Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. ágúst 1975 Kristilegt stúdentamót: Stærsta norrænt mót á Islandi til þessa í dag hefst i Laugardalshöliinni norrænt kristilegt stúdentamót, REYKJAVÍK ’75, og stendur það yfir i 7 daga til 12. ágúst. Mót þetta sækja 1400 manns, þar af um 1190 norðurlandabúar.Er þaö þvi stærsta norræna mótið, sem haldið hefur verið á tsiandi til þessa. Búist er við að miili 2 og 3 þúsund manns sæki kvöldsam- komur, sem opnar verða almenn- ingi. Flugleiðir flytja hina erlendu mótsgesti tii tslands. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafull- trúa Flugleiða, er þetta lang- stærsti hópurinn, sem Flugleiðir hafa flutt. Erlendu gestirnir munu búa i skólum i nágrenni Laugardals- hallarinnar, en sækja fundi og samkomur i Höllina. Aðalræðumaður mótsins verður rithöfundurinn og biskup- inn frá Sviþjóð, Bo Giertz. Auk hans verða ræðumenn frá öllum Norðurlöndum. Má í þvi sam- bandi nefna biskupinn yfir tslandi, herra Sigurbjörn Einars- son. Yfirskrift mótsins er ,,0rð Guðs til þin” og verður i sam- ræmi við það fjailað um ýmis kjarnaatriði kristinnar trúar og lifsskoðunar. Þátttakendum er skipt i 15 umræðuhópa, sem taka fyrir ákvéðin málefni og mála- efnaflokka, sem snerta kristna trú, svo sem „kristið heimili”, „hugmyndafræði samtiðarinn- ar”, „trúarlifið — sálarlifið”, „kristniboð” og fleira. Fjölmarg- ar ferðir hafa verið skipulagðar á vegum mótsins. Meðal annars verður farið til Skálholts-föstu- daginn 8. ágúst. Að mótinu loknu fara nokkrir hópar út á land og munu þeir halda fundi og samkomur, sem almenningi verður heimilt að sækja. Ennfremur er þátttakend- Mót norr. rafverktaka Dagana 7.-10. ágúst n.k. verður haldið norrænt rafverktakamót 'að Laugarvatni. Mót þessi eru haldin til skiptis á Norðurlöndum 3ja hvert ár og er þetta i fyrsta skipti, sem það verður haldið hér á landi. Mótið stendur I tvo daga og munu þar verða tekin fyrir mál, sem eru ofarlega á baugi og verða starfsemi rafverktaka. Þá mun Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra tala á mótinu um samvinnu Norðurlanda i Norðurlandaráði, einkum með tilliti til lagasetningar varðandi vinnumarkaðinn, þjóðfélagslega og fjárhagslega aðstöðu. Gisli Jónsson verkfræðingur mun ræða um innlenda orkuöflun með tillit til húsahitunar og for- maður dönsku eftirmenntunar- nefndarinnar mun gera grein fyrir eftirmenntunarmálum á Norðurlöndum og norrænni sam- vinnu á þvi sviði. Einnig verður sagtfrá alþjóðamóti rafverktaka, sem haldið var i Paris i júni s.l. 1 hópumræðum, sem verða á mótinu verður m.a. tekið fyrir: Dagleg vandamál rafverktaka, og þar að auki verða flutt stutt erindi frá hverju landi um sjálf- valið efni. ÞÖ verður sú nýbreytni tekin upp i fyrsta skipti, að eiginkonpr rafverktaka halda sérstakan fund fyrri dag mótsins þar sem þær ræða áhugamál sin, þar að auki munu svo konurnar fara I sér- staka skoðunarferð um Suður- land. Þátttakendur á mótinu munu verða um 322, þar af um 40 frá íslandi. Herkvaðning Framhald af 12 siðu un er fyrirhugað að fljúga með yf- ir 250.000 manns frá Angólu til Portúgals áður en fyrrnefnda landið fær sjálfstæði, og er hér um að ræða einhverja mestu fólksflutninga i lofti sem um getur. UNITA hefur sakað portúgala um að þeir gæti hlutleysis ekki nógsamlega i átökunum milli sjálfstæðishreyfinganna, og FNLA hefur tekið isama streng. í útvarpsti 1 k ynningu frá siðarnefndu samtökunum eru ráðamenn Portúgals sakaðir um að stefna að þvi að „afhenda Angólu sovésku heimsvaldasinn- unum og angólskum undirtyllum þeirra.” um boðið upp á stutta landkynn- ingarferðir m.a. yfir Sprengisand og inn i Þórsmörk. Mótið er hald- ið á vegum Kristilegs Stúdenta- félags og mun starfsmaður þess og Kristilegra Skólasamtaka, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.stjórna mótinu. Hlustað á Dolci Framhald af bís. 7. Samábyrgð allra Dolci upplýsti, að kjarni starfs- ins væri um 20 manna hópur, sem skipti með sér verkum um rann- sókn og ráðgjöf i ræktun, bygg- ingum, skólamálum osfrv. Sjálf eru samvinnufélögin skipulögð svotil án yfirbyggingar og allt kapp lagt á að hver einstakur skilji og skynji að hann deilir ábyrgðinni með öllum hinum. Þvi fer bersýnilega fjarri að starfið sé bundið við framleiðslu og framkvæmdir. Það er mjög tengt uppeldisstarfi — og ekki aðeins virku tilraunastarfi i skólamálum sem fram fer með samstarfi við sérhæfðar stofnanir austan hafs og vestan. Heldur og námskeið- um og fundahöldum meðal full- orðinna, sem læra hver af öðrum að hlusta og tala og gera sér grein fyrir samhengi i hlutum. Gleymið þvi ekki, sagði Dolci að lokum, að það er ekki einstak- lingurinn Danilo Dolci sem hefur skorað mafiuforingja á hólm. Ég vinn með öðru fólki. Nýr heimur mætir gömlum. Okkar athafnir miðast að þvi, að skapa nýtt afl, skapa aðstæður þegar hver orkar á annan á jafnréttisgrundvelli. Heimurinn er að verða eins og ein stór borg. Ef við viljum gera þetta að sómasamlegri borg þá verðum við að ala upp nýja þegna. Þessir þegnar þurfa að geta tekið á margskonar fyrir- bærum. Þeir þurfa að geta tekið persónulega afstöðu. Þeir þurfa að geta tekið afstöðu til vanda- mála alls hópsins. Einatt verða til verstu ófreskjur ef menn geta ekki I senn tekið tillit til persónu- legs vanda, vanda smáeininga samfélagsins og svo stærri heildar. Tegundir þagnar Einhverju sinni var ég i um- ræðuhópi með drengjum og telp- um. Einhverra hluta vegna datt strákunum i hug að nú skyldu þau ræða um það, hve margar teg- undir af þögn væru til. Stjórnand- inn, sem var ellefu ára, sagði: Gott og vel, nú skulið þið skrifa niður það sem ykkur dettur i hug um efnið og svo hittumst við aftur eftir hálftima. Þetta gerum við — og ég lika. Siðan komum við sam- an, og hver og einn fer að tiunda þagnir: Þögn um miðnætti þegar einn mafiugúbbi stekkur á annan, segir sá fyrsti. Þögn móður sem gefur barni sinu brjóst i fyrsta sinn, segir annar. Þögn föður sem er búinn að leita að vinnu allan daginn, en hefurenga fengið, segir sá þriðji. Þögn tveggja elskenda, segir litil stúika og roðnar við.... Svona héldu þau áfram góða stund þar til einn strákur segir: Ég held þetta sé tóm vitleysa hjá ykkur. Hin mótmæltu harðlega: við höfum unnið alvarlega að þessu verkefni. Já, það veit ég, segir strákur, en vandinn er sá, að þögnin er alls ekki til! Nú hófst mikil deila, en strákur varði sig fimlega: þögn kvöldsins er, þegar betur er skoðað, rofin af þyti i laufi eða grasi, þögn hafsins er rofin af vatni og sandi. Þau komust að lokum að þeirri niðurstöðu, að reyndar væri þögnin ekki til. Það sem er til, er möguleikinn á að gera sér grein fyrir þvi, hvort þögn sé til eða ekki. Sjónvarp kl, 20,35: TEIKNIMYND UM GUNNLAUG ORMSTUNGU t kvöld kiukkan 20.35 eða að ioknum fréttum hefur stjórn- varpið sýningu á teiknimynda- syrpu sem byggð er á Gunn- laugs sögu ormstungu. Verður þá sýndur fyrsti þátturinn en alls veröa þeir sex talsins. Tekur þátturinn I kvöid fimmtán minútur i sýningu. Höfundur þessara þátta er Haraldur Einarsson kennari úr Kópavogi. Við náðum tali af Haraldi og spurðum eilltið út I feril hans. Haraldur kvaðst vera lærður teiknikennari og hafa verið teiknandi siðan hann man eftir sér. Hann kenndi lengi teikningu i Kópavogi en undan- farin ár hefur hann þó einkum fengist við enskukennslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Haraldur teiknar fyrir sjónvarp þvi hann hefur áður teiknað fyrir Stundina okkar, bæði sjálf- stæða þætti og fyrir aðra. Einn- ig hafa teikningar hans birst i Vikunni, Lesbók Morgunblaðs- ins og hér á slðum Þjóðviljans. Sögumaður með myndum Haralds er Cskar Halldórsson lektor og er óþarfi að kynna hann, einn vinsælasta upplesara útvarpsins og gamalreyndan við lesturfornsagna. Og eins og áður segir verður fyrsti þáttur- inn á dagskrá i kvöld en hinir fylgja svo i kjölfarið viku- lega. —ÞH Alþýðubandalagið: MBD STJÓRNARFUNDUR Fundur er boðaður i miðstjórn Alþýðubandalagsins mánudaginn 11. ágúst kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Ragnar Arnalds. TILBOÐ Tilboð óskast i að gera 2 grasvelli og 1 malarvöll á iþróttasvæði KR við Kapla- skjólsveg, og einnig i uppsetningu girðing- ar um iþróttasvæðið. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu vorri gegn 5.000.- króna skilatryggingu. VERKFRÆOISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Þökkum vinarhug og samúð vegna fráfalls Þorvaldar Þórarinssonar Friða Knudsen Þórarinn Einarsson Og aðrir vandamenn. Faðir okkar og tengdafaðir Axel Gunnarsson Hringbraut 52 sem lést 1. ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogskapeliu fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13.30. Ingibjörg Axeisdóttir Gunnar Axelsson Unnur Axelsdóttir Axel St. Axelsson Árni B. Jóhannsson Hjördís Þorgeirsdóttir Hjörtur Hjartarson Maria Jónsdóttir. Bestu afrek Framhald af bls 8. 2000 metra hlaup min Sigurður P. Sigmundsson FH 5:48,8 Gunnar Þ. Sigurðsson FH 6:06,2 Magnús Haraldsson FH 7:02,8 Sigurður Haraldsson FH 7:28,4 3000 metra hlaup mjn Sigfús Jónsson ÍR 8:39,0 Sigurður P. Sigmundss. FH 9:03,0 Gunnar P. Jóakimsson 1R .9:26,0 Einar P. Guðmundsson FH 9:26,8 Erlingur Þorsteinsson UMSK 9:27,8 Gunnar Snorrason UMSK 9:43,6 Hafsteinn Óskarsson ÍR 9:44,6 Leif österby HSK 9:52,8 ÁgústGunnarsson UMSK 10:00,6 Magnús Haraldsson FH10:27,2 5000 metra hlaup mjn Sigfús Jónsson 1R 14:26,2 Agúst Ásgeirsson 1R 15:06,0 Jón Diðriksson UMSB 15:44,8 SigurðurP. Sigmundss. FH 15:50,8 Jón H. Sigurðsson HSK 16:08,6 Gunnar Snorrason UMSK 16:09,0 Emil Björnsson UIA 16:09,6 Leif Österby HSK 16:16,0 Erlingur Þorsteinsson UMSK 16:32,6 Jón Illugason HSÞ 16:41,8 Hafsteinn óskarsson 1R 16:56,4 Reglusaman yerkamann vantar herbergi strax Tilboð sendist Þjóðviljanum fyrir 9. ágúst SKIPAUTfitRÐ RIKISINS M.s. Esja fer frá Reykjavik þriðjudag- inn 12. þ.m. vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: fimmtudag, föstudag og til hádegis á mánudag til Vestfjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglu- fjarðar, ólafsfjarðar, Akur- eyrar, Húsavikur, Raufar- hafnar, Þórshafnar, Bakka- fjarðar, Vopnafjarðar og Borgarfjarðar eystra. Sovétríkin Kynnist fólki og lífi í Sovétríkjunum. Gerist áskrifendur að: Sovétríkin iþróttir í USSR Sovéska konan Menningarlíf Þjóöfélagsvisindi Alþjóðamál Sputnik Erlend viðskipti Nýir tímar XX öldin & friður Sovéskar kvikmyndir Ferðir til Sovét Moskvu fréttir Fréttir frá úkraínu. Tímaritin eru á ensku, þýsku og frönsku. ERLEND TÍMARIT s. 28035 pósthólf 1175

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.