Þjóðviljinn - 16.08.1975, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 16.08.1975, Qupperneq 3
Laugardagur 16. ágúst 197t t>JöÐVILJINN — StÐA 3 HVAÐ YERÐUR UM TORFUNA? Torfusa m tökin efndu til blaöaniannafundar i kjallara Norræna hússins i gær, en þar stendur nú yfir sýningin Hús- vernd, sem samtökin standa aö meðai annarra. Tilefni fundar- ins var þaö aö Torfusamtökin sendu nýlega bréf til forsætis- ráðherra varöandi Bernhöfts- torfuna, en samtökin voru sem kunnugt er stofnuð til verndun- ar og friðunar húsanna í torf- unni. Rikið á bæöi lóöina og hús- in og hafði á sinum tima boðiö borgaryfirvöldum húsin, ef þau vildu setja þau upp i Arbæ og yröi borgin þá að sjá um flutn- inga og bera kostnað af þvi. Borgin viidi ekkert gera i mál- inu a.m.k. ekki fyrr en séö væri hvað kæmi I staðinn og borgin hefur ekki haft uppi neinar óskir né áætlanir um að nýta þessar lóðir á einn eða annan hátt. Siðan hefur staðið i stappi i mörg ár og hafa Torfusamtökin haft sig mikið i frammi með að fá húsin friðuð og hefur i þvi sambandi margsinnis verið leitað til rikisins til þess að fá svör við þvi hvað ætti að gera við torfuná, en engin svör feng- ist.hvorki um það hvort þau fengju að standa eða hvort jarð- ýtur yrðu settar á húsin og þeim mokað þannig i burtu, sem virð- ist vera árátta á yfirvöldum aö gera þegar gömul hús eru ann- ars vegar, sérstaklega ef þau eru fyrir hinu svokallaða skipu- lagi eða passa ekki inn I stein- steypuumhverfið. Á fundinum kom það fram að það sem Torfusamtökin eru nú að leggja áherslu á sé það að rikisstjórnin þurfi ekki að taka afstöðu til þess i eitt skipti fyrir öll hvað verður um lóðina eða húsin. Og þar sem engar áætlanir séu uppi hjá henni hvað gera skuli né annar aðili óskað eftir lóðinni og allt útlit fyrir að húsin standi enn um nokkurn tima, sé ekki nema eðlilegt að samtökin fái afnot af húsunum og lagt verði þá fé i að koma þeim i nothæft ástand. Þvi fari svo að rikið vilji fá lóöina og húsin flutt upp að Arbæ hljóti Likan af Torfunni. Ætlar ríkisstjórnin að humma fram af sér að svara ennþá einu sinni? viögeröir og viðhald að koma til góða begar þar að kemur. t bréfinu til ráðherra er m.a. yfirlit yfir núverandi ástand húsanna á torfunni, i hvaða röð þau yrðu tekin i notkun og hvaða sjónarmið þarf að hafa I huga þegar afstaða er tekin til starf- semi þar, þá fylgir kostnaðar- viðmiðun og þeir aðilar taldir upp sem sótt hafa um aðstöðu I húsunum og loks fylgja bréfinu drög að hugsanlegum leigu- samningi. 1 lýsingu á ástandi húsanna seg- ir m.a. aðsum þeirra hafi hrein- lega orðið fyrir skemmdum vegna bruna, jarðvegshækkun- ar og rangrar viðgerðar, en aðaltjónið þó af völdum van- hirðu siöustu ára. Siðan segir: Mörg húsanna eru þó ekki verr farin en svo, að gagnger hreinsun, málun, smá- viðgerðir og endurnýjun á leiðslum nægir til þess, að hægt sé að taka þau i notkun. Þessi hús eru Bernhöftshúsið, verslunin, bakariið gamla og þverbyggingin (merkt A á með- fylgjandi korti). I landlæknis- húsinu og turninum (merkt B á kortinu) má greina nokkrar skemmdir á innri klæðningu, gluggum og hurðum vegna bruna. Um þessi hús segir að engin vandkvæði séu að koma þeim i gott lag, en viðgerðin verði dýrari en á húsunum sem merkt eru A á kortinu. Um bak- húsin viðSkólastræti (merkt C á kortinu) segir að þar verði ekki um endurbætur að ræða heldur verði að endurbyggja þau. Þessi hús eru illa farin vegna langrar vanhirðu, eldsvoða og jarðvegs- hækkunar, sem orsakað hefur raka og fúa. Gimli er ekki tekinn með I þetta yfirlit og þá er gert ráð fyrir, að Kron-búðin fyrrverandi verði fjarlægð. í brefinu er einnig tillaga um, að þau hús sem best eru á sig komin verði tekin fyrst i notkun og siðan eftir þvi sem ásig- komulag þeirra gefur til kynna. Þá er bent á að m jög árlðandi sé að húsin og torfan I heild verði opnuð sem fyrst og garðsvæðin gerð aðlaðandi og aðgengileg fyrir vegfarendur með gróðri, flisalögn, bekkjum, lýsingu o.s.frv. Þá er bent á ýmsa starfsemi sem geti verið utanhúss á staðn- um s.s. blaðasölu, útiveitingar, jólatréssölu á vetrum, flóa- markað á sumrum, barnaleik- velli og sýningarsvæði fyrir höggmyndir. Þá fylgir með listi yfir þá aðila sem sótt hafa um að fá að- stöðu I húsunum og eru þeir eftirfarandi: Afstöðumynd húsanna við austanverða Lækjargötu þ.e. Banka- stræti 2 og Amtmannsstlg 1. 1. Torfusamtökin fyrir skrif- stofu. 2. Isl. Heimilisiðnaður fyrir litlar vinnustofur, sölubúðir. 3. Umsókn frá fatahönnuði, textilhönnuði og þrykkkennara, óskað er eftir húsnæði fyrir textilverkstæði með sölu og sýn- ingarskála. 4. Félag Isl. teiknara fyrir skrifstofu o.fl. Munnlegar viðr. 5) a)Munnlegar viðræður við veitingamenn, sem áhuga hafa á veitingarekstri i torfunni. b) Skrifleg umsókn frá einum aðila. 6. Listiön fyrir sýningarhús- næði. 7. Samtök áhugamanna um leiklist v. leikhúss. 8. Bandalag Isl. listamanna fyrir skrifst. og listdreifingar- miðstöð. 9. Fyrirspurn frá fulltrúa Framkv.st. rlkisins á vegum samgöngumálaráðuneytisins um aðstöðu fyrir feröamanna- upplýsingamiðstöð. Að lokum fylgir bréfinu drög að leigusamningi milli For- sætisráðuneytisins fyrir hönd rlkissjóbs og Torfusamtakanna, þar sem samtökin fá ihlutunar- rétt um ráðstöfun Bernhöfts- torfunnar eftir nánari ákvæðum samningsins. Réttur samtak- anna, samkvæmt samningnum, er I þvi fólginn, að þau mega auglýsa á leigu húseignirnar á torfunni, gera tillögu um val leigutaka og undirbúa leigu- samninga. Þá kom það fram á fundinum að samtökin hafa sent bréf til borgarstjórnar Reykjavikur þar sem þess er farið á leit að hún ljái málinu lið og geri það sem I hennar valdi stendur til að málið fái jákvæða afgreiðslu hjá rikisstjórninni. Vonandi sér ríkisstjórnin sóma sinn I að taka afstöðu til málsins sem fyrst enda er full ástæða til að ætla að meirihluti almennings sé þvi hlynntur að húsin á torfunni verði látin standa.' Má i þessu sambandi benda á það lofsverða framtak þegar fjöldi fólks tók sig til og málaði I sjálfboðavinnu húsin á torfunni að ekki sé nú talað um þá aðila sem sótt hafa um að fá þar húsnæði undir starfsemi sina. FRÉTTIR FRÁ HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN Framkvœmdir hafnar við 233 leiguíbúðir i 43 sveitarfélögum Vorið 1973 samþykkti Alþingi, sem kunnugt er, heimild til handa Húsnæðismálastofnuninni til þess að veita lán, er næmi allt að 80% byggingarkostnaðar til bygging- ar allt að 1000 leiguibúða á vegum sveitarfélaga utan Reykjavlkur. Hefur siðan mjög mikið verið unnið að þessu máli, bæði i stofn- uninni sjálfri sem og á vegum sveitarfélaganna. Staðan I þvi er nú sú, að stofn- unin hefur heimilað 57 sveitar- stjórnum að hefja tæknilegan undirbúning að byggingu samtals 339 ibúða, þar af hafa 24 sveitar- stjórnum verið veitt lán að fjár- hæð samtals 692 millj. króna, er koma munu til greiðslu. á byggingartimanum, til byggingar 170 leiguibúða; þá hafa einnig 19 sveitarstjórnir af hinum framan- greindu 57 sveitarstjórnum fengið heimild stofnunarinnar til þess að hefja framkvæmdir fyrir eigið fé við byggingu 63 ibúöa. Má þvi segja að á ýmsum fram- kvæmdarsviðum séu nú 233 leigu- ibúðir, i sumum tilfellum eru framkvæmdir að hefjast, i flest- um tilfellum eru þær komnar vel á veg og nokkrar ibúðir eru þegar fullgerðar og komnar I notkun. Þessar Ibúðir eru I 43 sveitarfé- lögum. Húsnæðismálastofnunin hefur óskað eftir þvi við sveitar- stjórnirnar , að þær leitist við að samræma sem mest fram- kvæmdir þessar og standa sem mest saman að útboðum og inn- kaupum, enda greinilegt hve mikla þýðingu það hefur I svo miklu verkefni sem þessu. Mun stofnunin leggja auknaáherslu ,að samvinna og samstaða þessara aðila verði sem mest svo að bygg- ingakostnaður verði eigi meiri en brýnasta nauðsyn krefur. Hœkkun á lánakjörum Breyting hefur orðiö á vöxtum og verðtryggingu lána þeirra, sem húsnæðismálastjórn veitir úr Byggingasjóði rikisins. Voru grunnvextir lána þeirra (F-lán oe G-lán) áður 5.25% en eru nú orð- nir 6.25%. Með sama hætti nam verðtryggingin áður 3/10 af hækkun byggingarvisitölu en nemur nú 4/10. Eru þessi nýju kjör á öllum þeim lánum úr Byggingasjóði rikisins, er komið hafa til greiðslu siðan 1. júli sl. Verðtryggingin Verðtryggingunni er þannig hátt- að, að á hverjum gjalddaga ár- gjalds ber auk þess að greiða verðtryggingarálag sem hlut- fallslega viðbót við árgjaldið, sem svarar 4/10 — fjórum tiundu — þeirrar hækkunar, er hverju sinni kann að hafa orðið á gild- andi visitölu byggingarkostnaðar frá lántökutima til hvers gjald- daga árgjalds eða greiðsludags, dragist greiðsla fram yfir gjald- daga. Gildir fyrir öll lán tekin frá og með 1. júli s.l. Eins og áður segir gildir þessi nýja skipan fyrir öll þau lán, sem veitt hafa verið úr Byggingasjóði rikisins siðan hinn 1. júli sl. Tók rikisstjórnin ákvörðun þessa að fengnum tillögum húsnæðismála- stjórnar, eins og fyrir er mælt i lögum. Byggingarlán Húsnæðismála- stofnunarinnar (F-lán) eru sem kunnugt er til 26 ára. Fyrsta áriö eru aðeins greiddir vextir en öll önnur ár lánstimans samanstend- ur hvert árgjald af vöxtum og af- borgun. Fyrsta árgjald af sliku láni, er kæmi nú til greiðslu, næmi kr. 136.161.00 og er þá álag af völdum visitölu að sjálfsögðu ekki reiknað með. Lán til kaupa á eldri íbúðum komin til afgreiðslu Eins og kunnugt er samþykkti Alþingi sl. vor að heimilt skyldi að verja allt að 160 millj. króna samtals úr Byggingasjóði rikisins til lánveitinga vegna kaupa á eldri Ibúðum. Hefur nú fyrsta lán- veitingin á grundvelli þessarar ákvörðunar farið fram. Er hér um að ræða lánveitingu þeim um- sækjendum til handa, er lögðu fram umsóknir I stofnuninni fyrir 1. april sl. Hefur verið ákveðið að sú lánveiting skuli koma til greiðslu frá og með 15-ágúst n.k. Að meðaltali námu lánin sem næst kr. 310.000.00 pr. ibúð. Til fróðleiks má geta þess, að fyrsta ársgreiðsla sliks láns, að fjárhæð kr. 300.000,00 (sem er til 15 ára) á hinum nýju kjörum (6.25% vextir og 4/10 verðtrygg- ing ársgjaldsins) næmi kr. 31.395.00, væri sú greiösla innt af hendi nú.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.