Þjóðviljinn - 16.08.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.08.1975, Blaðsíða 7
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. ágúst 1975 Laugardagur 16. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 HAMNYRÖfi ! vtwnuN ^*ím GRJÓTAÞORP- orsakir ósómans I sunnudagsblaði Þjóðviljans birtist grein eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem hann nefnir „Spennum i loft upp sjálfan sprengjarann.” Tilefni greinarinnar er skipu- lagstillaga arkitektanna Ólafs Sigurðssonar og Guðmundar Kr. Guðmundssonar, þarsem ráðgert er að rifa flestöll hús i Grjóta- þorpinu og reisa þar ný steinsteypt hús. Ólafur Haukur lýsir þvi, hvers konar skemmdarverk hér er yfir- vofandi. Gömul bæjarhverfi eru nauðsynlegur þáttur i heildarsvip borgar. Þau eru staðfesting á sögu borgarinnar. An gamalla hverfa, án sögu, verður borgin ekki umhverfi af þvi taginu þar sem fólk getur fest rætur, átt raunverulegt heimili Blaðagreinar um nauðsyn þess, að komið verði i veg fyrir að þessi skipulagstillaga verði að raun- veruleika, eru þarfar. Ef al- menningur og fjölmiðlar láta þetta mál afskiptalaust er hætta á að tillagan renni i gegn um myllu skipulagsyfirvalda án verulegs umtals. Þau atriði i grein Ólafs, sem ég vil þó fyrst og fremst gera að um- talsefni, eru óljósar staðhæfingar um orsakir þess, að skipulagstil- lögur af þessu tagi sjá dagsins ljós. Eins og skynsömum manni sæmir, vill Ólafur fjarlægja þess- ar orsakir og hann gefur þvi grein sinni heitið „Spennum i loft upp sjálfan sprengjarann”. Við lestur greinarinnar fæ ég ekki betur séö en ástæður ósómans séu hér kallaðar sprengjarinn. Um skipuleggjendur segir Ólaf- ur: Það liggur auðvitað fyrst fyrir að spyrja, hverskonar menn eru þessir arkitektar, sem alltaf eru tilbúnir að láta etja sér úti foraðiö. Almenningur er að kom- ast að þvi smámsaman. Þetta eru, með ágætum undantekning- um þó, smáfeitar reglustrikaðar normalsálir, framfarasinnaöir, frjálslyndir borgarar, sem annan daginn brosa smeðjulega i viku- blöðunum grátandi yfir draumn- um um manngott umhverfi og hinum músisku öflum i mannsál- inni, sem eiga að leika léttan strengjaleik á járnabindinguna i steinsteyptum grátmúrum villu- hverfanna — en hinn daginn vað- andi um meö brandinn á lofti i gerfi framfara og „raunsæis”. Ólafur lætur i það skína, að hér séu hinar eiginlegu orsakir fald- ar. Arkitektinn er sprengjarinn, sem spennast skal I loft upp. Ó- mennska og rotinboruháttur arki- tektanna veldur þvi, að gömul hverfi eins og Grjótaþorpið eru lögð að grunni og byggðar eru „hamrahallir” með „tiskusveiflu i þaklinunni”. Mér er það fjarri skapi að vilja verja hlut arkitekta gegn ásökun- um um „þagnarsamsæri um bruðl, lóðabrask, eyðileggingu og tildur.” Þær ásakanir eru fyllilega rétt- mætar. Arkitektar taka i flestum málum afstöðu með þeim sem þeir vinna fyrir, án tillits til hags almennings. A hinn bóginn tel ég það villandi og óskynsamlegt að gefa til kynna, að arkitektar séu orsök þess, að fram komi skipulagstil- lögur af þessu tagi. Ef við skellum skuldinni á arki- tekta og látum þar við sitja, ger- um við okkur sek um einfeldni, sem jaðrar við asnaskap. Skipulagning verður að skoðast i viðara samhengi ef úr á að bæta. Borgarhverfi eru ekki skipulögð eftir duttlungum arkitekta, heldur ákveðnum lögmálum og reglum, sem þjóðfélagið setur. Hér á landi, eins og annars staðar þar sem auðvaldið ræður, er málum þannig háttað, að byggingariðnaðurinn lýtur að mestu sömu lögmálum og annar iðnaður. Sú frumkrafa, er sett við gerð byggingar, að það f jármagn, sem þannig er notað, gefi af sér lág- marksarð. Óarðbær fjárfesting á sér aðeins stað við klaufaskap, en þá hefur markmiðið einnig verið það að gera hana arðbæra. Byggingar eru sem sagt ekki reistar með þá frumkröfu i huga að skapa fólki sem best umhverfi. Slfkt er aðeins hægt innan þeirra leikreglna, sem arðsemi fjár- magnsins þolir. A þeim timum, sem byggingar- iðnaðurinn hefur yfir vélum og krönum að ráða, er óraunhæft að byggja hús án véla og krana. Slikt gæti leitt til þess, að húsin yrðu of dýr. Hús, sem hönnuð eru fyrir framleiðslu með vélum og krönum fá auðvitað af þvi vissan svip. Þannig eru flest hús hönnuð i dag og bera þvi sama svipinn. Það tilbreytingarlausa umhverfi og ómennska, sem af þessu leiðir, er hluti af þvi verði, sem við greiðum fyrir „vaxandi vel- megun.” Á sama hátt og það er óraun- hæft að byggja óarðbær hús, er það óraunhæft að skipuleggja hverfi, nema á þann hátt að þar sé arðbært að reisa hús. Þeir arkitektar, sem unnu að skipulagstillögunni að Grjóta- þorpi, þekkja þennan sannleik efalaust. Skipulagstillaga þeirra full- nægir þvi sennilega þeim frum- kröfum, sem hér voru nefndar. Innan þess svigrúms, sem þeim er skapað á þennan hátt, er starf þeirra unniðog þá getum við látið liggja milli hluta, hvort þeirra niðurstaða sé góð eða slæm. Ef þeir hefðu lagt til, eins og ólafur gerir I grein sinni, að i Grjótaþorp yrðu flutt gömul hús annars staðar að úr borginni og úr Arbæ heföu þeir gert sig seka um aö vinna á móti hagsmunum þeirra, sem þeir eru ráðnir til að gæta. Það verður ekki arðbær fjár- festing að flytja gömul, „verð- mæt” hús i Grjótaþorp fyrr en al- menningur er orðinn mjög óánægður með umhverfi sitt. Þegar þannig er komið getur þaö verið arðbært að kaupa sér frið. Þá verður Grjótaþorpi fórnaö til þess að geta haldið áfram eyöileggingu annars staðar. Það, sem máli skiptir, er spurningin um það, hvort skyn- samlegt sé að krefjast þess við skipulagningu borgarhverfa, að þau séu „arðbær fjárfesting”. Þegar þeirri spurningu er svarað, verðum við að muna, að sú vara, sem byggingariðnaöur- inn framleiðir (hús eru með- höndluð sem hver annar sölu- varningur ) hefur allmikla sér- stöðu fram yfir annan varning. Varningurinn hús er stór hluti umhverfis allra þeirra, sem búa i Reykjavik. Engri annarri vöru- tegund er þröngvað upp á okkur I eins rikum mæli, nema ef vera skyldi bilar. Hér er sem sagt ekki um venju- legan varning að ræða,sem hverf- ur inn á heimili og skiptir ekki al- menning teljandi máli, heldur er hér verið að framleiða umhverfi okkar allra, eftir lögmálum, sem ekki taka tillit til annarrá en þeirra, sem peninga eiga. Ein- hverjir fáir reykvikingar munu eflaust geta keypt sér hús i nýja Grjótaþorpinu, en þau hús verða óneitanlega hluti af umhverfi allra reykvikinga. Ákvörðunin um það, til hvers nota eigi Grjótaþorp snertir alla borgarbúa og er þvi „pólitiskt mál”. Það, að fela arkitekt að gera tillögu að notkun hverfisins er þvi afkáralegt, jafnvel þó svo að það sé borgarstjórn sem tekur ákvörðunina. Hið rétta væri, að fram kæmu margar tillögur um notkun hverfisins. Eftir að tekin væri ákvörðun um þaö, hvernig hverfið skuli nota yrði arkitekt falið að gera tillögu að þvi, hvernig koma megi þeirri ákvörðun i framkvæmd. Um hlutverk arkitekta við skipulagningu er það að minu mati satt, að þeir eru oftast auðsveipir þjónar rikjandi hug- mynda. Hver er það ekki???????? Er ekki al- menningur auðsveipur rikjandi skoðunum á flestum meginmál- um? Flestir arkitektar hafa gengist undir nokkurra ára háskólanám og þeim kennt að framkvæma verk sin samkvæmt venju. Þeir sækja flestir til háskóla i löndum þar sem iðnvæðing byggingar- iönaðarins er lengra á veg komin en hér er. Þar er þvi sennilega enn mikilvægara að arkitektar skipuleggi eftir þörfum iðnaöar- ins. Til skamms tima hefur nám arkitekta að mjög litlu leyti miðast við að þeir öðlist innsæi i þjóðfélagslegt samhengi starfs sins og taki afstöðu til þess, hverra hagsmuna þeim beri að gæta. Vonir okkar um að fá hingað til lands „betur menntaða” arki- tekta munu þá ekki rætast fyrr en útlenskir háskólar sjá að sér og bæta kennslu sina eða hafin verð ur kennsla i félagslega sinnuðum skipulagsfræðum hér á landi. Ekki veit ég hvað þvi veldur, að skipulagstillagan að Grjótaþorpi komst fyrir sjónir almennings áður en hún varð samþykkt. Slikt er nefnilega alls ekki venja. Almenningi gefst sjaldnast kostur á þvi, að sjá skipulagstil- lögur áður en þær eru samþykkt- ar. Það er alls ekki gert ráð fyrir þvi, né ætlast til þess að fólk skipti sér af þessum málum. Þó er hér um að ræða tillögur um ráðstöfun á almannafé og mótun umhverfis þess sem fólk á að búa við alla sina ævi. Til þess að bæta úr þessu ástandi verður að breyta skipu- lagslöggjöfinni. Þar verða að koma skýr ákvæði um það að skipulagstillögur skuli kynntar almenningi áður en þær fá á sig endanlega mynd. Sem flestir val- kostir verði kynntir. Almenning- ur verði hvattur til þess að tjá sig um skipulagstillögur, og tekið verði mið af> vilja fólks við vinnu að skipulagstillögum og með- höndlun þeirra. Að lokum vil ég endurtaka, að það er ekki skynsamlegt aö trúa þvi, að arkitektar beri höfuð- ábyrgð á skipulagstillögum. Þeir vinna að tillögum sinum eftir fyrirmælum, sumum ósögðum, og eru þvi þjónar. Hitt er svo annað mál hvort ekki eigi að kreíjast þess siðferðisþreks af þeim, að þeir taki afstöðu með almenningi og þegi ekki yfir hvers kyns ósóma, sem á leið um hendur þeirra. Hér á síöunni birtum við nokkrar svipmyndir sem Gunnar Steinn Pálsson tók I rigningunni i Grjótaþorpi i gær. Til hiiðsjónar er svo neöst á siðunum mynd af þvi hvernig arkitektarnir Guömundur Kr. Guömundsson og ólafur Sigurösson hugsa sér aö Gáröastræti liti út séö aö austan. G»rftastr«ti aft awstan /. ■:, '/■: ■ ■//'v/>:// :/<//y///: Kristin Magnúsdóttir og Lárus Halldórsson Minnisvaröií Mosfellssveit Minningarsjóður Kristinar Magnúsdóttur og Lárusar Halldórssonar 6kólastjóra var stofnaður við útför hans á s.l. ári, i þvi skyni að heiðra minn- ingu þeirra mætu hjóna á við- eigandi hátt. Frú Kristin lést 8. nóv. 1970, en Lárus skólastjóri þann 27. mars 1974, og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju, en jarðsett að Mosfelli. Þar voru samankomnir frændur og vinir þeirra hjón- anna, en einnig mikill fjöldi nemenda Lárusar heitins af þrem kynslóðum. Lárus hóf kennslu i Mos- fellshreppi árið 1922, og kenndi samfleytt allt til ársins 1972. Af þeim tima var hann skólastjóri þar til skólunum var skipt haustið 1966, en var sundakennari eftir það, meðan heilsan leyfði. Það er vafalaust mjög fátitt, að maður stundi kennslustörf i sama sveitarfélagi i 50 ár, og nemendur Lárusar skipta áreiðanlega hundruðum, en um fjölda þeirra liggja ekki fyrir nákvæmar tölur. Heimili þeirra hjóna stóð lengst af i þjóöbraut að Brúar- landi, og á timabili var þar heimavist. Nutu nemendur hans þar i rikum mæli góðs at- lætis þeirra hjóna. Sjóðurinn hefur nú eflst svo mikið, að ákveðið hefur verið að reisa þeim hjónum minnis- varða á skólalóðinni að Varmá, en frummynd að hon- um hefur sonur þeirra Ragnar gert, mjög smekklega. Þá hefur Reyni Vilhjálms- syni arkitekt verið falið að velja minnisvarðanum stað,en hann hefur séð um skipulag skólasvæðisins. Minnisvarðinn er 2ja metra stuðlabergssúla með mörgum minni stuðlum umhverfis, og hefur efni i þetta verið pantað og verður væntanlega til af- greiðslu á þessu ári. Vitað er, að enn hefur ekki náðst til allra þeirra, sem hug hafa á þvi að vera með, og er þessari frétt þess vegna komið á framfæri. Störf þeirra hjóna i Mos- fellssveit voru ekki eingöngu bundin við skólann og heima- vistina, heldur einnig og ekki siður við félagsmálin, og var Lárus sistarfandi að menning- ar- og félagsmálum sveitar sinnar alla tið. Framlög i sjóðinn hafa bor- ist hvaðanæva af landinu og úr öðrum heimsálfum, en nú er ráðgert að Ijúka þessari söfn- un og stefnt að þvi að ganga frá undirstöðum minnisvarð- ans i haust og reisa hann á komandi vori. Eftirtaldir aðilar taka við framlögum i sjóðinn: Hjalti Þórðarson, Æsustöðum, Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Guðmundur Magnússon, Leir- vogstungu, Haukur Nielsson, Helgafelli, Jón V. Bjarnason, Reykjum, Salome Þorkels- dóttir, Reykjahlið, Tómas Sturlaugsson, Markholti 4, og skrifstofa Mosfellshrepps, Hlégarði. Helvi Sipilá til íslands Heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á mið vikudagskvöld Eins og lesendur kann að reka minni til var það ætlunin síðastliðið vor, að Helvi SipilS frá Samein- uðu þjóðunum héldi fyrir- lestur í Norræna húsinu. A siðustu stundu brugðust þó samgöngurnar, svo að hún komst ekki til tslands i tæka tið og fyrirlestrinum varð að aflýsa að sinni. Nú er hins vegar öruggt, að Helvi Sipilá kemur til tslands i næstu viku, og hún heldur fyrir- lestur i Norræna húsinu miö- Ilelvi Sipila vikudaginn 20. ágúst kl. 20:30 og ræðir þar stöðu kvenna i dag. Allir eru velkomnir að hlýða á fyrirlesturinn, sem verður nán- ar auglýstur i fjölmiðlum i næstu viku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.