Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. ágúst 1975 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 Hlustað á Danilo Dolci, skáld og umbótamann — Danilo Dolci heitir heimskunnur ítalskur rit- höfundur og umbótamaður sem nú er gestkomandi hér i borg. Hann hefur í meira en tuttugu ár haft forystu fyrir merku starfi á Sikiley, sem miðar að þvi að samfylkja alþýðufólki til breytinga á högum sinum — með sjálfskönnun, frumkvæði að neðan og baráttu án ofbeldis. — Hér fer á eftir frásögn Danilo Dolcis af starfi þessu og var hún skráð niður á fundi með nokkrum islenskum áhugamönnum. — áb. Danilo Dolci er fæddur árið 1924 og ólst upp i miðstéttarfjölskyldu á Norður-ttaliu. Hann tók út þroska sinn bæði með firnalegum lestri bóka og svo siðar i fangelsi hjá fasistum, sem hann slapp frá til skæruliða i fjöllum. Og i plomadelfia, kristilegu sam- félagi fyrir munaðarleysingja úr striðinu, sem velviljaðir menn komu upp: það lif og starf i hóp var mjög þroskavænlegt fyrir ungan mann sem var að læra að lifa i samræmi við sannfæringu sina. Dolci lærði arkitektúr i há- skóla, en hafði jafnan meiri áhuga á þvi, hvernig samfélag manna er byggt upp en á sam- bandi steina i milli i byggingum. Og þar kom, að honum fannst Nomadelfia aðeins sem vin i eyði- mörk, skjól fyrir fáeina einstak- linga. Og hann spurði sjálfan sig: hvaðum afganginn af heiminum? ,,Svona er nú lifið" Þá var það, segir Dolci, að ég kom til Trappeto á Sikiley. Þar var aðkoma hin ömurlegasta, engin gata sem þvi nafni gat nefnst, engin skólpræsi, engin iyfjabúð, jörð skrælnuð af vatns- skorti og litt gjöful, allt samfélag i helgreipum snikjulýðs mafiunnar, sem beitti ofbeldi leynt og ljóst. Ég reyndi að skilja þetta samfélg, og það var ærið verk, þvi ég var langt að norðan og það var margt sem ég ekki vissi. Ég byrjaði að vinna ýmiss konar vinnu með þessum bænd- um og fiskimönnum og spyrja þá um lif og kjör. Og að þvi hvort hægt væri að breyta þessum kjör- um. Við þvi fékk ég næsta óljós svör. En eftir þvi sem ég var lengur samvistum við þetta fólk, deildi við það kjörum, ræddi við það i smærri og siöar stærri hóp- um, fór myndin að skýrast. Það hófst alþýðleg sjálfskönnun. Þvi eins og viðar þekkti fólkið alls. ekki vandamál sin, ein helsta hindrun i vegi var sú, að það gerði sér alls ekki grein fyrir þvi að unnt væri að breyta nokkru. Svona er nú heimurinn, sögðu menn, og hefur alltaf verið. Við skulum hafa i huga að slikur upp- gjafatónn heyrist ekki aðeins á Sikiley eða i þróunarlöndum, heldur lika i iðnrikjum, þar sem fáir gera sér grein fyrir þvi að um valkosti sé að ræða, að þróun samfélags gæti verið önnur en hún er. Annar þröskuldur i vegi þar á Sikiley var blátt áfram lágt tækni- og menningarstig. Það er erfitt að vekja áhuga manna á vatnsveitu, þegar þeir ekki vita hvað vatnsveita er. Þriðji vand- inn — þar og hvar sem er — er tengdur spurningunni um það, hvernig geta menn staðið saman, unnið saman. Þetta er erfið spurning ekki sist þar sem hug- sjónin er einstaklingsframtak. Leynd og ofbeldi Þetta var sá vandi sem lifði inni i fólkinu sjálfu. Og svo bættist það við, að það var þrúgað að ofan, af snikjulifi mafiunnar, af sam- virkni allra helstu valdahópa. Það var einna brýnast að kanna þetta valdakerfi og út- skýra fyrir fólki. Kanna sam- bandið milli hins pólistiska valds, sem þiggur atkvæði og annan styrk af mafiumönnum, sem hreiðra um sig á hinum ýmsu sviðum og taka skatt af öilu þvi sem fram fer. Hvernig þessir náungar „klóra hver öðr- um um bakið” og mergsjúga al- menning með leyndina og ofbeld- ið að vopni, sundra fólki og koma i veg fyrir að það skilji hagsmuni sina, hvort sem er i kosningum eða annarri athöfn. Þetta kerfi er sérlega illkynjað á Sikiley, en það er lika alþjóðlegt fyrirbæri og lagar sig með ýmsum hætti að „siðmenntaðri” aðstæðum, tekst einatt að hafa á sér lýðræðislegt yfirbragð. Þá eru atkvæði ekki fengin t.d. með spagettidisk eða hótunum, heldur með þvi að fjár- festa i fjölmiðlum, kaupa upp blaðamenn og pólitikusa osfrv. Vatnsveitan Við þurfum að reyna að hnekkja þessu kerfi með þvi að reisa grind að öðru og lýðræðis- legra samfélagi, þar sem hægt væri að skapa ný tengsli og nýja samstöðu milli manna og þar með grafa undan skjólstæðingakerfi mafiunnar. Og það þyrfti að byrja á einhverju ákveðnu verkefni sem gæti orðið lyftistöng fyrir slika þróun. Sá kjarni manna, sem hafði myndast og fékkst við samfélags- könnun og leit að frumkvæði til breytinga, komst að þeirri niður- stöðu, að þessi lyftistöng gæti verið mikil stifla, og þar með uppistöðuvatn og vatnsveita á hina skrælnuðu akra bændanna — en á Sikiley kemur varla dropi úr lofti hálft árið. Með löngu og erfiðu starfi tókst a@ samfylkja fólkinu um þessa kröfu, skapa þann þrýsting á yfirvöld sem þurfti til að hægt væri að reisa þessa stiflu. Og þegar hún var fengin þá breyttist margt. Landið Danilo Dolci á Sikiley: arkitekt sem hafði meiri áhuga á byggingu mannfélagsins en samspili steina. Alþýðuveldið skolaði burt veldi mafíunnar ^ Malta Starf Dolcis og félaga hans hefur borið mestan og bestan árangur i fló- anum vestur af Palermo og sveitum uppaf honum. var allt i einu orðið grænt, upp- skeran fjórfaldaðist, og þetta vatn sem hafði svo ágæt áhrif var alþýðuvatn, en áður höfðu mafiu- menn ráðið þvi litlu af vatni sem hægt var að fá. Við þetta jókst fólki kjarkur og sjálfstraust; það er þá hægt að breyta til svo um munar! Og við þetta sjálfstraust varð til afl sem gat afhjúpað mafiukerfið, lagt fram nöfn og heimildir um sam- band þess við pólitiska valdakerf- ið. A þessum slóðum hrundi mafiukerfið að mestu. Og for- dæmi bænda þarna á vesturhluta Sikileyjar, við Castellammarefló- ann, það breiddist út. Það risu ný samvinnufélög að fyrirmynd þeirra sem við höfðum stofnað, önnur stifla var reist — en við vildum helst tiu i viðbót. (Dolci sagði siðar, að á þvi svæði þar sem umbótastarf hans og félaga hans hefur borið mestan árangur byggju um 100 þúsund manns, en ýmiskonar áhrif þessa fordæmis væru i gerjun viða um eyna). Reynsla 23 ára kennir okkur, að fyrst af öllu þarf að koma af stað Fátækt á Sikiley; heimurinn hefur alltaf verið svona sagði fólkið. sjálfskönnun alþýðu á vanda sin- um. Þá er fremur auðvelt að ráðast i hluti sem ekki krefjast annars en að tekið sé til hendinni. Flóknara verður málið þegar skapa þarf þrýsting á yfirvöld, til að knýja á um fjármagn og leyfi til meiriháttar framkvæmda (t.d. stiflan). Og þá skiptir afar miklu máli að aðferðirnar sem notaðar eru i baráttunni, i verkföllum og öðrum mótm ælaaðgerðum, (Dolci hefur sjálfur m.a. beitt hungurverkföllum), séu sem vandaðastar. Gandhi sagði að skárra væri að skjóta, en leggja á flótta, en enn betra væri að finna aðferðir sem vænlegri væru til árangurs en að skjóta. I heimi þar sem þvi er spáð, að innan skamms geti einstakir hóp- ar komið sér upp eigin at- ómsprengjum er lifsnauðsyn að leggja sem mesta áherslu á nýtt 'siðgæði, á nauðsyn baráttuað- ferða án ofbeldis. Hugrekkiö Að lokinni þessari frásögn Danilo Dolcis fóru spurningar og svör milli hans og áheyrenda. Hann skýrði m.a. frá þvi mikla hugviti sem mafian beitti til að hnekkja viðleitni umbótamanna; það er ekki verst þegar skotið er. mafian hefur miklu fleiri úrræði. Vissulega var það erfitt að skapa nýja viðstöðu gegn þessu gróna og gamla valdi. Það er ekki nema litill hluti fólks, sem hefur hugrekki til að berjast fyrir breytingum, og það er lika litill minnihluti sem veitir þeim virka andstöðu — flestir biða átekta i spurningu; hver verður ofan á? Við gerðum ýmsar vitleysur. sagði Dolci. Þegar við t.d. hófum máls á stiflunni, þá héldum við að auðveldast væri að virkja smá- bændur, sem áttu sina eigin skika. En þeir voru hræddir og þeim fannst þetta tal okkar bara vera „of gott til að vera satt”. Það kom svo á daginn að auðveld- ast var að fá með i slaginn dag- launamenn. sem höfðu engu að tapa, þeir voru bara svangir, þeir þurftu að vinna. Þeir voru þeir fyrstu sem voru reiðubúnir til að ganga á undan með verkföllum og öðrum þrýstiaðgerðum, það voru þeir sem sóttu það vatn sem siðan dældi hugrekki i bændurna. Framhald á bls. 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.