stað sólarlanda, sem nú er orðið
hagkvæmara að ferðast til,
a.m.k. frá Islandi.
Islenskir samvinnustarfsmenn
gerðust aðilar að sambandi sam-
vinnustarfsmanna á Norðurlönd-
um, sem skammstafast KPA, að
Kooperativa Personal Alliansen,
haustið 1973, en þá hafði Lands-
samband isl. samvinnustarfs-
manna nýverið stofnað. Sam-
vinnustarfsmenn á Norðurlönd-
um eru nú nærri tvö hundruð þús-
und, þar af á sjötta þúsund hér-
lendis. I Landssambandi isl. sam-
vinnustarfsmanna eru nú 15 félög
með um 3000 félagsmenn. For-
maður þess er Reynir Ingibjarts-
son, ritari Jóhanna G. Erlings-
son, gjaldkeri Sigurður Þórhalls-
son og aðrir i framkvæmdastjórn
Baldvin G. Albertsson og Pálmi
Gislason. Landssambandið held-
ur landsþing annað hvert ár og
verður það næst að Bifröst, 30 og
31. ágúst nk.