Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. ágúst 1975 Magnús Jónsson: Drýsilprins þáttur Þakka þér fyrir bréfið, nafni. Þó mér finnist málflutningur þinn litt þakkarverður er bréfið (Þjv. 1. ágúst) upplýsandi i tvennu tilliti. Það leiðir i ljós, að málstaðurinn er ekki upp á það besta — úr þvi að þú, sem hefur haft á þér orð fyrir að vera sóma- maður — gripur til svo óvandaðra meðala, sem raun ber vitni. f öðru lagi sýnir það mér, að það þýðir ekki að láta aðeins orð standa gegn orði. Þetta mál verður að rannsaka á réttum vettvangi. Það verður að fara fram dómsrannsókn. En hver eru þessi óvönduðu meðöl, sem ég ber þér á brýn? Það eru dylgjur, rangfærslur og ósannindi. bréfi þinu fyrir forvitnu fólki. Hvað á hann við með þessu? Hvað á hann við með hinu? Dylgjur þinar eru sem sé afar illskiljan- legar utanaðkomandi fólki. Þær upplýsa ekki neitt — nema það, hver maður þú ert að standa fyrir ináli þinu. Þá læturðu þér sæma að dylgja um min persónuleg einkamál, sem koma þessu mála- stappi ekki hætishót við. Slikar dylgjur hitta engan fyrir nema óviðkomandi fólk. Slikur mál- flutningur dæmirsig sjálfur og er þér ekki sæmandi, Magnús Bjarnfreðsson. Flestir munu samdóma um að slikar persónu- dylgjur séu fyrirlitlegar. Þær eru fyrirlitlegar. Magnús Bjarnfreðsson mikill og hár er mjög digur, og þungur og knár. En léttari en fis leynist samviskan „his". Hann er stór já, en samt er hann smár. Opið bréf til Magnúsar Bjarn- freðssonar mörgum kostum væntanlegs drýsildia og hinn ákjósanlegasti merkisberi stofnunar þinnar. Vegna þessa gruns hef ég verið harðari i orðum i þessu bréfkorni, en ella. Ég kveð þig að sinni, með Magnúsar limru Bjarnfreðsson- ar, sem ég bögglaði saman til þess að lina mér leiðindin yfir þvi að kynnast þeirri hlið á þér sem upp snýr i bréfinu. Og mundu nú eftir afritinu af textanum þin- um. Magnúsar limra Bjarnfreðssonar Magnús Bjarnfreðsson mikill og hár, „Hann er stór já, en samt er hann smár” Dylgjur Þú dylgjar svo mikið um sam- skipti min við ykkur sjónvarps- höfðingjana, að ég hef þurft að standa i miklu puði að reyna að útskýra litt skiljanlega staði i „ D y I g j u r þí n a r upplýsa það eitt — hver maður þú ert að stan& fyrir máli þínu." Ósannindi. Þú segir að ég hefði getað fengið hljóðsetningu annars staðar en hjá sjónvarpinu. En þú veist sjálfur betur. Þú veist manna best á hverju stóð. Það stóð á „sync-perfingu” (sjónvarpsmál). Það var ekki svo sjaldan sem ég bar upp eitt og sama erindið vikum og mánuðum saman — einmitt viö þig og engan annan — að fá þessa tæknilegu fyrirgreiðslu. Og það vita allir sem við þessi mál fást hérlendis, að þessa ákveðnu tæknilegu fyrir- greiðslu, sem er forsenda frekari hljóðsetningar —er hvergi að fá á landi hér, nema hjá þér, i stofn- uninni þinni. Þú veist það. Samt heldurðu alveg biákalt öðru fram Hvað eru þeir menn kallaðir sem fara visvitandi með ósannindi? Ómerkilegir lygarar. Og ég lýsi þig lygara, Magnús Bjarnfreðs- son. Skalt fá aö glíma. Úr þvi að þú hefur nú látið etja þér á foraðið og fram á völlinn, þá skaltu lika svo sannarlega fá að glima, lagsi. En fyrst bið ég þig nú i heyranda hljóöi að senda mér afrit af textanum, sem þú samdir við myndina „Eftir 1100 ár”. Eitthvað i þeim texta koma mér kunnuglega fyrir, þegar ég heyrði hann i sjónvarpinu i fyrra. Ég þarf að athuga það nánar. „Hvað eru þeir menn kallaðir sem fara visvit- andi með ósannindi?" Framgirni Þar sem fram að þessu hefur verið heldur vel með okkur en illa, átti ég von á heiðarlegri mál- flutningi af þinni hálfu. Við lestur bréfsins hugsaði ég i fyrstu sem svo — nú hefur húsbóndahollust- an gert nafna minn öldungis ær- an! En siðar kom mér ljótur grunur i hug. Þú munt framgjarn maður. Þú veist að sæti drýsildia muni losna þegar að þvi kemur að Pétur Guðfinnsson biðst lausnar. En þú veist lika, að stundum er þab ekki nóg til að ávinna sér slikt drýsildia sæti, að náðarsól flokks- forystunnar skini yfir verðugum, — ein og skær. Stundum þarf meira til, — til að tryggja sér drýsildiasess. Mikið skal til mikils vinna. Þvi býður mér i grun, að þú vaðir nú fram og viljir sýna að þú sért gæddur er mjög digur, og þungur og knár. En léttari en fis, leynist samviskan „his”.* Hann er stór já, en samt er hann smár. • Enska orðið his: hans, er hér notað i heiðursskyni við það al- þjóðlega tungutak sem tiðkast innan veggja i stofnun þeirra Magnúsar Bjarnfreðssonar. „... þú vaðir nú fram og viljir sýna að þú sért gæddur mörgum kostum væntanlegs drýsildía og hinn ákjósanlegasti merkisberi stofnunar þinnar." Vinnan er komin út Útbreiösluátak er nauðsynlegt ,,Við í stjórn ASÍ lágum undir talsverðu ámæli fyrir að hafa ekki dug í okkur til þess að halda Vinnunni úti. Nú hefur tekist að koma útgáfunni á góðan rekspöl og það veltur nú á félagsmönnum i Alþýðusambandinu, hvort hægt verður að reka blaðið með myndarskap og gefa það út mánaðarlega, eins og við stefnum að." Þetta sagði Björn Jónsson for- seti ASt á fundi með blaðamönn- um i gær, er hann kynti 1-2 töiu- blað Vinnunar á þessu ári, en það er nú komið út. Blaðið er hið myndarlegasta og meðal efnis eru viðtöl um bréfaskólann, Sam- band alm. lifeyrissjóða og verka- lýðsmál i Borgarnesi. Þá er i blaöinu grein um samningamál eftir Ölaf Hannibalsson, frásögn Félagsmálaskóla alþýðu, og grein um skattamál eftir Asmund Stefánsson. Vinnan flytur einnig ljóð eftir Joe Hill i þýðingu Einars Braga. t sérstöku fjögurra siðna inn- leggi i blaðinu birtir Vinnan nú i fyrsta sinn eftirprentanir verka eftir þekkta myndlistarmenn á Norðurlöndum. Að þessu sinni er Edward Munch kynntur og fylgja skýringartextar á norsku með myndunum. Þeim er einnig fylgt úr hlaði með inngangi á islensku. Það er dönsk stofnun i tengslum við fræðslusamband dönsku verkalýðshreyfingarinnar, sem hefurlátið gera eftirprentanirnar og dreifir hún þeim siðan til verkalýðsblaða og timarita i Danmörku, Noregi, Sviþjóö og fs- landi. Vinnan mánaðarrit Vinnan er gefin úr af ASt og Menningar og fræðslusamband alþýðu (MFA). t ritnefnd eru Björn Jónsson, Hermann Guð- mundsson og Tryggvi Þór Aðal- steinsson. Sá siðasttaldi hefur með höndum umsjón blaðsins, en annars er öll ritstjórnarvinna unnin i hjáverkum á skrifstofu ASt og MFA. Askriftarverð Vinn- unar, sem nú er ársfjórðungsrit er kr. 600 og 500 til verkalýðs- félaga sem kaupa meira en 100 eintök. Hvert eintak kostar 200 kr. i lausasölu. Vinnan kom út á ný siðla árs 73 eftir sjö ára hlé. Ekki þótti fært að hafa blaðið i formi alþýöulegs fræði- og menningarrits, eins og það var áður, heldur hefur verið stefnt að þvi að hún taki til verka- lýðsmála i vitækasta skilningi. Með siaukinni fræðslustarfsemi er blaðið ákjósanlegur vettvang- ur fyrir það fræðsluefni og upp- lýsingar sem MFA þarf að koma á framfæri við félagsmenn. Og þótt blöðin séu ekki orðin mörg frá 1973 eru þau þegar orðin nauðsynleg uppsláttarrit fyrir trúnaðarmenn verkalýðsfélaga, sem henda þurfa reiður á sam- þykktum og ályktunum sem gerðar hafa verið á vettvangi ASt! Björn Jónsson Forráðamenn ASt telja æski- legast að Vinnan yrði mánaðarrit. Þá gæfist tækifæri til þess að efna til lifandiumræðna um verkalýðsmál iblaðinu og móta umræðu annarra fjölmiðla um þau, án þess að standa i ónauðsynlegri samkeppni við t.d. dagblöðin. Upplagiö þarf að f jórfaldast Til þess að þessi draumur yrði að veruleika þyrfti blaðið að selj- ast i mun fleiri eintökum en nú. Blaðið er nú prentað i 3500 ein- tökum og ætti fjöldahreyfingu með 40 þúsund félögum ekki að vera skotaskuld úr þvi að fjór- til fimmfalda upplagið á skömmum tima. Mest verður treyst á frjáls kaup félaga, en talsvert er um það nú þegar að verkalýðsfélög kaupi blaðið handa öllum félagsmönn- um. Þá er og nokkuð um það að félagsstjórnir hafi ákveðið að kaupa blaðið handa öllum em- bættismönnum félaganna og þar á meðal trúnaðarmönnum á vinnustaö. Stefnt er að þvi að sem flest félög taki upp þennan hátt. Hins vegar ætti ekki aö vera erfitt fyrir flest félögin að ákveða greiðslu félagsgjalda á þann veg að einnig væri gert ráð fyrir kaupum á Vinnunni. Það veltur þvi á miklu hvernig undirtektirnar verða við áskorun forseta ASt á næstunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.