Þjóðviljinn - 06.08.1975, Blaðsíða 3
Miövikudagur 6. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Skriðuhrun lokaði veginum í Ólafsvikurenni
Gáleysi Yegagerðarinnar?
Skúli Alexandersson á
Ilellissandi haföi samband viö
okkur i gær og sagöi frá skriöu-
hruni f ólafsvfkurenni s.l. laugar-
dag og samþykkt hreppsnefndar
Neshrepps utan Gnnis vegna
ástandsins á veginum i Ólafs-
vfkurenni og skriöufallanna þar.
A laugardagsmorgun milli kl. 5
og 6 hrundi stór skriöa úr stálinu
ofan vegarins i ólafsvikurenni.
ískriðunni voru stór björg
margar smálestir að þyngd.
Vegurinn um Enni lokaöist frá
þvi skriðan féll til kl. 12 á laugar-
dag og var hálf lokaður fram til
kl. 5 um daginn meðan verið var
að hreinsa veginn að fullu. Vega-
gerðin auglýsti ekki lokun vegar-
ins þótt umferö væri mikil.
Vegfarendur voru fyrir löngu
slðan búnir að sjá að hverju
stefndi á þeim stað, þar sem
skriðan féll úr vegstálinu^og er
svo reyndar um fleiri staði I
Ólafsvlkurenni. Vegagerðin virð-
ist aftur á móti ekki taka eftir
neinu, að minnsta kosti hefur
ekkert verið gert hvorki til að lag-
færa stálið ofan vegarins eða
skörð i veginum að neðan. Mikil
umferð mun hafa verið undir
Enninu aðfaranótt laugardags al-
veg fram undir þann tlma að
Skúli
skriðan féll. Fjölmenn skemmtun
var á Arnarstapa og fór margt
fólk af skemmtuninni fyrir Jökul
og undir Enni.
1 morgun kom hreppsnefnd
Neshrepps utan Ennis saman til
sérstaks fundar vegna ástandsins
á vegunum I Ólafsvlkurenni og
skriðufalla þar s.l. laugardags-
morgun.
Hreppsnefndin gerði eftirfar-
andi samþykkt:
Hreppsnefndin áréttar fyrri
samþykktir um þessi mál og
skorar á samgönguyfirvöld að
gera nú þegar eftirtaldar lagfær-
ingar á veginum I Ólafsvikurenni
a) að láta hreinsa lausagrjót og
klettadranga, sem komnir eru aö
falli og gætu valdið stórslysum.
b) að láta gera við veginn þar
sem skörð hafa myndast I hann,
einnig að breikka vestari hluta
vegarins. Hreppsnefndin telur
nauðsynlegt að meira eftirlit
verði haft, af ábyrgum, með
veginum og honum lokað þegar
hrun er mest.
_ Þjóðviljinn bar þessa frétt
undir Sigurð Jóhannsson vega-
málastjóra og var hann spurður
m.a. hvort vegagerðin hefði ekki
hugsað sér að gera eitthvað I
þessum málum og hvort að ekki
yrði reynt að gera einhverjar um-
bætur á veginum. Vegamálastjóri
sagði að það væri liðlega áratug-
ur siðan vegurinn um ólafsvlkur-
enni hefði verið lagður og að þeir
hjá vegagerðinni hefðu ekki tölu á
öllum þeim grjótskriðum sem þar
væru búnar að falla. Það væri
ákaflega erfitt tæknilega séð að
gera nokkrar ráðstafanir til að
fyrirbyggja grjóthrunið vegna
þess að ofan á berginu, þar sem
vegurinn væri sprengdur I gegn-
um, væru skriður nokkur hundruð
metra upp I fjallið. Þessar skrið-
ur væru alltaf meira og minna á
hreyfingu fram, sérstaklega i
rigningum. Vegurinn væri alltaf
skoöaður annað slagiö af mönn-
um vegagerðarinnar og þá reynt
að gera sér grein fyrir hvort og
hvar hætta væri á hruni, en það
kæmi fyrir að þar sem vegagerð-
in teldi hugsanlega að gæti hrunið
gerðist ekkert heldur einhvers
staðar annars staðar, eins og t.d. i
þessu tilfelli.
Það væri einnig vandamál með
svona skriður að færu menn að
gera einhverjar ráðstafanir s.s.
að sprengja væri hætta að losað
yröi um eitthvað annaö, sem gæti
svo farið af stað áður en nokkur
vissi af.
Hvað varðaði skörðin I veginn,
sem væri vegna þess að brimið
gerði geilar I hann, væri erfiðara
viö aö eiga^en reynt væri að halda
honum við eins og hægt væri og
merkja hann þannig að fólk gæti
varað sig þar sem hugsanleg
hætta væri. Vegagerðin reyndi að
halda þessum vegi I eins góðu
horfi og henni væri unnt, þvi að I
rauninni væri engin lausn til, til
að koma i veg fyrir skriðuhrun
þarna nema þá að byggja yfir
veginn, en slik framkvæmd væri
óhemju kostnaðarsöm.
Leka Nato-olíutank-
arnir í Hvalfirði?
Starfsmenn i hvalstöðinni fullyrða það — Siglingamála-
stofnun og varnarmáladeild kannast ekki við málið
Starfsmenn viö hvalstöðina i
Hvalfiröi fullyrða aö einn af ollu-
tönkum NATO, sem grafinn er I
jörö uppi Hvalfiröi, leki.og segja
þeir ollusmit I læk sem tekur viö
aðrennslisvatni af tönkunum og
einnig séu smit f fjörunni sem
Iækurinn rennur i til sjávar. Sem
kunnugt er voru þessir NATO-
tankar smlöaöir á árunum 1965 til
1968 og eru þeir grafnir I jörö,
enda hernaðarmannvirki.
Við höfðum I gær samband við
Hjálmar Bárðarson, siglingar-
málastjóra og spurðum hann
hvort hann hefði nokkuð um
þennan olíuleka heyrt. Hjálmar
kvað svo ekki vera en hann myndi
láta rannsaka sannleiksgildi
þessarar fréttar strax.
Páll Á. Tryggvason hjá varnar-
máladeild utanrikisráðuneytisins
kannaðist heldur ekkert við að
hafa heyrt um oliulekann talað,
en þessir NATO-tankar heyra
undir varnarmáladeild eins og
önnur hernaðarmannvirki hér á
landi. Sagði Páll að það væru Is-
lenskir aðalverktakar, sem hefðu
smiðað tankana og bæru ábyrgð á
þeim gagnvart bandarlkjamönn-
um eða NATO.
Við gerðum itrekaðar tilraunir
til að ná sambandi við fram-
kvæmdastjóra aðalverktaka en
siminn á skrifstofu fyrirtækisins,
bæði I Reykjavik og Keflavik
svaraði ekki I gær.
Það sem kom mönnum uppl
Hvalfirði til að hafa orð á þessu
var það að um siðustu helgi var
verið að dæla olíu úr bandarisku
skipi i tankinn og þótti mönnum
það biræfni áður en lekinn væri
kannaður nánar.
Mjög margar sögur eru I gangi
meðal starfsmanna I Hvalfirði
um magn það sem talið er að leki
af oliu á sólarhring, um það
aðþessi tankur hafi aldrei verið I
lagi o.sv.frv. Að sinni munum við
láta vera að segja nánar frá þessu
máli en munum reyna að fá botn I
það með þvi að tala við fram-
kvæmdastjóra Islenskra aðal-
verktaka, sem ber ábyrgð á
tanknum. __S.dór
Hér má sjá röriö sem menn segja|
oliuna vætla útum en I f jarska ei
oliuskipiö sem var aö fylla tank-
ana um siöustu helgi.
EYJAFJÖRÐUR:
Horfur á sœmilegri
kartöfluuppskeru
„Samkvæmt fréttum horfir illa
með kartöfluuppskeruna I
Þykkvabænum, en norður i Eyja-
firði, sem gengur Þykkvabænum
næst hvað kartöflurækt snertir,
hefur verið betra sumar, svo að
likur eru á betri uppskeru þar,”
sagði Þorgils Steinþórsson, skrif-
stofustjóri Grænmetisverslunar
landbúnaðarins, þegar Þjóðvilj-
inn spurði hann um horfur á
kartöfluuppskeru i haust af tilefni
fréttar um mjög slæmar upp-
skeruhorfur i Þykkvabænum.
Þorgils taldi fréttina frá
Þykkvabæ ekki gegna neinni
furðu, miðað við tiðarfarið það
sem af er sumrinu. Hinsvegar
væri mikil svartsýni vart tima-
bær, þar eð enn væru likur á að
betur rættist úr með uppskeruna
norðanlands. 1 Hornafirði hefði
kartöflurækt mjög dregist saman
undanfarin ár, svo að minna máli
skipti upp á heildarútkomuna
hvernig uppskeran yrði þar.
Garðastrœti
fyrirog eftir
Þannig verður umhorfs i
Garöastrætinu, ef tillögur arki-
tektanna, sem greint er frá á for-
siðu ná fram að ganga. A mynd-
inni sést Garöastræti aö austan,
Vesturgatan er til vinstri. t staö
gömlu húsanna, scm standa nú,
eins og sjá má á efri teikningunni,
og eru ekki öll augnayndi, en þó
hluti af þeirri Reykjavik, sem
menn hafa þekkt, á aö koma röö
„smekklegra” fjórlyftra húsa,
sem öll eru steypt I sama mót. Og
Unuhús á aö fjúka lika. Þaö er no.
15 I Gaöarstræti og er fjóröa heila
húsiö frá hægri, Iitið,milli tveggja
hærri húsa.